Nóbelsverðlaunin - það er eitthvað að

Nobel-Peace-Prize-medal-002Ég rakst a grein sem gagnrýndi hverjum hefði verið veitt Nóbelsverðlaunin i eðlisfræði sem mér finnst ahugaverð, sjá: A Nobel prize in Physics for what?

Persónulega finnst mer eitthvað undarlegt í gangi fyrst að Bob Dylan var sniðgenginn fyrir einhvern óþekktann rithöfund.

Annað dæmi sem gefur mér astæðu til að ætla að það er eitthvað ekki i lagi með það hvernig ákveðið er hverjir hljóta Nóbelsverðlaun er dæmi þar sem frumkvöðull MRI tækninnar fékk ekki Nóbelsverðlaunin. Tveir menn fengu Nóbelsverðlaunin fyrir þeirra starf að MRI tækninni en ekki frumkvöðullinn. Ástæðan var mjög líklega sú að frumkvöðullinn í MRI tækninni, Raymond Damadian er sköpunarsinni. Hérna er grein sem fjallar um þetta mál: The not-so-Nobel decision


mbl.is Grunur um Nóbelsleka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Sæll.

Ástæða þess að Raymond Damadian fékk ekki Nóbelsverðlaunin 2003 hafa ekkert að gera með skoðanir hans um þróun lífs. Um þetta má lesa m.a. hér:

Nobe Prize Controversy

The controversy over who played what part in the development of the MRI had gone on for years prior to the Nobel announcement [...] 

As an example of the debate, in 1997 the National Academy of Sciences commissioned a timeline of MRI milestones, and four of the 12 in an initial draft were attributed to Damadian. At the final publication in 2001, longer than any other publication in the series had ever been taken, none of the milestones were attributed to Damadian

Einar Karl, 7.10.2011 kl. 11:13

2 Smámynd: Mofi

Einar Karl, get lítið annað sagt en að ég er ósammála. Grunnurinn að tækninni var lagður af Raymond Damadian og allir aðrir byggðu á þeim grunni svo mjög svo undarlegt að einhverjir aðrir fengu verðlaunin.

Mofi, 7.10.2011 kl. 11:29

3 Smámynd: Einar Karl

Auðvitað máttu vera ósammála. En þetta var sem sagt "controversy" m.ö.o. umdeilt, sem þýðir að það hneyksluðust alls ekki allir á því að Damadian skyldi ekki fá Nóbelsverðlaunin.

MRI-tæknin er svo ein hliðargrein NMR-tækninnar. NMR þýðir Nuclear Magnetic Resonance. Þegar farið var að prófa þessa tækni á mannfólki þótti orðið "Nuclear" fráhrindandi og hugtakið MRI var búið til. En NMR-tæknin er sem sagt grunnurinn sem Damadian byggði sínar pælingar á (sem voru einmitt fyrst og fremst pælingar, hann gerði ekki tilraunir til að sýna að hugmyndir hans stæðust.)

Að halda því fram að hann hafi verið sniðgenginn vegna skoðanna sinna um allt annað efni er vægast sagt langsótt.

Einar Karl, 7.10.2011 kl. 12:04

4 Smámynd: Mofi

Einar Karl, takk, ég ætla að nota þennann rétt minn :)

Mofi, 7.10.2011 kl. 12:59

5 Smámynd: Mofi

Langar að vísu að benda á þetta hérna vegna síðustu athugasemdar varðandi tilraunir.

http://creation.com/the-not-so-nobel-decision-raymond-damadian-mri
As an experimentalist, Dr Damadian had to overcome the scoffing of theoretical physicists. Against much opposition, he built the first working MRI scanner. The first MR image of a live human skull was made with this machine on 3 July 1977. The prototype is now on permanent display at the Smithsonian Institution’s Hall of Medical Sciences.

Mofi, 7.10.2011 kl. 13:03

6 Smámynd: Rebekka

Ég held að nóbelselítunni finnist Bob Dylan allt of smáborgaralegur fyrir verðlaun :P 

En gleymum ekki að "óþekktur rithöfundur" vann nóbelinn fyrir bókmenntir árið 1955, og þá voru margir þekktari rithöfundar líka sniðgengnir.  :)

Rebekka, 7.10.2011 kl. 13:29

7 Smámynd: Mofi

What ever...

Hlutleysi eftir hentisemi, það er málið :)

Mofi, 7.10.2011 kl. 14:20

8 Smámynd: Einar Karl

Væri samt enn betra að vitna í aðrar heimildir en "Creation.com", sem ég treysti ekki til að vera hlutlaus miðill um þetta. Það hentar þeirra málsstað að finna dæmi sem styðja þá samsæriskenningu að "sköpunarsinnar" séu sniðgengnir af vísindaheiminum.

Einar Karl, 7.10.2011 kl. 14:35

9 Smámynd: Mofi

Einar Karl, og aðrir hafa annan málstað sem þeir verja. Heldur þú sem sagt að þeir séu að ljúga þegar þeir segja að Damadian bjó til fyrsta MRI skannan og að þessi frumtýpa sé núna í Smithsonian?

Mofi, 7.10.2011 kl. 14:55

10 Smámynd: Einar Karl

Það hafa ekki allir eitthvert "hidden agenda".

Það er alþekkt í vísindum að það gerist að fleiri en einn taka þátt, sitt í hvoru lagi, að þróa sömu grunnhugmyndina. Menn skila mismunandi framlagi og oft erfitt að segja hver sé "aðal"-uppfinningamaður. Það var einfadlega það sem gerðist hér. Á Wikipedia-síðunni má lesa að margir telja að Nóbelsnefndin hafi beðið með þessi verðlaun í nokkur ár, því þeir væru í vanda með að finna út hver/hverjir skyldu fá verðlaunin. Þetta var þeirra niðurstaða og er ekki óumdeild. Finnst samt sjálfum afar ólíklegt að þeir hafi látið skoðanir mannsins á þróunarkenningunni einhverju varða.

Einar Karl, 7.10.2011 kl. 18:57

11 Smámynd: Mofi

Einar Karl, það er gott að sjá ekki skúrka í hverju skumaskoti og ætla fólki að það er að reyna gera sitt besta. Ef maður metur heiðarleg og réttlát vinnubrögð þá verður maður líka að vera á varðbergi gagnvart spillingu og fordómum. Kannski var það ekki í tilfelli Damadian, en kannski var það. Líklegast engin leið til að vera 100% viss.

Mofi, 8.10.2011 kl. 16:43

12 Smámynd: Jónatan Gíslason

mér fynnst nú þeir sem fá nóbelinn í eðlisfræði í ár alveg eiga hann skilið. Mjög merkieg uppgvötun sem breytti frekar miklu.

Hvað fynnst þér athugavert við þetta??

Jónatan Gíslason, 10.10.2011 kl. 01:32

13 Smámynd: Mofi

Jónatan, þessi grein sem ég benti á útskýrði hvað þeim fannst að þegar kom að eðlisfræðinni: A Nobel prize in Physics for what?

Mofi, 10.10.2011 kl. 09:31

14 Smámynd: Þarfagreinir

"Persónulega finnst mer eitthvað undarlegt í gangi fyrst að Bob Dylan var sniðgenginn fyrir einhvern óþekktann rithöfund."

Þetta get ég sko tekið undir!

Þarfagreinir, 12.10.2011 kl. 10:30

15 Smámynd: Mofi

Hehe :)

Mofi, 12.10.2011 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband