11.10.2011 | 10:09
Mega kristnir borða blóðuga steik?
Ég vissi hreinlega ekki að hrá steik inniheldur sama sem ekkert blóð og rauði safinn sem lekur úr steikinni er ekki blóð svo ég hér með leiðrétti þetta. Hérna á eftir kemur færslan en endilega hafið í huga að ég hafði rangt fyrir mér varðandi að steikur væru loðrandi í blóði.
Flestir kristnir tala um frelsið sem þeir hafa i Kristi Jesú. Tala um að Jesú hafi lýst alla fæðu hreina og núna skiptir þetta ekki máli heldur einlæg trú á Krist. Enn fremur er vitnað í að við erum dáin gamla lögmálinu og núna gildir aðeins lögmál Krists, það er að vísu dáldið óljóst hvaða lögmál það er en oft er bara vísað til þessa orða Jesú "elska skalt þú náungan eins og sjálfan þig". Hið fyndna er að Jesú er að vitna í 3. Mósebók, nítjánda kafla og nítjánda vers.
Í einmitt 3. Mósebók er neysla blóðs oft bönnuð en út frá hugmyndum flestra kristna í dag þá tilheyrir þetta gamla lögmálinu sem er búið að afnema.
En þegar lærisveinarnir fóru að boða til heiðingja, þeirra sem voru ekki gyðingar þá einmitt kom upp þessi umræða, hvað eiga þeir að gera. Sumir af gyðingunum vildu að hinir nýju meðlimir yrðu umskornir, út frá þessu kom niðurstaða frá lærisveinunum hvað hinir nýju trúmeðlimir ættu að gera. Við lesum það í Postulasögunni 15. kafla.
Postulasagan 15:19-21
Ég lít því svo á að eigi skuli íþyngja heiðingjum þeim sem snúa sér til Guðs 20heldur rita þeim að þeir haldi sig frá öllu sem flekkað er af skurðgoðum, frá saurlifnaði, frá kjöti af köfnuðum dýrum og frá blóði. 21Frá fornu fari hafa menn prédikað Móse í öllum borgum. Hann er lesinn upp í samkundunum hvern hvíldardag.
Það sem ætti að vera á hreinu út frá þessu er að lágmarkskrafa til þeirra sem taka kristna trú er þessi og þar tóku þeir fram að halda sig frá blóði væri lágmarkskrafa. Svo svarið við spurningunni hvort að kristnir mega borða hráa, blóðugu steik er risastórt nei. Sumir gætu haldið að það væri verið að tala um að drekka blóð beint en gyðingar hafa aldrei skilið þetta þannig enda erum með ákveðnar reglur varðandi meðhöndlun kjöts til að taka mesta blóðið út. Enn fremur sjáum við hérna að lærisveinarnir skildu Krist heldur ekki þannig að það skipti engu máli hvað við borðum, annars væri ekki þeirra lágmarks krafa að halda sig frá blóði og köfnuðum dýrum.
Líklegast held ég þó að ástæðan hafi verið að þetta voru lágmarkskröfur til að geta farið inn í samkunduhús gyðinga til að hlusta á Guðs orð en eina Guðs orð á þessum tímum var Gamla Testamentið sem gyðingarnir höfðu aðgang að.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Trúmál | Breytt 12.10.2011 kl. 10:20 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 803240
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Líkaminn er musteri Heilags anda og okkur ber því að fara vel með hann, að borða holla fæðu sem er skynsamlega matreidd (ekki hrá) hlýtur því að vera hluti af því.
Aðalmálið hlýtur samt að vera að setja Jesúm Krist í fyrsta sætið, við hljótum að geta verið sammála um það.
Valur Arnarson, 11.10.2011 kl. 13:45
Valur, ég er sammála því en málið er hvað þýðir það. Ef að kristnir eiga erfitt með að taka því sem lærisveinarnir sögðu vera að minnsta kosti góða byrjun þá að mínu mati segir það mér þetta hérna vers eigi við viðkomandi:
Þetta synduga eðli er þannig að það á enginn að segja því fyrir verkum á meðan hinn endurfæddi einstaklingur leitar vilja Guðs og er þakklátur hvaða ráðum eða lögum Guð vill setja honum.
Mofi, 11.10.2011 kl. 15:26
Mofi,
Hefur þú pælt í þessu í opinberunarbókinni. Merkið á hendinni og merkið á enninu. Þ.e. Ef maður er merktur merki dýrsins bæði á enninu og á hendinni þá stefnir hann að eilífri glötun. Þ.e. ef hugsanir hans eru fráhverfar Guði (merkið á enninu) og gjörðir hans eru fráhverfar Guði (merkið á hendinni).
Ég var bara að pæla í þessu um daginn. Veit ekki hvort að þetta tengist efni færslunnar beint.
Að setja Jesúm í fyrsta sætið þýðir einfaldlega að Jesús er Drottinn og ef Jesús er Drottinn þá er ég ekki Drottinn. Þannig tel ég best að lifa í trúnni.
T.d. er Jesús er Drottinn þá horfi ég ekki á klám (sem dæmi).
Valur Arnarson, 11.10.2011 kl. 16:30
T.d. ef Jesús er Drottinn þá horfi ég ekki á klám (sem dæmi).
ef átti þetta að vera en ekki er :)
Valur Arnarson, 11.10.2011 kl. 16:32
Valur, er þá ekki einmitt að ef að Jesús er Drottinn þá leitar maður í ritningunum til að þekkja Hann betur og vilja Hans varðandi líf manns? Þannig að ef að lágmarkskrafa lærisveinanna til þeirra sem vildu tilheyra þeirra hópi gildir fyrir kristna í dag?
Varðandi þetta sem Opinberunarbókin talar um þá mæli ég með þessu hérna: http://hopevideo.com/david_asscherick.htm
Fyrirlestrarnir sem eiga við akkúrat merkið eru: The Actual... Certain, Unavoidable Identity of the Antichrist og How Not To Get The Mark of the Beast. Annars er ég svona óbeint með Opinberunarbókar námskeið í kirkjunni í Hafnafirði á þriðjudögum. Mjög óbeint þar sem við erum bara lítill hópur sem les ákveðið efni og spjöllum um það. Ef þú hefur áhuga þá gætir þú verið með eftir áramót þegar nýr hópur byrjar.
Mofi, 11.10.2011 kl. 16:58
Það er algengur misskilningur að halda að létteldað kjöt sé blóðugt. Að sjálfsögðu er allt blóð látið renna úr dýrinu eftir að því er slátrað. Rauði liturinn kemur frá prótíninu myoglobin sem sér um að geyma súrefni í vöðvunum. Þetta er ekki sama prótínið og hemoglobin sem finnst í rauðum blóðflögum.
Hér er hægt að lesa meira um þetta: http://www.todayifoundout.com/index.php/2010/04/the-red-juice-in-raw-red-meat-is-not-blood/
Tadaaa! Vísindin bjarga málunum með því að hafa meiri vitneskju en Biblían! Kristnar kjötætur geta tekið gleði sína á ný.
Annars tel ég þennan kafla í Biblíunni afar hættulegan því hans vegna hafa margir dáið að óþörfu. Vottar Jehóva hafna til dæmis blóðgjöfum á sjúkrahúsum m.a. vegna þessara orða.
En btw, hvað ef maður fær slæmar blóðnasir og eitthvað af blóðinu rennur ofan í mann?
Rebekka, 12.10.2011 kl. 06:43
Sæll Mofi,
Mikið rétt, maður leitar í ritninguna, ef manni finnst Guð tala til manns með einhver mál í gegnum ritninguna þá fylgir maður því.
Ég þakka þér gott boð varðandi námskeiðið góða. Opinberunarbókin getur verið svolítið þung lesningar og því ágætt að vera í hóp þegar hún er lesin. Ég sé til hvernig ég verð á næstu önn.
Kveðja,
Valur Arnarson, 12.10.2011 kl. 09:34
Rebekka, Guð sé lof fyrir vísindin :) Hvernig færðu það út að vísindin hafi meiri vitneskju en Biblían??? Meira vit en ég sem er ekkert til að monta sig af. Svakalega langar mig að fela þessa færslu... að minnsta kosti bæta við hana.
Að færa bann á að neyta blóðs yfir í að banna blóðgjöf er ekki rökrétt að mínu mati og eru Vottar Jehóvar þeir einu sem ég veit um sem taka þá afstöðu; ekki einu sinni gyðingar hafa þessa afstöðu.
Mofi, 12.10.2011 kl. 10:17
Valur, hlakka til að heyra í þér.
Mofi, 12.10.2011 kl. 10:18
Dóri - ein spurning ... ertu gyðingur? Ef svo er ekki, af hverju fylgir þú lögmáli gyðinga útí bókstafinn? Kom ekki Jesús til þess að uppfylla lögmálið og hreinsa út mannasetningarnar sem gyðingar voru búnir að setja sér? Af hverju einsetjið þið Aðventistar að fylgja GT alltaf hreint?
Til að mynda "auga fyrir auga, tönn fyrir tönn" sem hann afnumdi. Sama á við þessar reglur sem þú vísar í, því eins og þú bendir sjálfur á; þá lýsti Jesús alla fæðu hreina. Og athugaðu muninn á milli lögmáls gyðinganna og heiðingjanna (sem erum við). Þar liggur himinn og haf á milli.
Og ekki benda á boðorðin 10 eins og þú hefur svo of gert, þau standa eins og þau eru og breytast ekki neitt.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.10.2011 kl. 13:42
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.10.2011 kl. 13:51
Haukur, ég benti á að það er Postulasagan sem nefnir þetta með að ekki neita blóðs sem lágmarks skilyrði fyrir þá sem tóku trú á Krist. Tékkaðu á því, Postulasagan er ekki í GT.
En, hafði síðan í huga að Jesú sagði beint út að við ættum að fylgja því sem Móse skrifaði
Í gegnum allt Gamla Testamentið þá var alltaf hið sama upp á teningnum, spámennirnir að biðja fólkið um að hætta að brjóta lögmál Guðs. Dáldið undarlegt að takmark Jesú á þá að hafa verið að afnema lögmál Guðs eins og að Guð hafi gefið slæmt lögmál sem við erum ýkt heppin að losna við.
Þetta vers er ekki í frumtextanum, þetta er bara viðbót þýðenda, sjá: http://biblelight.net/unclean-foods-jesus.htm
Við höfum mannasetningar gyðinga sem Jesú varaði við og Móse bannaði því hann bannaði að það yrði bætt við lögmálið. Við höfum síðan lögmál Móse og síðan höfum við boðorðin tíu.
Mofi, 12.10.2011 kl. 14:07
Tinna, Guð lítur framhjá vanþekkingu fólks varðandi svona hluti en lítur ekki fram hjá ef að fólk hefur ekki áhuga að vita vilja Guðs.
Mofi, 12.10.2011 kl. 14:08
Hvaða mælikvarða á magn vitneskju ertu að nota þarna? Ég skil mælikvarða Rebekku á magni vitneskju (gróflega) sem magn upplýsinga sem eru okkur gagnlegar og virðast vera réttar.
Ég er ekki viss um að ég eigi biblíu, en vísindabækurnar sem ég á spanna nokkrar hillur... Og það er bara stærðfræði, eðlisfræði og tölvunarfræði. Ef maður bætir við líffræði, stjörnufræði, efnafræði, læknisfræði ....o.s.frv. er mér nokkuð ljóst að biblían tapar vitneskjukapphlaupinu (sem er augljóst þar sem biblían breytist aldrei, meðan vitneskja vísindanna vex og vex..).
Þess vegna er auðvelt að ráðast að biblíunni, en erfitt að ráðast að t.d. þróunarkenningunni. Því biblíuna má lesa og skilja (nema maður ætli að fara að eyða tíma í að giska á hvað "guð" átti við) á nokkrum vikum/mánuðum. En til að skilja þróunarkenninguna þarf að lesa í mörg ár (og það þarf lítið að giska á meiningu textans í þeim bókum)... (t.d. þess vegna finnst mér ekkert að því þegar Dawkins rakkar trú niður, þótt hann sé ekki með gráðu í guðfræði..).
Ekki að þetta innskot mitt komi málefninu neitt við. Ætlaði bara rétt að skjóta inn í - en missti mig aðeins í að bæta við auka-pælingum..
En kannski hefur þú líka allt annan mælikvarða á magn vitneskju
Tómas, 12.10.2011 kl. 19:33
Æj.. ég reyni oftast að vera nákvæmur, en það er erfitt. Setningin um Dawkins átti að vera:
Tómas, 12.10.2011 kl. 19:37
Hvernig veistu?
Og hvernig veistu að þeir hafi ekki verið að meina "allur rauður vökvi sem kemur úr kjöti" þegar þeir sögðu "blóð". Þ.e.a.s. ef blóðbannið er raunverulegt, og þeir kölluðu þetta blóð, hvernig geturðu verið viss um að það sé leyfilegt að borða þetta?
Annars minnir þetta mig á gamlan brandara: An Inuit hunter asked the local missionary priest: "If I did not know about God and sin, would I go to hell?" "No," said the priest, "not if you did not know." "Then why on earth" asked the Inuit earnestly, "did you tell me?"
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.10.2011 kl. 20:50
Má ekki borða blóðuga steik, fer í kirkju til að drekka blóð Jesús..... -.-
Stefán sv, 12.10.2011 kl. 23:30
Tómas, það er alveg rétt að vísindin halda áfram að afla upplýsinga á meðan Biblían breytist ekki. Ég tók athugasemd Rebekku þannig að þarna var hún að leiðrétta Biblíuna en góður punktur, það var líklegast ekki markmið hennar.
En, ekki gleyma því að það voru menn sem lásu Biblíuna og tóku mark á henni sem fundu upp nútímavísindi. Vísindi eru frábær og vísindi og Biblían eru mestu mátar :)
Mofi, 12.10.2011 kl. 23:34
Tinna, ég trúi því vegna þess sem stendur í Biblíunni, í ræðu Páls í Aþenu til þeirra sem voru ekki gyðingar; það er að finna í Postulasögunni, 17. kafla.
Varðandi brandarinn þá er það þannig að meira ljós frá Guði er af hinu góða og getur bjargað sálum frá glötun. Punkturinn er aðeins að Guð lætur ekki einhvern glatast vegna þekkingarleysis, eins og að fyrst hann vissi ekki einhver ákveðin svör þá mun hann glatast. Hafa í huga að það er ákveðin grundvallar þekking sem öllum er gefin, eitt er að það er til skapari og annað er samviskan, ákveðin lágmarks þekking á réttu og röngu eins og ekki stela, ekki ljúga og ekki myrða.
Mofi, 12.10.2011 kl. 23:38
Stefán, drekka vínberjasafa sem táknar blóð Krists :)
Það er enginn að drekka blóð í alvöru kristinni kirkju þó að það er til sú trú að það sem er drukkið breytist raunverulega í blóð en...lítið annað hægt að gera í því en að ranghvolfa augunum :/
Mofi, 12.10.2011 kl. 23:40
Í gamla daga var þrælahald líka í lagi - það þýðir ekki að það sé í lagi í dag. En ég vil líka benda á að það voru menn sem rituðu biblíuna (þó menn greini á undir hvers áhrifum þeir voru þegar þeir gerðu það). Svo menn sem lásu bók sem var skrifuð af mönnum fundu upp nútímavísindi (fyrir utan alla þá vísindamenn sem lásu ekki biblíuna en lögðu og leggja samt sitt til nútímavísinda - sem voru kannski ekki í meirihluta í gamla daga, en eru það að öllum líkindum núna).
Svo ég verð að vera ósammála - vísindi og biblían eru ekki mestu mátar.
Fleira mætti eflaust finna máli mínu til stuðnings. En nota bene: Ég er ekki að segja að biblían sé alger steypa. En ég get ekki verið sammála því að það sé mikil samhæfing milli vísinda og biblíu - eða þannig skil ég að þú sért að meina "mestu mátar".
Tómas, 12.10.2011 kl. 23:49
Hmm.. fyrsta setningin mín var kannski óskýr. Það sem ég var svosem að benda á að margt rosalega frábært kom frá þrælahöldurum. Þrælahald kom vestrænu samfélagi að miklu leyti á þann stað sem það er núna. En það þýðir ekki að þrælahald sé réttlætanlegt eða gott. Það var það sem ég ætlaði mér að ýja að.
Tómas, 12.10.2011 kl. 23:54
Þetta er ekki rökrétt miðað við það sem þú varst að segja.
Kannski samt aðeins til að útskýra hvað ég var að reyna að vísa til. Sagnfræðingar þegar þeir horfa til þeirra tíma sem nútíma vísindi urðu til þá sjá þeir að hvatinn fyrir allri þessari vinnu og hugmyndafræði kom frá þeirri trú að Guð væri til, Hann væri höfundur náttúrunnar og sá sem hefði hannað okkur. Út frá þessu þá ályktuðu menn að rannsaka náttúruna væri mikils virði í sjálfu sér vegna þess að þeir voru að læra af Guði sjálfum. Þeir gerðu líka ráð fyrir að náttúran væri rannsakanleg vegna þess að Guð væri Guð reglu ( fá það úr Biblíunni ) og fyrst að við erum sköpuð í Guðs mynd þá höfum við getu til að rannsaka verk Guðs og skilja.
Það þarf nefnilega mikið til að vinna í marga áratugi án þess að sjá neinn árangur af því og hvað þá hafa í rauninni enga von um að græða á þessari vinnu. En með þessa hugmyndafræði þá er vinnan sjálf þess virði og síðan að hún veitti mönnum betra líf kom hreinlega oft á óvart.
Ég hef glímt við margar af fullyrðingum um mótsagnir og nokkvurn veginn allar hafa verið auðleysanlegar og bara ágæt æfing í rökhugsun. Ein spurning... er hægt að túlka þín orð á þann hátt að þú trúir að Biblían sé sönn og vísindin stórgölluð og leiða okkur bara út í vitleysu?
Þannig að fyrst að DNA er eins og stafrænn forritunarkóði og eina þekkta orsök í þessum alheimi fyrir forritunarkóða, upplýsingum og vélum sem lesa upplýsingar eru vitsmunir þá er það líklegasta skýringin og sú rétta?
Þegar síðan nokkvurn veginn öll forn menningarsamfélög hafa þá sögu að það hafi verið flóð og maður byggði örk til að bjarga sjálfum sér og dýrunum þá flokka ég það sem það sem er lang líklegast að hafi gerst.
Þú virðist ætla að afskrifa allan þennan forna vitnisburð um fortíðina bara vegna þess að þér finnst hugmyndin um bát með dýrum í fáránleg; hefur þú aldrei vitað til þess að bátar hafa verið með dýr um borð?
Biblían lýsir hluta af raunveruleikanum og þegar hún gerir það, þá trúi ég að hún sé að fara með rétt mál. Alveg eins og vitnisburður um hvað gerðist í fortíðinni hjálpar mönnum að skilja hvernig hlutirnir eru í dag. Nema náttúrulega Biblían sé að ljúga varðandi fortíðina og hvernig hlutirnir eru. Ég hef ekki séð neina góða staðfestingu á slíku þó að margt í henni er þannig að það er erfitt að trúa því.
Mofi, 13.10.2011 kl. 10:39
En það breytir því ekki að það skiptir nákvæmlega engu máli fyrir okkur, núna, í dag, hverju upphafsmenn nútímavísinda trúðu.
Kannski voru þetta líka rasistar, þjófar, morðingjar. Kannski héldu þeir fram hjá konunum sínum.. það skiptir bara ekki máli. Þeir fundu góðar aðferðir sem virka vel og gáfu okkur grunn fyrir vísindin eins og þau eru í dag.
Þú getur alveg hreykt þér af því að þeir hafi verið kristnir - en það kemur málinu afskaplega lítið við..
Ef Brevik hefði sýnt fram á að P=NP, þá væri það frábær lausn og æðisleg - þrátt fyrir að hann sé morðóður brjálæðingur. Það er það sem ég var að reyna að sýna fram á, af því að þú skrifaðir áður:
og mér fannst það ekki skipta einasta máli..
Áttu við þegar ég skrifaði:
Þar var ég að túlka hvernig ég skil guð biblíunnar - þ.e. hugmyndina, eins og honum er lýst, eins og hann væri, ef ég tryði að hann væri til. Eða hvað áttu annars við..?
Nei.. Að gefnum tveimur kostum: "Guð er til og skapaði líf úr engu" og "Líf varð til af tilviljun í þessum hrikalega stóra alheimi", þá sýnist mér að hin óendanlega flókna vera sé.. flóknari. Og því megi skera hana burt með rakhnífnum..
Þá mætti líka stinga upp á annarri tilgátu: Framandi geimverur bjuggu til DNA og komu því fyrir á jörðinni í fyrstu einfrumungunum. Það finnst mér aftur, talsvert líklegri útskýring en guð biblíunnar.
Jú.. en ekki tug-þúsundum mismunandi tegunda - kjötætur og grænmetisætur - í 6-7 mánuði.... Veistu hvað það þarf mikið fæði fyrir dýrin? Í trébát? (sumir vilja nú meina að risaeðlur hafi líka verið um borð..). Þótt öll dýrin væru nýfædd, þá þyrfti líklega trébát á stærð við stærsta skemmtiferðaskip. Og hvernig tókst Nóa að sækja kóalabirni, og ísbirni með fornaldarsamgöngum?
Ég sé söguna fyrir mér um það bil svona: http://www.youtube.com/watch?v=j_BzWUuZN5w Þú gætir haft gaman að þessu myndbandi, jafnvel þótt þér finnist það vera ýkt eða misvísandi..
Einmitt! Ég hef enga ástæðu til að velja hluta úr biblíunni, trúa því að þessir ákveðnu hlutar séu réttir, en hinir séu rangir, eða skuli túlka á einhvern ákveðinn hátt, meðan aðra skuli túlka nákvæmlega eins og þeir standa.. Ég hef ekki séð neina staðfestningu, ever, á því að guð sé til - þótt ég hafi lesið mér til um að margar sögur úr biblíunni virðist vera réttar (lýsingar á konungum og ríkjum til forna). Þess vegna held ég ekki upp á biblíuna, nema sem undarlega og forna sögu- og skáldsögubók.
Tómas, 13.10.2011 kl. 21:31
Það er nefnilega algjörlega grundvallar atriði, að það var hugmyndafræðin sem fæddi af sér nútímavísindi. Ef það er hugmyndafræðin sem hafði þessi áhrif þá er ekki rökrétt að láta sem svo að í dag er hún einhvers konar óvinur vísinda eða andstæðingur. Síðan bara spurning um að gefa þeim heiðurinn og virðingu sem á það skilið.
Ég átti við hvort að það væri hægt að túlka ákveðin orð á hvaða hátt sem maður vill.
Annars er forvitnilegt hvernig þú kemst að þeirri niðurstöðu að Guð Biblíunnar sé illur. Er þetta grundvöllað á því að lesa eins og guðspjöllin eða...hvað?
Þú ert að bæta við og gefa þér eitthvað sem var ekki í spurningunni. Prófaðu að glíma bara við spurninguna og ekki láta þína trú varðandi tilvist Guðs eyðileggja fyrir þér getuna að svara einföldum spurningum.
Það er líka alveg gild tilgáta en lýsir vel þinni afstöðu til tilvist Guðs, að þú hefur svo mikið á móti henni að allt lítur betur út en hún. Af hverju eiginlega? Þegar nokkvurn veginn allir mestu hugsuðir sögunnar hafa trúað á tilvist Guðs, af hverju lætur þú þá eins og að slík trú sé algjörlega óhugsandi?
Málið er hérna að þú veist ekki hve margar tegundir eða hvaða tegundir eða hve mikið þær hefðu þurft að borða. Hvernig getur verið rökrétt að hafna þessu þegar maður veit ekki þessa hluti?
Þetta getur verið efni í grein, takk. Það sem aftur á móti er greinilegt við myndbandið er að þeir hafa ekki kynnt sér söguna og hafa ekki kynnt sér það sem sköpunarsinnar hafa rannsakað út frá henni. Auðvitað hafnar fólk sögunni ef að þetta er þeirra sýn á hana.
Mofi, 14.10.2011 kl. 10:28
Seint svar, en betra en aldrei. Að sjálfsögðu átti ég við að vísindin hafi meiri vitneskju en Biblían hvað varðar magn upplýsinga í heild. Ég man t.d. ekki eftir að hafa séð kaflann í Biblíunni sem fjallar um efnafræðilega samsetningu sólarinnar, eða sálminn um osmósu. Ég hef alltaf litið á Biblíuna sem bókmenntaverk fyrst og fremst, aldrei sem vísindalega heimild.
Kjötsafi lítur út eins og blóð. Hann er rauður og lekur út úr léttelduðu kjöti. Það er því nokkuð rökrétt að halda að kjötsafi sé blóð. En, hann er það samt ekki. Þetta geta vísindin sýnt fram á, en Biblían gerir það ekki.
Rebekka, 14.10.2011 kl. 11:10
Rebekka, ég er alveg sammála nema að því leiti að ég tel að Biblían hafi upplýsingar sem koma inn á svið vísinda. Gott dæmi er Matthew Fontaine Maury sem er faðir haffræðinnar en það sem lét hann byrja sínar rannsóknir var vers í Biblíunni um vegi hafins. Þessi punktur þinn getur alveg eins gilt fyrir bókina Uppruni tegundanna eða Principia Mathematica eftir Newton.
Takk annars fyrir leiðréttinguna varðandi kjötsafann.
Mofi, 14.10.2011 kl. 11:37
Ég skal alveg heiðra þá menn sem lögðu sitt fram til vísindanna. En ekki fyrir trú þeirra. Ég er enn ekki sannfærður um að trúin hafi verið drifkraftur þeirra allra til að uppgötva lögmál heimsins.
Jah.. svo virðist mér kristnir oft gera. Það virðast amk. vera mörg þúsundir mismunandi túlkanir til á biblíunni.
Sjálfur vil ég reyna að skilja rétta meiningu orðanna, á sama hátt og höfundur ætlaði. Það hefur aldrei reynst ómögulegt í mínu námi só far - þótt það hafi oft reynst gríðarlega erfitt (t.d. átti ég mjög erfitt með að lesa einfalda bók um skammtafræði - ekki vegna þess að ég þurfti að giska á rétta túlkun, heldur vegna þess að efnið er gríðarlega erfitt fyrir okkar "einföldu" heila).
Tjah.. ef ég nefnin eitt augljóst dæmi: Guð drap allt líf á jörðinni (utan Nóa og co), og vissi það frá upphafi að það myndi gerast. Ef hann veit allt og gat allt, hvers vegna leyfði hann fólkinu að spillast svo að hann þurfti að eyða því öllu. Var hann annars hugar í nokkuð hundruð ár? (ekki það.. hann gat væntanlega farið aftur í tímann líka, right?).
Þú veist eitthvað meira en ég ef þér finnst þetta einföld spurning En..ég reyni að vera eins sanngjarn og ég get og mér finnst guð biblíunnar afskaplega ólíklegur. Mun líklegri finnst mér einhvers-konar guð sem við vitum ekkert um - en þar sem það stoðar okkur nákvæmlega ekki neitt, þá hafna ég alveg hugmynd um hvers konar guð, þar til ég sé hann..
(Meinarðu guðs biblíunnar, eða bara einhvers konar guðs?)
Annars kemur tilgáta mín guð sjálfum ekki neitt við. Það getur vel verið guð sem hafi skapað geimverur, sem hafi svo skapað okkur og DNA-ið okkar. En.. eins og áður, þá eru nákvæmlega engar vísbendingar um geimverurnar (frekar en guð) og því hafna ég þeim líka, þar til ég sé þær, eða vísbendingarnar.
Þessir "nokkvurn veginn allir mestu hugsuðir sögunnar" sem þú talar um voru ekki einusinni uppi þegar Darwin lagði fyrst fram þróunarkenninguna. Hvað þá þegar öll þau rannsóknargögn sem hafa sprottið upp síðustu áratugi urðu til, bæði í líffræði, eðlisfræði og stjörnufræði. Þeir höfðu engar útskýringar á margbreytileika lífsins, eða þá hugmynd um stærð alheimsins.
Eftir því sem ég best veit, þá eru flestir mestu nútímahugsuðir sögunnar (say.. síðustu 100 árin) ekki mjög trúaðir, og amk. flestir aðhylltust þróunarkenninguna.
Til að komast til botns í þessu þarf náttúrulega að gera lista og fara vel og vandlega yfir hvern og einn...Þangað til verða þetta líklega mín orð gegn þínum
Trú á tilvist guðs er ekki algerlega óhugsandi. En trú á tilvist guðs biblíunnar finnst mér nánast óhugsandi. Ég kalla mig trúlausan gagnvart honum. En gagnvart tilvist á guði, einhverskonar, skal ég vera nær agnostic.
Mér skilst að guð hafi skipað Nóa að sækja tvö eintök af öllum lifandi dýrum. Það stendur skýrt og greinilega (Genesis 6:17-21). Mér skilst að guð hafi meirasegja sagt honum stærð bátsins..
En ef þú ert með kenningu um að dýr fyrir (hvað 4000 árum?) hafi borðað eitthvað minna en í dag þá væri áhugavert að heyra hana. Nei.. mér finnst þessi saga algerlega fáránleg.
Þú getur auðvitað túlkað hana eins og þú vilt - en ég bara hreinlega skil ekki hvernig sagan á að ganga upp.. Svo finnst þér þróunarkenningin vitlaus kenning?
Það er líklega rétt hjá þér. Amk. fyrir mína parta, þá hef ég ekki kynnt mér það sem sköpunarsinnar hafa rannsakað út frá sögunni. Geturðu bent mér á rannsókn um þetta efni? (væri náttúrulega best ef hún hefur verið rýnd og sett í vísindatímarit, t.d. í Scientific American, eða Nature..)
Tómas, 14.10.2011 kl. 17:57
Smá viðbót:
Það vantaði eiginlega aðeins hjá mér með fjölda tegundanna á tímum Nóa.
Hversu margar tegundir voru þetta? Því ef eitthvað er að marka fjölda tegunda skv. steingervingum (sem eru margir, skilst mér frá sumum sköpunarsinnum, frá tíma flóðsins), þá eru þær ansi margar
Ert þú með ágiskun á fjölda tegunda sem Nói tók með í bátinn?
Tómas, 14.10.2011 kl. 18:09
Eins og ég hef bent þér á að minnsta kosti tvisvar áður, þá er þetta einfadlelga rangt. Versið endar á "[hann] hreinsandi alla fæðu".
Þýðendur telja einfaldlega að "hreinsandinn" sé Jesú. Þeir telja að það sé meira vit í þessu en að segja að klósettið sé "hreinsandinn" eða eitthvað álíka.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.10.2011 kl. 18:17
Enda löng bók... og síðan spilar margt inn í þetta. Sögulega séð hafa fólk þjappað sér saman um ákveðna skoðun, hvort sem hún er studd af Biblíunni eða ekki. Við sjáum í þjóðkirkjunni í dag að Biblían skiptir afskaplega litlu máli. En, hafðu líka í huga að örugglega 90% af kristnum eru sammála um ákveðin grundvallar atriði og ágreiningurinn er oftast um eitthvað annað en aðal atriðin.
Hljómar vel, leitast við að skilja hvað höfundurinn sjálfur meinti. Sjá samhengið sem hann skrifar í, reyna að hafa sama skilning á orðum og hugtökum sem hann og hans áheyrendur höfðu og svo framvegis. Þetta er örugglega enn önnur ástæða fyrir mismunandi skilningi kristinna á Biblíunni.
Ég myndi frekar segja að okkar mjög svo flóknu og öflugu heilar eru ekki vanir að hugsa svona. Merkilegt að við getum yfirhöfuð hugsað miðað við að við erum afrit af afriti af afriti sem byrjaði fyrir langa löngu. Enn önnur góð vísbending að við erum snilldarhönnuð er að við erum ennþá starfhæf.
Er þá ekki aðal málið að fólk getur dáið? Getur varla skipti svo miklu máli hvort það lifir í fjörtíu ár eða sextíu? Biblían síðan segir að hugsanir og gjörðir fólksins hafi verið illska alla daga og allir fengu leið til að bjarga sér. Af hverju ekki að gefa fólki þetta val? Fá að lifa og fá að velja hvort það lætur af illskunni og lifa eða þá að upplifa afleiðingarnar sem er að deyja?
Varðandi að leyfa spillingu þá ef að Guð væri að koma í veg fyrir slíkt þá yrðum við að vélmönnum ef að Guð gerði slíkt.
Spurningin var bara hvað er líklegt til að orsaka forritunarmál, gífurlegt magn af flóknum og sérstökum upplýsingum um hvernig á að búa til flóknar vélar og síðan flóknar vélar sem skilja upplýsingarnar... ég segi að það sem er líklegast til að orsaka slíkt eru vitsmunir.
Ég sá ekki betur en Þú varst að láta þína vantrú á Guð gera þessa spurningu erfiða þegar hún er alveg borðlyggjandi.
En endilega, það er mjög forvitnilegt að finna hvað akkúrat við Guð Biblíunnar er svona erfitt? :)
Öll hönnun alheimsins ásamt DNA eru þessar vísbendingar...
Mofi, 17.10.2011 kl. 11:31
Ég veit ekki hvað menn hafa uppgvötað síðustu hundrað árin sem gefa menn ástæðu til að efast um tilvist Guðs. Miklu frekar öfugt, að í dag höfum við miklu meiri ástæðu en fólk fyrir tvö þúsund árum síðan. En samt, mestu hugsuðir síðustu hundrað árin hafa samt almennt trúað á tilvist Guðs. Það eru bara mjög fáir guðleysingjar sem hafa lagt eitthvað af mörkum til vísinda eða lista. Auðvitað til en bara hlutfallslega mjög fáir. Svo minn punktur eða...það sem ég vildi að þú hugsaðir aðeins um, af hverju þessi svakalega andstaða við trú á Guð, eins og að aðeins vitleysingjar hafa slíka trú?
Enn fremur langar mig svakalega mikið til að vita, hvað í líffræði, eðlisfræði eða stjörnufræði hafa menn verið að uppgvöta síðustu hundrað árin eða svo sem hefur gefið einhverjum ástæðu til að efast um tilvist Guðs?
Síðustu hundrað árin hefur þróunarkenningin haft mikið fylgi en ekki nóg til að guðleysi hafi haft mikið fylgi. Ekki að fjöldinn er líklegastur til að vita hvað sé rétt en maður hlýtur að taka þetta með í reikninginn.
Hún er svona svipað nálægt sannleikanum og austrið er frá vestrinu :)
Ég benti þér á að þú veist ekki hve stór örkin var, hve mörg dýr voru um borð né hve mikið þau þurftu að borða. Samt, engin séns að hún geti verið sönn? Jafnvel þótt að forn samfélög um allan heim hafa mjög svipaða sögu að segja... ég held þú þurfir að skoða þetta aðeins betur.
Fyrir tíma Darwins þá voru líffræðingar búnir að átta sig á því að dýr breytast og aðlagast umhverfinu og fengu það út frá sögunni um syndaflóðið. Dawkins gefur Darwin þann heiður að hafa fattað það að dýr geta breyst en eins og svo oft áður fer Dawkins rangt með staðreyndir.
Annars hafa verið gerðar margar greinar um hinar ýmsu spurningar sem hafa vaknað varðandi söguna: http://www.answersingenesis.org/get-answers/topic/noahs-ark
Flest allar eru ritrýndar en þá af sköpunarsinnum af því að Scientific American eða Nature eru ekki beint vinsamleg sköpunarsinnum.
Við getum aðeins gískað en það var einmitt þetta að fjöldi tegunda hefði þurft að vera miklu minni en hann er í dag og þess vegna áttuðu líffræðingar fyrir tíma Darwins að tegundirnar hljóta að vera að breytast og fjölga eftir aðstæðum.
Mofi, 17.10.2011 kl. 13:14
Þessi setning "In saying this, Jesus declared all foods "clean." er ekki í frumtextanum og hlýtur að vera eðlilegt að benda á það.
Réttari þýðing tel ég vera í KJV:
Hvernig maður á að skilja síðustu setninguna er smá maus. Kannski erum við hérna að glíma við okkar vanþekkingu á orða notkun fólks á tíma Krists; kannski eitthvað annað... veit ekki.
Mofi, 17.10.2011 kl. 13:17
Jú, hún er þarna. Versið endar á "[hann] hreinsandi alla fæðu". Þessi "hann" virðist vera Jesús, þannig að þetta er: "Jesús hreinsandi alla fæðu."
Svona setning hljómar ekki vel, og þar sem að þetta er útskýring á orðunum sem Jesús var að enda við að segja, þá er þetta þýtt sem: "Með þessum orðum lýsti Jesús alla fæðu hreina."
Værirðu sáttari ef þýðingin væri svona (byrjar í v. 18): "Og Jesús segir við þá, hreinsandi alla fæðu: '[blablalba]'"?
Svo er King James biblían byggð á aðeins öðruvísi frumtexta, þar sem "hreinsandi" er í hvorugkyni en ekki karlkyni.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.10.2011 kl. 07:56
Hérna er þetta eins og ein heimasíða útskýrir þetta eða þýðing á frumtextanum:
Þessi síða stingur upp á því að textinn er að segja að maginn hreinsar fæðuna og það er rökrétt og passar við það sem við vitum.
Mofi, 18.10.2011 kl. 09:44
Nei, það passar ekki að maginn sé "hreinsandinn". Mofi, væri það eitthvað slæmt fyrir þína trú ef Jesús hefði sagt að öll fæða væri hrein?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.10.2011 kl. 10:35
Af hverju ekki?
Mér finnst það bara órökrétt, að Jesú færi að gefa skaðlegt ráð og breyta einhverju sem skipti gyðinga mjög miklu máli án þess einu sinni að vera að tala um hreint og óhreint kjöt heldur um mannasetningar um handaþvott. Bara svakalega órökrétt...
Mofi, 19.10.2011 kl. 12:40
Af því að 'hún maginn' getur ekki verið 'hann hreinsandinn'. Mofi, þannig að það myndi ekki skipta þig neinu máli, svona varðandi trúarkenningar, þó svo að Jesús hefði sagt: "Allur matur er hreinn!"?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.10.2011 kl. 18:23
Hjalti, ég bara sé þetta ekki...
Hérna er young literal translation
Ég bara sé ekki þetta "[hann] hreinsandi alla fæðu]" heldur sé ég beina tengingu við "belly" og "drain".
Það skiptir máli, veit samt ekki alveg hve miklu. Þetta var mín afstaða í mörg ár en samt sá ekkert að því að tilheyra Aðvent kirkjunni og hafa þessa afstöðu. Núna virkar hún mótsagnakennd, ekki alveg að ganga upp.
Mofi, 21.10.2011 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.