Kostir þess að umskera, minni líkur á krabbameini

Fyrir einhvern sem er kristinn þá ætti hans afstaða að vera að þegar Guð gaf Ísrael leiðbeiningar um hvernig þjóðin ætti að hegða sér þá voru það leiðbeiningar gefnar í kærleika og visku. Allt of oft heyri ég kristna tala um lögin sem Guð gaf Ísrael upprunalega sem byrgði sem kristnir eru þakklátir að hafa losnað við. Það er eins og þeir gera sér ekki grein fyrir því að þá eru þeir að segja að Guð annað hvort var að reyna að vera vondur við Ísrael eða var bara dáldið vitlaus.

Í dag þá eru í kringum 60-75% af öllum drengjum umskornir í Bandaríkjunum og það er ekki vegna þess að fólk er almennt að fylgja Gamla Testamentinu heldur eru aðrar ástæður fyrir þessu háa hlutfalli. Miðað við það sem ég hef lesið þá er margar ástæður fyrir þessu háa hlutfalli.

Það eru aftur á móti rannsóknir sem sýna fram á að umskurn minnkar áhættuna á krabbameini og öðrum sýkingum og þá aðalega krabbameini í konum, sjá: Medicine: Circumcision & Cancer   og http://www.circinfo.net/pdfs/GFW-EN.pdf

Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á minni líkur á HIV smiti meðal þeirra sem eru umskornir, sjá: http://www.medicinenet.com/circumcision_the_medical_pros_and_cons/article.htm

Það var mjög mikið fjallað um umskurn í Nýja Testamentinu vegna þess að þá átti fagnaðarerindið að fara til heiðingjanna svo mikill fjöldi af óumskornum mönnum tóku trú en þetta var sannarlega hindrun og skiljanlega svo. Ákvörðun postulanna var að nýir meðlimir þyrftu ekki að umskerast. Ég set aftur á móti stórt spurningamerki við því hvort að það þýddi þá líka að það ætti að hætta að umskera drengi en er enn að melta það. Læknirinn Lúkas var eini höfundur Nýja Testamentisins sem var ekki gyðingur en hann skrifaði þetta:

Lúkasarguðspjall 2:21-23
Þegar átta dagar voru liðnir skyldi umskera hann og var hann látinn heita Jesús eins og engillinn nefndi hann áður en hann var getinn í móðurlífi. 22En er hreinsunardagar þeirra voru úti eftir lögmáli Móse fóru þau með hann upp til Jerúsalem til að færa hann Drottni, 23en svo er ritað í lögmáli Drottins: „Allt karlkyns, er fyrst fæðist af móðurlífi, skal helgað Drottni

Það er áhugavert að áratugum eftir krossinn að þá skuli einhver sem var ekki gyðingur segja þetta.  Það sem aftur á móti stendur eftir er að Guð hefði aldrei átt að hafa gefið reglur sem voru fólkinu ekki til blessunar og í dag höfum við rannsóknir sem styðja það.


mbl.is Bannað að banna umskurn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Í dag þá eru í kringum 60-75% af öllum drengjum umskornir "

Hvaðan hefur þú þessa tölu?

Matthías Ásgeirsson, 4.10.2011 kl. 11:05

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Skv. wikipedia er þetta raunin:

> "Global estimates by the World Health Organization (WHO) suggest that 30% of males are circumcised, of whom 68% are Muslim."

Matthías Ásgeirsson, 4.10.2011 kl. 11:07

3 Smámynd: Mofi

Matthías, afsakaðu, það átti að standa þarna "í Bandaríkjunum" og ég fékk hana hérna: http://www.medicinenet.com/circumcision_the_medical_pros_and_cons/article.htm

Hin greinin segir að á einkaspítölum í Bandaríkjunum þá eru 85% af öllum drengjum umskornir, sjá: http://www.time.com/time/magazine/article/0,9171,819798,00.html

Mofi, 4.10.2011 kl. 11:11

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Fyrst þú ert búinn að leiðrétta þetta þá ættir þú einnig að leiðrétta orðin á eftir: "og það er ekki vegna þess að fólk er almennt að fylgja Gamla Testamentinu".

Í Bandaríkjunum er þetta víst gert útaf því að fólk er almennt að fylgja Gamla Testamentinu enda skera Bandaríkin sig úr varðandi trúarbrjálæði á vesturlöndum og umskurð drengja. Annars staðar á vesturlöndum tíðkast umskurður ekki, hann er bara iðkaður þar sem kristnir eða íslamskir trúarbrjálæðingar fara með völd.

Umskurður drengja er trúarlegt fyrirbæri nr. 1, 2 og 3.

Matthías Ásgeirsson, 4.10.2011 kl. 11:12

5 Smámynd: Mofi

Matthías, kannski trúarlegum ástæðum en að ég best veit ekki vegna Gamla Testamentisins, sjá: http://www.historyofcircumcision.net/index.php?option=com_content&task=category&sectionid=8&id=73

Mofi, 4.10.2011 kl. 11:21

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti- þú alhæfir:

Umskurður drengja er trúarlegt fyrirbæri nr. 1, 2 og 3.

Rangt. Lestu þetta. Eru þarna ekki soldið háar tölur á ferðinni? Aukþess þar sem ég ólst upp (Kanada) var þetta meiri hefð en nokkuð annað, flestir þarna voru hagstofutrúaðir (skráðir í kirkju en stunduðu hana ekki eins og þorri íslendinga).

Vissulega var þetta gert vegna trúarlegara ástæða í upphafi, en það hefur fyrir löngu misst gildi sitt fyrir stórum hóp manna, og orðinn meiri hefð en nokkuð annað, þess vegna finnst mér rangt af þér að alhæfa svona útí loftið.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.10.2011 kl. 12:49

7 Smámynd: Óli Jón

Hagstofutrúaður er sannarlega orð dagsins ... takk kærlega fyrir mig :)

Óli Jón, 4.10.2011 kl. 15:22

8 Smámynd: Mofi

Tek undir með Óla, hagstofutrúaður er orð dagsins, vel gert Haukur :)

Mofi, 4.10.2011 kl. 15:30

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

öööö ... það var ekkert ....

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.10.2011 kl. 18:39

10 Smámynd: Tómas

Mofi:
þegar Guð gaf Ísrael leiðbeiningar um hvernig þjóðin ætti að hegða sér þá voru það leiðbeiningar gefnar í kærleika og visku
Ertu þá líka að tala um leiðbeiningar um grjótkast..? Mig misminnir kannski, en voru það ekki reglur til Ísraela?

Tómas, 4.10.2011 kl. 19:43

11 Smámynd: Jón Ragnarsson

Það er nú gott að við höfum sturtur í dag, en lifum ekki í þurrum eyðimörkum þar sem þetta gæti hafa verið nauðsynlegt...

Jón Ragnarsson, 5.10.2011 kl. 13:09

12 Smámynd: Mofi

Tómas, að refsa fyrir vond verk getur verið hið nauðsynlega til að vernda saklaust fólk og samfélagið.

Jón Ragnarsson, rannsóknirnar eru gerðar á okkar tímum svo þó að það sé góður punktur að þetta hefur líklegast verið enn heilsusamlegra á þeirra tímum en okkar þá er gildi þess á okkar tímum nokkuð vel staðfest.

Mofi, 5.10.2011 kl. 14:14

13 Smámynd: Tómas

Mofi:
Tómas, að refsa fyrir vond verk getur verið hið nauðsynlega til að vernda saklaust fólk og samfélagið.

Já, en að myrða mann sem sefur hjá lofaðri konu, og konuna líka, með grjótkasti? Eða fyrir að stinga upp á því að lofa aðra guði? eða..  já: http://www.mutazilah.org/stoning.htm. Viðurkennir þú ekki að þú tínir bara fallegu berin úr biblíunni og sýnir þau þegar þú segir:

 þegar Guð gaf Ísrael leiðbeiningar um hvernig þjóðin ætti að hegða sér þá voru það leiðbeiningar gefnar í kærleika og visku

?

Tómas, 5.10.2011 kl. 14:42

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Umskurður eru bara pyntingar á börnum sem eru bannaðar um alla jörðina. Fullorðið fólk er alltaf að leita að afsökunum til að pynta, stympa og pína börn og þetta er bara ein af mörgum aðferðum fullorðinna til að afsaka svona ógeð. Þetta hefur ekkert með að hindra krabbamein að gera enda er það enn ein afsökunin...

Óskar Arnórsson, 5.10.2011 kl. 15:49

15 Smámynd: Mofi

Tómas, refsingarnar eru harðar, mjög harðar, ég neita því ekki.

Óskar, allir gyðingar skrímsli sem vilja pynta börnin sín... well, þessi skoðun þín er hér með komin á framfæri og varpar góðu ljósi á þig.

Mofi, 5.10.2011 kl. 16:03

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

...allir sem umskera börn sín eru að pynta sín börn árið 2011. Alveg rétt hjá þér og það segir ekkert um mig Mofi minn, hvað gyðingar gera við börnin sín.

Og þú ert eins langt frá "ljósinu" Mofi að vera talsmaður fyrir pyntingar á börnum...

Óskar Arnórsson, 5.10.2011 kl. 22:52

17 Smámynd: Mofi

Óskar, þú ert að segja að nokkvurn veginn allt fólk sem er á einkaspítölum í Bandaríkjunum að séu að pynta börn þar sem 85% af öllum drengjum sem fæðast þar eru umskornir.

Mofi, 6.10.2011 kl. 09:47

18 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Svo umskurn minnkar áhættuna á krabbameini. Ættum við þá ekki líka að draga tennurnar úr börnunum okkar... það minnkar líkurnar á tannholds- og tannrótarbólgu. Og hversvegna er botnlanginn ekki tekinn úr börnum strax við fæðingu?

Emil Örn Kristjánsson, 6.10.2011 kl. 11:18

19 Smámynd: Mofi

Emil, ég ætla bara að gera ráð fyrir því að þú sért að grínast...

Mofi, 6.10.2011 kl. 11:54

20 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Reyndar, Mofi. Mér þykja rök þín fyrir þessari limlestingu vera frekar haldlítil og er að benda á að með svona röksemdafærslu mætti verja allskonar annað ofbeldi og frekari limlestingar á börnum.

Emil Örn Kristjánsson, 6.10.2011 kl. 12:29

21 Smámynd: Mofi

Emil, veistu yfirhöfuð hvað þetta er? Að kalla þetta limlestingu er...fáránlegt.

Mofi, 6.10.2011 kl. 12:35

22 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Já, Mofi, ég veit hvað þetta er og ég er ekki sammála þér. Allt svona krukk er ekkert annað en limlesting, mikil eða lítil eftir atvikum. Að verja slíkt með langsóttum rökum um forvarnir er bara gefa fólki undir fótinn með að verja enn frekari limlestingar með sömu rökum.

Emil Örn Kristjánsson, 6.10.2011 kl. 14:59

23 Smámynd: Mofi

Emil, það er ekkert langsótt að rannsóknir sýna fram á að smit á HIV er miklu minna meðal þeirra sem voru umskornir og konum giftar mönnum sem eru umskornir eru í minni hættu að fá leghálskrabbamein. Þetta er bara þú í þinni fáfræði og fordómum að leggja til eitthvað sem getur kostað líf ótal margra. Efast um að ef misstir einhvern fyrir þessum sjúkdómum værir ennþá á þeirri skoðun að eitthvað sem fyrirbyggir þá sé bara eitthvað rugl.

Mofi, 6.10.2011 kl. 15:20

24 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ert þú s.s. að saka mig um manndráp og jafnvel fjöldamorð, Mofi? Það er ekkert langsótt heldur að færa rök fyrir því að tannlaus maður fær ekki tannrótarbólgu og því fælust ákveðnar forvarnir í því að draga úr fólki tennurnar. Hvað hiv-smit og leghálskrabbamein varðar og meinta fylgni þeirra við forðhúð karla varðar þá geri ég ráð fyrir að þar sé frekar um almennt hreinlæti að ræða frekar en að forhúðinni sjálfri sé um að kenna.

Emil Örn Kristjánsson, 6.10.2011 kl. 15:51

25 Smámynd: Mofi

Emil, rannsóknir sýna fram á annað þó að hreinlæti spilar líka þátt. Ég bendi þér á að rannsóknir sýna að þínar hugmyndir myndu kosta fólk lífið.

Mofi, 6.10.2011 kl. 16:26

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

MOFI. Þú ert virkilega að eyðileggja fyrir þér með þessu endemis rugli. áttatíu og fimm prósent? Ég veit ekkert hvaðan þú ert með þessar tölur og er alveg sama.

Pyntingar á börnum er hrikalegt vandamál, bæði á drengjum og stúlkum og menn sem eru að predika svona bölvað ógeð eiga fara í sama flokk og aðrir ofbeldismenn.

þín afsökun er engin, þú kóperar gamlar og úr sér gengnar lummur um HIV og ætlar síðan að sleppa burtu frá því að standa við fábjánaháttin með að afsaka þig með biblíu og skítamóral trúarbragðanna.

Það er stórskrítið að tala við þig MOFI um sum mál. Eins og hvort það sé í lagi að skera í börn meðan þau eru ósjálfbjarga! Þarf eitthvað að hugsa þetta mál yfirleitt? Má skera tunguna úr leiðinlegu fólki eða puttana af heimskum bloggurum? Af hverju ekki? Hver er munurinn? Er það af því að þeir eru fullorðnir og færir um að verja sig?

Bðrn á að láta í friði þangað til þau vaxa upp. Vilja þau sjálf umskera sig þá, gera gat í tunguna og hafa nælur í andlitinu þega þau ráða sér sjálf, þá er það allt í lagi. Menn eru dæmdir í fangelsi fyrir ofbeldi ef þeir tattúera ungling innan 18 ára án samþykkis foreldra. Enn það á að vera í lagi að skera í kynfæri barna af báðum kynjum og vitna í biblíunna til að sadismin sjáist ekki?

Það hlýtur að vera meira vit í að skaffa þessu fólki sápu í staðin fyrir hníf...

Sumt ertu með alveg á tæru og og það er ekki hægt annað enn að bera virðingu fyrir færni þinni og kunnáttu á sumum sviðum. Og ég held að þú sér góðmenni, enn trúarbrögð hafa forheimskað hluta af þér.

Og það er einmitt sá hluti sem gerir sumt fólk stórhættulegt.

Af hverju ekki að klippa allt fólk og hafa það sköllótt til að fyrirbyggja lús? Banna sex til að fyrirbyggja klamydiu?

Óskar Arnórsson, 7.10.2011 kl. 00:51

27 Smámynd: Óskar Arnórsson

... go svo tölur frá USA sam gets verið jafn mikil þvæla go mar gar aðrar tölur um þessi mál....

.... The slide portrays a precipitous drop in circumcision, to just 32.5 percent in 2009 from 56 percent in 2006. The numbers are based on calculations by SDI Health, a company in Plymouth Meeting, Pa., that analyzes health care data; they do not include procedures outside hospitals (like most Jewish ritual circumcisions) or not reimbursed by insurance....

Óskar Arnórsson, 7.10.2011 kl. 01:17

28 Smámynd: Mofi

Óskar
MOFI. Þú ert virkilega að eyðileggja fyrir þér með þessu endemis rugli. áttatíu og fimm prósent? Ég veit ekkert hvaðan þú ert með þessar tölur og er alveg sama.

Ef þú hefðir lesið greinina sem þú ert hérna að reyna að andmæla þá vissir þú það.

Óskar
Það er stórskrítið að tala við þig MOFI um sum mál. Eins og hvort það sé í lagi að skera í börn meðan þau eru ósjálfbjarga! Þarf eitthvað að hugsa þetta mál yfirleitt? Má skera tunguna úr leiðinlegu fólki eða puttana af heimskum bloggurum? Af hverju ekki? Hver er munurinn? Er það af því að þeir eru fullorðnir og færir um að verja sig?

Gera læknar ekki minniháttar aðgerðir á börnum ef þeir telja að það sé barninu fyrir bestu?  Í þessu tilfelli er um að ræða minniháttar aðgerð og rannsóknir styðja að það er barninu og þeirra framtíðar maka fyrir bestu. Ef að farið yrði að þínum ráðum þá myndu margir missa maka sína vegna þessara sjúkdóma, efast um að þeir myndu þakka þér fyrir þessa heimskulegu vernd þína þá.

Óskar
Af hverju ekki að klippa allt fólk og hafa það sköllótt til að fyrirbyggja lús? Banna sex til að fyrirbyggja klamydiu?

Af hverju ekki bara að leyfa fólki að ráða sér sjálft?

Mofi, 7.10.2011 kl. 10:07

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Umskurður er ekkert minniháttar aðgerð og verður ekkert varin með því. Óþarfa skurðaðgerðir, hvort sem þær eru framkvæmdar á sjúkrahúsi eða í stofunni heima hjá þér, eru ofbeldisverk af svívirðilegri sort. Að sjálfsögðu gera læknar aðgerðir sem eru nauðsynlegar. Enn ekki þær sem eru ónauðsynlegar og þeirra ábyrgð er stór í þessu máli.

Allt varnartal af þessari sort MOFI er þvæla af verstu gráðu. Það minnir mig á múslima sem gorta sig af því að skjóta dætur sínar til að bjarga "heiðrinum." Það er svona heriður sem er lærður af trúfélugum og prestum þeirra trúfélaga.

"Af hverju ekki bara að leyfa fólki að ráða sér sjálft?" spyrð þú?

Algjörlega sammála þér þarna MOFI? Af hverju má ekki láta börn algjörlega í friði meðan þau eru að vaxa? Allt tal um að leifa svona er að leyfa pyntingar. Enn það virðast vera margir sem ekki skilja hvað pyntingar eru raunverulega.

Óskar Arnórsson, 7.10.2011 kl. 15:53

30 Smámynd: Chupacabra

Er þetta ekki í mótsögn við rökin sem þú notar alltaf varðandi vitræna hönnun? T.d. að það séu engin svokölluð "óþörf" líffæri. Það ætti líka að vera erfitt að tala um fullkomna hönnun einn daginn en mæla með að skera af einhvern óþurftarbút hinn daginn.

Svo er áhugavert að þú talar um kostina við þetta með tilliti til minni hættu á smiti kynsjúkdóma. Atriði sem ætti ekki að skipta nokkru máli ef fólk færi eftir því sem biblían segir um hjónabandið og kynlíf utan þess.

Chupacabra, 7.10.2011 kl. 16:27

31 Smámynd: Mofi

Óskar, þú greinilega meinar vel og telur þarna vera að fara illa með börn. Þú vonandi trúir mér þegar ég segi að þetta er meint vel og ég vil börnum vel. Ágreiningurinn er sem sagt um leiðina. Ég treysti Biblíunni fyrir að vita leiðina betur en mín viska er fær um. Síðan þegar rannsóknir sýna að seinna á lífsleiðinni að þá bjargar þetta lífum að þá má segja að þessi sannfæring er innsygluð. Þetta er einhver sársauki þó að enginn maður sem ég veit um sem var umskorinn þegar hann var ungabarn man eftir þessu en ég trúi að þessi sársauki sé barninu fyrir bestu þegar á heildina er litið.

Mofi, 8.10.2011 kl. 16:49

32 Smámynd: Mofi

Chupacabra, ég horfði á nokkur youtube myndbönd þar sem fólk var að fjalla um þetta og ein gyðinga móðir sá þetta þannig að þarna gaf Guð okkur tækifæri að hjálpa til með að gera okkur betri. Mér fannst það áhugaverður punktur. Vitræn hönnun er síðan ekki endilega fullkomin hönnun enda er gífurlega erfitt að meta hvað er fullkomið. Bíll getur verið alveg frábærlega hannaður fyrir hraðbrautir Evrópu en alveg glataður í innanbæjar akstri á Íslandi svo dæmi sé tekið. Það skaðar ekki drengi að missa þennan húðbút enda miljónir manna sem hafa verið umskornir og kvarta ekki yfir því.

Þinn punktur með kynsjúkdómana er góður...

Mofi, 8.10.2011 kl. 16:56

33 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er stór munur að vita eitthvað, telja eitthvað eða halda eitthvað. Ég þarf enga til að kenna mér munin á hvað sé ofbeldi og hvað ekki. Og það er sérstaklega skírt gagnvart börnum og þeim sem eru varnarlausir.

Biblían er engin afsökun fyrir neinn. Það er ekki sjálfri biblíunni að kenna. Það lýsir bara því fólki sem misnotar þessa bók svona herfilega og ruglar eigin grimmd við það sem stendur í bókinni.

Og dæmin um það eru endalaus mörg. Í öllum trúarbrögðum. Túlkun sem er kennt við biblíu og talar fyrir ofbeldi hefur með óeðli mannsins að gera og ekki textan í bókinni. 

Fyrir marga sk. "sannfærða" er þetta að sjálfsögðu algjör ráðgáta. Eigin "sannfæring" á biblíu hefur gert þá að föngum í vitskertri veröld sem þeir fá síðan stuðning frá líkasinnuðum.

Þú átt að hvíla þig á Biblíunni MOFI bara í nokkur ár og prófa að hugsa sjálfur. það gæti örugglega margt gott komið út úr því bæði fyrir þig sjálfan og fyrir fólk í kringum þig.... 

Óskar Arnórsson, 8.10.2011 kl. 20:53

34 Smámynd: Mofi

Óskar, það er dáldið hrylliegt að hugsa til þess hve margir myndu deyja vegna þinnar ráðleggingar. Þú meinar vel en þrjú þúsund ára reynsla gyðinga og þessar rannsóknir sem ég benti á styðja að afleiðingarnar af þinni ráðgjöf yrðu ótal mörg dauðsföll. Okkar eigið hyggjuvit er auðvitað gott og gilt enda gjöf frá Guði en að treysta Guði er samt besta notkun á þessu hyggjuviti sem völ er á. Þú síðan hættir ekkert að hugsa þó þú leitar ráða hjá öðrum, einnig Biblíunni. Isaac Newton skrifaði meira um Biblíuna en vísindi, hætti hann að hugsa sjálfur? Biblían síðan hefur mótað gyðinga þjóðina, eru þeir þekktir fyrir að geta ekki hugsað?

Þar sem rannsóknir styðja Biblíuna hérna eins og svo oft áður þá gefur þetta mér enn meiri ástæðu til að treysta henni enn frekar.

Mofi, 9.10.2011 kl. 11:04

35 Smámynd: Óskar Arnórsson

Rannsóknir verða aldrei betri enn þeir sem framkvæma þær. Vísindin vitna aldrei í Biblíunna og reyndar engin með viti. Enda er Biblían síður enn svo neitt vísindarit.

Að mæla með ofbeldi á börnum á þennan hátt sem þú gerir er bara hryllingur.

Óskar Arnórsson, 9.10.2011 kl. 13:52

36 Smámynd: Mofi

Auðvitað vitna hluti vísinda í Biblíuna þar sem hún er bók sem fjallar um sögu mannkyns. Tökum síðan dæmi eins og Matthew Maury sem er faðir haffræðinnar, allt hans starf byrjaði út frá versum í Biblíunni sem leiddi til hans framlag til vísinda. Hann er náttúrulega ekki með viti, bara Óskar Arnórsson er með viti. Þessar vísdómsperlur þínar eru þá komnar hér á framfæri, kannski nýtur einhver þeirra.

Mofi, 9.10.2011 kl. 14:59

37 Smámynd: Óskar Arnórsson

Voðalega ertu í mikilli keppni við eitthvað MOFI minn. Biblían eru ekki nein vísindi og hafa aldrei verið. Enn góður leiðarvísir og kennslubók kunna menn að nota hana rétt. Hún er þannig ekkert merkilegri upplýsing enn símaskráinn sem er afbragð þegar manni vantar símanúmer.

Bíblían fjallar bara um hluta af sögu mannkynsins sem er að sjálfsögðu miklu stærri enn hún nokkurtíma getur sagt frá eða lýst.

Enn við vorum að tala um hvað væri ofbeldi og hvað ekki. Saga jarðarinnar og mannkyns gæti verið allt öðru vísi enn þú getur nokkurtímað ýmindað þér eða lesið um. Og ég endurtek að umskurður er ofbeldi. Reyndar er sjálf hugsunin ofbeldi og allir ættu að reyna að þurka út. Og að mæla með ofbeldi viðheldur því. Og það gerir þú á barnalega og vanþroskaðan máta.

Ef þér finnst ég tala niður til þín MOFI, þá er það alveg rétt hjá þér. ég hef enga samúð með fólki sem ég er viss um að er með fullu viti, enn er blokkerað af svona þvælu eins og þú ert með. Þeir eiga enga samúð skilið sem nenna ekki að hugsa svona einfalda hluti út og afsaka sig með einhverju öðru enn sínu eigin hjarta.

Ég er enn ósáttur við að þér skuli finnast þetta rétt. Það er sönnun fyrir mér á hryllingi trúarbragða og þeim heilaþvotti sem trúarbrögð geta haft á fólk. Að mínu mati ertu ábyrgðarlaus gagnvart sannfæringakrafti þínum og sé það eins og hverja aðra fíkn. Eiginlega skil ég þig best þegar ég hugsa um þessa afstöðu þína sem afleiðingu trúarþ og biblíufíknar.

T.d. er enn til fólk á jörðinni sem raunverulega trúir því að allt þetta stórkostlega universum sem Guð skapaði sé bara fyrir jarðarbúa og enga aðra. Þessi fornhugsun gerði það að verkum að fólk trúði að við værum ekki bara miðja alheims, heldur líka eina fólkið á geimnum og allt eftir því.

Eftir því sem tímin leið og fólk fór að vakna til meðvitundar hætti jörðin að vera flöt, jörðin varð lítið korn út í geimnum og hafði alls ekki þá þýðingu sem fólk hélt í eigingirni sinni og barnaskap að hún hafði.

Jesú kom til jarðarinnar með fallegan boðskap um hvað lífið snérist um, enn fólk var ekki móttækilegt fyrir boðskapnum og breytti honum að hluta eins og þú gerir óspart.

Og það hafa komið menn eins og hann í gegnum tíðinna og það hefur oftast lítið verið hlustað á þá og ef það var gert var textanum oft breytt og trúarbrögð sem við þekkjum í dag urðu oft ávöxturinn.

Og þar með dó boðskapurinn frá skaparanum.

Takmarkið í lífinu er að virða sköpunaverkið eins og b0rn í þessu tilfelli, og ekki breyta æðstu sköpunarmynd lífsins um leið og það kemur úr móðurkviði.

Þú ert engin talsmaður Guðs MOFI og verður ekki með þessi áframhaldi, enn ég samþykki þig sem talsmann trúabragða og það geri ég stórar mun á. Hættu bara þessum trúarbrögðum og stúderaðu Guð í staðin. Þú munt aldrei sjá eftir því og yrðir sjálfsagt góður talsmaður.

Þú ert hrokafullur og sjálfumglaðurMOFI og ég er viss um að trúarfíknin á aðalsök á því. Það er hægt að læknast af þessu ef maður vill...

Óskar Arnórsson, 9.10.2011 kl. 18:55

38 Smámynd: Mofi

Óskar
Voðalega ertu í mikilli keppni við eitthvað MOFI minn. Biblían eru ekki nein vísindi og hafa aldrei verið.

Biblían fjallar um margar af sömu spurningum og vísindin fjalla um og þar af leiðandi rekast þessi tvö öfl saman í mörgum tilfellum. Sömuleiðis þá eru margir sagnfræðingar á því að það var einmitt trú á skapara, trú að við vorum sköpuð með þá getu að geta rannsakað og að við værum að nálgast skaparann með okkar rannsóknum á hönnuninni í náttúrunni sem var kveikjan að nútímavísindum og að vísindi byrjuðu að blómstra.  Þetta að endalaust vera að rakka Biblíuna niður er bara virkilega sorglegt og ósanngjarnt.

Óskar
Og ég endurtek að umskurður er ofbeldi. Reyndar er sjálf hugsunin ofbeldi og allir ættu að reyna að þurka út. Og að mæla með ofbeldi viðheldur því. Og það gerir þú á barnalega og vanþroskaðan máta.

Ég er ósammála að umskurður er ofbeldi, hann er ekki frekar ofbeldi en hver önnur minniháttar aðgerð sem framkvæmd er á spítölum til að hjálpa fólki.

Óskar
Ef þér finnst ég tala niður til þín MOFI, þá er það alveg rétt hjá þér. ég hef enga samúð með fólki sem ég er viss um að er með fullu viti, enn er blokkerað af svona þvælu eins og þú ert með.

Þegar staðreyndin er sú að á einkaspítölum í Bandaríkjunum eru 85% af öllum drengjum sem fæðast þar umskornir þá segir það mér að sá sem er fullur af þvælu og fordómum ert þú Óskar.

Óskar
Ég er enn ósáttur við að þér skuli finnast þetta rétt. Það er sönnun fyrir mér á hryllingi trúarbragða og þeim heilaþvotti sem trúarbrögð geta haft á fólk.

Þú hefur þá trú að þetta sé slæmt, ég hef þá trú að þetta sé af hinu góða og viti menn, ég get sýnt fram á rannsóknir að mín trú sé góð en þú getur bara  gelt út í loftið.

Óskar
Eftir því sem tímin leið og fólk fór að vakna til meðvitundar hætti jörðin að vera flöt, jörðin varð lítið korn út í geimnum og hafði alls ekki þá þýðingu sem fólk hélt í eigingirni sinni og barnaskap að hún hafði.

Þú hefur greinilega ekkert kynnt þér sögu vísindanna... Hérna er ágæt síða sem fjallar um marga af þeim mönnum sem lögðu grunninn að nútíma vísindum, trúðu mér, þú getur lært margt af því að fræðast um þá, sjá: http://creationsafaris.com/wgcs_toc.htm

Óskar
Þú ert engin talsmaður Guðs MOFI og verður ekki með þessi áframhaldi, enn ég samþykki þig sem talsmann trúabragða og það geri ég stórar mun á. Hættu bara þessum trúarbrögðum og stúderaðu Guð í staðin. Þú munt aldrei sjá eftir því og yrðir sjálfsagt góður talsmaður.

Þú ert alveg eins talsmaður trúarbragða og ég, málið er bara að mín trú er byggð á Biblíunni en þín trú er byggð á þér og hvaða öðrum bókum eða myndum sem þú hefur horft á og tekið mark á.

Óskar
Þú ert hrokafullur og sjálfumglaðurMOFI og ég er viss um að trúarfíknin á aðalsök á því. Það er hægt að læknast af þessu ef maður vill...

Þetta er bara fyndið, þín trú er byggð á þér og þínum skoðunum en mín trú er byggð á Biblíunni en þú færð það út að ég sé hrokafullur en ekki þú LOL... vá, ég ætla að vona að einhver lesi þetta og sjái húmorinn í því hvernig þú snýrð hlutunum á hvolf.

Mofi, 10.10.2011 kl. 09:48

39 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mäin trú er byggð á samansafni af því sem ég hef lesið, lært og reynt. Hver einasti maður er með sýstem í sér sem kallast "heilbrigð skynsemi" sem er að sjálfsögðu einstaklingsbundin, enn er kanski það sem við eigum raunverulega sameiginlegt.

Ég hef aldrei vitað neinn tala fyrir ofbeldi gagnvart börnum, nema að vitna í eigið óeðli eða í trúarbrögð. Í þínu tilviki vona ég að þú MOFI sért bara haldin "trúarbrögðum" sem er næstum "töfrabrögð".

Og hvort "einhver" les þetta og finnist ég snúa hlutum á hvolf lýsir þínum hugsunarhætti og ekki mínum. Og þú mátt bera þetta undir eins marga og þú vilt. Það breytir ekki minni afstöðu, og kanski ekki þinni sérstaklega ef þú ert að eltast eingöngu við "rannsóknir" sem styðja þitt mál eða fólk sem er fast í "trúarboxinu".

Þeir sem þú ert talsmaður fyrir MOFI hefur mestan hluta af sinni fræði endurskoðað í gegnum biblíunna og þar með geturðu ALDREI komist að svo sjálfsagðri niðurstöðu að vera algjörlega á móti ofbeldi gagnvart börnum og reyndar fullorðnum líka.

Ég sé engan húmor í því. Þó þú getir hlegið að barnaofbeldi þá færðu mig aldrei til þess að gera það.

þess vegna vorkenni ég fólki eins og þér. Þú veist ekki hvað þú ert að gera...

Óskar Arnórsson, 10.10.2011 kl. 17:33

40 Smámynd: Mofi

Óskar, hérna er gott dæmi um hvernig þú snýrð hlutunum á hvolf. Þú vitnar í Biblíuna, máli þínu til stuðnings, bókina sem segir að fólk Guðs eigi að umskera sveinbörn.

Þú þarft endilega að spjalla við einhvern mann sem er gyðingur, held að það væri mjög fróðlegt fyrir þig.

Mofi, 10.10.2011 kl. 20:02

41 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hef ekki talað við gyðinga beint um trúmál, enn um margt annað. Málið er að trúmál eru ekki á listanum yfir áhugaverða hluti. Það eru ekki neinir aðrir vanabindandi hlutir, heróín, alkohól, tölvuleikir og annað líkt.

Þú ntar heilann á þér MOFI eins og hann væri Nintendo, og spilið sem þú skilur ekki að þú ert fastur í heita "Trúarbrögð" og er feikivinsælt.

Sumt fólk kemst ekki frá þessu nema leita sér hjálpar. Þú ert fangi og það er hroðaleg staða í lífinnu þegar fangin veit ekki af ví sjálfur að hann er fangi í sýndarheimi trúarbragðanna...

Óskar Arnórsson, 10.10.2011 kl. 21:09

42 Smámynd: Mofi

Óskar, trú fólks er undirstaða allra þeirrar hugmynda um lífið og tilveruna. Sú trú að Biblían sé sönn fer síðan inn á svið jarðfræðinnar, líffræðinnar og sagnfræðinnar svo nokkur dæmi séu nefnd. Trú er svona eins og heimspekin sem þú lifir eftir og enginn á þessari jörð er undanskilin þessu lögmáli.

Mofi, 11.10.2011 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 803240

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband