18.9.2011 | 13:49
Eiga kristnir að fara eftir Móselögunum?
Hérna er ræða sem ég hélt fyrir nokkru þar sem ég var að fjalla um Móselögmálið og mínar vangaveltur varðandi það.
Í 17. Kafla í guðspjalli Jóhannesar biður Jesú til Föðursins og meðal annars sem Jesú segir er þetta hérna:
Jóhannesar guðspjall 17:17
Helga þá í sannleikanum. Þitt orð er sannleikur.
Hérna biður Jesú Föðurinn að helga fylgjendur sína í sannleika og hver er sannleikurinn samkvæmt Jesú, Orð Guðs. En hver eru orð Guðs sem Jesú er að tala um þarna? Þegar Jesús segir þetta, var þá búið að skrifa Nýja Testamentið? Augljóslega ekki svo orð Guðs sem Jesú er að tala um þarna, er Gamla Testamentið.
Síðan í Jóhannesarguðspjalli 15. kafla, tíunda vers þá segir Jesú þetta:
Jóhannesar guðspjall 15:10
Ef þér haldið boðorð mín, verðið þér stöðugir í elsku minni, eins og ég hef haldið boðorð föður míns og er stöðugur í elsku hans.
Boðorð Föðurins hljóta að vera þau sem Móses fékk enda vitum við að Jesú fór ekki aðeins eftir boðorðunum tíu heldur eftir öllu lögmálinu.
Matteusarguðspjall 23:1
Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna:
"Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. Því skuluð þér gjöra og halda allt, sem þeir segja yður, en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara, því þeir breyta ekki sem þeir bjóða.
Út frá þessum orðum þá segir Ellen White þetta í Þrá aldanna
Ellen White - Þrá Aldanna
Jesus bade His hearers do that which the rabbis taught according to the law, but not to follow their example. They themselves did not practice their own teaching
Jesús bað sínar áheyrendur að gera það rabbínarnir kenndu samkæmt lögmálinu en ekki að fara að fordæmi þeirra því þeir sjálfir fóru ekki eftir því sem stendur í lögmálinu.
Ég á erfitt með að lesa eitthvað annað úr þessum orðum en að fylgjendur Krists áttu að fara eftir því sem stóð í lögum Móse.
Í hugum margra þá er kærleikurinn nóg enda sagði ekki Jesú að kærleikurinn væri uppfylling lögmálsins. En er kærleikurinn nóg? Það fólk sem segir að fóstureyðingar séu í lagi og samkynhneigð sé í lagi. Það fólk er alveg sannfært um að þeirra skoðanir séu kærleiksríkar. Fólk hefur mjög mismunandi hugmyndir um hvað er kærleiksríkt svo ég tel að við þurfum leiðbeiningar Guðs til að geta virkilega gert það sem er kærleiksríkt.
En hvað með boðorðin tíu, eru þau nóg? Segja þau allt sem segja þarf? Vitum við út frá þeim hvað það er að drýgja hór? Er í lagi fyrir syskyni að giftast? Boðorðin tíu segja ekkert um það. Vitum við hvernig við eigum að halda hvíldardaginn heilagann út frá boðorðunum tíu eða hefur fólk mjög mismunandi hugmyndir um hvað heilagleiki er og við þurfum aðeins meiri leiðbeiningar?
Fólk vanalega forðast lögmál Móse, finnst þau vera hörð og oftar en ekki mjög skrítin og torskilin.
Svo, markmiðið í dag er að aðeins kynnast lögmáli Móse. Þetta er aðeins stutt kynning og ég fer ekki að glíma við mörg erfið vers í lögmálinu, þá yrði þetta allt of langt.
Ég ætla að lesa hin og þessi vers, bara til að gefa ykkur hugmynd um hvað er að finna í þessum lögum.
2 Mósebók 22:21
Útlendum manni skalt þú eigi sýna ójöfnuð né veita honum ágang, því að þér voruð sjálfir útlendingar í Egyptalandi. 22 Þér skuluð ekki leggjast á ekkjur eða munaðarleysingja.
Ef þú leggst á þau, og þau hrópa til mín, mun ég vissulega heyra neyðarkvein þeirra.
2. Mósebók 23:4
Ef þú finnur uxa óvinar þíns eða asna hans, sem villst hefir, þá fær þú honum hann aftur. Sjáir þú asna fjandmanns þíns liggja uppgefinn undir byrði sinni, þá skalt þú hverfa frá því að láta hann einan. Vissulega skalt þú hjálpa honum til að spretta af asnanum.
Þú skalt ekki halla rétti fátæks manns, sem hjá þér er, í máli hans.
Forðastu lygimál og ver eigi valdur að dauða saklauss manns og réttláts, því að eigi mun ég réttlæta þann, sem með rangt mál fer.
Eigi skalt þú mútu þiggja, því að mútan gjörir skyggna menn blinda og umhverfir máli hinna réttlátu.
Hérna sjáum við að við eigum að vera góð við óvini okkar og hjálpa þeim. Enn fremur er hérna bann við því að taka við mútum því að mútur gera jafnvel vitra menn blinda á hvað er rétt og rangt.
3.Mósebók 6:1
Drottinn talaði við Móse og sagði:
"Nú syndgar einhver og sýnir sviksemi gegn Drottni og þrætir við náunga sinn fyrir það, sem honum hefir verið trúað fyrir, eða honum hefir verið í hendur selt, eða hann hefir rænt, eða hann hefir haft með ofríki af náunga sínum,
eða hann hefir fundið eitthvað, sem týnst hefir, og þrætir fyrir það, eða hann með meinsæri synjar fyrir einhvern þann verknað, er menn fremja sér til syndar, þegar hann syndgar þannig og verður sekur, þá skal hann skila því aftur, sem hann hefir rænt eða með ofríki haft af öðrum eða honum hefir verið trúað fyrir, eða hinu týnda, sem hann hefir fundið,
eða hverju því, er hann hefir synjað fyrir með meinsæri, og skal hann bæta það fullu verði og gjalda fimmtungi meira. Skal hann greiða það eiganda á þeim degi, er hann færir sektarfórn sína.
3. Mósebók 19:10
Og eigi skalt þú gjörtína víngarð þinn, né heldur tína upp niður fallin ber í víngarði þínum. Þú skalt skilja það eftir handa fátækum og útlendingum. Ég er Drottinn, Guð yðar.
Að passa upp á hina fátæku má segja að sé rauði þráðurinn í Móselögunum. Sérstaklega finnst mér áhugavert að aftur og aftur eru útlendingar teknir fram, til að minna okkur á að sýna þeim umhyggju sem eru fyrir utan samfélagið.
3. Mósebók 19:14
Þú skalt ekki bölva daufum manni, né leggja fótakefli fyrir blindan mann, heldur skalt þú óttast Guð þinn. Ég er Drottinn. Eigi skuluð þér ranglæti fremja í dómi. Þú skalt eigi draga taum lítilmagnans, né heldur vera hliðdrægur hinum volduga. Með réttvísi skalt þú dæma náunga þinn. Þú skalt eigi ganga um sem rógberi meðal fólks þíns og eigi krefjast blóðs náunga þíns. Ég er Drottinn. Þú skalt ekki hata bróður þinn í hjarta þínu. Einarðlega skalt þú ávíta náunga þinn, að þú eigi bakir þér synd hans vegna.
Eigi skalt þú hefnigjarn vera né langrækinn við samlanda þína, en þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ég er Drottinn.
Þarna sjáum við margt mjög merkilegt og þar á meðal orðin sem Jesú vitnar í sem kjarnann í lögmáli Guðs, að elska náungan eins og sjálfan þig.
3. Mósebók 19:32
Þú skalt standa upp fyrir hinum gráhærða og heiðra gamalmennið, og þú skalt óttast Guð þinn. Ég er Drottinn. Ef útlendur maður býr hjá þér í landi yðar, þá skuluð þér eigi sýna honum ójöfnuð. Útlendan mann, sem hjá yður býr, skuluð þér svo með fara sem innborinn mann meðal yðar, og þú skalt elska hann eins og sjálfan þig, því að þér voruð útlendingar í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð yðar.
5. Mósebók 24:16
Feður skulu ekki líflátnir verða ásamt börnunum, og börn skulu ekki líflátin verða ásamt feðrunum. Hver skal líflátinn verða fyrir sína eigin synd. Þú skalt ekki halla rétti útlends manns eða munaðarleysingja. Þú skalt ekki taka fatnað ekkjunnar að veði.
Og þú skalt minnast þess, að þú varst þræll í Egyptalandi og að Drottinn Guð þinn leysti þig þaðan. Fyrir því býð ég þér að gjöra þetta.
Þegar þú sker upp korn á akri þínum og gleymir kornbundini úti á akrinum, þá skalt þú ekki snúa aftur til að sækja það. Útlendingurinn, munaðarleysinginn og ekkjan mega fá það, til þess að Drottinn Guð þinn blessi þig í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur.
Þegar þú slær ávexti af olíutrjám þínum, þá skalt þú ekki gjöra eftirleit í greinum trjánna. Útlendingurinn, munaðarleysinginn og ekkjan mega fá það.
Þegar þú tínir víngarð þinn, þá skalt þú ekki gjöra eftirleit. Útlendingurinn, munaðarleysinginn og ekkjan mega fá það.
Hluti af lögmálinu er að vera góður við ekkjurnar, munaðarleysingja og útlendinga. Kannski það útskýrir það sem Páll segir í Rómverjabréfinu:
Rómverjabréf 2:13
Og ekki eru heyrendur lögmálsins réttlátir fyrir Guði, heldur munu gjörendur lögmálsins réttlættir verða.
3. Mósebók 25:9
Og þá skaltu í sjöunda mánuðinum, tíunda dag mánaðarins, láta hvellilúðurinn gjalla. Friðþægingardaginn skuluð þér láta lúðurinn gjalla um gjörvallt land yðar, og helga þannig hið fimmtugasta árið og boða frelsi í landinu fyrir alla íbúa þess. Það skal vera yður fagnaðarár. Þá skuluð þér hverfa aftur hver og einn til óðals síns, og þá skuluð þér hverfa aftur hver og einn til ættar sinnar.
5. Mósebók 15:1
Sjöunda hvert ár skaltu fella niður skuldir. 2Eftir þessum reglum skaltu fella niður skuldir: Sérhver lánardrottinn skal falla frá kröfum vegna láns sem hann hefur veitt náunga sínum. Hann skal ekki ganga eftir greiðslu hjá náunga sínum og meðbróður því að niðurfelling skulda hefur verið boðuð vegna Drottins.
Hver hérna væri til í að búa í samfélagi þar sem allar skuldir væru uppgefnar á sjö ára fresti? Ég man eftir þegar kreppan skall á að það var maður sem átti að koma í viðtal til eins blaðamanns en hann framdi sjálfsmorð áður en viðtalið fór fram og ástæðan sem hann gaf upp var að hann sá enga leið út úr skuldunum. Hérna er greinin: Framdi sjálfsmorð vegna nauðungarsölu
Í umræðum mínum við guðleysingja þá rekst ég mjög oft á þá skoðun að bara trú á Guð leiði til illsku og þá þarf maður að útskýra að trú á Guð er ekki nóg heldur er málið að láta orð Guðs leiðbeina sér og móta sig. Ég er alveg viss um að það hafði góð áhrif á samfélag gyðinga að heyra einu sinni viku lesið úr lögmáli Guðs um hvað Guð ætlaðist til af þeim.
En, Það eru líka mörg lög þarna sem virkar skrítin og óréttlát í okkar huga enda lifum við á allt öðrum tíma í allt öðrum aðstæðum. En ef maður hefur þessa hluti sem við erum búin að fara yfir í huga og einnig það sem Kristur sagði að elska Guð og elska náungann eins og sjálfan sig væri uppfylling lögmálsins þá ættum við að geta skilið erfiðu versin líka. Ég vil ekki fara að glíma við einhver sérstök þannig vers heldur taka tvö erfið efni aðeins fyrir.
Dauðarefsingar
Fyrsta efnið sem mig langar að fjalla stuttlega um er dauðarefsingar. Í Móselögunum er refsingin við mörgum afbrotunum dauðadómur. Þar sem okkar íslenska samfélag er alls ekki refsiglatt. Morðingjar fá nokkur ár í fangelsi, barnanýðingar örfá ár í fangelsi og nauðgarar fá nokkra mánuði í fangelsi. Þannig að það er ekki nema von að við upplifum dauðarefsingu sem mjög harðan dóm.
En, er Nýja Testamentið mildara? Við lesum í Matteusarguðspjalli 15. kafla, fyrsta vers:
Mat 15:1
Nú komu til Jesú farísear og fræðimenn frá Jerúsalem og sögðu:
"Hvers vegna brjóta lærisveinar þínir erfikenning forfeðranna? Þeir taka ekki handlaugar, áður en þeir neyta matar." Hann svaraði þeim: "Hvers vegna brjótið þér sjálfir boðorð Guðs sakir erfikenningar yðar? Guð hefur sagt: ,Heiðra föður þinn og móður,' og: ,Hver sem formælir föður eða móður, skal dauða deyja.'
Jesú endurtekur hérna það sem Hann kallar lög Guðs og tekur fram hvað lögmál Guðs segir að refsigin sé. Í Opinberunarbókinni 21. Kafla, áttunda vers lesum við þetta:
Opinberunarbókin 21:8
En fyrir hugdeiga og vantrúaða og viðurstyggilega og manndrápara og frillulífismenn og töframenn, skurðgoðadýrkendur og alla lygara er staður búinn í díkinu, sem logar af eldi og brennisteini. Það er hinn annar dauði."
Þetta eru mjög hörð vers en í gegnum alla Biblíuna þá er boðskapur Biblíunnar hinn sami sem birtast vel í orðum Páls, laun syndarinnar er dauði.
Það eru aftur á móti fræðimenn sem halda því fram að í Móselögunum er að finna hámarks refsingar en að dómstólar gátu ákveðið refsinguna og hún gat verið mildari en þessi hámarks refsing. Tökum til dæmis vers í 2. Mósebók, 21.kafla, 28 vers
2. Mósebók 21:28
Ef uxi stangar mann eða konu til bana, þá skal grýta uxann og ekki neyta kjötsins, og er eigandi uxans þá sýkn saka. En hafi uxinn verið mannýgur áður og eigandinn verið látinn vita það, og geymir hann ekki uxans að heldur, svo að hann verður manni eða konu að bana, þá skal grýta uxann, en eigandi skal og líflátinn verða. En gjörist honum að bæta með fé, þá leysi hann líf sitt með svo miklum bótum sem honum verður gjört að greiða.
Hérna sjáum við dauðadóm en síðan möguleikann á því að bæta skaðan og forðast dauðadóminn. Á öðrum stað er síðan tekið fram að í morðmálum má ekki minnka dauðarefsinguna sem gefur til kynna að við aðra glæpi þá var það möguleiki. Við þurfum líka að hafa í huga að til þess að einhver fengi dauðadóm þá þurfti einhver að heimta þá refsingu frammi fyrir dómsstólum og tvö áreiðanleg vitni þyrftu að staðfesta glæpinn og vitnin þurftu að kasta fyrsta steininum. Það hljómar kannski illa en þannig varð það þannig að þriðji aðili sem hafði vonandi ekkert persónulegt á móti hinum seka þyrfti að horfast í augu við það sem hann var að orsaka. Hve mikið af illvirkjum eru framin af mönnum í hægindastólum sem þurfa aldrei að horfast í augu við þá sem þjást vegna þeirra illsku? Þeir sem vilja lesa meira um þetta þá mæli ég með þessari grein hérna: Capital Punishment and the Bible
Þrælahald
Annað sem angrar marga við Móselögin eru ákvæði um þrælahald. Það er engin spurning að Móselögin tala um þrælahald og leyfa það.
Hafið þið heyrt um Harriet Beecher Stowe? Hún er fræg fyrir að hafa skrifað bókina Uncle Toms Cabin eða kofi Tómasar frænda. Þegar Abraham Lincon hitti hana þegar hún kom til Hvíta hússins þá á hann að hafa sagt svo, þú ert litla konan sem skrifaði bókina sem byrjaði þetta mikla stríð. Í bókinni lýsti hún Harriet eðli þrælahalds hennar samtíma svona Löglegt vald húsbóndans yfir þrælnum, yfir sál hans og líkama er algjört og einnig sagði hún það var engin vörn fyrir lífi þrælsins.
Þetta er líka það sem við hugsum flest þegar orðið þrælhald kemur upp. Flestir hugsa til þeirra tíma þegar menn fóru til Afríku og hreinlega rændu mönnum og konum og seldu þau sem þræla. Þessir þrælar síðan þurftu síðan að hlýða húsbóndanum í einu og öllu og ef að þeir voru drepnir þá þótti það ekki tiltökumál. En er þetta það sem Biblían kennir að sé í lagi?
Ég segi nei og tel frekar að ætti að tala um þjónustu starf sem var þannig að þú fékkst mat og húsnæði í staðinn fyrir þína vinnu. Ekki hið ákjósanlegasta en viðbrögð við mikilli fátækt, skuldum, glæpum eða stríði.
Í 3. Mósebók 25 kafla, 35. versi lesum við um hvernig fólk gat orðið þrælar.
3. Mósebók 25:35
Ef bróðir þinn kemst í fátækt og verður ósjálfbjarga hjá þér, þá skalt þú styðja hann sem dvalarmann og hjábýling, svo að hann geti lifað hjá þér.
Þú skalt eigi taka fjárleigu af honum né aukagjald, heldur skalt þú óttast Guð þinn, svo að bróðir þinn geti lifað hjá þér.
Þú skalt eigi ljá honum silfur þitt gegn leigu, né heldur hjálpa honum um matvæli þín gegn aukagjaldi.
Ég er Drottinn, Guð yðar, sem leiddi yður út af Egyptalandi til þess að gefa yður Kanaanland og vera Guð yðar.
Komist bróðir þinn í fátækt hjá þér og selur sig þér, þá skalt þú ekki láta hann vinna þrælavinnu.
Sem kaupamaður, sem hjábýlingur skal hann hjá þér vera. Hann skal vinna hjá þér til fagnaðarárs. En þá skal hann fara frá þér, og börn hans með honum, og hverfa aftur til ættar sinnar, og hann skal hverfa aftur til óðals feðra sinna.
Því að þeir eru þjónar mínir, sem ég hefi leitt út af Egyptalandi. Eigi skulu þeir seldir mansali.
Þú skalt eigi drottna yfir honum með hörku, heldur skalt þú óttast Guð þinn.
Við sjáum hérna að það átti að koma vel fram við þá sem urðu þrælar og sjöunda hvert ár fengu allir frelsi.
5. Mósebók 15:7
Ef með þér er fátækur maður, einhver af bræðrum þínum, í einhverri af borgum þínum í landi þínu, því er Drottinn Guð þinn gefur þér, þá skalt þú ekki herða hjarta þitt og eigi afturlykja hendi þinni fyrir fátækum bróður þínum, heldur skalt þú upp ljúka hendi þinni fyrir honum og lána honum fúslega það, er nægi til að bæta úr skorti hans.
Gæt þín, að eigi komi sú ódrengskaparhugsun upp í hjarta þínu: "Sjöunda árið, umlíðunarárið, er fyrir hendi!" og að þú lítir eigi fátækan bróður þinn óblíðu auga og gefir honum ekkert, svo að hann hrópi til Drottins yfir þér, og það verði þér til syndar.
Miklu fremur skalt þú gefa honum og eigi gjöra það með illu geði, því að fyrir það mun Drottinn Guð þinn blessa þig í öllu verki þínu og í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur, því að aldrei mun fátækra vant verða í landinu. Fyrir því býð ég þér og segi: Þú skalt fúslega upp ljúka hendi þinni fyrir bróður þínum, fyrir þurfamanninum og hinum fátæka í landi þínu.
Ef bróðir þinn, hebreskur maður eða hebresk kona, selur sig þér, þá skal hann þjóna þér í sex ár, en sjöunda árið skalt þú láta hann lausan frá þér fara.
Og þegar þú lætur hann lausan frá þér fara, þá skalt þú ekki láta hann fara tómhentan.
Þú skalt gjöra hann vel úr garði og gefa honum af hjörð þinni, úr láfa þínum og vínþröng þinni, þú skalt gefa honum af því, sem Drottinn Guð þinn hefir blessað þig með.
Og þú skalt minnast þess, að þú varst þræll í Egyptalandi og að Drottinn Guð þinn leysti þig. Fyrir því legg ég þetta fyrir þig í dag.
Hve miklu öðru vísu voru þessi lög en það sem við sáum í þrælahaldi Bandaríkjanna og Bretlands fyrir bara tvö hundruð árum síðan? Við sjáum að lögin innihald margt til að koma í veg fyrir fátækt og að fólk lendi í skuldafeni sem það kemst aldrei út úr.
Enn fremur lesum við
2. Mósebók 21:26
Ef maður slær þræl sinn eða ambátt á auga og skemmir það, þá skal hann gefa honum frelsi sitt fyrir augað, og ef hann lýstur tönn úr þræli sínum eða ambátt, þá gefi hann honum frelsi fyrir tönn sína.
Hérna sjáum við að það átti ekki að líðast að þrælar væru beittir ofbeldi.
2. Mósebók 21:20
Ef maður lýstur þræl sinn eða ambátt með staf, svo að hann deyr undir hendi hans, þá skal hann refsingu sæta.
Hérna sjáum við að löggjafinn verndar líf þrælsins á þann hátt að dauðarefsing liggur við því að drepa þræl. Hversu mikið öðru vísi er það miðað við þrælahaldið sem við sjáum í bíómyndum þar sem dauði þræls þótt ekki refsivert.
2. Mósebók 21:16
Hver sem stelur manni og selur hann, eða hann finnst í hans vörslu, hann skal líflátinn verða.
Þetta er það sem þrælahaldið fyrir tvö hundruð árum síðan snérist um. Fólki var rænt og selt í ánauð en slíkt var bannað í Móselögunum.
5. Mósebók 23:15
Þú skalt eigi framselja í hendur húsbónda þræl, sem flúið hefir til þín frá húsbónda sínum. Hann skal setjast að hjá þér, í landi þínu, á þeim stað, er hann sjálfur velur, í einhverri af borgum þínum, þar sem honum best líkar. Þú skalt ekki sýna honum ójöfnuð.
Þetta er gífurlega mikill munur á t.d. Hammurabi lögunum Babelónar sem menn bera oft saman við Móselögin en þau lög heimtuðu dauðarefsingu gagnvart þeim sem hjálpaði þræl sem strauk frá húsbónda sínum á meðan Ísrael var skipað að hjálpa þrælum sem höfðu flúið.
Þetta fyrir mig segir mér að lögin sem Guð gaf í gegnum Móse um þræla voru til að vernda þá sem lentu í slæmum aðstæðum.
Heilsa
Allt of oft heyri ég, bæði kristna og aðventista tala um það sem stendur í lögmáli Móse sem byrðar sem við erum heppin að vera ekki lengur undir. En er það rökrétt? Hvort gaf Guð þessi lög til að vera fólkinu blessun eða bölvun? Er ekki möguleiki að Guð er eins og kærleiksríkur faðir sem gefur börnunum sínum góð ráð til þess að þeim vegni vel í lífinu?
Hósea 4:6
þjóð mín mun farast því að hún hefur enga þekkingu.
Þar sem þú hefur hafnað þekkingunni hafna ég þér sem presti fyrir mig.
þér hafið gleymt lögmáli Guðs yðar, þá vil ég og gleyma börnum yðar.
Hérna sjáum við ekki óhlýðni við lög Guðs heldur vanþekking á þeim er að valda því að þjóðin ferst. Það getur varla verið að Hósea er þarna að tala um boðorðin tíu, það getur varla verið að Ísrael hafi ekki haft þekkingu á tíu einföldum atriðum. Það sem ég tel að Hósea er að tala um hérna eru lögin sem fjalla um heilbrygði. Í Móselögunum eru mjög ýtarleg lög varðandi hvernig á að bregðast við sjúkdómum og sýkingarhættu. Til að mynda þá á í kringum 1800 var læknir að nafni Ignaz Semmelweis sem setti fram einfaldar heilbrygðisreglum sem fól læknum að þrífa hendurnar fyrir snertingu við sjúklinga. Fyrir þann tíma var t.d. mjög há dánatíðni meðal mæðra, frá 10% til 35%. Þessar reglur sem Semmelweis setti fram laggirnar gjörbreyttu þessu hræðilega. Þarna sjáum við hve stutt er síðan nútíma vísindi byrjuðu að átta sig á þessu en Móses setti fram ýtarlegri og betri reglur fyrir meira en þrjú þúsund árum síðan.
Hvernig ætli hin kristna kirkja hefði verið ef að hún hefði ekki hent lögmáli Guðs, við getum svo sem bara gískað en í þessu tilfelli þá hefði hún verið mikið ljós. Sjúkdómar sem aðrar þjóðir hefðu glímt við hefðu horft til kristinnar kirkju og lært af þeim og án efa, hafa viljað vita meira um þann Guð sem gaf þeim þessa dýrmætu þekkingu.
Það er síðan spurning hvort að við, Aðvent kirkjan erum að deyja fyrr og lifum verra lífi vegna þess að við höfum vanrækt þann sérstaka heilsuboðskap sem við höfum fengið. En það er önnur umræða...
Svo, hvað þýðir þetta. Eigum við að vera að fara eftir Móselögunum í dag? Ég bara veit það ekki, ég er enn að melta þetta. En nokkur atriði til að hugsa um. Ef við skoðum Postulasöguna 15 kafla þá sjáum við þær kröfur sem postularnir settu á þá sem vildu tilheyra þeim.
Postulasagan 15:5
Þá risu upp nokkrir úr flokki farísea, er trú höfðu tekið, og sögðu: "Þá ber að umskera og bjóða þeim að halda lögmál Móse."
...
15:19 Ég lít því svo á, að eigi skuli íþyngja heiðingjum þeim, er snúa sér til Guðs,
15:20 heldur rita þeim, að þeir haldi sér frá öllu, sem flekkað er af skurðgoðum, frá saurlifnaði, frá kjöti af köfnuðum dýrum og frá blóði.
Hafið þið velt þessum lista fyrir ykkur? Virkar hann ekki alveg stórfurðulegur? Við sjáum hérna að heiðingjarnir eiga að halda sér frá skurðgoðum og saurlifnaði sem kemur frá boðorðunum tíu; skiljanlegt en hvað með hin átta? Þú skalt ekki stela, ljúga og myrða, skiptu þau engu máli? Síðan kemur að borða ekki kjöt frá köfnuðum dýrum sem er kemur frá 3. Mósebók kafla 7 og síðan kemur að halda sig frá blóði sem kemur úr 3.Mósebók þriðja og sautjánda kafla.
Jesú kenndi ekkert af þessu en samt er þetta listinn sem heiðingjarnir áttu að fá. Síðan koma þessi vers:
Postulasagan 15:21
Frá fornu fari hafa menn prédikað Móse í öllum borgum. Hann er lesinn upp í samkundunum hvern hvíldardag.
Er möguleiki að ástæðan fyrir þessum skrítna lista var til þess að gera heiðingja nægilega hreina í augum gyðinga svo þeir gætu mætt á hvíldardegi og lært lögmál Móse?
Ef við síðan skoðum okkur aðeins, Aðvent kirkjuna þá höfum við tekið þá afstöðu að lögin er varða mat séu enn í gildi sem koma frá 3.Mósebók 11. Kafla og tíund sé enn í gildi sem kemur frá 3. Mósebók 27 kafla. Þetta virkar bara dáldið handahófskennt...
Ég vil enda á þessu versi hérna sem eitthvað til að hugsa um
Malakí 4:4
Munið eftir lögmáli Móse þjóns míns, þess er ég á Hóreb fól setninga og ákvæði fyrir allan Ísrael. Mal 4:5 Sjá, ég sendi yður Elía spámann, áður en hinn mikli og ógurlegi dagur Drottins kemur.
Hérna sjáum við Malakí tala um dagana rétt fyrir endalokin og hann segir okkur að muna eftir lögmáli Móse. Er ekki alveg hið minnsta sem við getum gert er að rannsaka þetta lögmál, vita hvað það segir og vera viss í okkar eigin samvisku hvað við eigum að gera því að Biblían er skýr, synd er lögmálsbrot og það er engin spurning að í gegnum Biblíuna þá þegar talað er um lögmálið þá er verið að vísa til lögmáls Móse.
Ef að niðurstaðan er að við eigum að fylgja því þá ætti það ekki að vera dapurleg niðurstaða ef við trúum því að Guð gaf þetta lögmál upphaflega til að vera blessun, öllum þeim sem fylgja því.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Breytt s.d. kl. 22:31 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við ættum kannski að lögleiða biblíulegt þrælahald, fyrst það var svona frábært?
En þessi umfjöllun þín er alveg ótrúlega óheiðarleg, og ég held ekki að þú sért óheiðarlegur, heldur ertu bara að apa eftir einhverri trúvarnarsíðu.
Í fyrstu tilvitnuninni þinni um það hvernig fólk gat orðið þrælar, þá minnistu ekki á að um er að ræða hebreska þræla, en ekki útlendinga (sbr tal um "bróður þinn"). Síðan vitnarðu í 3Mós 25 og segir að það eigi "að koma vel fram við þá sem urðu þrælar og sjöunda hvert ár fengu allir frelsi". Það sem þú tekur auðvitað ekki fram að þarna er átt við hebreska þræla. Og þar sem það er tekið sérstaklega fram að þetta eigi við um hebreska þræla, þá getum við ályktað að þetta gilti ekki um erlenda þræla.
Og það sem meira er, strax á eftir tilvitnunni þinni í sama kafla stendur meira að segja þetta (v. 44-46):
Nú þekki ég ekki hvernig þrælalögin voru í Bandaríkjunum, en ég er nokkuð viss um að ef að hvítt fólk gat á annað borð orðið þrælar, þá hafði það meiri vernd heldur en útlendingarnir (svertingjarnir).
Síðan vitnarðu í lögin sem segja að þræll fengi frelsi ef að hann var barinn það harkalega að hann missti tönn eða auga vegna barsmíðanna og ályktar út frá því að "það átti ekki að líðast að þrælar væru beittir ofbeldi". En textinn segir það auðvitað ekki, maður mátti greinilega ekki bara lúberja þrælana sína.
Svo er næsta tilvitnunin þín alveg rosaleg, ég feitletra það sem þú birtir ekki:
Það var sem sagt ólöglegt að slá þræl með staf það fast að hann myndi deyja samdægurs, en ef hann tórir einn dag en deyr síðan, þá er það bara allt í stakasta lagi!
Svo veit ég ekki hvaðan þú færð þá hugmynd að það hafi ekki verið refsivert í Bandaríkjunum að drepa þrælinn sinn, það litla sem ég fann bendir til þess að það hafi einmitt verið ólöglegt.
Síðan vitnarðu í vers sem bannar mannrán og heldur að það sé það sem þrælahaldið fyrir tvö hundruð árum snérist um. Þrælahaldararnir keyptu auðvitað þrælana. Og svo veit ég ekki hvað þú vilt kalla það að taka þræla í hernaði annað en mannrán.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.9.2011 kl. 12:43
Góð hugmynd... samt, það þarf heildarpakkann, eins og fagnaðarárið og fleira.
Ég var að fjalla um þetta út frá þeirri spurningu hvort að þessi lög væru fyrir kristna og tók fram að þetta er aðeins kynning og ég væri ekki að glíma við erfið vers. Þarna er að vísu góð og gild athugasemd og ég hefði átt að taka fram að líklegast gilti þetta ekki um þræla sem ekki hebrear.
Ég hef aðeins einu sinni lent í slag og sá slagur byrjaði og endaði með einu höggi sem eyðilagði nokkrar tennur í mér. Svo, það þarf ekkert eitthvað að lúberja einhvern til að slíkt gerist. Síðan er líka spurning um skilning á textanum. Fyrir mig segir textinn að ef að þræll verður fyrir ofbeldi þá átti hann að fá frelsi. Getur ekki ætlast til þess að það sé listað upp sérhver möguleiki á ofbeldi þarna, þarna sér maður einfalda meginreglu.
Einfaldlega að sá sem átti þrælinn fékk að njóta vafans ef að þrællinn dó nokkrum dögum seinna. Eins og einhver fer að leika sér með líf sitt og drepa á þann hátt að viðkomandi deyr nokkrum dögum seinna. Mér finnst þú lesa þetta eins og einhver virkilega illkvitinn sem er að reyna að finna gloppur til að gera illt og kenna lögunum um það.
Það var að minnsta kosti vitnisburður Harriets um ástandið á hennar tímum.
Einhverjir urðu að hneppa fólkið í ánauð og þessi lög segja að það sé ólöglegt.
Mofi, 19.9.2011 kl. 13:18
Mofi, ég vona innilega að þarna hafi vantað broskall.
Mofi, ég held að það að missa auga eða tönn sé merki um varanlegan skaða. Ég held að það sé allt of langt að álykta út frá þessu að það hafi verið rangt að beita ofbeldi almennt, sérstaklega þar sem annað vers afsakar það að áverkar verði til þess að þræll deyi vegna þess að um þræl er að ræða.
Mofi, þessi túlkun gengur ekki upp. Það er sagt að það skuli ekki refsa honum "af því að þetta er þræll", ef þetta á að vera dauði sem tengist barsmíðum ekkert, af hverju að taka það fram? Og taktu eftir því að þarna er verið að ræða um að eigandinn berji þrælinn, samkvæmt þér væri það alltaf bannað.
Hvernig ástandið var? Erum við ekki að tala um lögin sjálf?
Hvar kemur fram að það megi ekki kaupa útlending sem var hnepptur í þrældóm með því að vera rænt?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.9.2011 kl. 23:08
Þegar kemur að fátækt og hvernig glímt er við skuldir fólks þá væri ég miklu frekar til í það kerfi sem var í Ísrael en það sem við lifum við í dag. Kerfi þar sem fólk er sama sem þrælar í skuldum sem það losnar kannski aldrei við. Síðan tel ég miklu eðlilegra miðað við lögin að tala um þjónustustarf en þræl sem inniheldur sögulega meiningu og tilfinningar sem ég tel ósanngjarnt að bendla við Móselögin.
Þá alvarlegt ofbeldi eins og beinbrot eða annað sem hefur varanleg áhrif á líkamlegt ástand viðkomandi.
Það eru hliðstæðar reglur er varða ef tveir menn slást og annar verður fyrir líkamlegum meiðslum og þá átti sá sem olli þessum meiðslum að borga fyrir vinnutapið. Ég sé þetta sem hliðstæðu þess og þá er vinnutapið á vinnuveitandanum, þess sem hafði viðkomanda í þjónustu sinni.
Bæði, ef þú veist hvernig lögin voru í Bandaríkjunum á tímum Harrietar þá endilega fræddu mig.
Ég er ekki frá því að það var í lagi. Minn skilningur á því er að það væri betra fyrir viðkomandi að verða þræll í Ísrael frekar en nágranna löndum og þess vegna var þetta svona.
Mofi, 22.9.2011 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.