Var Gaddafi vondur?

Ég hef verið að lepja upp allar fréttir af Líbíu og Gaddafi nokkuð gagnrýnislaust en eftir spjall við nokkra vini þá áttaði ég mig á því að það væri önnur hlið á málinu. Kannski var Gaddafi ekki eins og vondur og menn vildu láta og að það væri önnur saga sem aðrir segja sem gæti verið sannleikurinn í málinu.  Eitt af því erfiðasta í þessu lífi er að greina lygi frá sannleika, líklegast munum við aðeins komast að hinu eina rétta á himnum og þangað til þurfum við að vaða í lygafeni í leit af vott af sannleika. Hérna eru nokkur myndbönd sem fjalla um hina hlið málsins.

 

 


mbl.is Segist hafa skotið Gaddafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi myndbönd gefa að mínu mati innsýn inn í það sem raunverulega á sér stað.  Annað er spuni og kjaftæði.

Takk fyrir að koma með þetta hér Mofi minn. Þér er ekki alls varnað.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2011 kl. 03:06

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Menn eru mjög áhugasamir um að hjálpa Írökum og Lýbíumönnum að fá lýðræði.Holur hljómur í því.

Hörður Halldórsson, 22.10.2011 kl. 13:05

3 Smámynd: Svavar Bjarnason

Þú spyrð hvort Gaddafi hafi verið vondur.

Ég held að hann og margir aðrir menn, sem komast til valda í löndum þar sem ekki ríkir lýðræðishefð, hafi í upphafi verið með góðar meiningar og ætlað að gera góða hluti. En of mikil völd, og í of langan tíma, eyðileggur alla menn og breytir þeim í sjálfselska siðleysingja, þar sem allt er leyfilegt til að halda völdum.

 Eitt sinn var Mugabe talin ein af vonarstjörnum Afríku.

Ég mun alltaf bera virðingu fyrir Nelson Mandela. Hann ákvað að afsala sér völdum áður en þau næðu að spilla honum. 

Svavar Bjarnason, 22.10.2011 kl. 13:50

4 Smámynd: Mofi

Jón Steinar, þín athugasemd kom skemmtilega á óvart :) Það er erfitt að greina hvenær hinir almennu fjölmiðlar eru að segja satt frá og hvenær þeir eru að þjóna hagsunum einhverra manna. Gott að sjá að þú kaupir ekki allan þeirra áróður gagnrýnislaust.

Þú gætir kannski haft áhuga á þessu hérna: http://www.youtube.com/watch?v=osnIlxH2d6Y

http://www.youtube.com/watch?v=_yZmoDj983o&feature=related

Mofi, 22.10.2011 kl. 15:03

5 Smámynd: Mofi

Hörður, breiða út kærleikan og útópíu samfélagið með sverði... margir menn hafa gert í gegnum söguna og Guð forði okkur frá slíku.

Mofi, 22.10.2011 kl. 15:05

6 Smámynd: Mofi

Snævar, þú greinilega veist ekkert um Biblíuna og sögu Biblíunnar fyrst þú berð hana saman við Hringadrottinssögu. Ég er hérna að rökræða við hvern sem er um þróunarkenninguna og ég hef horft endalaust á myndir og lesið bækur um þessa kenningu, hvort sem það er að færa rök með kenningunni eða móti.

Kannski ert það þú sem þarft að skoða málin frá öðrum sjónarmiðum og íhuga að kannski er það sem þér hefur verið sagt í gegnum árin ekki endilega alveg hárrétt?

Takk fyrir linkinn, áhugavert en eins og vanalega, maður veit aldrei fyrir víst, hver er að segja satt.

Mofi, 23.10.2011 kl. 11:58

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er ekki bara efasemdarmaður á trú Mofi minn;)

Annars vil ég benda þér á  tvær ritningagreinar varðandi svar þitt til Harðar. N.b. Beint frá meintum Jesú Kristi.

Matt. 10:34-37

Luk. 14:26

Bara af því að þú ert að Guð um að forða okkur frá þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2011 kl. 16:08

8 Smámynd: Mofi

Afsakaðu Jón hvað ég svaraði seint, fór alveg fram hjá mér þessi athugasemd.

Varðandi Matt 10, veistu ekki um nokkra sem hafa staðið upp á móti valdnýðslu, græðgi og stríði og hafa uppskorið ofsóknir og verið jafnvel drepnir?  Ef þú kannast við slíkt þá ertu sammála að það að standa upp fyrir rétt annara og berjast á móti illsku veldur stundum stríði. Það er þannig sem ég skil orð Krists.

Mofi, 31.10.2011 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband