Fréttirnar sem var ákveðið að sleppa

Er möguleiki að það sem stendur hérna sé satt? Sjá: http://gagnauga.is/index.php?Fl=Greinar&ID=173

Eitt af því sem mér finnst mjög athyglisvert ef satt er, er að það voru ótal mjög fjölmennar kröfugöngur út um alla Líbíu til stuðnings Gaddafi en það fór mjög lítið fyrir þeim í hinum almennu fjölmiðlum. 

 
http://gagnauga.is/index.php?Fl=Greinar&ID=173
The Cronicle Herald í Kanada greindi frá því síðast þann 14. ágúst að óháðar skoðanakannanir í Líbýu sýndu að 85% Líbýumanna og 2000 af 2335 ættbálkum landin, styddu Jamahiriya stjórnina og þjóðarleiðtogann Gaddafi. Erlendir erindrekar sem ennþá voru í Líbýu staðfestu við blaðið að niðurstöðurnar væru réttar (Riley-Smith, 15.08.2011).

Þessi niðurstaða þurfti ekki að koma á óvart. Frá upphafi uppreisnarinnar hafa ótal kröfugöngur átt sér stað í öllum bæjum þar sem lýst er yfir stuðningi við Jamahiriya stjórnina í Líbýu og andstyggð við aðgerðum Nató og uppreisnarmanna. Sú stærsta af þeim var kröfuganga meira en einni milljón manna í miðborg Trípólíborgar sem átti sér stað þann 1. júlí s.l. (Bukowski, 04.07.2011). Slíkar kröfugöngur voru haldnar vikulega í allri Líbýu allt fram til síðustu daga hernámsins í Trípolí. Fréttastofur vesturlanda hafa af einhverjum ástæðum valið að greina ekki frá þessum kröfugöngum. 

Hver sem sannleikurinn er þá er svakalegt að hugsa til þess að þeir sem stjórna fjölmiðlum geta ef þeir vilja drepið þúsundir og blekkt hvern þann sem þeir vilja. Við látum oft eins og greyið fólkið í Norður Kóreu veit ekkert hvað er að gerast í heiminum af því að stjórnvöld mata fólkið á hvaða lygum sem þau vilja en er möguleiki að slíkt gerist út um allan heim, bara á mismunandi máta?  Eitthvað til að hugsa um.
mbl.is Lík Gaddafis krufið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þetta er þekkt hjá okkur líka og ég hef fengið að finna fyrir því á eyin skinni!

Sigurður Haraldsson, 23.10.2011 kl. 14:47

2 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Maður spyr sig hvort raunveruleikinn sé svona í raun og veru, að hann sé svo slæmur. Að þeir sem stjórna fjölmiðlunum stjórna lífi milljóna manna þar sem sannleikurinn í mörgum málum sé alveg aukaatriði...  Spurning.

Karl Jóhann Guðnason, 23.10.2011 kl. 14:54

3 Smámynd: Omnivore

Fór lítið fyrir þeim? Ég fylgdist vel með gangi mála frá byrjun og það var talsvert fjallað um stuðningssamkomur, til dæmis í Tripoli.

Ég mæli með að þú fáir ekki hugmyndir frá gagnauganu. Það er mjög óáreiðanlegur vefur.

Það er rétt, ísleskir or erlendir fjölmiðlar eru mjög lélegir. En þeir sem vilja geta séð almennilega umfjöllun. Þeir sem voru á þessum fundum voru oftast hermenn í hersveitum Gaddafis og konur þeirra. Í einu dæmi var munaðarleysingjum af munaðarleysingjahæli smalað þangað. Þetta var líka notað sem vettvangur til að refsa uppreisnarmönnum í Tropoli.

Omnivore, 23.10.2011 kl. 15:54

4 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Eftir að hafa lesið þessa grein sem þú bentir á mofi þá er athyglisvert að sjá viðtal við son Gaddafi, Saif Gaddafi.  Reyndar mjög fyndið á köflum hló þó nokkuð við að horfa á þetta. Fréttamaðurinn virðist lifa í allt öðrum heimi en Saif :)

http://www.youtube.com/watch?v=Pa4m0N3BWHI&feature=player_embedded

Karl Jóhann Guðnason, 23.10.2011 kl. 18:32

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Gott hjá þér að benda á þetta, Mofi. Ég fæ ekki betur séð að aðgerðir NATO geti flokkast undir "war of agression" og séu stríðsglæpir. Meðan slíkt viðgengst verður aldrei friður og öryggi. 

"A war of aggression, sometimes also war of conquest, is a military conflict waged without the justification of self-defense usually for territorial gain and subjugation. The phrase is distinctly modern and diametrically opposed to the prior legal international standard of "might makes right", under the medieval and pre-historic beliefs of right of conquest. Since the Korean War of the early 1950s, waging such a war of aggression is a crime under the customary international law."

http://en.wikipedia.org/wiki/War_of_aggression

Hörður Þórðarson, 23.10.2011 kl. 19:59

6 Smámynd: Mofi

Sigurður, það er dáldið reynsla þeirra sem hafa lent í því að vera tengdur fréttaefni. Það virðast vera afar sjaldan að maður fær alla söguna og stundum bara virkilega farið með rangt mál.

Karl, þetta er mjög merkilegt. Þau eru ekkert að tala við hvort annað, það er eins og konan skilur ekkert hvað hann er að segja.

Omnivore, ekki fá hugmyndir frá? Hmm, þetta er miklu frekar að hlusta á mismunandi raddir og heyra mismunandi hliðar. Um leið og þú ákveður að ákveðin fréttamiðill er sá sem segir alltaf satt þá ertu í vondum málum.

Mofi, 23.10.2011 kl. 22:58

7 Smámynd: Mofi

Hörður, það sem situr eftir er að þetta er mjög undarlegt. Þegar kom að Írak þá fóru eftirleitsveitir aftur og aftur að leita að ástæðum til að fara í stríð. Fundu ekki neitt en fóru samt í stríð. Í þessu tilfelli þá var eins og...að senda eftirsveitir að athuga málið að það var bara ekki að virka í Írak svo best í þessu tilfelli að sleppa öllu þannig og bara fara bara beint í hernaðaraðgerðir.

Mofi, 23.10.2011 kl. 23:01

8 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Mofi,

Veit ekki um fjölmiðla á Íslandi en það hefur verið marg sagt fram og til baka hér í Bandaríkjunum um fjöldafundi, kröfugöngur og annað sem stuðningsmann Gaddafi hafa verið með í Líbíu undanfarna mánuði. 

Því miður er leitarvél The Chronicle Hearld ekki virk og þar finnst ekkert um Líbíu. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 24.10.2011 kl. 05:25

9 Smámynd: Mofi

Arnór, takk fyrir þá ábendingu.  Hver finnst þér hafa verið... hinn almenni boðskapur frétta þar sem þú ert?

Mofi, 24.10.2011 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband