27.9.2011 | 09:57
180 Movie
Mjög áhrifamikil mynd frá Ray Comfort þar sem hann fjallar um nasismann og Hitler.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst mjög undarlegt að þessi mynd gangi eiginlega út á það að segja að fóstureyðingar í Bandaríkjunum séu margaft (x5) verri heldur en Helförin, en í lokin stendur: "We strongly condemn the use of any violence in connection wth protesting abortion."
Ray Comfort og félagar, ef þeir vilja vera samkvæmir sjálfum sér, hljóta þá líka að fordæma allt ofbeldi tengt því að enda Helförina. Það er satt best að segja frekar undarlegt viðhorf.
Og svo verð ég að segja að tilvitnunin í Hitler á ~23 mínútu er frekar vafasöm, þar sem það virðist vera vitnað í skáldsögu (novel). Svo er ekki mikið vit í því hvernig sú tilvitnun er notuð, þar sem þjóðernishreinsanir eru varla brot á boðorðinu gegn manndrápi, þar sem að í sömu bók er bæði dauðarefsing og hópmorð á "óæskilegu" fólki.
Og ég ætla að enda þessa athugasemd á alvöru tilvitnun í Hitler:
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.9.2011 kl. 15:56
Hjalti, veit ekki með verra, aðalega að setja þetta í samhengi. Ég veit um engann sem telur að það hafi verið illska að berjast við nasistana og stöðva þeirra illsku; hefði samt verið gaman að sjá þá spurningu þarna.
Auðvitað eru öll morð á fólki það sem boðorðið bannar en ég flokka ekki það að drepa í stríði sem morð ( nema að um væri að ræða að myrða viljandi saklausa borgara ) og ekki heldur ef um væri að ræða beina skipun frá Guði sem þá Hans dóm og réttlæti.
Varðandi tilvitnunina þá tek ég undir með því sem þeir sögðu í myndinni, Hitler var búinn að búa sér til sinn eigin Guð sem hann mótaði að vild.
Mofi, 27.9.2011 kl. 16:43
En er ekki svolítið erfitt að greina mun á því hvenær guð er að fyrirskipa drápin, eða hvenær fólk er hreinlega geðveikt? (sbr. geðsjúklinga sem telja guð hafa skipað sér að drepa aðra (eflaust mýmörg dæmi um það um allan heim), Breivik (kannski skipaði guð ekki endilega beint út morðin, en amk. óbeint), þeir sem flugu á tvíburaturnana, Bush (fer í heilagt stríð í nafni guðs), og svo mætti lengi, lengi telja..). Við ættum kannski ekki að formæla morðin 9.september 2011, því það er alveg möguleiki á að það hafi verið skipun frá guði (Allah, þeas., ekki Javeh, eða Óðni t.d.).
Annars fannst mér Ray betri í bananavídjóinu . Hér hefur hann allt of auðveldan viðmælendahóp (fæstir virtust vita hver Hitler var) og hann á auðvelt með að fá þau mörg til að játa því að þau hafi áhyggjur af helvíti, þrátt fyrir að sumir segist ekki einu sinni trúa á guð.
Ég t.d. hef nákvæmlega engar áhyggjur af helvíti, þótt ég hafi brotið fjölmörg boðorð og muni eflaust brjóta áfram. Ég hef engar áhyggjur, því ég trúi ekki að það sé einusinni til. Það myndu eflaust flestir viðmælenda samþykkja ef t.d. Dawkins fengi svipað tækifæri til að ræða við þau í nokkrar mínútur með Ray.
En áhugavert samt að sjá hvað pöpullinn á götum ameríku er fáfróður..
Tómas, 27.9.2011 kl. 23:26
.. að auki talar Ray eins og allar fóstureyðingar séu gerðar við 3. mánaða mörkin, þegar fóstrið er líkamlega farið að líkjast manneskju.
En hann minnist ekkert á hvað vísindamenn hafa sagt um heilastarfssemi. Við tökum jú heiladautt fólk úr sambandi, fólk í dái. Þar með eru svör viðmælendanna ekki á sérlega nákvæmum grunni byggð.
Það getur vel verið að flestar fóstureyðingar séu gerðar eftir viku eða tvær (ég nota bene hef ekki hugmynd.). Til þess að ræða fóstureyðingar þyrfti líklega að vita nákvæmlega skilgreininguna á því hvenær fóstur telst vera persóna/manneskja og.. tjah.. Ég held það þurfi meira en eina eða tvær spurningar til að átta sig almennilega á því, enda gríðarlega flókið viðfangsefni.
Hey, þar sem þú ert svo ötull að kynna þér viðfangsefni og kynna þau fyrir okkur hérna á blogginu, hvernig væri að taka fóstureyðingar í gegn, með biblíulegu ívafi jafnvel? (þú ert kannski búinn að því jafnvel..?).
Tómas, 27.9.2011 kl. 23:32
Ef einhver trúir því að Guð fyrirskipi svona þá mun hann dæma það út frá því. Ég hef enga ástæðu til að ætla að 9/11 hafi verið skipun frá Guði og enginn sem ég þekki haldið því fram. Öll svona dæmi sem ég þekki koma frá Biblíunni en ekki t.d. síðustu tvö þúsund ár. Auðvitað hafa margir haldið því fram að það sem þeir voru að gera var samkvæmt vilja Guðs en ég veit ekki um mörg dæmi þar sem einhver hélt því fram að um væri að ræða opinberun Guðs. Í því tilfelli dettur mér helst í hug Múhammeð.
Þá ertu í svipaðri stöðu og ég. Þú trúir líklegast að þú munir deyja, þú ert kannski of ungur til að hafa áhyggjur af því en sá tími mun koma og þegar það gerist, endilega rifjaðu þá upp þau boðorð sem þú hefur brotið og að ef Guð er til, hvað Honum þá finnst um þig.
Ef fólk er dáið þá er það dáið, það er ekkert að fara að lifa næstu áratugina, lítið meira um það að segja.
Ekki búinn að því, góð hugmynd, takk.
Mofi, 28.9.2011 kl. 10:11
Ekki þínum guði nei, en fjölmargir múslimar eru á öðru máli (og eru þeir þá að tala um Allah). Sjálfur held ég því t.d. fram að fjöldamorðin sem "guð" átti að hafa skipað í biblíunni hafi verið jafn hræðileg og hvaða önnur fjöldamorð, því ég er mjög viss um að guð sé ekki til.
En þetta er nákvæmlega vandamálið sem kemur upp þegar þú verður að taka öllu í biblíunni sem heilögum sannleik: þú þarft að fara að verja fjöldarmorð, nauðganir og alls kyns geðveikislega hegðun. Veit ekki hvort þú hefur tekið eftir því, en allir (sýnist mér) sem hafa mótmælt skrifum þínum á blogginu hafa gagngert verið á móti morðum og níð af öllu tagi, sama hver fyrirskipar það.
Ég útiloka ekki að ég sé bara of ungur til að vita betur. Ég veit vel að með árunum kemur viska, oftast nær.
En þangað til, þá verður guðinn þinn að sætta sig við hvítar lygar mínar (kannski einhverjar gráar jafnvel), það að ég girnist konur og eignir nágranna minna, að ég hafi (þegar kristinn var - enn yngri og vitlausari) tilbeðið útskorin líkneski af guði (jesú á krossinum aðallega), lagt nafn guðs við hégóma og vinni á hvíldardegi.
Þangað til, þá ætla ég að gera ráð fyrir því að boðorðin séu frá manninum komin, líkt og meirihluti manna á jörðu heldur fram, og að guð biblíunnar sé hreinlega ekki til, enda uþb. jafn mikið til af "sönnunum" (sögusögnum) um hann og Allah, Óðinn, Ra, og alla hina þúsund guði sem maðurinn hefur tilbeðið gegnum tíðina.
(Ég efast stórkostlega um að ég skipti um skoðun. Ég get ekki með góðri samvisku dýrkað hinn illa guð biblíunnar.)
Tómas, 28.9.2011 kl. 10:38
Tómas, Múhammeð sannarlega fyrirskipaði árásir á vantrúaða, hvort sem þeir voru kristnir eða guðleysingjar og út frá því geta múslimar sagt að Allah fyrirskipaði þessar árásir, ásamt öllum öðrum árásum sem þeir telja vera gott högg á andstæðinginn.
Ef að Guð er til og Biblían er að segja satt, er þá ekki rökrétt að álykta að Guð vissi hvað Hann var að gera? Að kannski var Hann að stöðva illka, líkt og lögreglumaður sem hefði skotið Breivik hefði verið að gera?
Og því er ég algjörlega ósammála. Ég tel að Guð hafi fullann rétt að grípa farm fyrir hendurnar á vondu fólki. Hið virkilega ósanngjarna er að margir nota einmitt það að Guð taki ekki fyrir hendurnar á t.d. barnanýðingum, komi í veg fyrir slíkt. Síðan þegar Biblían talar um dæmi þar sem Guð grípur frammi fyrir vondu fólki að þá er það líka gagnrýni á Guð. Einhvern veginn held ég að slíkt fólk hafi bara ákveðið sig og hvort að Guð sitji með hendur í skauti eða grípi til aðgerða gagnvart hinum vondu að þá mun slíkt fólk alltaf gagnrýna.
Samviska þín getur borið vitni um hvort að boðorðin séu réttlát eða ekki, hvort þau séu frá Guði eða ekki. Held síðan að þú hefur engan veginn borið saman vitnisburð Biblíunnar við hvaða sögur eru af Óðinn og Ra. Múhammeð sagðist byggja allt sitt á Biblíunni og síðan hafa fengið sér vitranir frá engli sem svona...leiðrétti það sem Biblían fór rangt með. Múhammeð kom ekki með spádóma til að sýna fram á að hans boðskapur væri frá Guði né gerði hann kraftaverk svo það er alveg stórmerkilegt að einhver skuli aðhyllast þann barnanýðing.
Mofi, 28.9.2011 kl. 10:48
Ef guð bilíunnar er til, þá getum við augljóslega ekki ályktað neitt rökrétt frá henni. Koma fyrir trénu í eden, vitandi að Adam og Eva myndu fá sér og refsa þeim fyrir það?
Leyfa fólkinu fyrir nóaflóð að verða svo slæmt að hann þurfi að útrýma því - vitandi að það myndi gerast.
Nei, vegir guðs eru órannsakanlegir - sannarlega ekki rökréttir. Það samþykkja nú flestir sem aðhyllast biblíuna. Það má spekúlera hvað guð var að meina með þessu - en það er algerlega álit hvers og eins og það eru alls ekki allir sammála um það.
Kannski vissi guð hvað hann var að gera, en við vitum nákvæmlega ekkert um það. Amk. stangast það gríðarlega á við rökhugsun.
Hvernig geturðu verið ósammála þeirri staðhæfingu minni að flestir sem skrifa á móti þér á blogginu eru almennt á móti því sem við í dag teljum óréttlæti (morð og nauðganir)? Mér sýnist einmitt flestir vera á móti því (annað þú t.d. sem þarft að verja misskunarleysi guðs biblíunnar - er það ekki fáránlegt?).
En hvað sem því líður, þá virðist guð hafa gert afskaplega lítið síðan biblían var rituð til þess að taka fram fyrir hendur á fólki. Þeir sem segjast leiðbeint af guði eru oftast settir inn á hæli (amk. þeir sem gera eitthvað slæmt skv. nútíma siðferði, nema þeir séu nógu hátt settir (t.d. Bush)). Síðan mannkynið hnattvæddist og upplýsingin hefur aukist svo mikið hefur lítið borið á inngripum guðs. Hvers vegna ætli það sé? Það er engu líkt nema guði fallist hendur og sitji því með hendur í skauti sér, amk. miðað við allt sem ég sé í dag. Hann vílaði ekki fyrir sér, í den, að gantast með Abraham og Ísak. Hann var mikið að skipta sér af í þá daganna, en ekki nú virðist vera.
Mín samviska er nokkuð hrein, sama hvað boðorðin segja. Enda eru þau ekki góður mælikvarði á góða hegðun.
Hvað vitnisburð trúarbragða er að ræða, þá er það náttúrulega mjög umdeilt viðfangsefni. En þú sérð í hendi þér að vitnisburður biblíunnar er ekki sterkari en svo að krisni er enn í minnihluta á jörðinni. Kannski var óþarft að minnast á Óðinn og Ra, en ég gerði líka grein fyrir að ég væri að tala um alla hina guðina líka, sem skipta hundruðum eða þúsundum.
Tómas, 28.9.2011 kl. 11:25
Hvað finnst þér um þetta svar C.S.Lewis: C.S. Lewis og frjáls vilji og illskan
Mér finnst... dáldið heimskulegt að gagnrýna Guð út frá vitnisburði Biblíunnar því að ef maður vill dæma út frá þeim vitnisburði þá þarf maður að taka allt sem vitnisburðurinn segir. Það sem Hann segir er að Guð er réttlátur og kærleiksríkur og í nokkrum tilfellum hefur Hann stöðvað illsku og þeir sem voru góðir og saklausir munu öðlast eilíft líf þar sem þjáning og illska er ekki til.
Það eru ótal sögur af inngripum Guðs inn í líf fólks. Ég þekki fólk á Íslandi sem hefur upplifað þannig og stundum koma fyrirlesarar til Íslands og segja frá slíkum atburðum. Ég hef ekki orðið svo heppinn sjálfur en æfin er ekki alveg búin svo kannski mun ég upplifa eitthvað persónulega .
Ég sé þetta þannig að Guð mun ekki gera neitt stórt þangað til að síðustu atburðir sögunnar gerast, þegar deilan milli góðs og ills verður til lykta leidd. Þangað til þá fær heimurinn að fara sína leið svo að allir sjái afleiðingar syndarinnar og afleiðingar þess að hafna Guði.
Það er frábært, ertu samt alveg viss? Aldrei stolið, aldrei logið eða blekkt, aldrei drýgt hór og alltaf sýnt foreldrum þínum virðingu? Síðan útskýrði Jesú andlegu hliðina á boðorðunum því að bara að vilja gera illt er af hinu illa og myndi þroskast yfir í vond verk ef að tækifæri og tími leyfðu. Þá er nóg að hafa hatað, reiðst eða langað til að stela eða drýgja hór til að vera brotlegur andlega séð.
Prófaðu bara að bera það saman. Ef þú tekur þau trúarbrögð sem byggja á Biblíunni þá ertu með kristni upp á sirka 2,2 miljarða plús Islam sem er 1,6 miljarður. Það er lang stærsti trúar hópurinn á jörðinni. Prófaðu bara að taka einhvað af hinum stóru trúarbrögðunum og berðu það saman við kristni hvað varðar vitnisburð og gögn til að styðja trúnna. Ætti að vera mjög forvitnilegt.
Mofi, 28.9.2011 kl. 11:42
Ágæt rök hjá honum, en það hrekur það ekki að guð skapaði Adam og Evu til þess eins að reka þau úr Eden (hann vissi það fyrirfram).
Að sama skapi gaf hann manninum frjálsan vilja, vitandi að hann myndi tortíma öllum mönnum í Nóaflóðinu. Það er ekki rökrétt á neinn hátt og kemur ræðu C.S. Lewis ekkert við.
Ef guð vildi að maðurinn hefði alveg frjálsan vilja, hvers vegna grípur hann svo oft í taumana í þeim sögum sem finna má í biblíunni?
Var hann bara að þjálfa okkur í að vera hlýðin og sanna ógnvænlega yfirburði sína? Með virkilega undarlegum sögum?
Ég er alveg sammála því að það skuli dæma persónur eftir öllum gjörðum þeirra. En það að gefa líf, gerir það morð réttlætanlegt?
Guð vissulega er réttlátur og kærleiksríkur í biblíunni, en hann er líka hefnigjarn og óréttlátur. Ef þú ætlar að vega guð eftir þessum mælikvarða, þá þarf að vega og meta morð gegn lífi, nauðgun gegn góðsemi. Bera saman það að taka eilíft líf og paradís frá Adam og Evu við það að veita okkur sem högum okkur eftir hans reglum inn í annars konar eilíft líf. Hvernig er hægt að meta þetta?
Það er ekki stakur stafur í vísindaritum sem styðja þær upplifanir. Vissulega getur fólk upplifað alls konar, persónulega. En meðan þetta fólk getur ekki sýnt mér það sem það sér, þá hefur það ekkert að segja fyrir mig.
Þ.e. það sem gerist inni í höfðinu á fólki hefur engin áhrif á mig. Kannski er guð/jesú virkilega með þessu fólki, en guðinn felur sig ansi vel innan í heila viðkomandi.
Ef jesú opinberar sig fyrir mér einhvern daginn, þá vona ég að hann geri það í votta viðurvist, jafnvel í sjónvarpi eða á stórum viðburði á sviði. Annars gæti ég talið að ég væri að missa vitið :)
Það er náttúrulega þitt persónulegt álit. Ef ég myndi segja svipað um þróunarkenninguna, t.d. "þróunarkenningin er ekki að gera neitt stórt í dag, heldur bara fyrir mörg þúsund árum", myndir þú taka því sem rökum? Af hverju ætti guð að vesenast svona mikið í okkur fyrstu 2000 árin eða svo, en svo algerlega hverfa, þar til í endann. Er þetta tilraun eða leikur hjá honum? Myndi móðir gera þetta (svo maður vitni í CS Lewis, samanburður sem gengur ekki alveg upp hjá honum).
Vissulega er ég sekur af einhverjum eða mörgum þessara atriða. En get ég ekki hreinsað samvisku mína með því að iðrast og fá fyrirgefningu fyrir gjörðir mínar (frá þeim manneskjum sem ég gerði skaða)?
Þarf fyrirgefningin að koma frá guði?
Allt ofangreint er til umræðu ef við ályktum að guð sé til. Ég hinsvegar er nánast alveg sannfærður um hitt, svo ofangreindir punktar eru ritaðir undir þeim formerkjum.
Well.. má vera að þeir sem trúa á boðorðin 10 séu fleiri en hinir á jörðinni. En ertu þá að segja að Islam kenni að það sé alltaf synd að myrða? Mér finnst eins og þú hafir haldið öðru fram áður, en ég gæti verið að rugla.
Tómas, 28.9.2011 kl. 16:09
Ekki öllum mönnum og það sem Biblían segir er að mikill fjöldi fólks muni hafa notað sinn frjálsa vilja til að velja lífið og hafna illskunni. Hefði þetta fólk aldrei átt að fá að vera til og velja sjálft sín örlög?
Kannski lexíur fyrir komandi kynslóðir, kannski mótandi áhrif á mannkynssöguna, að stýra henni í ákveðna átt; til að taka þetta saman, ég veit það ekki...
Það hlýtur að setja þetta í annað samhengi. Ef að Guð tekur lífið frá þér í dag og þín næsta hugsun er að þú vaknar til enn betra lífs, er þá Guð samt að fremja einhvert hræðilegt illvirki?
Ef maður ætlar að dæma Guð Biblíunnar út frá því sem hún segir þá þarf að taka heildarmyndina. Þá er rökrétt að þegar Guð dæmir að þá sé það réttlátur og kærleiksríkur dómur. Ef að Guð er til og ef Hann er kærleiksríkur og veit upphafið frá endinum, er þá ekki möguleiki að Hann viti betur en við hvað er hið kærleiksríka að gera í stöðunni?
Mín trú er síðan sú að við fáum tíma til að rannsaka atburði jarðarinnar til að sjá sjálf hvort að Guð hafi verið réttlátur eða ekki. Að Guð ætlast ekki til þess að við bara trúum því blint heldur vill Hann sýna okkur þetta svo það verði enginn vafi hjá okkur.
En hugsaðu út í hvað þú ert að segja hérna. Mjög stór hluti af því sem þú telur þig vita, er í rauninni eitthvað sem annað fólk hefur sagt þér. Við byggjum okkar tilveru að mjög miklu leiti á vitnisburði annara og þá sérstaklega þegar kemur að fortíðinni. Er ekki eðlilegra að bara meta sérhvern sem hefur þannig sögu að segja sérstaklega en ekki afskrifa allt slíkt fyrir fram?
Þannig að ef að aðrir segja þér að eitthvað sé raunverulegt að þá hjálpar það þér að trúa því? :)
Ég hef rekist á þá afstöðu hjá mörgum að þeir eru svo á móti tilvist Guðs að ef Guð sjálfur kæmi til þeirra þá myndu þeir frekar leggja sig inn á geðveikrahús en að trúa. Ég á dáldið erfitt með að ímynda mér hvernig Guð gæti sannfært slíkt fólk.
Mín persónulega skýring en samt ekki gleyma að ég trúi að margt er að gerast víðsvegar um heiminn, þar sem Guð gerir kraftaverk og snert líf fólks.
Það er góð spurning... held ég verði að fá að melta hana aðeins lengur.
Islam er einka útgáfa Múhammeðs af Biblíunni og þar sem hann fór um myrðandi fólk, hægri vinstri þá er ég nokkuð viss um að honum hafi þótt í lagi að myrða þegar hann hafði góðar ástæður.
Meira hérna: http://wingless.aoriginality.com/?p=16
Mofi, 28.9.2011 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.