Er ein trú eða menning betri en önnur?

Já, að sjálfsögðu! Aðeins fáfróður, illa innrættur hálfviti gæti verið í vafa.

Hjartað manns hreinlega sekkur þegar maður les svona frétt. Greyið stúlkurnar. Fyrst að verða fyrir óheyrilegu ofbeldi og í staðinn fyrir að fá huggun og stuðning þá voru þær drepnar. Ég vil að hver sá sem vill koma hingað til landsins sverji eið þar sem t.d. kemur fram fordæming á svona hegðun og almennt samþykki á að fara eftir lögum landsins fremur en hvaða trú eða siðir viðkomandi fólk er vant.

Núna eru þessar stelpur í Guðs höndum og sú von að þær verði reistar upp til eilífs lífs. Ef ég hef þessa löngun með minn takmarkaða kærleika þá er ég ekki í neinum vafa um að Guð vill þetta meira en ég nokkur tímann. 


mbl.is Skar þrjár dætur sínar á háls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Karl Ellertsson

Sammála, þetta er viðbjóðslegt athæfi, þetta lið er kexruglað ofstækispakk.

Árni Karl Ellertsson, 30.8.2011 kl. 23:09

2 Smámynd: Jón Ragnarsson

Aðeins trúað fólk virðist drepa börnin sín.

Jón Ragnarsson, 31.8.2011 kl. 01:35

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Skelfileg staðreynd Jón Ragnarsson.

Árni Gunnarsson, 31.8.2011 kl. 07:58

4 Smámynd: Odie

Kannski var hann Kristinn og fór bara eftir því sem í Biblíunni stendur.  Sumir bara trúa því blákalt sem þarna stendur.  Enda engin ástæða fyrir Guð þeirra að segja eitt og meina eitthvað allt annað.

23Nú er mey manni föstnuð, og karlmaður hittir hana innan borgar og leggst með henni,
  24þá skuluð þér leiða þau bæði að borgarhliðinu og lemja þau grjóti til bana, stúlkuna vegna þess að hún kallaði ekki, þó að hún væri inni í borginni, og manninn vegna þess að hann spjallaði konu náunga síns. Þannig skalt þú útrýma hinu illa burt frá þér.  (  Fimmta bók Móse 22:23-24)  

Odie, 31.8.2011 kl. 08:59

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Nú, ef þær verða reistar upp til eilífs lífs, þá er þetta kannski ekki svo voðalegt. Bara verið að flýta flutningi þeirra í Guðs ríki, sem er víst miklu æðislegra en þetta jarðneska strit.

M.ö.o. morð er ekki eins hrikalegt, ef þú ert trúaður á eilíft líf.

Skeggi Skaftason, 31.8.2011 kl. 09:23

6 Smámynd: Mofi

Jón Ragnarsson, það eru ótal dæmi af mönnum sem drepa fjölskyldur sínar og síðan sjálfa sig og það er ekki drifið áfram af trúarbrögðum. Það voru ekki menn sem lásu Biblíuna reglulega og fóru í kirkju reglulega. Í þinni fáfræði þá sérð þú engann mun á mismunandi trúar afstöðu fólks. Sérð engann mun á einhverjum sem les Biblíuna eða Kóraninn eða les engar trúarlegar bókmenntir. Það er auðvitað sorglegt að svona fáfræði er orðin algeng og menn jafnvel hreykja sér af henni.

Mofi, 31.8.2011 kl. 10:34

7 Smámynd: Mofi

Odie, vertu fáfrótt fífl annars staðar en hér.

Mofi, 31.8.2011 kl. 10:35

8 Smámynd: Mofi

Skeggi, það fer eftir hvaða trú viðkomandi hefur. Ef að viðkomandi er kristinn þá er spurningin um eilíft líf eða eilífa glötun. Spurning um að myrða og brjóta þannig boðorð Guðs og vita ekki hvort að viðkomandi mun öðlast eilíft líf eða ekki. Vita ekki hvort að viðkomandi myndi leiða aðra til eilífs lífs eða ekki og með því að myrða þá gætir þú verið að valda því að einhver glatist að eilífu.

Mofi, 31.8.2011 kl. 10:38

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Á Vantrú var um daginn sagt frá foreldrum sem lásu Biblíuna reglulega og fóru í kirkju reglulega. Þau börðu einnig börnin sín reglulega og drápu níu ára dóttur sína.

http://www.vantru.is/2011/08/19/10.00/

Þú munt segja að þau hafi ekki verið sannir trúmenn eða eitthað álíka. Það sama munu flestir múslimar segja um dæmið sem þú segir hér frá.

Matthías Ásgeirsson, 31.8.2011 kl. 10:40

10 Smámynd: Mofi

Ef að guðleysingi reiðist fjölskyldu sinni eða missir alla von og vill deyja og vill ekki deyja einn. Af einhverjum ástæðum vill myrða ættingja sína þá hefur hann ekkert utan að komandi sem segir að þetta sé synd og að hann fái refsingu þegar þessu lífi er lokið. Miðað við hvernig guðleysis stjórnvöld hegðuðu sér á síðustu öld þá er guðleysi hættulegasta trúar skoðunin sem mannkynið hefur kynnst. Þetta sagði Isaac Newton um guðleysi, "Opposition to godliness is atheism in profession and idolatry in practice. Atheism is so senseless and odious to mankind that it never had many professors". Þetta sagði hann án þess að hafa séð ávexti guðleysis á þeim skala sem við sáum á síðustu öld.

Mofi, 31.8.2011 kl. 10:43

11 Smámynd: Mofi

Matthías, þau sannarlega fóru á móti því sem Biblían kennir og er kennt í flest öllum kirkjum sem ég veit um. Kristin trú er síðan engin eilífðar trygging fyrir góðri hegðun þar sem allir glíma við sína eigin illsku og sumir tapa, líka þeir sem trúa á Krist. Kristur talaði mjög mikið um þá sem tilheyrðu hinni kristnu trú og að sumir myndu glatast en aðrir ekki, samanber dæmisagan um meyjarnar tíu. Hinn kristni hefur skipun frá Guði, elska náungan og ekki myrða; hvað hefur guðleysinginn?

Mofi, 31.8.2011 kl. 10:46

12 Smámynd: Skeggi Skaftason

Mér er reyndar meira umhugað um fórnarlambið heldur en morðingjann.

Ef fórnarlambið er guðleysingi og afneitar Guði, kemst það ekki til himna, eða hvað?

Skeggi Skaftason, 31.8.2011 kl. 13:04

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Faríseinn sté fram og baðst þannig fyrir með sjálfum sér: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eignast.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.8.2011 kl. 13:32

14 Smámynd: Odie

Þakka þér hlý orð.  En samkvæmt skilgreiningu sumra þá er nú guð Íslams sami guð og þinn.  Sem stemmir ágætlega við þau siðferðis boðorð sem eru að finna í ímynduðum orðum hans.

Odie, 31.8.2011 kl. 13:36

15 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> þau sannarlega fóru á móti því sem Biblían kennir

Nei, það gerðu þau ekki. Þau fóru bókstaflega eftir því sem Biblían kennir.

> og er kennt í flest öllum kirkjum sem ég veit um

Sjónvarpsstöðin Ómega, sem þú kannast kannski við, sýndi ítrekað prédikara sem töluðu um að það þyrfti að aga börn með ofbeldi.

> Hinn kristni hefur skipun frá Guði, elska náungan og ekki myrða; hvað hefur guðleysinginn?

Guðleysinginn hefur uppsafnaða þekkingu samfélagsins og er laus við skipun frá þessum sama Guði um að hata "hina" og jafnvel myrða.

Matthías Ásgeirsson, 31.8.2011 kl. 13:40

16 Smámynd: Valur Arnarson

Hér er Matthías væntanlega að vísa til skilgreiningar Vantrúar og þessara bandarísku hjóna á því að Orðskviðirnir séu hluti af lögmálskafla gyðinga.

Til þess að leiðrétta þessa rangtúlkun þá er vert að nefna í því samhengi að Orðskviðirnir tilheyra hinum ljóðræna hluta gamla testamenntisins. Ég er nokkuð viss um að gyðingar líta ekki á þá sem lögmál hvað þá hinn sannkristni maður.

Matthías er því líklega aðeins að lýsa því hvernig hann sjálfur myndi bregðast við í aðstæðum sem þessum.

Valur Arnarson, 31.8.2011 kl. 14:16

17 Smámynd: Valur Arnarson

....ljóðræna hluta Biblíu gyðinga átti þetta að vera.

Valur Arnarson, 31.8.2011 kl. 14:21

18 Smámynd: Jón Ragnarsson

Nei, ég sé engan mun á einum trúrarnöttaranum yfir annann. Það er hárrétt.

Eini munurinn á okkur er að ég trúi á einum guði færra en þú. 

Jón Ragnarsson, 31.8.2011 kl. 14:34

19 Smámynd: Valur Arnarson

Hér var Jón Ragnarsson að lýsa því fyrir okkur að 1-1=0 , tók það þig langan tíma að komast að þessari niðurstöðu?

Valur Arnarson, 31.8.2011 kl. 14:37

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fólk þarf að fara vakna til meðvitundar um hvað trúarbrögð eru í raun og veru. Í fyrsta lagi eru öll trúarbrögð eins langt frá Guði eins og hægt er að komast. Í öðru lagi eru trúarbrögð smíðuð af fólki sem skildi völdin sem lág í því að vitna í Guð.

Biblían er jafnhættuleg fólki eins og öll önnur trúarrit. Verði fólk sannfært um að það eigi reiði Guðs yfir höfði sér eins og faðir þessara stúlkna, það getur það gert svona hryllilega hluti.

Manneskjan staðnar í andlegum þroska við að láta baneitruð stjórna lífi sínu og skiptir nákvæmlega engu máli um hvaða trúarbrögð er átt. Öll stríð og ofbeldi tengjast því að hálf geðbilað fólk er í óða önn að sannfæra hvern annan um hver hafi rétt fyrir sér.

Upplýsingar byggðar á staðlausum stöfum eins og framkemur í öllum trúarritum heims á að vara við og kenna fólki að taka eins og nígeríubréfi með hæsta vinningnum...

Hroðalegt mál þetta.

Óskar Arnórsson, 31.8.2011 kl. 15:52

21 identicon

Það sem hinn almenni guðleysingi virðist hafa fram yfir hinn trúaða er áberandi áhersla á gagnrýna hugsun. Það þýðir ekki að hinn trúlausi afneiti Guði eða viti án nokkurs vafa að einhvers konar æðri máttur sé ekki til. Hann er hins vegar fúsari til að viðurkenna galla sína og hefur breiðari sjóndeildarhring. Þetta er einfaldlega staðreynd. Á meðan hinn trúaði gerir fátt annað en að vitna í orð Biblíunnar, tala um vanmátt mannanna gagnvart mætti sem enginn lifandi maður hefur séð, hefur hinn trúlausi nær ótakmarkað magn af efni fyrir framan sig og getur þar af leiðandi leyft sjálfum sér að hugsa á mun gagnrýnni hátt. Það má einnig orða þetta þannig með því að segja að hinn trúaði veiki valdið yfir sjálfum sér. Spurningin er þessi: Á hvaða forsendum trúr þú að eitthvað sé rangt eða rétt? Þurfum við ekki að vera viss um að forsendurnar séu sannar svo við getum talað um gilda röksemdafærslu? Ef svarið er já, þá þarftu tæpast 2000 ára gamla bók til að segja þér að það sé rangt að stela. Við kunnum að reikna dæmi. Við getum borið saman ólíka lifnaðarhætti. Við viljum flest sleppa við það að það sé stolið frá okkur. Í raun þarftu bara eina lykil spurningu. Hvernig væri samfélagið ef allir menn stælu? Þegar ég les frétt eins og þessa sem málið snýst um þá getur maður lítið annað en orðið dapur í bragði. Hefði þessi maður gert þetta ef hann hefði verið alinn upp af efasemdarmönnum eins og mér? Það efa ég stórlega. Hvað er hættulegra en trúlaus maður sem elur á gagnrýnni hugsun? Myndi það ekki vera trúaður maður sem elur á heimsku? Vissulega eru til heimskir menn sem eru trúlausir en heimskan sem fylgir trú getur aldrei orðið annað en heimska sem fylgir trú og að aðhyllast slíka trú sem málið snýst um getur lítið annað en hindrað það sem ég vil kalla eðlilega rök hugsun. M.ö.o þá elur trúin á heimsku og ÞAÐ er hættulegt.

Sjonni G (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 16:04

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Innilega sammála þér Sjonni. Ekki hægt að orða þetta betur. Þekking er mikilvæg til að ná þroska.

Trúarbrögð bremsa af allan andlegan þroska, elur á slæmri samvisku sem síðan hefur eiturverkanir á borð við þennan faðir sem skar dætur sína á háls.

Trúarbrögð eru ekkert annað enn hæðni við Hinn Lifandi Guð sem allir hafa gott af þvi að leita á sinn hátt. Og allir sem vilja geta fengið gott samband við. Trúarbrögð eyðileggja þann möguleika með sjúklegri stjórnsemi sinni.

Það þarf að kenna fólki um Guð og ekki trúarbrögð.

Óskar Arnórsson, 31.8.2011 kl. 16:14

23 Smámynd: Egill Óskarsson

„Ef að guðleysingi reiðist fjölskyldu sinni eða missir alla von og vill deyja og vill ekki deyja einn. Af einhverjum ástæðum vill myrða ættingja sína þá hefur hann ekkert utan að komandi sem segir að þetta sé synd og að hann fái refsingu þegar þessu lífi er lokið.“

Þú virðist sjálfur ekki hafa mikla utanaðkomandi hvatningu til þess að vera heiðarlegur Mofi. Það hefur verið útskýrt fyrir þér oftar en ég nenni að rifja upp nákvæmlega hversu vitlaus þessi hugmynd þín er. Vissulega er trúleysinginn ekki hræddur við refsingur þegar lífinu er lokið, en það að þú haldir að það séu engar ytri ástæður fyrir því að myrða fólk ekki, eftir að hafa fengið það útskýrt ótal oft, er fáránlegt og lýsir sorglegum fordómum þínum í garð trúleysingja.

Þú ert brjóstumkennalegur Mofi.

Egill Óskarsson, 31.8.2011 kl. 17:35

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég sé trúarbragðadýrkendur leika sér að tilfinningum sýnum eins og það væri Nintendo. Og þeim er fyrirmunað að skilja afleiðingarnar. Að allir verði ekki fórnardýr þessara kennslu sem trúarbrögð eru, kemur til af því að það fólk þorir að hafa eigin skoðun.

Málið er að allir hafa sannfæringarkraft í sér sem er vandmeðfarin. Vegna þessa sterkasta krafts mannskepnunar er mikilvægt að gá að því við hvað maður tengir sinn "Sannfæringarkraft" sem býr jafnt í öllu fólki.

Ef að Sannfæringarkraftur einhvers er notaður til að stýra öðru fólki og ná valdi yfir því hvort sem það er gert af einstaklingi eða í hóp, þá endar það alltaf í besta falli í botnlausu ábyrgðarleysi eða í versta falli í morðum og stríðum við aðra einstaklinga eða hópa sem eru sannfærðir um eitthvað annað.

Og það má segja að faðirinn í þessu máli sé fórnardýr sinnar trúarsannfæringu og hún kemur út svona í algjörum hryllingi.

Trúarbrögð munu leggjast niður í framtíðinni og sönn Guðs-sannfæring koma í staðin..og til þess þarf enga presta, kirkjur eða vafasama trúarpólitík. Til þess þarf aðeins löngun til að vera manneskja...

Í þessu kommenti MOFI númer 10, kemur fram skólabókardæmi um manneskju sem hefur tengt Sannfæringarkraft sinn vel gerðri þvælu. Sem er búin til og byggð sérstaklega upp til að drottna yfir fólki.

Ég sé þetta fyrirbæri í vinnunni á hverjum degi, fólk sem fær samviskubit sem er byggt á misskilningi og eru trúarbrögðin eins og eitur í "Sinninu" þeirra.

Það kostar ótrúlega vinnu að ná þessu fólki niður á jörðinna svo það t.d.svo það fremji ekki sjálfsmorð af ótta við hugmynd sem trúarbrögð hafa skapað.

Óskar Arnórsson, 31.8.2011 kl. 18:13

25 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ef að guðleysingi reiðist fjölskyldu sinni eða missir alla von og vill deyja og vill ekki deyja einn. Af einhverjum ástæðum vill myrða ættingja sína þá hefur hann ekkert utan að komandi sem segir að þetta sé synd og að hann fái refsingu þegar þessu lífi er lokið.

Djísös! Ertu bara góður til að þóknast Guði?

Þú heldur sem sagt að trúleysingjar séu allir til í að brjóta af sér ef það er 100% öruggt að það komist ekki upp, því þeir trúi því ekki að Guð fylgist með þeim?

Skeggi Skaftason, 31.8.2011 kl. 18:41

26 Smámynd: Mofi

Skeggi
Ef fórnarlambið er guðleysingi og afneitar Guði, kemst það ekki til himna, eða hvað?

Nei, það er rétt. En ef viðkomandi afneitar Guði þá hefur viðkomandi líklegast ekki mikinn áhuga á vinskapi við Guð og eilífu lífi í samfélagi við Hann.

Odie
Þakka þér hlý orð.  En samkvæmt skilgreiningu sumra þá er nú guð Íslams sami guð og þinn.  Sem stemmir ágætlega við þau siðferðis boðorð sem eru að finna í ímynduðum orðum hans.

Já, fáfróðra hálfvita.

Matthías
Nei, það gerðu þau ekki. Þau fóru bókstaflega eftir því sem Biblían kennir

Hvernig eiginlega færðu það út?

Matthías
Sjónvarpsstöðin Ómega, sem þú kannast kannski við, sýndi ítrekað prédikara sem töluðu um að það þyrfti að aga börn með ofbeldi.

Það er smá munur á ofbeldi og morðum og að beita vendinum þegar þörf er á.

Matthías
Guðleysinginn hefur uppsafnaða þekkingu samfélagsins og er laus við skipun frá þessum sama Guði um að hata "hina" og jafnvel myrða.

Sem sagt, ekkert. Ég vissi það svo sem.  Sá sem er síðan kristinn er með skipun um að elska náungann eins og sjálfan sig.

Jón Ragnarsson
Eini munurinn á okkur er að ég trúi á einum guði færra en þú. 

Þessi "one liner" er ekki ýkja gáfulegur. Það er risa stór munur, guðleysinginn heldur að það sé ekkert á bakvið alheiminn, enginn tilgangur og engin von. Á meðan sá sem trúir á skapara Biblíunnar trúir akkúrat öfugt, að það er tilgangur og það er von.

Mofi, 31.8.2011 kl. 19:50

27 Smámynd: Mofi

Óskar
Manneskjan staðnar í andlegum þroska við að láta baneitruð stjórna lífi sínu og skiptir nákvæmlega engu máli um hvaða trúarbrögð er átt. Öll stríð og ofbeldi tengjast því að hálf geðbilað fólk er í óða önn að sannfæra hvern annan um hver hafi rétt fyrir sér
Sem sagt, allir að gera það sem þeim lystir og sannleikurinn um Guð og alheiminn er bara spurning um smekk. Þú vonandi fyrirgefur ef ég sé ekki viskuna í þessu.

Mofi, 31.8.2011 kl. 19:51

28 Smámynd: Mofi

Sjonni
Það sem hinn almenni guðleysingi virðist hafa fram yfir hinn trúaða er áberandi áhersla á gagnrýna hugsun.

Var Einstein, Isaac Newton og flest allir þeir vísindamenn sem lögðu grunninn að nútímavísindum með slappa gagnrýna hugsun?

Sjonni
Það má einnig orða þetta þannig með því að segja að hinn trúaði veiki valdið yfir sjálfum sér.

Fer eftir trúnni. Við sáum hvernig þetta kom út í Sovíetríkjunum og Kína... hvernig kom það úr varðandi einstaklings frelsi og sjálfstæði?

Sjonni
M.ö.o þá elur trúin á heimsku og ÞAÐ er hættulegt

Guðleysis trúin segir að það er engin ástæða til að ætla að við getum hugsað rökrétt, svo, sú trú elur á heimsku; það er alveg á hreinu.

Mofi, 31.8.2011 kl. 20:05

29 Smámynd: Skeggi Skaftason

Guðleysis trúin segir að það er engin ástæða til að ætla að við getum hugsað rökrétt, svo, sú trú elur á heimsku; það er alveg á hreinu.

Geturðu útskýrt þetta?

Skeggi Skaftason, 31.8.2011 kl. 21:00

30 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Manneskjan staðnar í andlegum þroska við að láta baneitruð TRÚARBRÖGÐ stjórna lífi sínu...." átti þetta að vera. Það vantaði mikilvægt orð þarna MOFI....

"Sem sagt, allir að gera það sem þeim lystir og sannleikurinn um Guð og alheiminn er bara spurning um smekk. Þú vonandi fyrirgefur ef ég sé ekki viskuna í þessu."

Þetta er einmitt það sem skilur á milli fólks sem fylgir Guði og þeim sem vilja stjórna öðru fólki og misnota Guðs nafn til þess.

Þú endurtekur ískallt gamla góða lygas0gu kirkjunar um að frjáls vilji manna megi ekki eiga sér stað, og þess vegna sé kirkjan best fær um að kenna fólki hvernig að fólk eigi að haga sér.

Valdagræðgi er stærsta böl mannkyns og þú hikar ekki við að staðfesta það eins og það sé heilagur sannleikur.

Ég trúi því MOFI að þú sért fórnardýr þinnar eigin sannfæringar. Fórnardýr krafta sem eru í þér á sama hátt og þeir sem leggja hinn sanna Guð til hliðar og velja valdagræðgisguðin í staðin.

Það þarf að skapa umræðu um hvað Guð sé svo fólk sem er fast í trúarbrögðum geti leitað Guðs á normal máta. Trúarbrögð gætu verið í lagi ef þau væri stunduð sem þekkingarleit, enn að sleppa sannfæringu sinni lausri á eina þekkingu og útiloka aðrar, er stöðnun í andlegum þroska.

Að sjálfsögðu fyrirgef ég þér að þú skiljir ekki þetta, skiljir ekki viskuna, rökin og eiginlega er ekkert mál fyrir mig að fyrirgefa þér hvað sem er.

Trúfólk hefur alið af sér fólk sem heldur því fram að það sé trúlaust og afneitar Guði opinberlega. Eiginlega er það skiljanlegt þegar hugsar er til fólk sem slær aðra með "sannleikanum" sem er oft ekkert nema þeirra eigin sannfæringakraftur blandaður með egoista óskhyggju.

Guð er allt annað og magnaðra enn nokkur trúarbrögð geta skýrt út....

Óskar Arnórsson, 31.8.2011 kl. 21:15

31 Smámynd: Mofi

Egill
Vissulega er trúleysinginn ekki hræddur við refsingur þegar lífinu er lokið, en það að þú haldir að það séu engar ytri ástæður fyrir því að myrða fólk ekki, eftir að hafa fengið það útskýrt ótal oft, er fáránlegt og lýsir sorglegum fordómum þínum í garð trúleysingja.

Þetta er þín hugmynd og ég hef útskýrt þetta margoft fyrir þér en þín heimska virðist vera rekin áfram af miklum vilja styrk.  Auðvitað hefur fólk mismunandi langanir, sumir hafa löngun til að vera heiðarlegir, aðrir hafa minni löngun til þess og þeirra löngun í peninga og völd getur verið sterkari.  Ég er ekkert að sleppa mannlega þáttinu, ætti ekki að vera þörf á að útskýra hann alltaf í sérhverju tilfelli nema maður sé að tala við algjöra hálfvita... verst að það eru oftast þeir sömu og ég vil endilega losna við að eyða tíma í þá sem rembast við að vera heimskir.

Mofi, 31.8.2011 kl. 21:30

32 Smámynd: Mofi

Óskar
Þetta er einmitt það sem skilur á milli fólks sem fylgir Guði og þeim sem vilja stjórna öðru fólki og misnota Guðs nafn til þess.

Ein trú er þannig að hún vill stjórna öðrum, að láta alla hlýða og helst í blindni. Ég tel að við sáum það á miðöldum þegar Kaþólska kirkjan hafði mikið vald yfir fólki og passaði að Biblían sjálf kæmist ekki í hendur almúgans. En síðan er líka önnur trú sem vill að fólk velji sjálft og allir eiga að hafa leyfi til að fylgja sinni samvisku.  Mér finnst þú vera dáldið á þeirri línu að ég má ekki fylgja minni samvisku í því að tilheyra minni kirkju og fylgja Biblíunni eins og ég skil hana.  Endilega útskýrðu hvernig þú sérð þetta. Ég var aðeins að tala um tilfinningu fyrir því sem þú sagðir svo endilega segðu mér hvernig þú sérð þetta.

Óskar
Þú endurtekur ískallt gamla góða lygas0gu kirkjunar um að frjáls vilji manna megi ekki eiga sér stað, og þess vegna sé kirkjan best fær um að kenna fólki hvernig að fólk eigi að haga sér.

Ég get einu sinni byrjað að ímynda mér hvaðan þú færð þessar ranghugmyndir þínar.

Óskar
Trúfólk hefur alið af sér fólk sem heldur því fram að það sé trúlaust og afneitar Guði opinberlega. Eiginlega er það skiljanlegt þegar hugsar er til fólk sem slær aðra með "sannleikanum" sem er oft ekkert nema þeirra eigin sannfæringakraftur blandaður með egoista óskhyggju.

Þú hiklaust gerir það og fræðir um "sannleikann" sem er sannarlega þitt egó og ekkert annað. Það er ekkert mitt ego að Biblían er ekki að ljúga, Biblían kítlar ekkert mitt egó. Þinn sannleikur er aftur á móti þín eigin uppfinning og þar af leiðandi þitt egó.

Mofi, 31.8.2011 kl. 21:39

33 Smámynd: Mofi

Skeggi
Geturðu útskýrt þetta?

Ef að við erum aðeins samansafn af efnisögnum sem tilviljanir röðuðu saman þá höfum við enga ástæðu til að ætla að við getum hugsað rökrétt. Darwin skildi þetta:

Charles Darwin
With me, the horrid doubt always arises whether the convictions of man's mind, which has been developed from the mind of the lower animals, are of any value or at all trustworthy. Would any one trust in the convictions of a monkey's mind, if there are any convictions in such a mind?

Mofi, 31.8.2011 kl. 21:41

34 Smámynd: Óskar Arnórsson

MOFI. Það er til skynsemi og það eru til trúarbrögð. Það er algjörlega útilokað að láta þetta tvennt haldast í hendur...Það er til Sál, Tilfinningar, Hugur og Sinni. Til að vita hvað Guð er þarfa að skilja þetta sameiginlega og í sitthvoru lagi.

Ég er ábyggiega með fullt af ranghugmyndum um allt mögulegt MOFI. Enn það þarf enga snillinga til að skilja hættuna af trúarbrögðum sem nota þrjósku sem aðalrök. Þeir komast upp með þaða á sama hátt og þegar megnið af jarðarbúum VISSU að jörðin var flöt.

Og af því að þeir voru svo margir og háværir, varð það opinberi sannleikurinn í langan tíma og er enn hjá þrjóskasta hópnum sem eru aðallega trúir sannfæringu sinni, enn hafa engan áhuga á staðreyndum.

Mér finnst það virkilega synd þegar fólk festist í þessu trúarsvaði og reynir að draga aðra með sér í það...Biblían er bók og ekki manneskja....

Óskar Arnórsson, 31.8.2011 kl. 22:18

35 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ef að við erum aðeins samansafn af efnisögnum sem tilviljanir röðuðu saman þá höfum við enga ástæðu til að ætla að við getum hugsað rökrétt.

En ef við erum samansafn af ögnum sem Guð raðaði saman, þá eru meiri líkur á að við getum hugsað rökrétt?

Af hverju? Guð vill einmitt ekki að við ástundum gagnrýna hugsun. Svo ég sé ekki ða Guð hefði viljað sækjast eftir því að færa okkur rökhugsun. Miklu líklegra að náttúruval og krefjandi umhverfi hafi skerpt rökhugsun okkar.

Ef við nú trúum á Guð, þá eigum við einfaldlega að trúa því sem stendur í Biblíunni, þurfum enga rökhugsun. Og ef við erum svo heppin að Guð tali beint við okkur eigum við að trúa í blindni því sem hann segir og hlýða, sama hversu fjarstæðukennt það virðist. Jafnvel þó Guð biðji þig um að skera barn þitt á háls, þá áttu að gera það.

Ekki efast. Ekki hugsa. Bara HLÝÐA.

Skeggi Skaftason, 31.8.2011 kl. 22:58

36 Smámynd: Valur Arnarson

:) Skeggi virðist beygja sig undir það að hann sé bara samansafn af efnisögnum en í staðinn fyrir að svara spurningunni: Ættum við að hafa ástæðu til að ætla að við getum hgusað rökrétt ef svo er?

Þá reynir hann bara að færa þetta yfir á Guð. Ef Guð skapaði okkur og geymir uppruna okkar í sér þá verður skiljanlega mark takandi á okkar hugsun, sér í lagi ef Guð er almáttugur (skapaði alheiminn úr engu).

Með slíkar forsendur í farateskinu þá eru hugsanir okkar ekki bara efnislegar orsakir heldur raunverulegir hugferlar og ekkert er blekking.

Valur Arnarson, 31.8.2011 kl. 23:37

37 Smámynd: Egill Óskarsson

„Þetta er þín hugmynd og ég hef útskýrt þetta margoft fyrir þér en þín heimska virðist vera rekin áfram af miklum vilja styrk.“

Er ég heimskur ef ég tel mig vita meira um lífskoðanir mínar en þú? Það þykir mér merkilegt.

„Ég er ekkert að sleppa mannlega þáttinu, ætti ekki að vera þörf á að útskýra hann alltaf í sérhverju tilfelli nema maður sé að tala við algjöra hálfvita... “

Þegar þú fullyrðir án allra fyrirvara að trúleysingjar hafi enga utanaðkomandi hvata til þess að breyta rétt þa´ertu bara víst að sleppa mannlega þættinum. Og þú þarft alltaf að gera einhverja fyrirvara við svona fullyrðingar Mofi, viðbrögðin ættu að hafa kennt þér það.

Gaman að sjá líka að þú ert orðinn orðljótur og farinn að hóta því að loka á menn. Við vitum öll hvað veldur því þegar þú ferð í þann ham.

„Ef að við erum aðeins samansafn af efnisögnum sem tilviljanir röðuðu saman þá höfum við enga ástæðu til að ætla að við getum hugsað rökrétt. Darwin skildi þetta:“

Darwin skyldi líka, eins og allir aðrir sem láta ekki fordóma blinda sig, að Þróunarkenningin hefur einfaldlega engin áhrif á siðferðiskennd okkar. Það að þú sért enn ekki búinn að meðtaka þetta, þrátt fyrir fjölmargar ábendingar, er magnað.

Það að þið félagarnir verðið að hafa einhvern fyrir ofan ykkur sem refsar ykkur fyrir að breyta rangt þýðir ekki að við hin séum öll þannig innréttuð líka. Það sem þið eruð að tala um heitir líka hlýðni, ekki siðferði.

Egill Óskarsson, 1.9.2011 kl. 00:56

38 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ef ég má svara spurningunni, þá þykir hverjum sinn fugl fagur.  Svarið liggur því í þeim trúarbrögðum sem einstaklingurinn aðhyllist.  Ofbeldi hefur verið framið í nafni flestra trúarbragða og ekki síst gyðingdóms og kristinnar trúar. 

En, Halldór, ég hef lengi dáðst af þrautseigju þinni að standa á þínu, hvað sem á dvínur.  Þú átt heiður skilinn fyrir það, þó ég sé langt frá því að vera sammála skoðunum þínum.  Þú ert núna búinn að halda úti í nærri fjögur og hálft ár þessu bloggi og ennþá nærðu að strjúka hinu liðinu öfugt með skoðunum þínum.  Og ennþá reynir Matthías að fá þig til að sjá heiminn með öðrum augum en þínum eigin.  Og ennþá nærðu að fá kröftuga umræðu ólíkra aðila um trúmál.

Marinó G. Njálsson, 1.9.2011 kl. 02:50

39 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta átti að vera:

..sama hvað á dynur..

Marinó G. Njálsson, 1.9.2011 kl. 02:52

40 Smámynd: Odie

Eins og alltaf þá dettur rökþrota maður í persónuleg níð.  En það er svo kristið því annars myndir þú ekki leggjast svo lágt.  

Odie, 1.9.2011 kl. 09:42

41 Smámynd: Mofi

Óskar
MOFI. Það er til skynsemi og það eru til trúarbrögð. Það er algjörlega útilokað að láta þetta tvennt haldast í hendur...

Þannig að sú trú sem Isaac Newton hafði skorti skynsemi en þín trú sem þú skáldaðir upp einhvern tíman er alveg troðfull af skynsemi...  Þú vilt að fólk trúi þér frekar en Móse, Jesú og postulunum. Þú fyrirgefur en þetta er ekki boðlegt.

Óskar
Ég er ábyggiega með fullt af ranghugmyndum um allt mögulegt MOFI. Enn það þarf enga snillinga til að skilja hættuna af trúarbrögðum sem nota þrjósku sem aðalrök. Þeir komast upp með þaða á sama hátt og þegar megnið af jarðarbúum VISSU að jörðin var flöt.

Sagan segir að menn hafa nokkvurn veginn alltaf vita að jörðin væri ekki flöt. Þetta er bara einhvern undarleg goðsögn sem á enga stoð í raunveruleikanum; þó að auðvitað hefur almúgurinn haft alls konar skoðanir.

Óskar
Mér finnst það virkilega synd þegar fólk festist í þessu trúarsvaði og reynir að draga aðra með sér í það...Biblían er bók og ekki manneskja....

Biblían inniheldur orð fólks varðandi þeirra þekkingu á Guði og þeirra reynslu af Guði. Hvernig færðu það út að þeirra orð eru ómerkilegri en þín?

Mofi, 1.9.2011 kl. 11:38

42 Smámynd: Mofi

Skeggi
En ef við erum samansafn af ögnum sem Guð raðaði saman, þá eru meiri líkur á að við getum hugsað rökrétt?

Já, þá er einhver grundvöllur fyrir því að alheimurinn er skiljanlegur og að við höfum getuna til að geta skilið hann. Einstein áttaði sig á hve merkilegt þetta er en hann sagði "The most incomprehensible thing about the universe is comprehensible"

Skeggi
Af hverju? Guð vill einmitt ekki að við ástundum gagnrýna hugsun. Svo ég sé ekki ða Guð hefði viljað sækjast eftir því að færa okkur rökhugsun. Miklu líklegra að náttúruval og krefjandi umhverfi hafi skerpt rökhugsun okkar.

Hvernig færðu það út?  Þó nokkrir sagnfræðingar sem hafa rannsakað hvað orsakaði sprenginguna í vísindum, það sem færði okkur nútíma vísindi var einmitt þessi trú sem kom með lestri á Biblíunni, þessi trú að Guð skapaði og að við gætum skilið Guð betur með því að rannsaka það sem Hann skapaði.

Náttúruval velur til þess að halda lífi, ekki til að hugsa rökrétt. Hvað þá síðan okkar geta til að hugsa um hluti sem hafa enga tengingu við okkar getu til að lifa af. Svo nei, það er ekkert rökrétt við að náttúruval hafi mótað okkar ótrúlegu getu til að reikna gang stjarnanna, semja ljóð og tónlist eða rannsaka eðlisfræðilögmálin og svarthol.

Skeggi
Ef við nú trúum á Guð, þá eigum við einfaldlega að trúa því sem stendur í Biblíunni, þurfum enga rökhugsun. Og ef við erum svo heppin að Guð tali beint við okkur eigum við að trúa í blindni því sem hann segir og hlýða, sama hversu fjarstæðukennt það virðist. Jafnvel þó Guð biðji þig um að skera barn þitt á háls, þá áttu að gera það.

Þú virðist hafa mjög brenglaða sýn á hvað það er að trúa því sem stendur í Biblíunni. Auðvitað á að vera samræmi á milli því annars hlýtur Biblían að ljúga. Margir menn falla frá kristni þegar þeir rekast á spurningar sem þeir geta ekki leyst. Sumir aftur á móti eru mjög gáfaðir eins og Newton sem skrifaði meira um Biblíuna og fann djúpa ástæðu til að trúa og treysta henni út frá hans rannsóknum á spádómum Biblíunnar. Skrifaði bók um Daníelsbók og spádómanna í henni, bók sem þú ættir að lesa, sjá: http://www.preteristarchive.com/Books/1733_newton_observations.html

Mofi, 1.9.2011 kl. 11:48

43 Smámynd: Mofi

Egill
Er ég heimskur ef ég tel mig vita meira um lífskoðanir mínar en þú? Það þykir mér merkilegt

Þessi lína er dæmigerð fyrir þína endalausu heimsku. Þessi endalausa þvæla frá þér mun greinilega aldrei enda.

Egill
Þegar þú fullyrðir án allra fyrirvara að trúleysingjar hafi enga utanaðkomandi hvata til þess að breyta rétt þa´ertu bara víst að sleppa mannlega þættinum. Og þú þarft alltaf að gera einhverja fyrirvara við svona fullyrðingar Mofi, viðbrögðin ættu að hafa kennt þér það.

Nei, mannlegi þátturinn kemur innan frá. Auðvitað hafa guðleysingjar mismunandi þrár eins og allir menn. Sumir vilja öðrum illt vegna einhverra ástæðna, alveg eins og kristnir. Aðrir vilja sumum eða öllum gott og hið sama á við ýmsa kristna.  Maður á ekki að þurfa að útskýra svona nema maður er að tala við einhvern sem hefur engin tök á því að hugsa yfirhöfuð.

En já, ég er ekki að eyða meiri tíma í þig því þú hlýtur að vera viljandi að vera með þessi hálfvitalegu leiðindi og ætlar ekkert að hætta. Vertu blessaður.

Mofi, 1.9.2011 kl. 11:53

44 Smámynd: Mofi

Marinó, takk... ég væri löngu hættur ef að einhver tæki við að verja sköpun og útskýra trú Aðvent kirkjunnar.  Það sem angrar mig mest er að sjá ekki fólk skipta um skoðun. Ekki endilega komast á mína skoðun heldur bara þroskast og breytast eitthvað.

Odie, nei, ég er bara að bregðast illa við heimskulegum athugasemdum. Rugl sem mig langar að losna við svo hægt sé að rökræða á málefnalegan hátt við eðlilegt fólk. Ekki lið sem er bara í skotgröfunum að reyna að rakka allt niður, sama hve látt þeir þurfa að sökkva til að gera það.

Mofi, 1.9.2011 kl. 13:00

45 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Halldór, ætli það angri fólk ekki jafn mikið á móti að þú leitar ekki af leið.  Er ekki málið að við virðum trúarskoðanir hvers annars og hættum að breyta náunganum í eitthvað annað en hann er (þá á ég við trúarlega).  Það er hvort eð er ekki víst að okkur líki niðurstaðan.

Marinó G. Njálsson, 1.9.2011 kl. 13:51

46 Smámynd: Mofi

Marinó, ég er ekki bara að hugsa um ákveðna trú heldur bara skoðanir í hinum og þessum málum. Ekki einhverja gjörbreytingu eins og frá guðleysingja yfir í kristinn heldur bara að sjá skoðana breytingu í hinum og þessum litlum málum. Ég að minnsta kosti hef ekki einu sinni orðið var við þannig breytingar... 

Mofi, 1.9.2011 kl. 14:04

47 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Marinó, af hverju nefnir þú mig sérstaklega? Ég á tvær athugasemdir hér fyrir ofan, aðrir mun fleiri. Kommenta afskaplega sjaldan hjá Halldóri.

> Það er smá munur á ofbeldi og morðum og að beita vendinum þegar þörf er á.

Það er stigsmunur en ekki eðlismunur. Foreldrarnir í Bandaríkjunum sem Vantrú sagði frá ætluðu ekki að drepa barnið, þau ætluðu "bara" að beita vendinum og þau töldu þörf á því.

> Sem sagt, ekkert. Ég vissi það svo sem. Sá sem er síðan kristinn er með skipun um að elska náungann eins og sjálfan sig.

"Sem sagt, ekkert". Nei, nú ertu bara með stæla (eða mikla vanþekkingu). Það sem ég taldi upp er ekki "ekkert", það er "allt". Samfélagið mótar okkur, við mótum samfélagið.

Auk þess vitum við að það er marklaust þegar þú talar um að "elska náungann" (n.b. "náunginn" í Biblíunni á ekki við um allt fólk). Mér þykir t.d. marklaust þegar fólk segist elska einhvern en drepur það svo!

Matthías Ásgeirsson, 1.9.2011 kl. 15:58

48 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Valur Arnarson. Það tekur því ekki að skiptast á orðum við þig.

Matthías Ásgeirsson, 1.9.2011 kl. 15:59

49 Smámynd: Mofi

Matthías, ég er alveg eins mótaður af samfélaginu eins og hver annar. Það sem kemur aðeins þannig út að ég veit hvað samfélagið telur vera í lagi og hvað það telur ekki vera í lagi.  Augljóslega þá stelur fólk, lýgur og myrðir þó að samfélagið segir að þetta sé ekki ásættanlegt. Það eru líka hópar í samfélaginu sem segja alls konar hluti en þetta eru bara skoðanir fólks sem maður getur valið að aðhyllast eða aðhyllast ekki.  Fyrir mig er það afskaplega lítið. Þegar einhver hatar aðra manneskju vegna einhvers þá sé ég ekki hvaða máli það ætti að skipta hann þó að samfélagið segir að þetta sé rangt; enda eru ótal margir sem telja þetta vera í góðu lagi því að samfélagið er ekki einhver ein rödd heldur ótal margar raddir sem eru oftar en ekki ósammála.

Boðorðin endurspegla hvað það er að elska náungann og þar er frekar stórt atriði að myrða ekki annað fólk.

Mofi, 1.9.2011 kl. 16:25

50 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> Matthías, ég er alveg eins mótaður af samfélaginu eins og hver annar.

Algjörlega. Fullkomlega. Ég neita því ekki. Þú neitar því þegar þú segir að "Hinn kristni hefur skipun frá Guði, elska náungan og ekki myrða;".

Nei, hann hefur þessa skipun frá samfélaginu, alveg eins og við hin.

> Boðorðin endurspegla hvað það er að elska náungann og þar er frekar stórt atriði að myrða ekki annað fólk.

Uh, hver er refsingin við því að brjóta boðorðin?

Matthías Ásgeirsson, 1.9.2011 kl. 18:02

51 Smámynd: Skeggi Skaftason

Takk fyrir tippsið um skrif Newtons, en ... sama og þegið! :-)

Margir menn falla frá kristni þegar þeir rekast á spurningar sem þeir geta ekki leyst. Sumir aftur á móti eru mjög gáfaðir eins og Newton sem skrifaði meira um Biblíuna og fann djúpa ástæðu til að trúa og treysta henni

Tókst Newton að skýra söguna af Abraham og Ísak?

Guð sagði við Abraham:

nú veit ég, að þú óttast Guð, þar sem þú synjaðir mér ekki um einkason þinn

Mér finnst þetta lýsa vondum og ógnandi Guði.

Skeggi Skaftason, 1.9.2011 kl. 20:55

52 Smámynd: Zaraþústra

- Er ein trú eða menning betri en önnur?

Það getur verið. Án þess að velta vöngum yfir því hvað gerir eina menningu betri en aðra (sem er skilgreiningaratriði) getum við samt verið viss um að ein siðmenning geti verið betri en önnur, en svo geta tvær siðmenningar eða trúarbrögð líka verið jafn góð í sama skilningi.

Íslenskir ríkisborgarar eru skyldir til þess að fara að landslögum, þau ganga jafnt yfir alla samkvæmt stjórnarskrá landsins. Jafnframt er skoðanafrelsi hluti af landslögum og því ekki fáránlegt, enda út í hött, að krefjast þess að menn fordæmi einn hlut frekar en annan. Þeir þurfa aðeins að standa reikningsskila á orðum sínum og gerðum samkvæmt landslögum.

Zaraþústra, 1.9.2011 kl. 22:01

53 Smámynd: Óskar Arnórsson

MOFI. Þetta smýst ekki um hverjir segja merkilegustu orðim. Heldur af hverju menn segja þau. Þú veist vel að t.d. Tómasarguðspjall fær ekki að vera með í Biblíunni. Og ekki var Tómas neitt ómerkilegri enn aðrir lærisveinar. Né það sem hann skrifaði. Enn pólitíkusar Vatikansins sem ráð því nákvæmlega sem stendur í Biblíunni, setja ekkert í hana nema það sem þeim hentar.

Og svona má lengi telja. Notkun þín á Biblíunni er einmitt hættuleg MOFI einmitt vegna þess að fólk tekur mark á þér. Þú ert sannfærandi. Með bók þér til stuðnings sem er hlaðin krafti milljóna manna.

Og ég er ekkert að skálda neina skoðun. Og ég er langt frá því að vera einn um þá skoðun sem ég lýsi. Þeir eru samt ekki eins margir og biblíutrúarfólk. Það er ekki verið að kasta rýrð á þá sem skrifuðu bókina. Það er notkun hennar sem er hreint út sagt djöfuleg í alla staði. Þegar útstúderuð valda og peningapólitík á í hlut þá er ekkert heilagt.

Ef þú vilt fá mína persónulega skoðun MOFI hvað þú ert raunverulega að gera, þá geturðu fengið hana:

Þú ert bleyjubarn í andlegum málum. Þú ert með geysilega þekkingu á annara manna skoðun og skrifum. Stundum kölluð fræðirit um trúmál. Þér finnst gaman að tala um trúmál og rökræða. Þér finnst gaman af keppnisandanum sem verður til af að tala yfirleitt um GUÐ. Og það er sjálf keppnin við fólk sem heillar og ekki að þú sért að boða neitt sérstakt um GUÐ.

GUÐ er hvorki persóna né með neinn rembing út í fólk. Hann tekur ekki fólk og grillar í helvíti fyrir neina syndir. Af því að synd er ekki til í þeirri merkingu sem skáldskapur Biblíunnar boðar. Biblían getur verið efni í fallegan boðskap og ljótan, það ákveður boðberinn. Hann er nefnilega manneskja og getur ekki orðið neitt annað.

T.d. halda margir kristnir að allt snúsit um jarðarbúa og að GUÐ hafi skapað þá alveg sérstaklega fyrir sig. Og sama fólk trúir því að allt líf í Universum sé samankomið á þessari litlu jörð.

Það er eins og að hugsa sér sandkorn í Sahara sem fær gæfu til að byrja að hugsa, síðan fyllist sandkornið þeirri hugmynd um að allt sandlíf snúist um það eitt. Eitt sandkorn í Sahara er kanski eins og heilt stjórnukerfi þar sem jörðin sjálf er enn minni...

Að endurtaka frasa og bergmál úr steindauðri bók og hræða fólk inn í andlegt líf með þeirri aðferð, minnir mig á unglinga sem taka upp hnífin til að þvinga og hóta til sín einhverskonar tegund af virðingu. Það sem er raunverulega að er þekkingarleysi. Og þessir unglingar trúa því að þeir viti allt um virðingu.

Þessi faðir sem bloggið er um var fullur af kjaftæði presta um virðingu. Sama kjaftæði sem þú berð á borð fyrir fólk í nafni Biblíunnar. Það sem þú átt sameiginlegt múslimanum sem er sannfærður um Kóran, er að þú ert sannfærður um Biblíunna og óskeikulleika hennar, og af þeirri ástæðu ertu jafn hættulegur MOFI.

Bara á öðru sviði enn sem er jafnmikill harmleikur og þessi morð á stúlkunum.

Þetta er eingöngu persónuleg skoðun MOFI og ég læt hana reyndar sjaldan frá mér. Bullið í þér um hversu heimskir aðrir eru er barnalegt. Þú getur notað uppáhaldsplat margra trúarbragða, og hún er að þeir sem andmæla Biblíu á einhvern máta sem ekki passar við stjórnsýssluna sem búið er að byggja í kringum stærstu lýgi í heimi, er að þeir sem andmæla er haldnir djöflum og forynjum.

Þetta trix virkar á fjölda manns og eru reyndar lög sem banna þetta fyrirbæri. Að vísu eru trúarbr-gð undanþegin lögum um svik og pretti sem leiða fólk í ógöngur.

Það er heimska MOFO að vera viðkvæmur fyrir að vera kallaður eitthvað. Ég myndi frekar kalla þig þrjóskan og þveran haldin smá af valdahroka þeim sem einkennir svokallaða "sanntrúaða" og ég er alltaf að fá einn og einn fyrir framan mig.

Trúarbrögð eiga það til að breytast í andlegan sóðaskap og ég sé fórnardýr trúarbragðanna næstum á hverjum degi. Ég er bara óvanur því að ræða þessi mál á Íslensku þannig að ég vildi að ég gæti sagt þér hvað þarft að gera til að komast út úr þessu ástandi sem þú ert í, á sænsku.

Óskar Arnórsson, 1.9.2011 kl. 22:46

54 Smámynd: Mofi

Matthías
Algjörlega. Fullkomlega. Ég neita því ekki. Þú neitar því þegar þú segir að "Hinn kristni hefur skipun frá Guði, elska náungan og ekki myrða;"

Og þú sérð engann mun?  

Matthías
Uh, hver er refsingin við því að brjóta boðorðin?

Eilíf glötun, því að brjóta lög Guðs skapar fjandskap við Guð.

Mofi, 1.9.2011 kl. 23:09

55 Smámynd: Mofi

Skeggi
Takk fyrir tippsið um skrif Newtons, en ... sama og þegið! :-)

Af hverju ekki að fræðast smá?  Hvernig getur þú verið viss um að það sé eitthvað vit í þinni skoðun ef þú forðast upplýsingar sem eru ekki í samræmi við þær skoðanir sem þú þegar hefur?

Skeggi
Mér finnst þetta lýsa vondum og ógnandi Guði.

Veit ekki hvort að Newton glímdi sérstaklega við þessa sögu.  Maður þarf að þekkja bakgrunninn til að skilja hana í heild sinni.  Abraham hafði séð hvað Guð gat gert svo þessi beiðni var allt öðru vísi til hans en til bara hvers sem er. Þetta var lexía til að skilja hvað Guð yrði að gera þegar kæmi að Hans eigin syni. Það gerðist ekkert þarna nema próf á trú Abrahams sem hafði nægar sannanir til að treysta að Guð var almáttugur og gæti reist upp hina dánu.

Mofi, 1.9.2011 kl. 23:17

56 Smámynd: Mofi

Zaraþústra, ef að reynslan segir okkur að fólk geri þessa hluti í löndum þar sem þeir eru bannaðir vegna þess að þeirra trú er æðri landslögum þá tel ég góða ástæðu til að athuga sérstaklega nokkur atriði eins og hvort að viðkomandi telji heiðursmorð vera í lagi.

Mofi, 1.9.2011 kl. 23:19

57 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Matthías, ástæðan er að í hvert sinn sem ég lít inn á bloggið hans Mofa, þá ert þú með minnst eina athugasemd þar.  Í gegn um tíðina hefur þú verið manna gagnrýnastur á málflutning hans og hef ég haft á tilfinningunni að þú sért í jafn miklu "trúboði" og hann, þ.e. þú ert jafn ákafur í að afkristna hann eins og hann er staðfastur í að breiða út sína trú.  Það er ástæðan.

Marinó G. Njálsson, 1.9.2011 kl. 23:20

58 Smámynd: Mofi

Óskar
Þú veist vel að t.d. Tómasarguðspjall fær ekki að vera með í Biblíunni. Og ekki var Tómas neitt ómerkilegri enn aðrir lærisveinar.

Það fékk ekki að vera í Biblíunni af því að allir vissu að það var ekki skrifað af Tómasi heldur bara einhverjum og það í kringum 120-140 e.kr. þegar allir lærisveinarnir voru löngu dánir . Það síðan kenndi atriði sem fer á móti því sem alvöru lærisveinarnir kenndu. Auðvitað er ekki hægt að taka eitthvað drasl rit inn í Biblíuna af því að einhver heldur því fram að einn af lærisveinunum skrifaði það.

Óskar
Né það sem hann skrifaði. Enn pólitíkusar Vatikansins sem ráð því nákvæmlega sem stendur í Biblíunni, setja ekkert í hana nema það sem þeim hentar

Ef það væri rétt þá hefðu þeir breytt boðorðunum tíu í þeirra útgáfu en þeir hafa ekki getað það þótt þeir hafa haft sirka 1500 ár til þess. Þeir sitja uppi með að Biblían kennir allt annað en það sem þeir kenna. Biblían kennir ekki að menn geta selt fyrirgefningu synda eins og þeir kenna. Biblían kennir ekki eilífar kvalir fyrir syndara og kennir ekki að við höfum eilífa sál.  Nei, Kaþólska kirkjan hefur ekki getað breytt handritum Biblíunnar enda væri slíkt verk algjörlega vonlaust. Vonandi áttar þú þig á því af hverju slíkt er algjörlega útilokað.

Óskar
Og svona má lengi telja. Notkun þín á Biblíunni er einmitt hættuleg MOFI einmitt vegna þess að fólk tekur mark á þér. Þú ert sannfærandi. Með bók þér til stuðnings sem er hlaðin krafti milljóna manna.

Takk, held að þetta sé bara eitt af því fallegasta sem einhver hefur sagt við mig :)    Held að þetta sé ekki rétt hjá þér. Ég síðan vona að fólk hugsi sjálfstætt og fylgi aðeins Biblíunni ef að það er þeirra sannfæring.

Óskar
Það er notkun hennar sem er hreint út sagt djöfuleg í alla staði. Þegar útstúderuð valda og peningapólitík á í hlut þá er ekkert heilagt.

Það var einmitt lestur Biblíunnar sem lét Lúther sjá að Kaþólska kirkjan hefði ekki vald til að hleypa fólki til himna eða loka það úti. Það var lestur Biblíunnar sem opnaði augu hans að hann þyrfti ekki að kyssa einhverjar styttur og ganga upp einhver þrep til að gera Guð glaðann. Þú ættir að kynna þér líf Lúthers og sérstaklega hvaða áhrif hann hafði á samviskufrelsið sem við núna njótum.

Óskar
Þér finnst gaman af keppnisandanum sem verður til af að tala yfirleitt um GUÐ. Og það er sjálf keppnin við fólk sem heillar og ekki að þú sért að boða neitt sérstakt um GUÐ.

Það getur verið allt of mikið til í þessu hjá þér og það er miður fyrir mig. 

Óskar
GUÐ er hvorki persóna né með neinn rembing út í fólk. Hann tekur ekki fólk og grillar í helvíti fyrir neina syndir. Af því að synd er ekki til í þeirri merkingu sem skáldskapur Biblíunnar boðar. Biblían getur verið efni í fallegan boðskap og ljótan, það ákveður boðberinn. Hann er nefnilega manneskja og getur ekki orðið neitt annað

Hvernig veistu það?  Heldur þú að þegar saklausu barni er nauðgað að Guði sé alveg sama?  Biblían segir beint út að það er synd að ljúga, stela og myrða svo dæmi séu tekin. Telur þú að það sé ekki rangt að gera þessa hluti?

Óskar
Það er eins og að hugsa sér sandkorn í Sahara sem fær gæfu til að byrja að hugsa, síðan fyllist sandkornið þeirri hugmynd um að allt sandlíf snúist um það eitt. Eitt sandkorn í Sahara er kanski eins og heilt stjórnukerfi þar sem jörðin sjálf er enn minni..

Biblían segir ekkert um hvort að þessi jörð sé eini staðurinn sem er með líf á. Það má segja að sagan í Jobsbók gefi sterklega til kynna að það eru til aðrir heimar, aðrar jarðir sem líf er einnig til á og það er mín trú.

Óskar
Það sem þú átt sameiginlegt múslimanum sem er sannfærður um Kóran, er að þú ert sannfærður um Biblíunna og óskeikulleika hennar, og af þeirri ástæðu ertu jafn hættulegur MOFI

Sérðu engann mun á að vera t.d. sannfærður um að heiðursmorð séu af hinu illa og að vera sannfærður um að heiðursmorð séu í lagi?  

Óskar
Bullið í þér um hversu heimskir aðrir eru er barnalegt

Þegar einhver kemur með rök sem eru augljóslega heimskuleg þá tel ég vera eðlileg viðbrögð að benda á það.  

Mofi, 1.9.2011 kl. 23:38

59 Smámynd: Mofi

Matthías má nú eiga það að hann kemur hingað sjaldan.

Mofi, 1.9.2011 kl. 23:39

60 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Sérðu engann mun á að vera t.d. sannfærður um að heiðursmorð séu af hinu illa og að vera sannfærður um að heiðursmorð séu í lagi?"

Ég kaupi það ekki að þú sért heimskur MOFI. Aldrei. Þú mátt þykjast vera það ef þvú vilt. Þetta "svar" þitt tengist ekkert því sem ég er að segja þarna.

Það er hættulegt að mata fólk á eitruðum upplýsingum ef þeim er fylgt eftir með miklum sannfæringarkrafti.

Það er hættulegt að misnota sannfæringarkraft sinn á börn og annað fólk sem ekkei kann að verja sig gagnvart svona lygavefum eins og stór hluti trúboðs gengur út á.

"Þegar einhver kemur með rök sem eru augljóslega heimskuleg þá tel ég vera eðlileg viðbrögð að benda á það."

Ég veit ekki betur enn að fólk komi með rök í allskonar formi. Og það er æotrúlegt að lesa þín á móti:

"Það sem þú segir núna eru ekki rök MOFI"

Þetta eru ALLT persónuleg rök hjá þér MOFI sem einkennist af þrætugirni og tómri vitleysu. Þú ímyndar þér að þú sért tala máli Guðs. Og það gerir þú mest í með að vitna í bók. Sem fólk skrifaðu sem hafði heyrt sögur.

Þú ert haldin þráhyggju og bara af því að þú styður þráhyggjuna með trúaryfirvarpi, þá þarftu sömu aðstoð og fólk sem trúir því að plánetan júpiter sé úr osti. Það er erfitt að afsanna það og mönnum er frjálst að trúa því sem þeir vilja.

Enn ég hef alltaf haldið að þú vildir ekki skaða fólk. Mig langar til að spyrja þig spurningar sem bara eitt svar er til við.

Heldur þú persónulega að einhver geti skaðast sálarlega af því að stunda trúarbrögð? Bara já eða nei er nóg. Ég þarf ekki opinbera svarið á þessari spurningu. 'eg er með það svar á mörgum tungumálum.

Kallast vinnublöð þar sem ég er....

Óskar Arnórsson, 2.9.2011 kl. 00:48

61 Smámynd: Óskar Arnórsson

...svarið um Tómasguðspajallið sýnir MOFI að þú kóperar bara bullshittara kirkjunar og pólitíkusa Vatikansins, og ert ekkert að reyna að fræðast um andleg gildi Biblíunnar heldur notar hana óopnaða til að berja kóperaðar skoðanir valdamanna kirkjunar sem vilja ekkert alvöru andlegt í þessa Biblíu.

það væri ekki hægt að stjórna fólki lengur með henni...

Óskar Arnórsson, 2.9.2011 kl. 00:51

62 Smámynd: Mofi

Óskar
Ég kaupi það ekki að þú sért heimskur MOFI. Aldrei. Þú mátt þykjast vera það ef þvú vilt. Þetta "svar" þitt tengist ekkert því sem ég er að segja þarna.

Ég sá ekki betur. Þú vildir láta sem svo að bara það að vera sannfærður um ákveðna trú sé af hinu illa. Svo ég auðvitað er forvitinn að vita hvort að þú sérð engan mun á þessum mismunandi sannfæringum.

Óskar
Það er hættulegt að mata fólk á eitruðum upplýsingum ef þeim er fylgt eftir með miklum sannfæringarkrafti.

Og hvernig veistu að þínar upplýsingar séu ekki eitraðar?  Ég sé mikla sannfæringu hjá þér en ég tel það sem þú segir vera kolrangt og ekki byggt á neinu nema þinni tilfinningu hvað sé rétt.

Óskar
Það er hættulegt að misnota sannfæringarkraft sinn á börn og annað fólk sem ekkei kann að verja sig gagnvart svona lygavefum eins og stór hluti trúboðs gengur út á.

Ég bendi á gögn og færi rök fyrir máli mínu og vil að fólk hugsi sjálfstætt. Ég er mjög mikið á móti heilaþvotti þar sem fólki er bara sagt hverju það á að trúa. Það er einmitt það sem ég tel vera gert í okkar skólakerfi þar sem þróunarkenningin er kennd sem hinn heilagi sannleikur og þú ert hálfviti ef þú dirfast að efast um hana. Við sjáum þetta meira að segja hérna á mbl þegar einhver þingmaður dirfist að lýsa yfir efasemdum að þá er gert grín að viðkomandi. Ógeðfelldur heilaþvottur þar sem gagnrýnin hugsun er gerð útlægð.

Óskar
Þetta eru ALLT persónuleg rök hjá þér MOFI sem einkennist af þrætugirni og tómri vitleysu. Þú ímyndar þér að þú sért tala máli Guðs. Og það gerir þú mest í með að vitna í bók. Sem fólk skrifaðu sem hafði heyrt sögur.

Ég útskýrði af hverju þín rök standast ekki sögulega skoðun og benti á sögulegar staðreyndir máli mínu til stuðnings. Þú hefur ekki einu sinni komið með mótrök heldur bara segir að þér líki illa við mín rök.

Óskar
Heldur þú persónulega að einhver geti skaðast sálarlega af því að stunda trúarbrögð? Bara já eða nei er nóg. Ég þarf ekki opinbera svarið á þessari spurningu. 'eg er með það svar á mörgum tungumálum.

Ef trúin er röng þá getur hún haft skaðlegar afleiðingar. Eins og trú Kaþólsku kirkjunnar um eilífar kvalir í helvíti sem er ekki að finna í Biblíunni hefur skaðað marga eins og t.d. sannfærðust sumir um að það væri betra að brenna fólk lifandi til að forða því frá þessum eilífu kvölum.

Óskar
...svarið um Tómasguðspajallið sýnir MOFI að þú kóperar bara bullshittara kirkjunar og pólitíkusa Vatikansins

Þetta er samhljóma álit fræðimanna, hvort sem þeir eru mótmælendur eða kaþólskir. Fræðimenn hafa hreinlega í gegnum söguna aldrei trúað því að Tómasarguðspjall hafi verið skrifað af lærisveininum Tómasi.  Ég er síðan ekkert að kópera þegar ég segi að það sem það kennir er ekki í samræmi við Biblíuna, ég sé það svart á hvítu sjálfur.

Það er eins og þú lest ekker sem ég skrifa... ertu virkilega að lesa og taka inn það sem ég sagði???

Mofi, 2.9.2011 kl. 10:35

63 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi það er samdóma álit fræðimanna að "eitthvað drasl rit" komst í biblíuna "af því að einhver heldur því fram að einn af lærisveinunum skrifaði það". Kallast Síðara Pétursbréf.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.9.2011 kl. 11:12

64 Smámynd: Mofi

Hjalti, hvaða fræðimenn halda því fram og af hverju?

Mofi, 2.9.2011 kl. 11:19

65 Smámynd: Skeggi Skaftason

Mofi #54:

Matthías
Uh, hver er refsingin við því að brjóta boðorðin?

Eilíf glötun, því að brjóta lög Guðs skapar fjandskap við Guð

Mofi #62:

Ef trúin er röng þá getur hún haft skaðlegar afleiðingar. Eins og trú Kaþólsku kirkjunnar um eilífar kvalir í helvíti [...] 

  

Skeggi Skaftason, 2.9.2011 kl. 12:48

66 Smámynd: Mofi

Skeggi, til í að útskýra?

Mofi, 2.9.2011 kl. 13:13

67 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jú sjálfsagt! Forvitinn að heyra um merkingarmun á "eilífri glötun" og "eilífum kvölum". Hið fyrra virðist skv þér vera "rétt" trú en hið síðara röng trú. Í fljótu bragði, í huga leikmanns, hljómar þetta svipað.

Þýðir glötunin bara svona Þú ert alveg glataður mar!

Nei, svona grínlaust. Eilíf glötun hljómar ekkert vel. En er hún kvalalaus? Bara svona andleg leiðindi í eilífum skammarkrók?!

Skeggi Skaftason, 2.9.2011 kl. 13:39

68 Smámynd: Mofi

Skeggi, já áttu við það.  Biblían talar einfaldlega um dauða eða líf og sá sem öðlast ekki líf glatast.

Mofi, 2.9.2011 kl. 13:56

69 Smámynd: Óskar Arnórsson

http://www.youtube.com/watch?v=O-1hdqNDQ9E

Enn einn sannleikurinn um Bibliunna...

Óskar Arnórsson, 2.9.2011 kl. 14:20

70 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þegar maður skoðar lög er oft ágætt að skoða lögskýringar og nefndarálit. Kíkjum á klassísku boðorðin sem við þekkjum:

> 3. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.

En Gvuð sjálfir sagði örlítið meira.

> 14Haldið hvíldardaginn því að hann skal vera ykkur heilagur. Hver sem vanhelgar hann skal líflátinn því að hver sem vinnur þá einhver dagleg störf skal upprættur úr þjóð sinni.

Þannig að refsingin við því að brjóta þriðja boðorðið er líflát.

Er það ekki aðeins of mikið?

Matthías Ásgeirsson, 2.9.2011 kl. 14:20

71 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, að ég held allir nema einhverjir bókstafstrúarmenn. Það eru margar ástæður fyrir því, sú sem mér finnst augljósust er að höfundurinn þekkir safn af bréfum Páls og lítur á það sem innblásið rit.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.9.2011 kl. 14:32

72 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

En já, það er ótrúlegt að Mofi getur hneykslast á svona voðaverkum um leið og hann ver það að fólk sé tekið af lífi fyrir að vinna á vitlausum dögum, að vera ekki hreinar meyjar á brúðardögum eða bara fyrir að vera með rangt þjóðerni.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.9.2011 kl. 14:34

73 Smámynd: Mofi

Óskar
Enn einn sannleikurinn um Bibliunna...

Enn sem komið er hefur þú ekki sagt neitt satt um Biblíuna, af hverju ætti þetta að vera betra?

Matthías
Þannig að refsingin við því að brjóta þriðja boðorðið er líflát.

Er það ekki aðeins of mikið?

Fjórða boðorðið... ég neita því ekki að refsilöggjöfin sem gyðingar höfðu var hörð. Hafa samt í huga að eina leiðin til að einhver yrði tekinn af lífi þá þurfti tvö áreiðanleg vitni.

Mofi, 2.9.2011 kl. 15:04

74 Smámynd: Mofi

Óskar, þú ættir að kíkja á þetta hérna: http://www.youtube.com/watch?v=AjOSNj97_gk&feature=results_main&playnext=1&list=PLF2758DCC10EB65E3

Bart Ehrman að rökræða við William Lane Craig; gott að heyra tvær hliðar svona hlið við hlið.

Mofi, 2.9.2011 kl. 15:08

75 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Afsakið, fjórða.

"Hafa samt í huga að eina leiðin til að einhver yrði tekinn af lífi þá þurfti tvö áreiðanleg vitni."

:-)

Af hverju nefnir þú þetta?

Matthías Ásgeirsson, 2.9.2011 kl. 15:54

76 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjúkk...gott að vita að þurfti að minnsta kosti tvö vitni til að taka mann af lífi fyrir að vinna á vitlausum degi!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.9.2011 kl. 16:04

77 Smámynd: Mofi

Matthías, bara, gott að hafa í huga og að dómstólar urðu að ákveða þetta og við höfum ástæður til að halda að þarna var um að ræða hámarksrefsingu en að dómsstólar gátu ákveðið eitthvað minna en hámarksrefsingu.

Mofi, 2.9.2011 kl. 16:18

78 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mofi: Þú virðist hiklaust dæma skelfilegan verknað þessa manns eftir trú hans. Hvað ritningargreinar heldurðu að hann geti tilfært til að réttlæta þessi voðaverk?

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.9.2011 kl. 22:07

79 Smámynd: Mofi

Svanur, hver telur þú að ástæðan sé að heil samfélög sem aðhyllast Islam samþykkja þetta?  Þar sem dómsstólar rétt svo slá á hendina á þeim sem gerast sekir um þetta.

Mofi, 3.9.2011 kl. 00:32

80 Smámynd: Óskar Arnórsson

Í framtíðinni mun fólk minnast trúarbragða dagsins í dag sem eitt af skelfilegastu tímabilum í sögu mannkynsins. "Hvað var fólk eiginlega að hugsa á þessum tíma?" spyr fólk hvort annað í framtíðinni...

Óskar Arnórsson, 3.9.2011 kl. 07:48

81 Smámynd: Óli minn

Ég verð að segja að í svona umræðum ruglar fólk endalaust saman trú og trúarbrögðum og talar um þetta í sömu hendingunum. Í raun er orðið "trúleysingi" arfavitlaust því það sem átt er við er að viðkomandi fylgi engum trúarbrögðum, þ.e. að hann sé trúarbragðalaus. Enginn getur hins vegar verið trúlaus frekar en að nokkur geti verið vonlaus. Allir hafa sína eign trú og von, sama hver er. Um hvað trú og von hins trúarbragðalausa snýst getur síðan verið jafnmargvíslegt og þeir eru margir. En þegar "trúarbragðaleysingjar" eru farnir að eyða hálfri æfinni í að deila á þá sem hafa aðra trú og aðhyllast einhver ákveðin trúarbrögð og halda úti heilu vefsíðunum og bloggsíðum til að lemja á þeim sem öðru trúa þá eru trúarbragðaleysingjar í raun sjálfir búnir að skapa sína eigin tegund af "trúarbrögðum".

Óli minn, 3.9.2011 kl. 08:37

82 Smámynd: Mofi

Óskar, margir hafa haldið þetta um kristni, í heil tvö þúsund ár hafa menn sagt það sama og þú ert að segja. Var það síðan kristni sem gerði síðustu öld svona hræðilega? Var það boðskapur Krists sem varpaði miklum skugga á tuttugustu öldina?

Mofi, 3.9.2011 kl. 14:42

83 Smámynd: Mofi

Óli minn, gæti ekki hafa sagt þetta betur sjálfur, vel gert.

Mofi, 3.9.2011 kl. 14:43

84 Smámynd: Óskar Arnórsson

MOFI. Minn skilningur á Jesú og hans boðskap kemur reyndar að mjög litlu leyti úr Biblíunni. Það er talað um hann í óteljandi bókum sem er bæði áreiðanlegri og betri.

Kristni í sjálfu sér er stjórntæki. Það rænir fólk frelsi í nafni einhvers sem kirkjan setur fram sem jákvætt fyrir fólk, en er það að sjálfsögðu ekki.

Það er ekkert heilagt við Kirkjutrú eða Biblíutrú. Guð og Jesú, sem er það sama í mínum huga, þó það komi málinu ekkert við, og boðskapur Jesú er svo langt frá allri Biblítúlkun sem hægt er að komast.

Hvað menn hafa sagt um kristni´síðustu tvö þúsun ár er ábyggilega jafn fjölbreytt og mennirnir eru margir. "Óli minn" segir þetta mjög vel. Trúleysingjar og þeir sem kalla sig trúaða eins og þú gerir, eru hvorki nær eða fjær Guði fyrir það. Og þeir hafa sín eigin "trúarbrögð" eins og hann segir. Allir trúa einhverju.

Þessi boðskapur og skýringar sem þú kemur með á Biblíu og Guði, er ekkert til fyrirmyndar fyrir neinn. Að hafa ekkert fyrir sér í trúmálum enn að vitna í Biblíunna og nota hana sem mælikvarða á allt sem er í heiminum er svo einfeldningslegt að það er hrikalegt að lesa og hlusta á þetta.

Vandamálið er að þessi "kennsla" kirkjunar er búin að breiða úr sér og eru fórnadýrin um allan heim. Og ég tel þig einn af þeim. Og ég vona innelega MOFI að þú finnir eitthvað alvörusamband við Guð af því að þér langar virkilega til þess.

Svo þú getir það þarftu að fara að hugsa sjálfur, hætta þessum páfagauka trúarbrögðum og fá þannig alvöru skilning á því sambandiu sem Guð vill hafa við hvern og einn.

Öll stærtsu trúarbrögð ganga út á það sama. Að hræða fólk til hlýðni við sniðuga valdasjúka presta og kirkjur þeirra og er valdasýkin svo mikilvæg fyrir þetta fólk að þeir fórna gjarna peningum til að styrkja völdin.

Þú ert gjörsamlega týndur MOFI og ég held að fólk sé alltaf að segja þetta við þig til að hjálpa þér. Enn sért í félagsskap fólks sem staðfestir ruglið þitt endalaust, þá verðuru svona "hópsál" og missir af Guð allavega þann tíma sem þú ert á bólakafi í þessum trúarbrögðum þínum sem er bara blanda af sannleika og lýgi.

Að vísu vel gerð, enn engu að síður gegnsæ og hættuleg fólki sem er leiðitamt og hrætt við það sem það skilur ekki....

Óskar Arnórsson, 3.9.2011 kl. 16:16

85 Smámynd: Mofi

Óskar
MOFI. Minn skilningur á Jesú og hans boðskap kemur reyndar að mjög litlu leyti úr Biblíunni. Það er talað um hann í óteljandi bókum sem er bæði áreiðanlegri og betri.
Nei, núna afskrifaðir þú þig úr umræðu fullorðinna. Ég er ekki alveg búinn að gefa þig upp á bátinn en ég svara ekki svona rugli.

Mofi, 3.9.2011 kl. 17:44

86 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mofi, það skiptir litlu hvað ég "held" um þessa hluti. það ert þú sem ert með fullyrðingarnar sem þú gefur þér ákveðnar forsendur og því spyr ég um þær. Svaraðu nú spurningunni ef þú getur. (Ég reyndar efast um að þú finnir nokkuð svar og verðir að viðurkenna að þú hafir dæmt gjörðir þessa manns á vitlausum forsendum)

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.9.2011 kl. 17:47

87 Smámynd: Óskar Arnórsson

MOFI

"Nei, núna afskrifaðir þú þig úr umræðu fullorðinna. Ég er ekki alveg búinn að gefa þig upp á bátinn en ég svara ekki svona rugli."

Ég veit ekkert um hversu "fullorðin" þú ert eða ég. Og enn minni hugmynd hef ég hvernig það er mælt, né veit ég hvar mörkin liggja.

Enn ég er með góða mynd af því sem kallast "NONSENS" í trúmálum. Að trúa á GUð krefts ekki að leggjast flatur undir falska stjórnsemi Biblíunnar. Enda er ég ekkert endilega að biðja þig um svör.

Ég er heldur ekkert að keppa við þig í neinu. Ég er stóránægður með mitt samband við Guð og eitt af því sem er mikilvægt í ræktun sinn við Guð er að nota ekki kunnáttu sína til að stýra öðru fólki. Og það finnst þér í lagi og ert með bókina frægu þér til stuðnings.

Ef það er eitthvað til um Jesú sem er af viti þá kemur það úr Tómasarguðspjalli. Prófessor í Danmörku sem ég man ekki nafnið á í bili, hefur eytt allri æfinni í að fá þetta Guðspjall viðurkennt án árangurs. Trúarfíklarnir hafa of mikil völd í kirjunni.

Og það eru völdin sem heilla og ekki Guð. Og þeir standa fyrir framan þá staðreynd að þurfa að velja milli Guðs og sannfæringar á texta sem leiðir fólk á villigötur. Sem fær fólk til að hætta að hugsa sjálft og lætur það leiðast í ógöngur.

Biblían byggir á sameiginlegri skoðun fjölda manna. Þegar ákveðin fjöldi fólks sem nennir ekki að hugsa sjálft er orðið sammála um eitthvað, eins og þessa ótrúlegu bók, þá fara þeir að dýrka hana eins og Gullkálfinn forðum og þannig er staðan hjá þér í dag MOFI.

Gullkálfurinn er eins og Biblían þegar fólk misnotar sannfæringakraft sinn á þennan hörmulega máta og reyndar margt annað.

Bloggið fjallar um mann sem lærði af mönnum að vera sannfærður um Guð. Honum var kennt að misnota sannfæringarkraft sinn af lævísum kennurum.

Ég er í sambandi við fólk í næstum hverri viku sem hafa gert svipaða hluti. Feður sem hafa hringt til fjölskyldna sinna og hreykt sér af því að hafa skotið dætur sýnar fyrir Guð. Og það geggjaðasta er að pappi og mamma þessa fólks, afi og amma sama morðingja, gráta af gleði yfir hetjuskap sonarins sem situr í fangelsi, stoltur yfir því sem þeir hafa gert.

Vonandi þarf ekki að skýra út fyrir þér að þessir aumingja menn eru á fávitastigi vitsmunalega, vanþroskaðir á alla kanta, og stýrt af fólki sem eru innréttaðir eins kristna kirkjan, þó hún fyrirskipi ekki venjuleg morð lengur, þá hikar kirkjan í nafni kristni ekki við að fremja sálarmorð á færibandi.

Og það fólk styður þú MOFI. Af því að þú skilur ekki eðli trúmála, af því að þú ert blindur á GUð og hefur enga hugmynd um hvað Guð er.

Viljir þú raunverulega eitthvað með Guð hafa, þá áttu að leita hans inní þér og ekki fyrir utan. Enn það kanski veistum enn greinilega skilur ekki.

Óskar Arnórsson, 3.9.2011 kl. 18:36

88 identicon

Mofi.. held þú ættir að taka þetta til athugunar..

Matteus 6:1

"Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum, þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum."

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 23:22

89 Smámynd: Mofi

Svanur, ég er bara að reyna að skilja af hverju fólk sem aðhyllist þessa trú hefur þessar skoðanir. Af hverju er afstaða dómsstóla í mörgum af múslima löndum á því að rétt slá á hendina á þeim sem fremja heiðursmorð?   Ef einhver er með útskýringu á þessu þá er ég mjög forvitinn að heyra hana en eins og er þá er ég aðeins að lýsa því sem ég sé. Ég sé enga aðra leið til að túlka þetta en að eitthvað í menningu og trú þessa fólks geri það að verkum að því finnst þetta í lagi.

Mofi, 4.9.2011 kl. 01:25

90 Smámynd: Mofi

Óskar
Ef það er eitthvað til um Jesú sem er af viti þá kemur það úr Tómasarguðspjalli. Prófessor í Danmörku sem ég man ekki nafnið á í bili, hefur eytt allri æfinni í að fá þetta Guðspjall viðurkennt án árangurs. Trúarfíklarnir hafa of mikil völd í kirjunni

Gefðu mér dæmi um eitthvað af viti úr Tómasarguðspjalli.  Hefur þú yfirhöfuð lesið hin guðspjöllin? Hefur þú lesið Tómasarguðspjall?  Hérna er það ef þú ert ekki búinn að lesa það: http://carm.org/gospel-of-thomas

Óskar
Og það eru völdin sem heilla og ekki Guð. Og þeir standa fyrir framan þá staðreynd að þurfa að velja milli Guðs og sannfæringar á texta sem leiðir fólk á villigötur. Sem fær fólk til að hætta að hugsa sjálft og lætur það leiðast í ógöngur.

Þetta er bara í engu samræmi við mannkynssöguna.  Það var einmitt aðal atriði Kaþólsku kirkjunnar að Biblían kæmist ekki í hendurnar á almenningi því að þá gætu þeir ekki lengur selt aðgang að himnaríki. Það var þeirra aðal vald yfir kongum og almúganum.  Heldur þú að menn eins og Isaac Newton, Michael Faraday, Louis Pasteur voru menn sem hugsuðu ekki sjálfstætt?

Óskar
Biblían byggir á sameiginlegri skoðun fjölda manna. Þegar ákveðin fjöldi fólks sem nennir ekki að hugsa sjálft er orðið sammála um eitthvað, eins og þessa ótrúlegu bók, þá fara þeir að dýrka hana eins og Gullkálfinn forðum og þannig er staðan hjá þér í dag MOFI.

Það er stór munur á dýrkun og einfaldlega að trúa að ákveðinn vitnisburður sé sannur. Þú lýtur þannig á að Móse, Jesú og Páll voru lygarar, ég er einfaldlega ósammála þér.

Óskar
Og það geggjaðasta er að pappi og mamma þessa fólks, afi og amma sama morðingja, gráta af gleði yfir hetjuskap sonarins sem situr í fangelsi, stoltur yfir því sem þeir hafa gert

Er þetta algengt meðal kristinna manna og fólks sem rannsakar Biblíuna og aðhyllist það sem hún kennir?

Óskar
Og það fólk styður þú MOFI. Af því að þú skilur ekki eðli trúmála, af því að þú ert blindur á GUð og hefur enga hugmynd um hvað Guð er

Ég styð ekkert fólk nema ég sé sammála því sem það kennir og gerir.

Óskar
Viljir þú raunverulega eitthvað með Guð hafa, þá áttu að leita hans inní þér og ekki fyrir utan. Enn það kanski veistum enn greinilega skilur ekki

Það sem þú finnur inn í þér er einfaldlega bergmál af því sem þú hefur látið ofan í þig um ævina. Guðinn sem þar býr er einfaldlega þú sjálfur og svona hugsunargangur getur varla leitt til neins annars en tilbeiðsla á sjálfum sér.

Mofi, 4.9.2011 kl. 01:42

91 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni
"Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum, þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum."
Takk, flott vers.

Mofi, 4.9.2011 kl. 01:43

92 identicon

Hvernig væri þá að fara eftir því?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 07:42

93 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, hvernig telur þú mig ekki fara eftir því?

Mofi, 4.9.2011 kl. 11:27

94 identicon

Það að þú skulir ekki skilja það Mofi, staðfestir það sem Óskar er að segja hér ofar...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 15:37

95 Smámynd: Óskar Arnórsson

...hehe. "Það sem þú finnur inn í þér er einfaldlega bergmál af því sem þú hefur látið ofan í þig um ævina. Guðinn sem þar býr er einfaldlega þú sjálfur og svona hugsunargangur getur varla leitt til neins annars en tilbeiðsla á sjálfum sér"...ÚFF! Freud kallinn mættur á svæðið! ;)

Ég á ekki til eitt einasta orð MOFI kallin minn! hehe... þú ert nú meira barnið. Og ekki sá fyrsti sem ég hitti sem Biblíudýrkun hefur rænt vitinu og viskuni sem Guð gaf þér í vöggugjöf. Og Hann hlær ábyggilega og hristir hausinn yfir þessari "Leit þinni að Honum".

Og alls ekkert vont um þig persónulega. Svo síður sé. Ég hélt bara í einfeldni minni að þú leitaðir "Guðs" innra með þér enn ekki utan. Þú sagðist ekki ætla að gefast upp á mér. Það fannst mér raunverulega vænt um og ætla að bjóða þér það sama. Þó ég verði stundum að hlaupa og gera margt annað d0gum saman og hef ekki tíma í þessa skemmtilegu umræðu.

Ég bendi þér á NASA til að hjálpa þér í þessari leit að Guði þegar ég nú átta mig á hvaða aðferð þú nota til að leita Hanns ;) ....nú skal ég segja þér sögu sem ég las oft fyrir börnin mín:

"Maður kom labbandi eftir gangstéttini og kom að kunningja sínum sem var á fjórum fótum undir ljósastaur seint um kvöld, greinilega að leita að einhverju" "

"Að hverju ertu að leita kunningi, spurði hann sem kom..." "Húslyklinum mínum" var svarið.

Kunninginn lagðist strax á fjóra fætur til að hjálpa vini sínum við leitina. Eftir dágóða stund spurði hann hvort hann væri öruggur á því að hann hefði týnt lyklinum akkúrat þarna undir ljósastaurnum?

Nei, ég missti hann þarna við dyrnar, enn ég ákvað að leita hérna því það er svo miklu betra ljós hérna undir staurnum...

Það fór engum sögum um hvort kunningjanum hafi tekist að láta vin sinn skilja vitleysuna....

Óskar Arnórsson, 4.9.2011 kl. 21:22

96 Smámynd: Mofi

Óskar, þú sérð ekkert að því að allir leiti Guðs inn í sjálfum sér?  Augljóslega er gífurlegur fjöldi fólks hérna á jörðinni og ótrúlega mismunandi skoðanir á hvernig Guð er. Ef við skoðum söguna þá voru margar þjóðir sem fórnuðu börnum og kveiktu í fólki sínum guðum til dýrðar.  Þetta gerði fólk miðað við þann guð sem það fann inn í sér. Það skáldaði hann upp.  Þú ert að gera akkúrat það sama í staðinn fyrir að rannsaka þann vitnisburð sem Guð hefur gefið mannkyninu um sjálfan sig.  Engin spurning að Guð getur haft áhrif á manns innri mann en skoðaðu bara börn sem alast upp meðal dýra eða eru beitt ofbeldi og upplifa aldrei kærleika sem börn. Augljóslega þá er þeirra innra líf og þeirra sýn á Guð allt önnur en þeirra sem upplifa venjulegt uppbeldi.

Mofi, 5.9.2011 kl. 11:43

97 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, sem sagt getur ekki útskýrt það. Ég bjóst svo sem við því.

Mofi, 5.9.2011 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 803249

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband