Um Ísrael og Palestínu

Hérna er ein hlið málsins, sú sem ég tel vera ágætlega nálægt sannleikanum þó að auðvitað er þetta ekki allur sannleikurinn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Odie

Þetta minnir mig nokkuð mikið á það áróðusstríð sem nasistar beittu til að réttlæta gettóin á sínum tíma.  Samsvörunin er sláandi.  Áhugavert að sjá þig taka þátt í þessum leik.

Odie, 28.9.2011 kl. 15:45

2 Smámynd: Mofi

Odie, einhver er að ljúga, svo mikið er víst. Kannski maður bara velur hverjum maður vill trúa, það er ágætis spurning til að spyrja sjálfan sig að. Að minnsta kosti tel ég þessi myndbönd vera mjög sannfærandi. Hafðu síðan í huga að hérna er enginn áróður um að það eigi að útrýma Palestínu, ég veit um engann sem er að berjast fyrir því. Aðeins útskýring á því af hverju það er erfitt að koma á friði þarna og að Ísrael eru ekki djöflar að reyna að murka lífið úr fólkinu í Palestínu. Ef Ísrael vildi útrýma þeim þá væri það frekar auðvelt. Aftur á móti er það ekkert leyndarmál að arabar vilja útrýma Ísrael, þeir eru ekkert að fela það neitt.

María, það er enginn ágreiningur að í þessu stríði þá hafa margar dáið og saklausir borgarar einnig. Að minnsta kosti miðar Ísrael á hermenn á meðan saklausir borgarar sem eru skotmörk Hamas sjálfsmorðsárása. Sættu þig við það, þú ert hérna að hatast út í eina landið á þessum slóðum þar sem er trúfrelsi, samviskufrelsi, tjáningarfrelsi og lýðræði. Þarna geta samkynhneigðir og fleiri hópar sem eru ofsóttir meðal múslima leitað hælis. Það ætti að lyggja í augum uppi að þegar þú ert með hóp sem reynir að senda fólk til að sprengja sig í loft upp meðal almennings að þeir sem eiga von á slíku eru með allan varann á. 

María
Hefur þú eitthvað lagt þig eftir því að leita að einhverju sem segir frá hinni hlið þessa máls? 

Eitthvað, eins og horfði á myndbandið sem þú settir hérna inn. Það sýndi lítið annað en að það eru fórnarlömb í svona stríði. Að minnsta kosti var Ísrael þarna að taka út meðlim hryðjuverkasamtaka sem eru að senda sjálfsmorðsárásir til að drepa saklaust fólk.

María
Ég neita að trúa því að þú sért svo heimskur að ætla taka einhver video af góðum degi í palestínu sem þú hefur ekki hugmynd um hvar eða hvenær er tekið og nota það sem rök til að byggja á þá skoðun þína að það sé allt í góðu lagi á svæði þar sem næstum 75% íbúa búa í flóttamannabúðum

Ég á auðvelt með að trúa því að þú sért svo heimsk að skilja ekki hvað þetta sýnir fram á. Ég nenni ekki að tyggja það ofan í þig því þú virðist mjög einbeitt í að halda í ákveðna skoðun, sama hve glórulaus hún er. 

Mofi, 28.9.2011 kl. 20:00

3 Smámynd: Mofi

Kannski Richard Dawkins geti útskýrt það sem ég tel vera eitt af stóru vandamálunum í þessu, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=pQzuFrMRA3M

Mofi, 28.9.2011 kl. 20:32

4 Smámynd: Odie

Já Mofi þú hittir naglann á höfuðið.  Trúarbrögð eru rót vandans þarna.  Og þessi áróður þinn hér er stór þáttur af þessum vanda.  

Ég ætla ekki að reyna að afsaka eitt einasta af því sem Hamas eða aðrir öfgamenn hafa gert.  En að láta heila þjóð líða fyrir þessar sakir er ólíðandi.

Síðan er vert að benda á eitt atriði sem skiptir miklu máli.  Palestína er ekki sjálfstæð þjóð.  Þetta eru sem sagt Ísraels menn enda  búa þeir í því landi og þeim er mismunað stórlega.  

Mér þætti áhugavert að sjá skoðanir þínar ef þú þyrftir að búa við þau kjör sem þeim er ætlað að búa við. 

Odie, 29.9.2011 kl. 10:15

5 Smámynd: Mofi

Odie, ég vil að Palestína sé sjálfstæð enda er það þeirra ósk og ósk Ísraels. Aftur á móti er eðlilegt að gera einfaldar kröfur til þeirra eins og að viðurkenna tilvistarrétt Ísraels. Dáldið fáránlegt að vera að rökræða við einhvern sem telur að það eigi að útrýma þér.

Mofi, 29.9.2011 kl. 12:34

6 Smámynd: Odie

Ég held að það sé nú nokkuð mikil einföldun hjá þér.  Ég held að þetta séu nú mikill minnihluti sem hafi þessa skoðun en hávær engu að síður.

Fór að youtube að leita að sundlaugun og öðurm glæsibyggingum en fann það ekki.  Fann annað mun verra.

ATH:  þetta er ekki fyrir viðkvæma. 

http://www.youtube.com/watch?v=uFRSrNE45Aw&feature=player_embedded

http://www.youtube.com/watch?v=FjEd4hJNVCE

http://www.youtube.com/watch?v=CO5qhvbiQgM&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=GxFvT-3-M9E&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=tW1-_JmXQt0&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=PynvDVPWkSA&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=a2drVlyjv4A&feature=related

ekki fyrir alla.
http://www.youtube.com/watch?v=13cZujwWv5Q&feature=related 

Odie, 29.9.2011 kl. 13:02

7 Smámynd: Mofi

Ég veit ekki hver ætlar að reyna að setja það þannig fram að Ísraelskir hermenn hafa alltaf hagað sér rétt.  Grunar samt að einhverjir hafi bara ákveðið að herma eftir því sem Hamas notar þessa aðferð, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=RTu-AUE9ycs

Það er full ástæða til að heimta betri hegðun af báðum aðilum.

Mofi, 29.9.2011 kl. 13:10

8 Smámynd: Odie

Þetta snýst líka um að viðkomandi hermenn hafa verið dæmdir og síðan sleppt við refsingu.  Það er þjóðin og stjórnvöld viðkomandi ríkis sem stjórna því !!!  

P.s ég mun aldrei verja mannréttindabrot  eða heimsku trúrhópa sem telja málstað sinn góðan vegna trúar !!

Odie, 30.9.2011 kl. 10:54

9 Smámynd: Mofi

Odie, enda slíkt ámælisvert og ástæða til að gagnrýna.

Mofi, 30.9.2011 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband