15.8.2011 | 16:54
Ótrúleg hönnun kolkrabbans
Hérna er myndband sem fjallar stuttlega um ótrúlega hönnun kolkrabbans, sjá: http://www.evolutionnews.org/2011/08/this_octopus_is_colorblind049511.html
Þetta er algjör snilld, ekki missa af þessu.
Ég er forvitinn að vita hvort það reynir á trúarvöðva þróunarsinna þegar þeir sjá svona eða hvort þeir eru orðnir alveg ónæmir fyrir raunveruleikanum.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Trúmál | Breytt s.d. kl. 23:12 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef ég væri hönnuður einhverrar dýraflóru, því skyldi ég þá útbúa hana þannig að dýrin séu étandi hvert annað? Því skyldi ég þá t.d. skapa eitthvert hrikalegt rándýr, eins og t.d. hákarl, og útbúa svo dýr sem engan vegin geta varið sig fyrir hákarlinum, nema ég geri þau ósýnileg? Hefði ekki verið gáfulegra t.d. að sleppa því að hanna hákarlinn?
Hver skyldi ástæðan vera, ef hönnuðurinn - sem þú trúir að sé þessi Guð - skapaði þetta allt saman? Af hverju útbýr hann þetta allt svona, -allir étandi alla, rífandi, bítandi og gleypandi? Er þetta e.t.v. bara risastór hryllingsmynd, þessum Guði til afþreyingar og skemmtunar?
Hefði ekki verið nær að sleppa öllum þessum hryllingi og t.d. ákveða hverju dýri bara vissan líftíma og láta þau t.d. ganga fyrir sólarorku? Af hverju alla þessa þjáningu og hörmungar?
Skýringin er auðvitað sú að það var aldrei nein hönnun, og það er enginn að stjórna þessu.
Theódór Gunnarsson, 15.8.2011 kl. 17:34
Reynir það ekkert á trúarvöðvana þína Mofi þegar þú sérð fugl sem getur ekki flogið?
Hversu slæm hönnun er það... Afhverju að hanna dýr með vængi sem virka ekki?
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 01:11
Eins og Biblían útskýrir þetta þá voru dýrin ekki að éta hvort annað en Guð leyfði því að breytast með syndafallinu. Af hverju... ég held að það sé til það birtingarform illskunnar sem Guð valdi að væri mögulegt. Ef maður sér að tilgangur þessa heims er að leysa deiluna milli góðs og ills þá er þetta skiljanlegra. Nokkur vers sem tala um þessa breytingu:
Þótt að skriðdreki sé hannaður fyrir stríð þá þýðir það ekki að hann sé ekki hannaður er það nokkuð? Ég sé heim sem er hannaður á þann hátt að dýrin gátu brugðist við breyttum aðstæðum þar sem matur væri af skornum skammti og það yrði grimm samkeppni.
Er það virkilega það sem þú sérð þegar þú skoðar heiminn? Ég sé yfirþyrmandi fegurð en síðan líka áhrif illskunnar og megnið af þeim áhrifum er vegna vondra manna. Endalausri græðgi og misþyrming á dýrum og náttúrunni. Ég sé Guð leyfa þennan valmöguleika til þess að andlit illskunnar gæti komið fram því annars væri aldrei hægt að eyða henni á þann hátt að allir skyldu að það sé réttlátt.
Það er engin skýring :)
Mofi, 16.8.2011 kl. 09:50
Ef einhver hefur áhuga þá er hérna ýtarleg grein um hvernig dýr urðu kjötætur út frá sköpun, sjá: http://creation.com/images/pdfs/tj/j15_1/j15_1_69-75.pdf
Mofi, 16.8.2011 kl. 09:51
Nei, í rauninni ekki. Bara þótt ég skilji ekki tilgang einhverrar hönnunar þá get ég samt séð ummerki hönnunar. Menn héldu að stór hluti líffæranna hefðu engan tilgang en í dag vitum við betur. Ég held að svipað geti átt við svona dæmi, við höfum bara ekki enn uppgvötað tilganginn. Aðrar mögulegar útskýringar geta verið að eitthvað hafi bilað því að stökkbreytingar eru ágætar í að eyðileggja. Enn önnur möguleg útskýring er að aðstæður hafa breyst og í öðrum aðstæðum sé tilgangur fyrir þessu.
Mofi, 16.8.2011 kl. 09:54
Mofi:
Þannig að ljón, tigrisdýr, ernir, fálkar, háhyrningar, minkar, refir, úlfar, ... já og kolkrabbar voru bara grænmetisætur fyrir syndafallið??
Skeggi Skaftason, 16.8.2011 kl. 10:16
Skeggi, jebb og það er margt sem styður það. Þetta er svo sem eitthvað sem tengist ekki greininni en fyrir áhugasama þá er hérna grein sem fjallar um þetta, sjá: http://www.answersingenesis.org/tj/v5/i2/diet.asp - kaflinn sem fjallar um þetta er A change in diet
Mofi, 16.8.2011 kl. 10:54
Þvílík þvæla!
Theódór Gunnarsson, 16.8.2011 kl. 13:07
Theódór, hvað varstu ekki að skilja?
Mofi, 16.8.2011 kl. 13:34
Þegar við skoðum þennan heim, hvort er það þannig að fegurðin í hönnunni sem stendur upp eða illskan og hryllingurinn?
Mofi, 16.8.2011 kl. 13:40
Voru rándýr eins og ljón og tígrisdýr með tennur eins og beljur og rollur fyrir þessa breytingu.. hafa fundist menjar um slík dýr?
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 14:03
Jón Bjarni, nóg dæmi af dýrum með þannig tennur sem eru grænmetisætur.
Smá úr greinni sem ég benti á hérna á undan:
Mofi, 16.8.2011 kl. 14:16
ÉG kíkti á þessa síðu, alveg hreint ótrúlega fyndið! T.d. þetta:
"This raises the questions: ‘When and how did carnivory arise?’
The manner of change
Many have thought up theories suggesting how this change might have occurred, but there is no overwhelming biblical support for any single theory.50 John Whitcomb suggests that in the Edenic curse God reprogrammed the genetic material of all organisms, and even man. This resulted in such things as disease-causing microorganisms, thorns in plants, and carnivory in animals.51 (There are some recent papers on the supposed evolution of carnivores.52–55)
One can observe, in Genesis 3, three things that imply a sudden change. First, there is the cursing of the serpent. God told him that he would travel on his belly from that time onward, suggesting that the serpent had locomotive powers through another means before God cursed him. Second, God told Eve that she would have increased pain during childbirth. It appears that God did something within the body of Eve to bring this to pass. Third, God said that thorns and thistles would hinder man from harvesting crops. This suggests that there were very few of these plants or, more likely, they did not exist before that time."
Maður þarf að hafa alveg rosalega trúarvöðva til skella ekki upp úr við þennan lestur! :-D
Skeggi Skaftason, 16.8.2011 kl. 21:34
Skeggi, ég trúi að aðlögun, stökkbreytingar og náttúruval geti breytt sumum tegundum frá því að borða grænmeti, ávexti eða skortdýr yfir í að borða kjöt. Þér finnst mjög erfitt að trúa þessu en trúir þú ekki að stökkbreytingar og náttúruval bjó til allt dýrið frá grunni?
Mofi, 17.8.2011 kl. 10:30
Hverju trúir þú að háhyrningar hafi borðað fyrir syndafallið? Svifþörunga? Þang??
Voru þeir skíðishvalir fyrir syndafall?
Farðu í hvalasafnið í Húsavík. Þar sérðu beinagrind m.a. af háhyrning og tanngarð hans, sem minnir einna helst á risaeðlu!
Þú sérð líka lítil bein sem eru þróunarlegar leyfar af afturfótum.
Öll vísindaleg rök hníga til þess að lífverur hafi orðið til með þróun. Ég "trúi" ekki einu eða neinu um það.
Skeggi Skaftason, 17.8.2011 kl. 10:59
Til dæmis, góðar uppástungur en ég held að það sé engin leið til að vita þetta fyrir víst. Að ég best veit hefur enginn rannsakað þetta sérstaklega. Menn hafa rannsakað töluvert dýr eins og ljón og þau geta verið grænmetisætur, sjá: No Taste for Meat?
Ef að það er rétt að þetta eru leyfar af afturfótum þá væri það eitthvað sem styddi hrörnun, ekki þróun.
Áttu við að þú veist það þá? Þú hefur svo mikla fullvissu um það að orðið trú á ekki við þessa fullvissu?
Voru þetta vísindalegu rökin, einhver lítil bein í hvölum sem engin sönnunargögn eru fyrir að þeir gátu gengið á þessu? Endilega, gerðu grein þar sem þú tekur fram öll bestu vísindalegum rökin fyrir þessari fullvissu þinni sem er svo sterk að þú veist þetta án nokkurs efa.
Mofi, 17.8.2011 kl. 11:39
Mofi segir:
Fyrir mitt leyti þá hugsa ég til þess hver það var sem hannaði og sleppti inn í þennan heim Loa loa filariasis eða afríska augnorminum. Ef einhver vill eigna sér heiðurinn af hönnun kolkrabbans, sem er afar vel samsettur og flottur, þá verður hinn sami að eigna sér augnorminn andstyggilega og axla sína ábyrgð á honum.
Ég mæli eindregið gegn því að lesendur þessarar færslu gúgli latneskt heiti augnormsins sem tilgreint er í næstu málsgrein á undan. Niðurstöðurnar eru vægast sagt ömurlegar og eiginlega jafn ógeðslegar og kolkrabbinn er flottur.
Óli Jón, 22.8.2011 kl. 16:32
Óli Jón, stökkbreytingar og náttúruval hafa smá getu til að gera hitt og þetta, þetta er góður kandidat. Ástæðan er einfaldlega sú að eyðileggja er eitthvað sem tilviljanir eru góðar í og þarna sé ég eitthvað sem hefur farið mjög úrskeiðis.
Mofi, 22.8.2011 kl. 18:21
Mofi: En fyrst stökkbreyting og náttúruval umbreytti og skópu augnorminn illa, hvað segir þá að þessi öfl hafi ekki þróað fjörleg litbrigði kolkrabbans?
Óli Jón, 23.8.2011 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.