Guðleysingjar í áfallahjálp?

bizarro_atheists.jpgÞetta er kannski ódýrt skot en ég tel að guðleysingjar eiga það alveg inni. Hver væri þeirra huggunar orð til fólks sem er um borð í flugvél og upplifir að þeirra líf er í stórhættu?  Væru það orð Carls Sagan um að við værum aðeins geimryk og svona bara er þetta?  Að við getum hlakkað til þess að hætta að verða til og verða aldrei aftur til, okkar vonir og væntingar að eilífu horfnar?  Ég skil þá sem einfaldlega eiga mjög erfitt með að trúa á Guð en finnst það sorgleg niðurstaða, það er von fyrir þá.  Aftur á móti þá eru flestir guðleysingjarnir hér á blogginu fólk sem setur sig upp sem bjargvætti heimsins með þvílíkan gleðiboðskap að það hálfa væri nóg.  Það fólk mun ég líklegast aldrei skilja.

Síðan smá myndband sem jafnvel guðleysingjar ættu að geta haft gaman af.


mbl.is Flugfarþegar fengu áfallahjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Moffi

Fólk sem var í þessari vél hverrar trúar sem þau voru töldu endalokin vera í námd og hörðustu trúleysingjar biðja alltaf um hjálp á ögurstundu.

Trúin er ekki eitthvað sem skrifað er á blað,fólk telur sig sjá heldur kemur sú birtingamynd barnstrúarinnar fyrir hvern og einn í hans hjartastöð burtséð frá því hver hrópar hæðst og veifar Guðspjöllunum.

Ég er samt ánægður að menn hafi fundið plánetu sem hefur 2 sólir og verður eflaust rætt næstu áratugina hvort að við séum ein.

Ég hef áður ritað um Mayja indíánana sem  reiknuðu flóknustu formúlur og spðeki langt fram í aldir og smíðuðu sín eigin rannsóknartæki en hvernig í ósköpunum vissu þessir frum menn svona mikið?  Það hef ég bara ekki fundið en leitað þó víða.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 20:15

2 Smámynd: Rebekka

Kæri Mofi.

Þarf virkilega að útskýra þetta fyrir þér einu sinni enn?  Þú veist alveg hvar margir guðleysingjar finna sína huggun og hvert kærleika þeirra og ástríðum er beint, vegna þess að fjöldamargir guðleysingjar hafa þegar sagt þér sínar sögur.  Þú veist það alveg að trúleysingjar geta mjög auðveldlega fundið tilgang og hamingju í lífi sínu án Guðs.

Hérna kemur þetta samt einu sinni enn:  Ég er mátulega flughrædd, en læt mig samt alveg hafa það að fljúga til Íslands árlega til að hitta fjölskylduna.  Þegar flugvélin lendir í ókyrrð, eða þegar hún er að fara að takast á loft eða lenda (þetta er það þrennt sem ég hræðist mest við flug), þá held ég einfaldlega í höndina á manninum mínum, fylgist vel og vandlega með hegðun flugfreyjanna (ef þær eru rólegar -> ég róast) og hugsa með mér að ég hafi lifað afar góðu lífi hingað til, og ef flugvélin ferst þá get ég lítið gert til að hindra það.  Þetta eru mín huggunarorð til sjálfrar mín.

Og að lokum, frekar vil ég deyja og sofna aftur að eilífu, en að eyða eilífðinni með meðvitund í himnaríki.  Svo maður umorði aðeins Mark Twain, þá fann ég ekki fyrir miklum óþægindum áður en ég fæddist, það verður eins eftir dauðann.  Núna í millitíðinni ætla ég að eyða tímanum sem best meðan hann endist.

Söngurinn hjá Steve Martin var fyndinn, enda er hann líklegast a.m.k. agnostic  ;)

Rebekka, 19.9.2011 kl. 20:50

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þetta eru alveg valid vangaveltur hjá þér. Hvernig myndi ég bregðast við í hrapandi flugvél?

Held að hugurinn væri hjá mínum nánustu, kannski myndi ég hugsa hvort ég hefði nú nýtt minn tíma vel.

En ég myndi bara alls ekki hafa hugann við eitthvert handanlíf, ef mönnum líður eitthvað betur með að trúa því að þeir deyi ekki baravið endalok þessa jarðlífs heldur flytjist í einhvern annan heim, þá er það bara besta mál. En þú þarft ekkert að vorkenna mér, þó ég deili ekki þeirri trú!

Skeggi Skaftason, 19.9.2011 kl. 20:58

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Heyrðu annars, það er alveg hreint frábær vísindaþáttur á RÚV í þessum töluðum oðrum! Þú nærð honum á plúsnum!

Af því þú ert nú alltaf að velta fyrir mörgum grundvallarspurningum vísindanna.

Skeggi Skaftason, 19.9.2011 kl. 21:05

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eru sálfræðingar og geðlæknar á villigötum Moffi, í samtalsaðstoð þeirra við fólk í sálarkreppu af því að þeir stunda ekki trúarítroðslu?  

Er hægt að fá þennan heilaga anda þinn á flöskum eða instant til að leysa upp í vatni, þegar áföllin ríða yfir?

Ég hef engan guðleysingja séð eða heyrt segja sig vera bjargvætti heimsins, þau hlutverk leika aðrir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.9.2011 kl. 21:43

6 Smámynd: Mofi

Rebekka, ég sá ekkert þarna sem var einhver útskýring, miklu frekar staðfesting á því sem ég sagði. Náttúrulega, ef að þegar þú ert andspænis dauðanum að þá sé það þér huggun að hætta að verða til þá er það þín huggun, ég á erfitt með að trúa að það sé þannig í raun og veru en allt í lagi.

Aldrei verið einhver ágreiningur að guðleysingjar geta búið sér til tilgang í þessu lífi en flestir viðurkenna mæta vel að þessi tilgangur er blekking þegar allt er á botninn hvolft í þeirra heimsmynd. Allt verður að efnis ögnum og saga okkar hverfur og engin til að muna eftir henni enda engin til þegar að því kemur. 

Gott að heyra að þú hafðir gaman af myndbandinu.

Mofi, 19.9.2011 kl. 22:55

7 Smámynd: Mofi

Skeggi, veit ekki alveg hvað þú ert að vísa í þegar þú talar um "hundalíf". Ef að flugvélin væri að hrapa, væri þá ekki hræðsla við það að deyja og hverfa að eilífu?  Hvað með von eins og Bob Dylan orðaði það "Death is not the end"?

Því miður var ég ekki við tölvuna eða sjónvarp svo ég missti af þættinum, takk samt!

Mofi, 19.9.2011 kl. 22:57

8 Smámynd: Mofi

Axel
Eru sálfræðingar og geðlæknar á villigötum Moffi, í samtalsaðstoð þeirra við fólk í sálarkreppu af því að þeir stunda ekki trúarítroðslu? 

Ég myndi ekki tala um trúarítroðslu en að tala um von andspænis dauðanum tel ég vera mikilvæga. Líf án vonar andspænis dauðanum er í mínum augum frekar mikil eymd.

Axel
Er hægt að fá þennan heilaga anda þinn á flöskum eða instant til að leysa upp í vatni, þegar áföllin ríða yfir?

Nei

Axel
Ég hef engan guðleysingja séð eða heyrt segja sig vera bjargvætti heimsins, þau hlutverk leika aðrir.

Ég upplifi menn eins Dawkins þannig, láta sem svo að þeirra boðskapur er svo mikið ljós og er öllum til svo mikillar blessunar að það hálfa væri nóg.

Mofi, 19.9.2011 kl. 23:01

9 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

"Ég myndi ekki tala um trúarítroðslu en að tala um von andspænis dauðanum tel ég vera mikilvæga. Líf án vonar andspænis dauðanum er í mínum augum frekar mikil eymd."

Þú vilt semsé meina, að trú þín sé í raun bara dagsdagleg huggun gagnvart því að þú átt "einfaldlega erfitt með að trúa" að þegar þú deyrð, að þá er allt búið?

Ég hef áður verið í aðstæðum sem hefðu auðveldlega geta farið illa. Fyrstu viðbrögð mín voru ekki þau að henda mér á skeljarnar og biðja. Heldur eins og Rebekka sagði, var það huggun fyrir mig að ég er sátt við líf mitt, og ég hef gert mitt besta til þess að vera góð manneskja. 

Ef ég myndi fara út núna og lenda í bílslysi, þá hefði ég ekki áhyggjur af því sem kæmi eftir dauðann hjá mér. Börnin mín tvö væru í góðum höndum ef ég færi í dag. Síðustu orðin sem þau hafa alltaf heyrt frá mér þegar ég eða þau fer út um dyrnar eru alltaf "Ég elska þig", sama með manninn minn.

Það eina sem ég myndi sjá eftir, væri að þau hefðu heyrt eitthvað annað en það.

Allt þetta, hefur ekkert með Guð að gera. Ég hef meiri áhyggjur af því sem gerist í daglegu lífi, og hvernig ég get orðið betri manneskja í dag en ég var í gær, en það sem gerist eftir á.

Mér hefur alltaf fundist það voðalega skrítið, að þegar trúaðar manneskjur horfa á guðleysingja, að þá sjá þeir sorgina í öllum hornum, eymd og andlega örbirgð. Þvert á móti þykir mér það votta af vissri örbirgð að telja það að næsta manneskja sé ekki andlega heil nema að hún trúi á eitthvað. 

Svona eins og þegar trúar "ofsatækis" maður er í sífellu að segja öllum í kringum sig hver eina rétta trúi, hefur ekki stjórn á eigin lífi og reynir því að stjórna allra annarra. 

Þetta kemur mér svona fyrir sjónir, en það þarf ekki endilega að vera það. Alveg eins og þú virðist telja að allir sem hafa ekki guð í lífi sínu lifa í algerri eymd, þá er það ekki endilega þannig.

Ég virði það alveg við þig, Mofi, að þú trúir því sem þú trúir. Það truflar mig ekki. Ekki eins og það virðist trufla þig að það trúa ekki allir í kringum þig hið sama.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 20.9.2011 kl. 11:26

10 Smámynd: Jón Ragnarsson

Já, trúaðir eiga alltaf erfitt með að horfa framan í staðreyndir.

Þú færð eitt líf. Og aðeins eitt. Það er sorglegt að horfa upp á annars ágætt fólk sóa því í von um að það sé annað og betra líf eftir dauðann... 

Annars er þetta bara gamla "There are no atheists in foxholes" rökvillan. 

Jón Ragnarsson, 20.9.2011 kl. 11:37

11 Smámynd: Mofi

Ingibjörg, ég sé það frekar eins og viðkomandi er að missa af mjög miklu, alveg burtséð frá hver sannleikurinn er. Ef einhver er sáttur við að hverfa að eilífu þá hefur dauðinn ekki mikil áhrif á viðkomandi og trúin ekki upp á neitt merkilegt.  Ef einhver er ekki sáttur við það og hvað þá ef hann er ekki sáttr við þetta líf þá getur vonleysis gert út af við viðkomandi, þekki þannig dæmi.

Það sem truflar við guðleysið eru nokkur atriði, eitt er áhrif þess á síðustu öld voru svakaleg og ég hef áhyggjur að slíkt endurtaki sig ef þessi trú heldur áfram að vaxa. Annað atriði er að þessi trú er að leiða fólk frá eilífu lífi sem er sorglegt, ef manni þykir vænt um annað fólk þá vill maður ekki að það fari illa fyrir því. Síðasta ástæðan er sjálfselska í formi þess að ég vill sjá fleira fólk í kirkjunni minni, það er bara svo miklu meira gaman þegar margt fólk er.

Mofi, 20.9.2011 kl. 12:31

12 Smámynd: Mofi

Jón Ragnarsson, nei, það eru miklu frekar guðleysingjar sem eiga í erfiðleikum með það. Ég er að minnsta kosti alltaf að benda á staðreyndir sem styðja mína trú en guðleysingjar gera afspyrnu lítið af því.  Síðan er "There are no atheist in foxholes" ekki rökvilla heldur eðlilegt fyrirbrygði; eðlileg viðbrögð andspænis dauðanum þó að auðvitað menn bregðast mismunandi við.

Mofi, 20.9.2011 kl. 12:32

13 Smámynd: Skeggi Skaftason

Skeggi, veit ekki alveg hvað þú ert að vísa í þegar þú talar um "hundalíf".

handanlíf var það nú, þ.e. líf fyrir handan. Veit ekki hvort hundar komist til himna 

Ef að flugvélin væri að hrapa, væri þá ekki hræðsla við það að deyja og hverfa að eilífu?

Jú. Værir þú ekkert hræddur?

Skeggi Skaftason, 20.9.2011 kl. 13:43

14 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Orð Sagans um að við séum stjörnuryk, sem eru sönn, gera ekki lítið úr okkur heldur svo miklu miklu meira úr efninu. Og það er stórkostleg, upplífgandi heimsmynd. Að næst þegar stjarna springur sáir hún fræjum lífs út í alheiminn.

- Sævar

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 20.9.2011 kl. 14:08

15 Smámynd: Skeggi Skaftason

Von um ímyndaða himnavist er í besta falli meinlaus en í versta falli stórhættuleg. Sjálfsmorðssprengjumenn sumir ku víst trúa því að þeim bíði dásamlegar móttökur fyrir handan.

Svo fáum við fréttir af bandarískum bókstafstrúuðum stjórnmálamönnum, sem telja ýmis viðfangsefni nútímans - s.s. loftslagsbreytingar o.fl. - léttvæg, þar sem dómsdagur gæti verið á næsta leyti og meira skiptir að vera undirbúinn fyrir það, en að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir hér á jörðu niðri.

Skeggi Skaftason, 20.9.2011 kl. 14:26

16 Smámynd: Mofi

Skeggi
Jú. Værir þú ekkert hræddur?

Jú, svo sannarlega. Þó að maður trúi og voni að dauðinn sé ekki endalokin þá samt er full ástæða til að vera hræddur um hvað gerist fyrir mann, líkamann, þegar flugvél hrapar.

Skeggi
Von um ímyndaða himnavist er í besta falli meinlaus en í versta falli stórhættuleg. Sjálfsmorðssprengjumenn sumir ku víst trúa því að þeim bíði dásamlegar móttökur fyrir handan.

Fer allt eftir trúnni, bara trú á himnavist getur haft alls konar afleiðingar og margar slæmar; þarf miklu meira að koma til, til að góð hegðun komi í kjöl farið.

Skeggi
Svo fáum við fréttir af bandarískum bókstafstrúuðum stjórnmálamönnum, sem telja ýmis viðfangsefni nútímans - s.s. loftslagsbreytingar o.fl. - léttvæg, þar sem dómsdagur gæti verið á næsta leyti og meira skiptir að vera undirbúinn fyrir það, en að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir hér á jörðu niðri.

Mér finnst eins og slíkt séu bara gróu sögur til að láta ákveðið fólk líta illa út. Ef einhver er kristinn þá að minnsta kosti er hann með skipun að fara vel með sköpunarverkið, að við berum ábyrgð á því gagnvart Guði. Síðan veit enginn daginn eða stundina miðað við orð Krists.

Mofi, 20.9.2011 kl. 14:51

17 Smámynd: Mofi

Sævar
Orð Sagans um að við séum stjörnuryk, sem eru sönn, gera ekki lítið úr okkur heldur svo miklu miklu meira úr efninu. Og það er stórkostleg, upplífgandi heimsmynd. Að næst þegar stjarna springur sáir hún fræjum lífs út í alheiminn.

Ég get ekki einu sinni byrjað að skilja hvernig það er upplífgandi. Náttúrulega, punkturinn er að við erum ekkert nema ryk, vorum ryk og verðum aftur ryk. Ef það eru endalokin þá skil ég ekki hvað er upplífgandi við þá tilhugsun.

Mofi, 20.9.2011 kl. 14:53

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það sem truflar við guðleysið eru nokkur atriði, eitt er áhrif þess á síðustu öld voru svakaleg og ég hef áhyggjur að slíkt endurtaki sig ef þessi trú heldur áfram að vaxa. Annað atriði er að þessi trú er að leiða fólk frá eilífu lífi sem er sorglegt, ef manni þykir vænt um annað fólk þá vill maður ekki að það fari illa fyrir því. Síðasta ástæðan er sjálfselska í formi þess að ég vill sjá fleira fólk í kirkjunni minni, það er bara svo miklu meira gaman þegar margt fólk er.

Er trúleysi að leiða fólk frá eilífu lífi Mofi? Þetta hljómar eins og slagorð hjá stjórnmálaflokki sem segir. Þeir sem ekki kjósa okkur og fylgja okkar línu í einu og öllu munu éta það sem úti frýs.

Ekki er hann viðlits verður sá guð sem ekki sýnir öðrum en dýrkendum sínum og áhangendum náð og miskunn. Alla vega verður því vart haldið fram að slíkur guð sé algóður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2011 kl. 16:10

19 Smámynd: Mofi

Axel, algóður er eitthvað sem fólk leggur mismunandi skilning í. Þetta er síðan ekki spurning um að fylgja einhverri pólitískri línu heldur að ef að einhver vill eilíft líf þá verður hann að leita að því. Að lifa að eilífu er ekki eitthvað sem allir vilja.

Mofi, 20.9.2011 kl. 16:13

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vissulega kitlar tilhugsunin um eilíft líf hégóagirndina en lengra nær það ekki því miður. Trú á annað er óskhyggja og eigingirni, finnir þú huggun í henni er það gott fyrir þig. En að reyna sífellt að troða henni upp á aðra er allt annað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2011 kl. 16:42

21 Smámynd: Mofi

Axel, af hverju talar þú um að troða því upp á aðra? Er einhver þvingaður að lesa bloggið mitt sem vill það ekki?  Endilega segðu mér frá þeim sem eru í þeirri stöðu, ég vil endilega hjálpa þeim.

Þessi trú er síðan byggð á þeirri þekkingu að Guð skapaði heiminn og þeim vitnisburði að Jesú sigraði dauðann. Þú kannski hafnar báðum þessum ástæðum sem ég hef fyrir að hafa þessa von en ekki láta eins og hún sé ekki byggð á neinu. Það eru fleiri ástæður en þessar bara til að gefa dæmi.

Mofi, 21.9.2011 kl. 14:16

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stundar söfnuðurinn þinn ekki trúboð?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2011 kl. 15:17

23 Smámynd: Mofi

Axel, allt of lítið en eitthvað. Lítur þú á trúboð þannig að það sé verið að troða einhverju upp á aðra?  Ef einhver bankar upp á hjá þér og spyr þig hvort þú viljir rannsaka Biblíuna með þeim, er þá verið að troða einhverju upp á þig?

Minn söfnuður stundar ekki slíkt en þetta er svona það sem virkar mest uppáþrengjandi.

Mofi, 21.9.2011 kl. 16:07

24 Smámynd: jonasg

 Mofi skrifaði:

 " Ef einhver bankar upp á hjá þér og spyr þig hvort þú viljir rannsaka Biblíuna með þeim, er þá verið að troða einhverju upp á þig?"

JÁ!

Því þetta fólk sem bankar upp á heldur oft í einhfeldni sinni að manneskjan sem er verið að trufla deili áhuga þess á trúmálum. Verður síðan oftar en ekki hissa þegar í ljós kemur að svo er ekki.

 Reyndar má bera þetta fólk saman við Spampóst. Ætlast til að fá að miðla upplýsingum sem enginn hefur áhuga á og með öllu óumbeðið.

jonasg, 21.9.2011 kl. 23:45

25 Smámynd: Mofi

jonasg, ég er ósammála. Ég vorkenni engum að það skuli vera bankað upp á hjá þeim. Svakalega má fólk vera orðið viðkvæmt að slíkt skuli angra það. Er þá ekki fólkið sem selur happdrætti heyrnalausra líka að troða einhverju upp á mann?

Mofi, 22.9.2011 kl. 09:42

26 Smámynd: jonasg

Það er þín skoðun en ég leyfi mér að vera ósammála þér.

Áreitið í nútímaþjóðfélagi er komið út fyrir allan þjófabálk. Við sitjum uppi með endalaus ósannindi yfirvalda, fjármálastofnanna og auglýsingar sem oft á tíðum eru hreinar lygar.

Því er ekki á það bætandi að sjálfselskir meðlimir hinna ýmsu trúarhópa bætist í hópinn.

Ég leyfi mér að segja að ég virði rétt fólks til að iðka trú sína en þegar við erum komin út í að meðlimir trúfélaga reyna að troða skoðunum sínum upp á aðra þá þrýtur þolinmæði mín gagnvart heimskunni sem þetta fólk burðast með í gegnum lífið.

Því eitt er að vera villuráfandi og leita huggunar í umhverfi sem á ekkert skylt við raunveruleikan og annað að ætlast til þess sama af öðrum.

 Það er athæfi sem engum ætti að líðast.

Að blanda kirkju og öðrum trúfélögum í samband mannsins við Guð er hræsni á hæsta stigi.

 Því þó við búum öll við sama guðinn þá höfum við kosið að finna upp óteljandi aðferðir við að tilbiðja hann og hikum á tíðum ekki við að greiða misvitrum mannlegum vesalingum fyrir að upphugsa og stjórna þeim aðferðum sem við notum til að ná betra sambandi við æðri máttarvöld.

Nærtækasta dæmið um þetta er framkoma þjóðkirkjunnar gagnvart þeim ýmsu "vandamálum" sem hana hafa hrjáð að undanförnu.

Og ég efa ekki að önnur trúfélög eigi við sín eigin vandamál að stríða.

Það hefur sýnt sig í gegnum aldirnar að trúarbrögð hafa verið grimmilega misnotuð í gegnum aldirnar og eru enn víða í þessari jarðvist okkar.

Trúarbrögð, eins og stunduð eru í sumum trúfélögum eru ekki annað en heilaþvottur og undirokun þeirra sem minna mega sín.  

Því endurtek ég af innri sannfæringu að sölumenn trúarinnar, sem banka á mínar dyr, eru jafngildi ruslpósts.

 Og ekki voga þér að líkja heyrnalausum við sölumenn trúarinnar því heyrnalausir hafa mátt þola nóg í gegnum tíðina af hendi drottnunargjarns fólks.

jonasg, 23.9.2011 kl. 00:10

27 Smámynd: Mofi

jonasg, spurningin var einföld, er sá sem bankar á dyrnar hjá þér að troða einhverju upp á þig?  Ef að þeir sem eru heyrnalausir gera það til að selja happdrættismiða eru ekki að troða sér upp á þig, af hverju eru þá aðrir sem gera hið sama þá að gera það?

Ég hef persónulega ekki farið í að banka á dyr en nokkrir vinir mínir hafa gert þetta. Eitt atvik sem þeir lentu í var að hitta manneskju sem var að fara fremja sjálfsvíg en rétt áður þá bankaði einn vinur minn upp á. Hann gat talað við þessa manneskju og talað um fyrir henni að minnsta kosti akkúrat þess stundina. Með þessa reynslu í farateskinu þá gefur hann mjög lítið fyrir það að einhverjir upplifa þetta sem ónæði enda um leið og hann upplifir að viðkomandi hefur ekki áhuga þá fer hann.

Ávextir guðleysis á síðustu öld voru morð á hundruðum miljóna, meira en spánski rannsóknarrétturinn, krossferðirnar, fyrri og seinni heimstyrjöldin samanlagt. Ef við eigum að fara banna eitthvað vegna slæmrar reynslu af því þá er engin spurning að guðleysi ætti að vera það fyrsta sem við bönnum.

Ég er alveg sammála að menn eiga ekki að vera troða sínum skoðunum upp á aðra, hvort sem það er þróunarkenningin eða Biblían. Ég aftur á móti er ekki sammála hvað menn kalla "að troða upp á fólk". Að dreifa bæklingum, að banka á dyr eða skrifa á netið get ekki flokkað sem einhvers konar átroðning.

Það sem ég aftur á móti flokka sem að troða sínum skoðunum upp á fólk er þegar nemandi sem trúir á sköpun og Biblíuna þarf að þola háð og endalausa gagnrýni vegna þessarar trúar og eitthvað annað sé kennt sem heilagur sannleikur sem bannað er að gagnrýna. Það er svo sannarlega að troða sínum skoðunum upp á aðra.

Mofi, 23.9.2011 kl. 10:16

28 Smámynd: Linda

vá, bara umræða flestir gátu ekki tekið myndbandið og helgið af því, Steve Martin er bara fyndinn. En það er erfitt að hlægja þegar maður tekur "ekki trú" sína svona alvarlega :)

Linda, 27.9.2011 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband