Hvað með illsku Guðs?

parable-of-vineyard-bbl72-973Það er ekki nema eðlilegt þegar maður les svona fréttir að sú spurning vakni hvort að þarna hafi menn hafi viljandi af illum ásetningi verið að reyna drepa saklaust fólk. En þó að þarna hafi verið mistök að ræða þá veltir maður því fyrir sér hvort að allt þetta hernaðarbrölt sé til að stöðva illsku og þar af leiðandi réttlætanlegt eða ekki.

En hvað með Guð?  Biblían inniheldur mörg dæmi þar sem Guð sjálfur tekur líf fólks og í augum margra þá er þar Guð að brjóta sín eigin lög og er að fremja illvirki. Mig langar að gera eins og Jesús og segja dæmisögu til að útskýra þetta. 

Það var einu sinni heimilislaus maður sem betlaði á götum stórborgar. Hann hafði hvorki húsaskjól né nokkuð að borða.  Það kemur til hans ríkur maður sem finnur til meðaumkunar á manninum og ákveður að bjóða honum tilboð. Hann býður honum að búa í húsi sem hann á og sömuleiðis að geta keypt mat í búð í nágrenninu og skrifa það á sig.  Heimilislausi maðurinn þyggur boðið með þökkum.  Ríki maður segir við hann að hann er aðeins með húsið að láni því að dag einn mun hann vilja fá það aftur.

Síðan líða áratugir og fátæki maðurinn býr í húsinu og kaupir mat á kostnað ríka mannsins og á þessum tíma þá byrjar honum að finnast að hann eigi húsið og að hann eigi rétt á ókeypis mat. Síðan þegar ríki maðurinn kemur til baka þá vill fátæki maðurinn ekki hleypa honum inn og bölvar honum fyrir að vilja húsið sem honum finnst hann nú eiga.

Þegar Guð tekur lífið frá einhverjum þá er það eins og ríki maðurinn að vilja fá húsið sitt aftur. Guð gaf viðkomandi líf og sömuleiðis heim til að búa í og mat til að borða. Guð bað viðkomandi um að passa upp á líkamann sem hann gaf honum og að fara vel með heiminn sem hann bjó til handa honum og sömuleiðis koma vel fram við aðra sem Guð skapaði líka.  Sumir í gegnum söguna hafa valið að fara illa með líkamann sem þeir hafa að láni frá Guði og enn aðrir hafa valið að fara illa með aðra einstaklinga sem Guð skapaði.  Hvernig getur einhver sagt að Guð hafi ekki rétt til að taka líf frá þeim sem misnota þessa gjöf Guðs?

Þetta er það sem menn ættu að hafa í huga þegar þeir lesa sögur í Biblíunni sem fjalla um dóm Guðs yfir óréttlátu fólki.


mbl.is Segja NATO bera ábyrgð á dauða 85 þorpsbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú meinar semsagt að þar sem hinn "algóði" guð gaf fólki líf er honum frjálst að taka það aftur?

Myndir þú kalla ríkan mann algóðan ef hann tæki til baka hús sem hann hefði lánað fólki og sendi þar með íbúa þess á götuna?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 14:39

2 identicon

GEtum tekið þetta aðeins lengra... segjum að ég sé moldríkur maður, veit ekki aura minna tal - ekki nóg með það heldur fæ ég allar þær byggingarlóðir sem ég vil frítt... Og ef það er ekki nóg þá get ég byggt hús á þessum lóðum með því einu að smella fingrum, og það kostar ekki neitt..

Ég geng síðan um göturnar og finn þar fátækt heimilslaust fólk og býð þeim húsnæði að búa í, húsnæði sem kostaði mig ekkert að byggja eða halda við. Fátæki maðurinn flytur þangað inn, finnur sér konu, eignast börn... Svo einn daginn ákveð ég að nú sé nóg komið og hendi manninum með fjölskyldu sinni á götuna - það er jú réttur minn sem eigandi hússins. Ekki það að ég þurfi að rýma húsið, ég á nóg af húsum fyrir..

Hvernig finnur þú það út að slíkan mann væri hægt að kalla "algóðan" ??

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 14:49

3 identicon

Þessi líking þín gengur ekki upp af þeirri einföldu ástæðu að það er ekki bara vont fólk sem deyr grimmum og ónauðsynlegum dauðdaga um aldrur fram

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 14:51

4 Smámynd: Valur Arnarson

Jón Bjarni,

En ef fjölskyldan, sem þú nefnir í dæminu þínu, fengi að búa í höll eftir að ríki maðurinn vísaði þeim út vegna þess að þau höfði gætt íbúð hans fegurð og farið með hana eins og sína eigin?

Valur Arnarson, 10.8.2011 kl. 15:10

5 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni
Myndir þú kalla ríkan mann algóðan ef hann tæki til baka hús sem hann hefði lánað fólki og sendi þar með íbúa þess á götuna?

Hann hefur fullan rétt á því; honum ber ekki skylda að láta aðra fá það sem hann á.  Þetta orð "algóður" er mjög erfitt þar sem fólk hefur mismunandi skilning á hvað það sé.  Ég myndi segja að ríki maðurinn í sögunni hafi verið góður að lána húsið sitt í marga áratugi.

Jón Bjarni
Þessi líking þín gengur ekki upp af þeirri einföldu ástæðu að það er ekki bara vont fólk sem deyr grimmum og ónauðsynlegum dauðdaga um aldrur fram

Hvað ef að um er að ræða að það þarf að rífa húsið niður vegna skemmda til að byggja annað betra og að fyrir þá sem vildu búa í húsi ríkamannsins gætu gert það en ekki fyrr en búið að rífa hitt niður og byggja nýtt?

Þeir sem síðan vilja ekki búa í húsi ríkamannsins eða fóru illa með það eða kom illa fram við nágrannana; er ekki réttlátt að það fólk fái ekki að búa í nýja húsinu? 

Mofi, 10.8.2011 kl. 15:40

6 identicon

Hvað með börn sem deyja ung úr t.d. krabbameini... Ekki fengu þau húsið að láni mjög lengi, og varla hafa þau haft tíma til að gera eitthvað af sér til að verðskulda slíka meðferð

Og já Mofi, þú of flestir trúbræður þínir virðst hafa afar furðulegan skilning á orðinu algóður...

Valur, oftast er það nú ekki öll fjölskyldan sem fer í einu, stundum er það t.d. bara sá sem tekna aflar sem fellur sviplega frá og skilur konu og börn eftir í örbrigð.. hvar er hús hins algóða þá?

Þið félagar getið vel haldið því fram í svona umfjöllun að þar sem hann eigi þessi blessuðu hús geti hann gert við þau það sem hann vill..

En um leið og þið ætlið svo að kalla hann algóðan í sömu andrá er slíkur málflutningur andvana fæddur..

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 16:07

7 identicon

Skv íslenskri orðabók þýðir orðið algóður: "fullkomlega góður"

Þessa skilgreiningu er einfaldlega ekki hægt að eigna guði sem hegðar sér svona...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 16:09

8 identicon

Ef ég á ALLT... og gef þér smá en tek það síðan aftur þegar mér hentar..

Þá er ég ekki fullkomlega góður - það er bara þannig

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 16:10

9 identicon

Gaf guð Adam ekki líf.. ég minnist þess ekki að hafa lesið það að hann hafi bara fengið það að láni - þið megið endilega leiðrétta þetta með viðeigandi tilvitnunum ef þetta er rangt hjá mér...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 16:11

10 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni
Hvað með börn sem deyja ung úr t.d. krabbameini... Ekki fengu þau húsið að láni mjög lengi, og varla hafa þau haft tíma til að gera eitthvað af sér til að verðskulda slíka meðferð

Ég segi að þeirra bíði nýtt líf án þjáninga, sjúkdóma og annara erfiðleika. Þú segir hvað? Hvað segir þú að muni gerast fyrir börn í þessum aðstæðum?

Þú síðan svaraðir ekki þessari spurningu:

Hvað ef að um er að ræða að það þarf að rífa húsið niður vegna skemmda til að byggja annað betra og að fyrir þá sem vildu búa í húsi ríkamannsins gætu gert það en ekki fyrr en búið að rífa hitt niður og byggja nýtt?

Mofi, 10.8.2011 kl. 16:32

11 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Hinn fátæki verður með tímanum eins og ofdekrað og gjörspillt barn og gleymir velgjörðarmanni sínum, þetta var nú bara munnlegt samkomulag og þeir sáust ekki aftur í áratugi. Nota bene, hann þurfti ekkert að hafa fyrir lífinu lengur og það veit aldrei á gott.....

Kannski þýðir þessi dæmisaga að Guð gefi okkur frjálsar hendur og marga hæfileika sem við verðum að nýta samkvæmt okkar bestu vitund. En það eru bara svo margir sem skortir skilning og láta glepjast, við erum svo ófullkomin og sumir skammfeilnir kunna ekki að sýna þakklæti, kærleika eða virðingu, heldur sýna grimmd eins og Guð gerir í GT og refsar þeim eins og lögin refsa glæpamönnum. Nú eitthvað verðum við að láta okkur detta í hug.

En Jón Bjarni, ég hef aldrei bendlað það trú ef fólk fellur frá á unga eða besta aldri, ekki heldur þegar börn missa foreldrana. Líkaminn er bara ekki fullkomnari en þetta og lífshættir okkar mættu ábyggilega vera betri, annars er þetta bara hringrás lífsins og úllen dúllen doff ræður hver fer hverju sinni, það er engum að kenna.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 10.8.2011 kl. 19:07

12 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Í blaðrinu hér að ofan gleymdi ég að spá í fréttina, er ekki einu sinni búin að lesa hana ;)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 10.8.2011 kl. 19:11

13 identicon

"Ég segi að þeirra bíði nýtt líf án þjáninga, sjúkdóma og annara erfiðleika. Þú segir hvað? Hvað segir þú að muni gerast fyrir börn í þessum aðstæðum?

Þú síðan svaraðir ekki þessari spurningu:"

Hver Mofi er tilgangurinn með því að gefa nýjum einstaklingi líf, stuttu eftir að viðkomandi fæðist þarf hann án þess að vera svo mikið sem kominn með rænu á eigin tilvist að glíma við erfið og þjáningarfull veikindi og síðan deyja kvalarfullum dauðdaga...

Til hvers í ósköpunum að gefa slíkum einstaklingi nýtt líf til að byrja með, ef það eina - og þá meina ég það eina - sem viðkomandi fær að upplifa í þessu lífi er kvöl og pína?

Ásamt þeirri vanlíðan sem það veldur foreldrum og aðstandenum viðkomandi .... Hvurslags "fullkomlega góða" vera gerir slíkt?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 20:54

14 identicon

Og hvað meinar þú þegar þú spyrð mig hvað muni gerast fyrir börn í þessum aðstæðum?

Þau deyja.. er það ekki?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 20:55

15 identicon

Ég veit að það er engum að kenna Tara... En Mofi er hér í þessari grein sinni að segja að það sé guði að "kenna" þar eð lífið sé hans að "lána" og þar með hans að taka til baka..

Ég var ekki að kenna neinum um neitt - bara forvitnast um hvernig hægt er að útskýra af hvaða ástæðum fullkomlega góð vera ætti að gera slíkt

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 20:56

16 identicon

Ef ég á ALLT, stjórna ÖLLU og get gert ALLT... Þá er ég varla fullkomlega góður ef ég tek til baka það sem ég hef "lánað" öðrum og veld þeim þar með þjáningum..

Hvað hefur sá sem á allt að gera við hluti sem hann hefur ekkert við að gera en eru öðrum lífsnauðsynlegir... í orðsins fyllstu merkingu

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 20:58

17 identicon

Ef ég gef mér það að guðinn þinn sé til Mofi, og hann geti og geri allt sem þú segir hann gera.. Þá er bara ekki hægt að halda því fram að hann sé algóður..

Í besta falli er hann duttlungafullur, algóður er hann aldrei

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 21:00

18 Smámynd: Mofi

Tara, manni er mjög hætt við að taka lífinu sem sjálfsögðum hlut og hætta að sýna þakklæti. Það er ekki eins og við getum beint búið til líf eða einu sinni viðhaldið okkar eigin líkama. Magnaðar vélar inn í okkur sjá um að halda okkur á lífi, við kunnum ekki að búa til eina slíka vél eða einu sinni gera við.

Gaman að heyra í þér :)

Mofi, 10.8.2011 kl. 22:46

19 Smámynd: Mofi

Steinunn, ég er ekki alveg viss hvort þú last greinina. En punkturinn var einfaldlega sá að þegar Guð tekur líf til baka þá var það Hans réttur. Enginn okkar hefur einhvern rétt til að lifa að eilífu. Guð óneitanlega tekur líf til baka. Aðeins Guð hefur vald til að gefa líf og það er Hans val hvort einhver lifi að eilífu og Guð valdi að við fengjum ekki að lifa að eilífu. Án efa mjög kærleiksríkt því við höfum ekkert við eilíft líf að gera í þessum synduga heimi.

Aftur á móti er loforðið um eilíft líf í nýjum heimi eitthvað sem öllum stendur til boða.

Mofi, 10.8.2011 kl. 22:53

20 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni
Hver Mofi er tilgangurinn með því að gefa nýjum einstaklingi líf, stuttu eftir að viðkomandi fæðist þarf hann án þess að vera svo mikið sem kominn með rænu á eigin tilvist að glíma við erfið og þjáningarfull veikindi og síðan deyja kvalarfullum dauðdaga...

Þú ert ekki að svara spurningunni... þú fyrst.

Jón Bjarni
Til hvers í ósköpunum að gefa slíkum einstaklingi nýtt líf til að byrja með, ef það eina - og þá meina ég það eina - sem viðkomandi fær að upplifa í þessu lífi er kvöl og pína?

Ég held að allir fái að upplifa tvær hliðar á lífinu svo löngunin í líf án kvöl ætti að vera öllum það þekkt að þeir vita hvað það er og hvort þeim langi í það. Allir upplifa sársauka í einhverjum mæli, allir þurfa að glíma við að missa ástvini og síðan deyja sjálfir. Ég viðurkenni að ég veit ekki af hverju sumir þjást meira en aðrir; sé samt ekki betur en að hérna spila tilviljanir og vilji mannana mjög stórt hlutverk.

Jón Bjarni
Og hvað meinar þú þegar þú spyrð mig hvað muni gerast fyrir börn í þessum aðstæðum?

Þau deyja.. er það ekki?

Það er eins og þú reynir að rakka boðskapinn niður með þeim rökum að þessi örfáu andartök á þessari jörð innihalda kvöl. Boðskapurinn er aftur á móti að það er von handan grafarinnar.  Hvaða góða boðskap hefur þú fram að færa. Hvað myndir þú segja við einhvern sem horfir upp á það að lifa í nokkrar vikur í kvöld og síðan deyja. Hvaða huggunar boðskap hefur þú þannig einstaklingi að færa?

Jón Bjarni
Ef ég á ALLT, stjórna ÖLLU og get gert ALLT... Þá er ég varla fullkomlega góður ef ég tek til baka það sem ég hef "lánað" öðrum og veld þeim þar með þjáningum.

Segðu mér hvað þér finnst um þetta hérna: C.S. Lewis "Why I'm Not an Atheist"

Mér finnst þarna koma einmitt fram svar við þessari spurningu þinni.

Jón Bjarni
Í besta falli er hann duttlungafullur, algóður er hann aldrei

Getur hann verið góður?  Ef hann gefur einhverjum líf og val um hvort hann vilji eilíf líf í paradís eða ekki?

Mofi, 10.8.2011 kl. 23:03

21 Smámynd: Valur Arnarson

Steinunn,

Kærleikur er ekki tæmandi lýsing á Guði, þetta er mikill misskilningur. Ef kærleikur er tæmandi lýsing á Guði þá fyrirgefur Guð allt, það skiptir hann litlu eða engu máli hvað fólk gerir, hann dæmir ekki og fólk þarf ekki að standa skil á gjörðum sínum frammi fyrir honum. Það er svo sannarlega ekki Guð Biblíunnar. Guð gerir kröfur. Enda væri sá guð sem léti líf okkar sig engu skipta sannarlega skelfilegur og ekki verðugur þess að vera tilbeðinn.

Guð getur tekið líf og það er ávallt æðri skilningur á bak við þann gjörning en okkar einfaldi hugur getur skilið. Okkur er oft tamt að takmarka Guð við okkar hugarheim og þá vakna upp spurningar eins og; hvers vegna ég?; hvers vegna kom þetta fyrir mig?; hvað hef ég gert rangt?; Þetta eru eðlilegar spurningar en við þeim er oft ekkert svar að finna í þessu lífi. Skynsamlegasta leiðin hlýtur að vera að taka þá ábyrgu afstöðu að treysta Guði. Treysta þeirri stóru áætlun sem hann hefur gert með líf okkar, lífsskoðun þeirra sem eru kristnir býður einmitt uppá þessa fegurð. Ef hlutirnir ganga okkur ekki í haginn þessa stundina þá eru það engin endalok, síður en svo. Áætlun Guðs er yfirleitt stærri en skilningur okkar býður uppá.

Jón Bjarni,

Þér er oft tamt að vera of fljótur á þér í umræðu sem þessari og gleymir að lít til stærra samhengis. Þú verður að athuga að í andaheiminum þá eru bæði góð öfl og ill. Guð er sá góði máttur sem við viljum og ættum að leita til með okkar mál. Það eru líka til vond öfl og er Satan þar fremstur meðal jafningja. Satan er ekki mótvægi við Guð á nokkurn hátt. Satan gerir það sem Guð segir honum að gera, hann hlýðir Guði hversu óskiljanlega sem það kann að hljóma. Við getum séð þetta í Jobsbók þar sem við sjáum réttlátan og Guðelskandi mann sem nýtur velsældar í skjóli hins mikla og góða Guðs, hann hefur valið að treysta Guði og elska. Guð færir honum blessanir og Job gengur allt í haginn. Satan sem gengur um á jörðinni verður var við Job og sér að honum gengur allt í haginn undir verndarhendi Guðs. Satan leitast við að fá leyfi frá Guði til þess að láta reyna á trúfesti Jobs, sjá hvað hann muni þola mikið án þess að afneita og yfirgefa Guð. Guð gefur Satan leyfi, en hvers vegna? Ef Guð vildi þá gæti hann tortímt Satani á einu augabragði, en hvers vegna gerir hann það ekki? Svarið við því er einfalt. Ef hann myndi gera eitthvað slíkt þá myndu herskarar himins ekki þjóna honum af elsku heldur af ótta. Þess vegna eru til vond öfl í andaheiminum, þú verður að átta þig á þessu, Jón Bjarni. Ef við snúum okkur aftur að Job þá þurfti hann að þola miklar þjáningar í lífi sýnu, næstum óbærilegar. Allir þeir sem í kringum hann voru gáttuðu sig á trúfesti hans við Guð. Job þoldi prófraun Satans og var Guðs á endanum. Þetta þurfum við sem erum kristnir oft að ganga í gegnum en við þurfum að skilja að áætlun Guðs er yfirleitt stærri en skilningur okkar leyfir.

Það er líka vert að minna á það að útfrá kristnu sjónarmiði þá lifir engin sjálfum sér og engin deyr sjálfum sér. Persóna sem deyr fer til Guð föður og lifir áfram hjá honum um alla eilífð. Persóna sem Guð kýs að taka til sín nýtur um alla eilífð óviðjafnanlegrar gleði og hamingju hjá honum. Hér er mikill munur milli heimsskoðana. Útfrá guðlausu sjónarhorni þá lýkur lífi manns á jafn tilhæfulausan hátt og það hófst. Það er jafn lítil merking á bak við fæðingu manns og dauða þegar allt kemur til alls enda hvort tveggja að sama marki brennt, þ.e. engu. Ólíkt guðleysingja þá getur kristið fólk leyft sér að lesa tilgang inní dauða manns þrátt fyrir allt. Dauði manns er ekki alger. Dauði manns markar ekki endalok lífs hans/hennar. Hann/hún lifir áfram hjá þeim Guði sem gaf honum/henni lífið og hann/hún lifir enn.

Þú talar um barn sem fær krabbamein, Jón Bjarni, og gleymir að líta til þess samhengis hvað þetta líf er stutt miðað við alla eilífðina sem býður okkar í faðmi föðursins. Krabbamein getur skaðað líkama okkar og valdið okkur kvölum en það skaðar ekki anda okkar ef við treystum Guði. Þetta hafa margir kristnir einstaklingar reynt, hvers vegna við þurfum að ganga í gegnum þetta skiljum við ekki en eins og ég hef marg bent á þá er áætlun Guðs ávallt stærri en skilningur okkar býður uppá. Kristin trú snýst einmitt um að treysta Guði, láta ekki sársauka heimsins buga sig, það er æðri tilgangur og sú trú og von gefur okkur tilefni til þess að líta á allar aðstæður með jákvæðu hugarfari.

Valur Arnarson, 11.8.2011 kl. 08:56

22 Smámynd: Tómas

Mig langaði tl að ræða um dæmisöguna og hvað hún þýðir. Tökum þrjú dæmi:

1. Fyrir löngu síðan gaf guð líf. Guð tók það svo nokkrum mánuðum síðar í Nóaflóðinu sökum synda foreldra þess og/eða annarra manna á jörðinni.

Þetta barn var þá heimilislaus maður, sem fékk rétt að koma inn í hús ríka mannsins til að hlýja sér? Svo kastað aftur út á götuna. Það hafði ekki heyrt neitt um guð, hvað þá ákveðið hvort það tryði á hann eða ekki. Barnið fór þá væntanlega til helvítis, right?

2. Hjálpsamasti maður í heimi og "góðhjartaðsti" dó eftir langt og gott líf sem guð hafði gefið honum. Hann trúði ekki á guð, en hann var rosalega góður.

Heimilislausi maðurinn í þessu tilfelli var hinn besti húseigandi. Ryksugaði á hverjum degi og gekk rosalega vel um. Þegar hann var búinn að búa þarna allt sitt líf, þá var honum kastað á götuna, en ekki fékk hann inn í nein önnur hús að vernda, nema þá helvíti satans.

3. Guð gaf líf manni. Maðurinn óx og dafnaði sem trúleysingi. Hann varð fjöldamorðingi, barnaníðingur og þar fram eftir götunum. Hann dó loks úr elli, mörgum tugum ára eftir ódæðisverk sín. Hann ákvað samt á dánarbeðinu að gerast trúaður á biblíuna, svona til öryggis.

Skv. dæmisögunni, þá var þetta heimilislaus maður, sem ríki maðurinn fékk hús, og bjó hann þar sem hann átti eftir ólifað, þrátt fyrir rosalega slæma umgengni. Eftir það, fékk hann inngöngu í höll að búa í að eilífu.

Ég verð að segja að þessi dæmisaga/myndlíking um heimilislausa manninn og ríka manninn gengur bara alls ekki upp (nema kannski fyrir mjög takmarkaða hópa).

Annars eru vegir guðs rooooosalega órsannakanlegir... (mætti jafnvel kalla þá algerlega "tilviljanakennda", hmmm..? )

Tómas, 11.8.2011 kl. 10:38

23 Smámynd: Valur Arnarson

Tómas,

Það er alltaf hægt að setja upp dæmisögur en dæmisögurnar þurfa að ríma við þá lífsskoðun sem fjallað er um. Ef ég ætti setja fram dæmisögu sem í mínum huga myndi ganga upp fyrir lífsskoðun hins kristna manns þá yrði hún eftirfarandi:

Það var eitt sinn ríkur maður sem bjó í mikilli og stórri höll. Maðurinn átti tvo sonu sem hann elskaði heitt. Þegar sá tími kom er þeir ákváðu að yfirgefa föður sinn og reyna fyrir sér í hinum stóra heimi þá gaf faðir þeirra þeim ríkulegt veganesti. Báðir synirnir fóru illa með auðinn sem þeim var gefin og fundu sig tilneydda til þess að snúa aftur til föður síns sem miskunaði sig yfir þá. Á þessum tíma hafði faðir þeirra, tímabundið, til umráða húsnæði tvö sem hann fól sonum sýnum að geyma og varðveita meðan þeir kæmu undir sig fótunum. Annar sonurinn fór vel með þetta tækifæri sem faðir hans hafði veitt honum, ávaxtaði vel og fór vel með þá ábyrgð sem faðir hans hafði trúað honum fyrir. Hinn sonurinn, aftur á móti, fór illa með ráðahag sinn og stóð eftir slippur og snauður þegar sá tími kom er faðirinn þurfti að ráðstafa húsnæðinu til annara nota. Auk þess hafði ráðvillti sonurinn afneitað föður sínum með öllu og sýnt því húsnæði sem faðirinn hafði veitt honum einstaka lítilsvirðingu.

Ef þú, lesandi góður, værir í sporum föðurins, hvorum syninum myndir þú bjóða heim í höllina þína? Þeim sem hafði farið vel með ráðhag sinn og bæri virðingu fyrir þér, eða þeim sem hafði hafnað þér með öllu og sýnt þinni góðsemd lítilsvirðingu?

Það mætti líkja höll ríka mannsins við himnaríki og ríka manninum við Guð, sem leitast við að gefa okkur endalaus tækifæri. Hann færði okkur son sinn syndlausan svo við gætum öðlast eilíft líf með honum í gleði og velsæld. Synirnir eru annars vegar réttláti maðurinn í heiminum og hins vegar sá rangláti.

Það er auðvelt að sleppa vel frá þessu með því að segja, ja, ég myndi nú alltaf fyrirgefa barninu mínu og gefa því endalaus tækifæri. En er það svo í raunveruleikanum? Við vitum það ekki nema að fá að reyna það. Auðvitað viljum við allt fyrir börnin okkar gera og við viljum að þau vaxi og dafni og taki réttar ákvarðanir í lífinu. En lífið er bara ekki svona einfalt, þeir sem hafa reynsluna vita það. Oft er það svo að við neyðumst einmitt til þess að setja þeim sem við elskum hvað mest ákveðin mörk, sjálfum okkur og öðrum til heilla. Ríka manninum í dæmisögunni langaði kannski til þess að fá sonin í höllina sína þrátt fyrir óhlýðni hans, yfirgang og ósvífni. En hann þarf líka að hugsa um hag þeirra sem eru fyrir í höllinni, það er ekki nóg að hugsa bara um sjálfan sig. Það eru allir menn með frjálsan vilja og stundum verðum við að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt.

Valur Arnarson, 11.8.2011 kl. 11:10

24 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Kannski er "lífið" lítils virði en sálin þú sem skiptir öllu máli. Hvað er maðurinn miðað við eilíft líf. Má ekki segja að Guð láni sálina en sér svo að hún dugar miklu betur í himnaríki en í forgengilegum skammtíma líkama og drífur hana til baka. Svona einfaldar maður hlutina ;)

Gaman að trufla þig Mofi minn ;)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 11.8.2011 kl. 11:32

25 Smámynd: Mofi

Tómas
Þetta barn var þá heimilislaus maður, sem fékk rétt að koma inn í hús ríka mannsins til að hlýja sér? Svo kastað aftur út á götuna. Það hafði ekki heyrt neitt um guð, hvað þá ákveðið hvort það tryði á hann eða ekki. Barnið fór þá væntanlega til helvítis, right?

Fyrst þá er helvíti þar sem fólk er kvalið að eilífu ekki Biblíuleg hugmynd, sjá: Hvað gerist þegar maður deyr, hvað er helvíti?

Guð er síðan réttlátur, Hann dæmir ekki fólk eftir þekkingu eins og að komast inn í himnaríki fer eftir hve langt þú náðir að lesa í Biblíunni. Guð dæmir fólk eftir því ljósi sem það hafði öðlast og hve vel það fylgdi því.

Tómas
Hjálpsamasti maður í heimi og "góðhjartaðsti" dó eftir langt og gott líf sem guð hafði gefið honum. Hann trúði ekki á guð, en hann var rosalega góður.

Ef hann leitaði ekki Guðs í þessu lífi þá getur varla það verið þannig að hann hafi viljað eilíft líf með Guði.

Tómas
Heimilislausi maðurinn í þessu tilfelli var hinn besti húseigandi. Ryksugaði á hverjum degi og gekk rosalega vel um. Þegar hann var búinn að búa þarna allt sitt líf, þá var honum kastað á götuna, en ekki fékk hann inn í nein önnur hús að vernda, nema þá helvíti satans

Áframhaldið í sögunni mætti segja að þessi heimilislausi maður væri boðað að búa með ríkamanninum í höll hans en skilyrðið væri að hann vildi búa með ríka manninum og vildi fara eftir þeim reglum sem gilda í höllinni. Að ekki fara að eyðileggja höllina eða koma illa fram við aðra sem búa þar.

Tómas
Guð gaf líf manni. Maðurinn óx og dafnaði sem trúleysingi. Hann varð fjöldamorðingi, barnaníðingur og þar fram eftir götunum. Hann dó loks úr elli, mörgum tugum ára eftir ódæðisverk sín. Hann ákvað samt á dánarbeðinu að gerast trúaður á biblíuna, svona til öryggis.

Aðeins umbreytandi trú og alvöru iðrun getur veitt einhverjum aðgang að eilífu lífi. En það er ekki hægt að neita því að þegar maður hugsar upp svona möguleg tilfelli þá virkar miskun Guðs óskiljanleg en þannig er kærleikurinn, hann hefur getu til að fyrirgefa.

Mofi, 11.8.2011 kl. 11:52

26 Smámynd: Mofi

Tara, megnið af hinum kristna heimi talar um sál en minn skilningur á sál út frá Biblíunni er að sál er hið sama og líf. Aftur og aftur í Biblíunni er orðið sál þannig notað að það er bara lifandi vera, t.d. oft notað yfir dýr. Hvað eru síðan nokkrir áratugir miðað við eilífðina?  Takk fyrir truflunina, vel þegin :)

Mofi, 11.8.2011 kl. 12:34

27 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ég átti í rauninni við það, sálin lífið. Líkaminn er bara hulstur fyrir sálina og þá lífið auðvitað, um mismunandi skamman tíma. Nú flæktir þú fyrir mér einfaldleikann en vel þegið ;)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 11.8.2011 kl. 13:46

28 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Þetta er nú meiri andskotans vitleysan!  Hvernig nennirðu að vera alltaf að velta þér upp úr þessari dellu?

Theódór Gunnarsson, 11.8.2011 kl. 13:56

29 Smámynd: Valur Arnarson

Sæll Theódór,

Ég geri ráð fyrir því að spurningunni sé beint til Mofa. En spurningin er einkar furðuleg í ljósi þess að henni er beint til manns sem hefur kristni sem lífsskoðun. Þér væri nær að spyrja þá guðleysingja sem eru hvað duglegastir að vera hér á blogginu og velta sér uppúr þessari dellu. Þú fengir a.m.k. forvitnilegt svar ef þú fengir svar yfir höfuð.

Svarið okkar sem erum kristnir hlýtur að vera einfalt. Vegna þess að við elskum Guð.

Valur Arnarson, 11.8.2011 kl. 14:01

30 Smámynd: Mofi

Theódór, ég myndi velta mér upp úr miklu skemmtilegri hlutum ef það væri ekki fyrir alla guðleysingjana sem eru að velta þessu fyrir sér.  Ég skil þá mjög vel að velta þessu fyrir sér en skil þig og þessa athugasemd ekki alveg jafn vel.

Mofi, 11.8.2011 kl. 14:14

31 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Theódór hvernig nennir þú að velta þér upp úr því sem þér finnst andsk. vitleysa! Það er jafn heimskulegt og þú veltir þér upp úr drullupolli til að hreinsa af þér óhreinindin. En hvaða andsk. vitleysu skyldir þú hafa gaman af að velta þér upp úr, bölvi og skítkasti. Það er reyndar ótrúlegt hvað þú átt marga fylgismenn þar, ekki merkilegt fólk. 

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 11.8.2011 kl. 14:23

32 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ef einhver herforingi myndi láta drepa alla frumburði óvinar síns, hvað væri hann kallaður?

Geðsjúkt illmenni. Ekkert minna.

Jón Ragnarsson, 11.8.2011 kl. 17:05

33 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Blessaður Jón R. einhverstaðar verður að byrja.

En sorry Mofi minn, eyddu tveimur síðustu færslum hjá mér sem ég kalla útrás, ég er ekki öll þar sem ég er séð. Ég held að svona athugas. stöðvi framgang vitrænna athugasemda og rökrræðna. Plís gerður eins og ég segi. Sorry, Tara

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 11.8.2011 kl. 19:19

34 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mofi,

Þú skilur þessa athugasemd ágætlega.  Við erum búnir að spjalla heilmikið saman, en það er auðvitað ekki nema von að Valur og Tara hafi orðið hneiksluð.  Ég veit vel að þetta var ónærgætið og allt það, en ég skil bara ekki hvernig er endalaust hægt að vera að rembast við að fá einhverja glóuru í þennan trúarbragðagraut.

Vonandi fyrirgefið þið mér.

Theódór Gunnarsson, 11.8.2011 kl. 20:12

35 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ég fyrirgef Theodór enda geri ég það alltaf  en auðvitað er það allt undir Mofa komið hann getur þurrkað okkur út eins og ekkert sé, enda vill hann ekki svona ruglaðan útúrdúr, of gáfaður og trúr sinni vitund til þess. En það skemmtilega við þennan "trúarbragðagraut" er þrautin við að reyna og reyna meira til að fá hann til að ganga upp. Hefur þú ekki gaman að glíma við þrautir.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 11.8.2011 kl. 21:45

36 Smámynd: Mofi

Tara, þetta virkaði ósköp saklaust, má þetta ekki bara haldast inni?

Theódór, þetta virkar samt hjá þér eins og einhver sem fer inn á blog sem fjallar um fótbolta og segir "hvernig nennið þið að tala um þessa vitleysu" og fer síðan inn á blogg um pólitík og segir "hvernig nennir þið að tala um þessa þvælu".  Trúarbragðagauturinn inniheldur guðleysi, það var meira að segja guðleysis pælingarnar sem voru kveikjan að þessari grein og umræðum. 

Jón Ragnarsson
Ef einhver herforingi myndi láta drepa alla frumburði óvinar síns, hvað væri hann kallaður?

Ef að Guð er til, þá er mjög órökrétt að dæma Hann eins og Hann væri dauðlegur maður.

Mofi, 12.8.2011 kl. 11:22

37 Smámynd: Már Elíson

Hvaða "Guð" eru þið að tala um...?..."guð í alheimsgeimi, guð í sjálfum þér..?

Ef svo er, þá er þetta í lagi.

Fullorðið fólk veit að jólasveinninn er ekki til, og heldur ekki.....

Már Elíson, 12.8.2011 kl. 12:09

38 Smámynd: Valur Arnarson

Már,

Guð utan alheims, Guð sem skapaði alheiminn og er eilíf orsök hans, Guð sem hefur áhrif á allt innan alheimsins og geymir uppruna alls í sér.

Þú ræður svo hvort þú samþykkir eða hafnar slíkum Guði.

Valur Arnarson, 12.8.2011 kl. 12:22

39 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Jú jú mikil ósköp Mofi :) Líklega held ég að ég sé svo máttug að ég setji alla út af laginu, það sprettur af því að ég reyni alltaf að halda friðinn. En loka þverrifunni á mér í smátíma núna. (komið frá mömmu þegar ég gekk of langt í den, notaðu þennan frasa á viðmælendur þínar þegar þér blöskrar :))

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 12.8.2011 kl. 13:07

40 Smámynd: Mofi

Gott mál Tara og góð hugmynd!

Mofi, 12.8.2011 kl. 13:55

41 Smámynd: Már Elíson

Valur : Gefðu mér þá símasamband við "hann" ef "hann" er til....

Til fróðleiks : Ættbálkur einn í landi Ástrala trúði / trúir á kókflösku..og allt í lagi hjá þeim. Svo þú, gáfaði Valur, getur trúað á þína kókflösku - ég trúi bara á það góða í manninum (bíddu, er það ekki beygingin á orðinu "guð"...?), og reyni að breyta samkvæmt því. Það er "guðið" í mér.

Annars hef ég ekkert á móti kristinni trú..hún er og var bara stórsnallt markaðsátak og einn valkostur í þessari trúarvitleysu sem flóttafólk heimskunnar felur sig í. Ég réði hins vegar engu um það þegar ég var ómálga - en núna ræð ég, og þykist nú geta ráðið fyrir báða !

Valur, ef þú ert svona blindur og...- ekki hafa fyrir því að svara þessu. Ég nenni að ræða svona mál við blinda bókstafs-ofsatrúamenn og Votta - það er regla.

Már Elíson, 12.8.2011 kl. 13:58

42 Smámynd: Valur Arnarson

Már,

Þú vilt sem sagt meina að það sé jafn rökrétt að kókflaska hafi orsakað miklahvell eins og Guð?

Segðu mér eitt, Már, nú eru langflestir vísindamenn sammála því að orsök miklahvells hljóti að hafa verið óháð tíma, rúmi, orku og efni þar sem allt hið áðurnefnda varð til við miklahvell, hvernig kemur kókflaska heim og saman við þessa lýsingu?

En þar sem ég er blindur, samkvæmt þér, þá hlýtur þú að vera með skothellt svar við þessu og þá varla þess virði að rökræða þetta yfir höfuð!

Þér hlýtur að vera létt.

Valur Arnarson, 12.8.2011 kl. 14:10

43 Smámynd: Már Elíson

...miklihvellur....guð...? - Ég sá hvergi neitt um þennan hvell í blöðunum í morgun...(?)

P.S. "skothelt" er með einu elli.

Már Elíson, 12.8.2011 kl. 14:58

44 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ef að Guð er til, þá er mjög órökrétt að dæma Hann eins og Hann væri dauðlegur maður.

Hvað er órökrétt við það? Hvað kallarðu fyrirbæri sem drepur alla frumburði í heilu landi? 

Jón Ragnarsson, 12.8.2011 kl. 15:08

45 Smámynd: Valur Arnarson

...miklihvellur....guð...? - Ég sá hvergi neitt um þennan hvell í blöðunum í morgun...(?)

Líkleg vegna þess að þú hefur lítið vit á því sem þú ert að reyna að tjá þig um.

Valur Arnarson, 12.8.2011 kl. 15:21

46 Smámynd: Mofi

Jón Ragnarsson, þegar kemur að Guði og taka líf þá hefur Guð vald til að gefa það aftur.  Ef hægt væri að nota söguna í greininni til að útskýra þá er þetta eins og að ríkimaðurinn býður heimilislausa manninum að koma og búa með sér í höll en hann þarf að vera heimilislaus í nokkra daga á meðan hann ferðast frá húsinu sem hann bjó í yfir í höllina.

Mofi, 12.8.2011 kl. 15:46

47 Smámynd: Reputo

Þetta er auðvitað kolröng samlíking hjá þér Mofi. Heimilislausi maðurinn hafði val um það að þiggja gistinguna ólíkt því að manneskja hafi val um það að fæðast eður ei. Í öðru lagi var heimilislausa manninum ekki hótað öllu íllu (jafnvel ættliði fram í tímann) fyrir hugsanaglæpi og að framfylgja ekki barnalegum reglum. Sagan hefði frekar átt að vera einhvernvegin svona:  Maður vaknar í fangelsi. Hann er ekki frjáls hugsana sinna né aðgerða. Það er einhver annar sem á hann og því hafði hann ekkert val um það hvort hann vaknaði einn daginn í fangelsi eður ei. Manninum er tjáð af meðfanga að hann eigi ekki þennan fangaklefa og fari hann ekki í einu og öllu eftir settum kjánalegum reglum muni fangari hans refsa honum grimmilega. Það eru myndavélar allstaðar og hugsanalesturtæki og því skuli hann passa sig. Nokkrum áratugum seinna, þegar maðurinn er orðinn hálf geðveikur af öllum þessu rugli finnst honum eins og hann fá dulræn skilaboð frá fangara sínum þar sem honum sé tjáð að hann muni ekki vakna á morgun. Fangarinn eigi jú klefann og ætli sér að taka hann aftur því hann geti gert það sem honum þóknast við hann. Maðurinn þráast við því þetta sé heimili hans og hann þekki ekkert annað. Hvernig get ég verið eign einhvers. Meðfanginn segir honum þá að fangarinn muni fara yfir upptökurnar úr myndavélunum og ákvarða út frá þeim hvar hann vakni upp næst. Manninum finnst þetta allt skrítið og ósanngjarnt enda hefur hann aldrei séð fangara sinn né heyrt raunverulega í honum. Allt sem hann veit um hann er frá einhverjum öðrum komið í bland við eigin hugarburð. 

Er þetta ekki öllu nær ykkar "sannleika" en þessi sykurhúðaða saga sem þú komst með í byrjun?

Reputo, 12.8.2011 kl. 18:58

48 Smámynd: Reputo

úps.. þetta átti nú ekki að koma svona í belg og biðu

Reputo, 12.8.2011 kl. 18:59

49 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Fyrirgefðu ég var víst búin að loka þverrifunni en ræð ekki við fingurnar. Sko Reputo er á frumstigi eins og ég var einu sinni leyfðu honum bara að halda áfram. En Jón Ragnarson er ófær um að rökræða við þig á réttum nótum svo eyddu ekki púður í hann.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 12.8.2011 kl. 20:29

50 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Nei annars, við nánari skoðun held ég að Reputo sé að rifja upp hans eigin órökrétta heim, veistu hvað ICD númer hann hefur fengið. Ég veit það.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 12.8.2011 kl. 20:35

51 Smámynd: Reputo

Gaman að tala við svona fólk eins og Töru sem drullar yfir persónu fólks að ástæðulausu. Spurning hvort það sé vegna skorts á rökum eða til að uppfylla einhverja afbrigðilega þörf.

Reputo, 12.8.2011 kl. 21:43

52 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

He he já reyndu að finna út hvort er rétt eða hvorugt, ég gef ekkert meira upp ;)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 12.8.2011 kl. 22:13

53 Smámynd: Valur Arnarson

Reputo,

Telur þú þig vera hæfari til þess að koma með dæmisögu um lífsskoðun okkar en við sjálfir?

Hver er þín lífsskoðun og heimsmynd?

Valur Arnarson, 13.8.2011 kl. 01:14

54 Smámynd: Reputo

Í það minnsta jafnhæfur enda þarf maður ekki endilega að vera þáttakandi í einhverju til að geta haft skoðun á hlutunum.

Ég hef verið frjáls í um 15 ár núna, þ.e. laus undan oki trúarinnar.

Reputo, 13.8.2011 kl. 09:36

55 Smámynd: Jón Ragnarsson

Guð þinn drap alla frumburði í heilu landi.

Að kalla hann djöfullegan væri móðgun við djöfulinn... 

Jón Ragnarsson, 14.8.2011 kl. 14:13

56 Smámynd: Valur Arnarson

Reputo,

Rétt er það, það mega allir hafa skoðanir á öllum hlutum. Mér finnst bara þín sýn á málið fremu neikvæð, en það er auðvitað bara mín skoðun. Ég hef, undanfarin ár, litið á þetta þannig að lífið sé gjöf sem við reynum að fara sem best með svo hún ávaxtist í eilífðinni þar sem æðri tilgangur lífsins verður okkur ljós.

Valur Arnarson, 14.8.2011 kl. 14:43

57 Smámynd: Valur Arnarson

Jón Ragnarsson,

Þér virðist vera mikið niðri fyrir og Egyptar virðast eiga mikla samúð hjá þér.

Trú þín á Guð virðist samt vera sterk því þú kallar hann nafni, en það sem Mofi hefur verið að reyna að útskýra fyrir þér er þetta:

Guð er ekki maður eins og þú! Hann er yfir mannlega mælikvarða hafinn vegna þess að hann skapaði alheiminn og allt sem í honum er (líka okkur mennina)! Hann geymir uppruna okkar í sér. Allt sem er í okkur öllum er í honum. Hann veit því hvað er okkur fyrir bestu! Hann þarf ekki að fylgja því siðferði sem hann setti okkur vegna þess að hann er Guð! Ef þú myndir skilja Guð, Jón Ragnarsson, þá myndir þú skilja að siðferðislega staða okkar og hans er mjög ólík.

Þú trúir því að Biblían segi satt og rétt frá og er það góð byrjun. En þú skilur ekki Guð, þú skilur ekki það sem er guðlegt en skilur vel það sem er mannlegt þess vegna reynir þú að setja Guð undir mannlega mælikvarða, vegna þess að þú þekki ekki neitt annað.

Þér er líka tamt að taka hlutina úr samhengi og nú skulum við fara yfir söguna eins og hún er í Biblíunni:

Móse og Aron fóru á fund Faraós og báðu um fararleyfi fyrir Ísraelsmenn að beiðni Guðs (Guðs sem skapaði alheiminn og geymir uppruna alls í sér). Guð hafði áætlun með þessa för Ísraelsmanna frá Egyptalandi svo hægt er að tala um mjög mikilvæga för.

Faraó sagði nei, hann óhlýðnaðist Guði. Við lesum um það í Gamla testamenntinu að slíkt hefur afleiðingar - eðlilega. Faraó hafði ekki bara óhlýðnast Guði í þessu svo mjög mikilvæga máli heldur dýrkaði hann falsguði og snéri sér algjörlega frá Guði.

Í staðin fyrir að frumburðirnir, (sem þú talar um, Jón Ragnarsson) yrðu látnir vera með foreldrum sínum og vaxa uppí því að verða syndugur lýður, fengu þeir nú að fara til himnaríkis til Guðs almáttugs, skapara alheimsins, og fengu að njóta óviðjafnanlegrar gleði og hamingju með honum.

Þetta er einmitt það sem guðstrú, eins og kristinn trú, býður okkur uppá. Það eru engin endalok í dauðanum, heldur er hann upphaf á einhverju sem er mikið betra.

Valur Arnarson, 14.8.2011 kl. 15:09

58 Smámynd: Valur Arnarson

Ég gleymdi auðvitað að minnast á það að Faraó fékk góðan skammt af viðvörunum áður en plágan fékk fram að ganga.

Valur Arnarson, 14.8.2011 kl. 15:20

59 identicon

Þú meinar sumsé að það sé i lagi að refsa saklausu fólki með þvi að myrða börnin þeirra (sem ekkert hafa af sér gert heldur) vegna framkomu eins manns.. Svo lengi sem sá maður var varaður við?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 20:04

60 identicon

"yrðu látnir vera með foreldrum sínum og vaxa uppí því að verða syndugur lýður"

Skrýtið, ég hélt að við mennirnir hefðum frjálsan vilja... En þú virðist halda því hér fram að öll börn fædd í þessu landi hafi verið dæmd til þess að verða syndugur lýður....

Svo eruð þið hissa á að fólk botni ekkert í ykkur

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 20:06

61 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég hef aðeins verið að fylgjast með þessari umræðu mér til gamans og pirrings.  Það er ein athugsasemd hér sem stendur alveg út úr.  Það er athugasemd nr. 50.  Ég hef sjaldan séð annan eins hofmóð og sjálfsupphafningu.

Mikið er ég annars feginn að ég skuli ekki búa í theokrasíu þar sem þið Mofi og Valur farið með völdin.  Ég hef ekki hugmynd um það hvort Guð er til, eða eitthvað annað máttarvald, og ég er yfir mig ánægður með að hafa leyfi til að tjá mig um að svo sé.  Forfeður okkar höfðu ekki leyfi til að efast.

Eitt er ég þó algerlega sannfærður um: Þið vitið nákvæmlega jafn lítið um almættið og ég.  Almættið er ekki þetta gerpi í Biblíunni; þessi gamli ættbálkaguð Jahve, sem var síðan dubbaður upp sem hinn eini Guð, og síðar uppdubbaður á ný sem orsök alheimsins, þegar menn voru búnir að átta sig á því að gamla sköpunarverkið úr Genesis var bara agnarlítið rykkorn í samanburði við alheiminn.  Þið vitið ekkert og ég ekki heldur.

Theódór Gunnarsson, 15.8.2011 kl. 09:18

62 Smámynd: Mofi

Reputo
Þetta er auðvitað kolröng samlíking hjá þér Mofi. Heimilislausi maðurinn hafði val um það að þiggja gistinguna ólíkt því að manneskja hafi val um það að fæðast eður ei.

Það er rétt en við þurfum öll að fæðast og komast til vits til að geta valið hvort við viljum lifa eða ekki.

Reputo
Í öðru lagi var heimilislausa manninum ekki hótað öllu íllu (jafnvel ættliði fram í tímann) fyrir hugsanaglæpi og að framfylgja ekki barnalegum reglum

Hefur þú mikið á móti því að þeir sem notuðu þetta líf til að kvelja aðra verði refsað?  Auðvitað ekki þetta eilífar pyntingar í eldi dæmi. Hvað er síðan barnalegt við ekki myrða, ekki stela, ekki ljúga og svo framvegis? 

Reputo
Er þetta ekki öllu nær ykkar "sannleika" en þessi sykurhúðaða saga sem þú komst með í byrjun?

Mér finnst það ekki.  Mér finnst ekki að þetta líf okkar vera einhvert fangelsi og ekki heldur eins og að það er allt eintóm eymd og volæði. Við síðan þurfum ekki svo mikið á þessum meðfangara að halda því að allir vita grundvallar atriðin, allir vita að þeir munu deyja og allir hafa grundvallar þekkingu á hvað er rétt og hvað er rangt.

Mofi, 15.8.2011 kl. 12:55

63 Smámynd: Mofi

Jón Ragnarsson
Guð þinn drap alla frumburði í heilu landi.

Að kalla hann djöfullegan væri móðgun við djöfulinn...

En ef að næsta hugsun eftir þennan dauða er að vakna upp til lífs án sjúkdóma, þjáninga og dauða? 

Jón Ragnarsson
Þú meinar sumsé að það sé i lagi að refsa saklausu fólki með þvi að myrða börnin þeirra (sem ekkert hafa af sér gert heldur) vegna framkomu eins manns.. Svo lengi sem sá maður var varaður við?

Öll þjóðin var vöruð við og þau völdu að halda í þennan faró og hlýða honum. Það er síðan enginn saklaus frammi fyrir Guði.

Mofi, 15.8.2011 kl. 12:58

64 Smámynd: Mofi

Theódór
Mikið er ég annars feginn að ég skuli ekki búa í theokrasíu þar sem þið Mofi og Valur farið með völdin. Ég hef ekki hugmynd um það hvort Guð er til, eða eitthvað annað máttarvald, og ég er yfir mig ánægður með að hafa leyfi til að tjá mig um að svo sé. Forfeður okkar höfðu ekki leyfi til að efast.

Og ég feginn að þurfa ekki stjórna þér :)   Ég er síðan mjög svo hlynntur trúfrelsi og tjáningarfrelsi. Allir höfðu rétt á því að yfirgefa Ísrael, alveg eins og allir hafa frjálst var til að yfirgefa kristna kirkju. Aðeins örfáar, litlar, skrítnar kirkjur sem klikka á þessu, því og ver og miður.

Mofi, 15.8.2011 kl. 13:01

65 Smámynd: Valur Arnarson

Þú meinar sumsé að það sé i lagi að refsa saklausu fólki með þvi að myrða börnin þeirra (sem ekkert hafa af sér gert heldur) vegna framkomu eins manns.. Svo lengi sem sá maður var varaður við?

Saklausu? Ef þú heldur að Egyptar hafi verið saklausir þá þarft þú að lesa Biblíuna betur.

Skrýtið, ég hélt að við mennirnir hefðum frjálsan vilja... En þú virðist halda því hér fram að öll börn fædd í þessu landi hafi verið dæmd til þess að verða syndugur lýður....

Þau voru ekki dæmd til þess, það var þeirra val. Enn og aftur, lestu sögur Biblíunnar betur áður en þú tjáir þig um þær.

Svo eruð þið hissa á að fólk botni ekkert í ykkur

Ég er ekkert hissa á því, viska Guðs hljómar eins og heimska í eyrum þeirra sem ekki trúa á hann.

Valur Arnarson, 15.8.2011 kl. 20:48

66 Smámynd: Valur Arnarson

Theódór,

Það er trúfrelsi í landinu og ég ætla svo sannarlega að vona að ég hafi ekki gengið á þitt trúfrelsi. Ef svo er þá máttu benda mér á hvar ég hef gert það. Einmitt vegna trúfrelsisins þá get ég útskýrt mína heimsýn fyrir fólki og það hef ég gert hér á blogginu, ég vona að það sé ekki það sem þú ert að gera athugasemd við, því ef svo er þá ert það þú sem ert með boð og bönn og þyrftir í ljósi þess að skoða þína stöðu.

Það er rétt hjá þér, við vitum ekki neitt. En það gerir ekki sannleiksleitina óþarfa. Það gerir það hver og einn upp við sig hvað hann vill gera og hverju hann vill trúa. Ég hef tekið ákvörðun, ég vil fylgja Jesú og fyrir trú mína á hann og viljann til að framkvæma það góða mun ég hólpin verða. Jesús hvetur okkur til þess að taka afstöðu, annað hvort fylgjum við honum alla leið eða sleppum því alveg, það er ekkert til sem heitir að vera hálf-kristinn.

Valur Arnarson, 15.8.2011 kl. 21:09

67 Smámynd: Valur Arnarson

Jón Ragnarsson,

Athugasemd þín nr. 56 er verulega ógeðfelld. Þú ættir að hafa þetta vers í huga:

Hver synd og guðlöstun verður mönnum fyrirgefin, en guðlast gegn andanum verður ekki fyrirgefið. 32Hverjum sem mælir gegn Mannssyninum, verður það fyrirgefið, en þeim sem mælir gegn heilögum anda, verður ekki fyrirgefið, hvorki í þessum heimi né í hinum komanda.

Ég geri mér grein fyrir því að athugasemd þín fellur ekki undir þetta, sem betur fer fyrir þig. Þú átt þér ennþá von.

Valur Arnarson, 15.8.2011 kl. 22:08

68 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Valur,

Þið eruð ekkert í sannleiksleit.  Þið eruð einmitt búnir að útiloka að þið sjáið sannleikann, ef svo skyldi vilja til að það sem þið trúið sé ekki sannleikurinn, vegna þess að þið eruð fyrirfram búnir að ákveða endanlega  hver hann skuli vera.

Þú hefur ekkert gengið á mitt trúfrelsi ennþá, en mér finnst sennilegt að ef þú fengir til þess völd, eða trúbræður þínir og systur, þá mynduð þið setja mér og mínum líkum allskonar skorður.  Slíkt er alltaf gert þegar trúaðir fara með veraldleg völd, eins og gerist núna víða í Arabaheiminum.

Að vera sanntrúaður er grár skali.  Ég get vel ímyndað mér að í augum sumra ofsatrúarmanna sért þú einmitt hálfkristinn, þar sem þinn samtíningur (cherry picking) úr kristninni, samræmist e.t.v. ekki samtíningi þeirra. Það er nefnilega ógerningur að fara í einu og öllu eftir Biblíunni vegna þess að hún er ekki samkvæm sjálfri sér, auk þess sem ýmislegt sem boðað er í Biblíunni flokkast undir glæpsamlega hegðun í nútímanum.

Theódór Gunnarsson, 17.8.2011 kl. 09:15

69 Smámynd: Mofi

Theódór, er erfitt fyrir þig að trúa því að við erum einfaldlega sannfærðir vegna þess sem við höfum lesið og rannsakað?

Fólk fellur frá kristni á hverjum degi og fólk fellur frá guðleysi á hverjum degi líka. Það eru auðvitað einhverjir sem eru búnir að loka augunum og vilja ekki skoða neitt nýtt eða rökræða þeirra trú og sannarlega verður ekkert tjónkað við slíkt fólk. Það hefur ákveðið hvað sé rétt og vill ekki hrófla við því. Þar sem við báðir erum hérna að diskútera þessi mál þá er einmitt góð ástæða til að ætla að við erum ennþá opnir þó að við höfum ákveðna sannfæringu eins og staðan er í dag.

Theódór
Það er nefnilega ógerningur að fara í einu og öllu eftir Biblíunni vegna þess að hún er ekki samkvæm sjálfri sér, auk þess sem ýmislegt sem boðað er í Biblíunni flokkast undir glæpsamlega hegðun í nútímanum.

Eins og?

Mofi, 17.8.2011 kl. 10:27

70 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mofi,

Núna ætla ég að beita þinni aðferð og líma bara inn link.  Ég nenni nefnilega ekki að fara að blaða í nýja testamentinu (sem ég hef reyndar lesið) og hef ekki tíma til þess. Flettu í þessu og athugaðu að þetta er bara nýja testamentið.

Nú um stundir þykir t.d. ekki í lagi að grýta fólk fyrir alls konar yfirsjónir (allavega í okkar heimshluta), þrælahald er líka álitinn glæpur og svona mætti lengi telja.

Theódór Gunnarsson, 17.8.2011 kl. 10:46

71 Smámynd: Valur Arnarson

Theódór,

Þú ert að rugla saman sönnunum og röksemdafærslum. Það eru ekki til neinar sannanir fyrir því sem við trúum en hægt er að færa fyrir því mjög góð rök að einmitt okkar lífsskoðun sé skynsöm en ef maður stoppar bara við þessa staðreynd og heldur ekkert áfram að rannsaka þá hefur maður rekist á eitthvað sem heitir stöðnun. Ég tel mig ekki hafa rekist á þann stað ennþá og mun vonandi aldrei gera það.

Valur Arnarson, 17.8.2011 kl. 14:48

72 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Valur,

Ég er ekki að rugla neinu saman.  Ég hef einfaldlega aldrei heyrt góð rök fyrir lífsafstöðu ykkar, nema ef vera skyldi þau rök, að það henti fólki vel að lifa í fallegri og huggulegri sjálfsblekkingu.  Ég hef oft heyrt því haldið fram að það að vera trúaður hafi í för með sér vellíðan og hamingju, sem getur bara alveg verið rétt, en það hefur hins vegar ekkert með það að gera hvort Guð er í raun og veru til, eða hvort hann - ef við gefum okkur að hann sé til - er sá sem Biblían fjallar um, og þá jafnvel Jesús sjálfur.

Nú man ég ekki alveg hvar þú stendur gagnvart þróunarkenningunni, eða hvort þú ert ungrar jarðar sköpunarsinni eins og Mofi, en einmitt það að hafna þróun af slíku ofstæki sem Mofi gerir, og þá alfarið með rökum reistum á trúarafstöðu, er einmitt að vera búinn að loka á allt annað en þá afstöðu sem trúað er á.  Og eins og þú segir sjálfur, þá er ekki hægt að sanna neitt af því sem þið trúið.

Vísindaheimurinn hefur ímislegt fyrir satt, eins og t.d. að lífið hafi þróast með svipuðum hætti og Darwin hélt fram, en það er einmitt eðli vísindanna að halda dyrunum opnum fyrir leiðréttingum.  Vissulega gætir ákveðinnar tregðu hjá vísindamönnum að meðtaka kúvendingar og meiriháttar leiðréttingum, en fyrr eða síðar ná leiðréttingar fram að ganga, ef viðtekin þekking reynist ekki rétt.  Í ykkar heimi er hins vegar búið að negla þetta niður í eitt skipti fyrr öll.

Theódór Gunnarsson, 17.8.2011 kl. 15:52

73 Smámynd: Valur Arnarson

Theódór,

Þegar þú segir að lífsskoðun okkar sé falleg og hugguleg sjálfsblekking. Þá ert þú í rauninni ekki að segja neitt um okkar lífsskoðun heldur ertu frekar að lýsa þinni skoðun á henni. Ég get ekki mótmælt þér í því og þú verður líka að athuga, Theódór, að afstaða þín er án raka. Þegar þú segist ekki hafa heyrt góð rök fyrir okkar lífsskoðun þá veit ég hreinlega ekki hvað þú átt við. Við getum fært góð rök fyrir heimsýn okkar útfrá heimsspeki og eðlisfræði. En lífsskoðun er eitthvað sem manni sjálfum finnst rökréttast og verður að samþykkjast á trúarlegum forsendum, en athugaðu að þú þarft líka að beygja þig undir þessa staðreynd hvað þína lífsskoðun varðar. Við getum hins vegar verið sammála um það að við vitum ekki neitt, en við getum þrátt fyrir það myndað okkur skoðanir á því hvað sé líklegast, trú kemur þar hvergi nærri. Trú hlýtur að byggjast á persónulegum upplifunum og því ekki hægt að nota trú í röksemdarfærslum.

Varðandi pælingar þínar um vísindi eins og náttúruvísindi þá get ég verið sammála þér. Við hljótum að skoða allar vísindakenningar útfrá gefnum forsendum. Að mínu viti þá stangast náttúruvísindin ekki á neinn hátt við Biblíuna nema að einu leiti og það er varðandi þróun mannsins. Þú verður líka að athuga, Theódór, að Biblían er hvorki raunvísindarit né náttúruvísindarit. Sköpunarsagan inniheldur aðeins þá staðhæfingu að það hafi verið Guð sem skapaði alheiminn. Fólk getur svo deilt um það hversu nákvæmar opinberanirnar séu. Margir hafa bent á að 6 dagar séu táknmyndir fyrir 6 jarðsögutímabil jarðarinnar, en ef þú trúir á Guð vegna persónulegra upplifanna þá er ekkert sem takmarkar hann. Hann gæti þess vegna á þeim forsendum getað skapað alheiminn á 7 sekúndum. En þetta verður að skoðast á trúarlegum forsendum.

Það mikilvæga við sköpunarsöguna er að það hafi verið Guð sem skapaði alheiminn og það er alls ekki órökrétt miðað við t.d. miklahvellskenninguna sem er ein viðurkenndasta vísindakenning í dag. Þar er einmitt gert ráð fyrir því að alheimurinn eigi sér upphafspunkt, þ.e. sé ekki eilífur og því er ekki órökrétt að áætla að orsökin sé óháð öllu því sem varð til við miklahvell, þ.e. efni, orku, tíma og rúmi. Ef orsökin er tímalaus (eilíf) og rýmislaus og orsakaði miklahvell úr engu þá er ekki órökrétt að áætla að hún sé óendanlega máttug. Staðreyndin að alheimurinn sé þetta fínstilltur hlýtur líka að leiða okkur að þeirri niðurstöðu að orsökin sé persónuleg, þ.e. hafi sett af stað þetta ferli af ásetningi. Allt þetta rýmar vel við Guð Biblíunnar en Guð Biblíunar lætur sig líka varða hvað við gerum, þ.e. honum er ekki sama. Ef Guð skapaði alheiminn og allt sem í honum er þá geymir hann uppruna alls í sér og hlýtur þar af leiðandi að vera hið endanlega viðmið.

Varðandi þróunarkenninguna þá er hún ekkert vitlaus í sjálfu sér en hún gengur hins vegar gegn sjálfri sér ef hún ætlar að gera ráð fyrir því að maðurinn sé afurð sömu þróunar og allar lífverur umhverfis síns. Ef maðurinn er að öllu efnislega skilyrtur, þ.e. afurð tilviljunarkenndrar og hugsunarlausrar þróunnar, hvað eru þá hugsanir okkar annað en efnislegar orsakir? Slíkar hugmyndir gera ekki ráð fyrir neinum hugarferlum og útfrá því er ekkert rétt eða rangt, ekkert viturlegt eða heimskulegt. Hugmyndin um þróun mannsins fellur því sjálf undir þetta. Hvers vegna ættum við að treysta henni? Það sem er í röklegri mótsögn við sjálft sig, getur ekki verið rétt. Ekki satt?

Valur Arnarson, 17.8.2011 kl. 16:22

74 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Valur,

Ég ætla ekki að fara að svara þessu öllu saman, enda hefur það engan tilgang.  Mig langar þó að gera smá athugasemd við seinustu málsgreinina.

Maðurinn er ósköp einfaldlega eitt af dýrunum á þessari plánetu.  Hann er bara einn af öpunum.  Rétt eins og aðrir apar þá er maðurinn félagsvera og lifir í samfélagi við aðra menn, og rétt eins og hjá öðrum öpum ríkir samfélagsskipan, og í gildi eru hegðunarreglur.  Það sem er rétt er það sem hentar tegundinni, og það sem er rangt er það sem er slæmt fyrir tegundina.  Svo einfalt er það.

þannig að mitt svar er nei.  Það er ekki satt.

Theódór Gunnarsson, 17.8.2011 kl. 16:44

75 Smámynd: Mofi

http://www.skeptically.org/bible/id6.html
1.The announcement of the special birth came before conception. Lk.1:26-31.
The announcement of the special birth came after conception. Mt.1:18-21.

Fyrsta mótsögnin sem er nefnd þarna er auðleyst en eitt guðspjallið rekur ætterni Krists í gegnum Maríu og hitt guðspjallið rekur ætterni Krists í gegnum Jósef. Þessi seinni er mjög undarleg. Ég sé ekkert í textanum sem gefur mér einhverja ástæðu til að ætla að um mótsögn er að ræða. Síðan númer þrjú er bara heimskuleg, eins og það sé mótsögn að engill hafi sagt Maríu og annað guðspjallið segir að engill hafi talað til Jósefs. Eitthvað heilaskertir þessir sem sömdu þetta. 

Mofi, 17.8.2011 kl. 16:49

76 Smámynd: Mofi

Theódór
Nú um stundir þykir t.d. ekki í lagi að grýta fólk fyrir alls konar yfirsjónir (allavega í okkar heimshluta), þrælahald er líka álitinn glæpur og svona mætti lengi telja.

Lög Biblíunnar sem glíma við þrælahald sýna skýrt að um er að ræða lög sem vernda þá sem minna mega sín, þá sem lenda í vondum aðstæðum. Þrælahald aftur á móti var raunveruleiki þessa tíma og lögin glímdu við þann raunveruleika og gerðu það vel.

Valur, væri gaman að sjá þig svara þessari grein, sjá: Er hægt að samræma þróunarkenninguna og kristni?

Mofi, 17.8.2011 kl. 16:56

77 Smámynd: Mofi

Theódór
Ég hef einfaldlega aldrei heyrt góð rök fyrir lífsafstöðu ykkar, nema ef vera skyldi þau rök, að það henti fólki vel að lifa í fallegri og huggulegri sjálfsblekkingu.

Þetta úrskýrir margt, einu rökin sem þér líkar er rökleysa sem þú sjálfur bjóst til.  Hvernig væri að gera grein þar sem þú tekur fram rökin og staðreyndirnar sem styðja þína heimsmynd? 

Mofi, 17.8.2011 kl. 17:01

78 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mofi,

Málið er að ég hef ekki neina "heimsmynd", sem þarf að færa rök fyrir.  Ég hallast ekki að neinu sem ekki er sæmilega augljóst og áþreifanlegt.  Það sem ekki er augljóst og áþreifanlegt, veit ég bara ekkert um og er ekkert að fullyrða um.  Það sem mér finnst að þinni heimsmynd er einmitt það, að hún er uppfull af fullyrðingum um hluti sem hvorki þú eða ég getum viðtað neitt um.

Þú þykist t.d. vita eitthvað um einhverja veru, sem á að vera frumorsök alheimsins.  Hvað getur þú vitað um slíkt fyrirbæri?  Eitthvað sem er handan tíma og rúms?  Ég hafna því einfaldlega að þú getir fullyrt eitthvað um þessa veru, eða hvað þetta annars er.  Allar fullyrðingar manna um þetta Guð, álít ég vera hugarburð, og orðið sjált er í mínum huga gersamlega merkingarlaust, vegna þess að það fjallar um eitthvað sem er óskilgreinanlegt.

Theódór Gunnarsson, 17.8.2011 kl. 17:17

79 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Fyrsta mótsögnin sem er nefnd þarna er auðleyst en eitt guðspjallið rekur ætterni Krists í gegnum Maríu og hitt guðspjallið rekur ætterni Krists í gegnum Jósef.

Mofi, allar mótsagnir eru auðleystar ef maður má bara breyta textanum eins og maður vill. Bæði guðspjöllin reka ætterni Jesú í gegnum Jósef. Nafn Jósefs er þarna svart á hvítu á báðum stöðunum.

Faraó sagði nei, hann óhlýðnaðist Guði. .... Ég gleymdi auðvitað að minnast á það að Faraó fékk góðan skammt af viðvörunum áður en plágan fékk fram að ganga.

Valur, þú gleymdir því líka að samkvæmt sögunni þá herti Jahve hjarta faraós nokkrum sinnum, þannig að guðinn þinn vildi augljóslega fá neitun frá faraó. Þannig að það er frekar hæpið að segja að faraó hafi óhlýðnast guði með því að neita. Guðinn þinn vildi fá að drepa frumburðina. Og þessi hugmynd þín um að frumburðirnir hafi allir bara farið beinustu leið til himnaríkis er óskhyggja sem er hvergi að finna í textanum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.8.2011 kl. 08:06

80 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Hjalti,

Einmitt þetta atriði hefur mér þótt freistandi að túlka þannig, að allt sem gerist eigi aðgerast samkvæmt vilja Guðs.  Ísraelsmenn voru í ánauð fyrir tilverknað Guðs, og allt gekk fyrir sig eins og Guði þóknaðist.  Sama er með atburðina í kring um krossfestinguna.  Þetta var allt fyrirfram ákveðið og allir eru bara peð á taflborði Guðs.  T.d. hef ég alltaf haft samúð með Júdasi, þar sem hann var bara að gera það sem honum var ætlað að gera til að það sem var fyrirfram ákveðið ætti sér stað samkvæmt handritinu.

Theódór Gunnarsson, 18.8.2011 kl. 08:45

81 Smámynd: Mofi

Theódór
Málið er að ég hef ekki neina "heimsmynd", sem þarf að færa rök fyrir.

Fyrst þú gagnrýnir mína heimsmynd þá hlýtur þú að vera að miða við einhverja aðra heimsmynd sem þú telur vera rétt, eða hvað?  

Theódór
Ég hallast ekki að neinu sem ekki er sæmilega augljóst og áþreifanlegt

Þú hallast að þróunarkenningunni sem er óáþreifanlegasta hugmynd okkar tíma. Sú sem gengur út á að það þarf ekki hönnuð til að útskýra hönnun, eitthvað sem fer á móti allri reynslu mannkyns samanlagt.

Theódór
Það sem mér finnst að þinni heimsmynd er einmitt það, að hún er uppfull af fullyrðingum um hluti sem hvorki þú eða ég getum viðtað neitt um.

Enda er hún trú en ég er samt mjög oft að benda á hluti sem við vitum sem ég tel styðja þá trú. Við t.d. getum lesið fornrit eins og Daníel og séð hvort að hans spádómur um framtíðina rættist eða rættist ekki. Ég sé að hann rættist og að það sé staðreynd. Hvað hún þýðir... menn geta lesið mismunandi í það en fyrir mitt leiti þá gefur það mér ástæðu til að trúa að minnsta kosti þeirri bók í Biblíunni.

Theódór
Þú þykist t.d. vita eitthvað um einhverja veru, sem á að vera frumorsök alheimsins. Hvað getur þú vitað um slíkt fyrirbæri?

Sumt kemur frá vísindum eins og að hún hlýtur að vera óefnisleg, handan tíma og rúms. En ég auðvitað trúi á Guð Biblíunnar sem þú hefur mjög lítið álit á en ég tel að þú ert að ranglega dæma Hann.

Theódór
Allar fullyrðingar manna um þetta Guð, álít ég vera hugarburð, og orðið sjált er í mínum huga gersamlega merkingarlaust, vegna þess að það fjallar um eitthvað sem er óskilgreinanlegt.

En Jehóva og síðan Jesú, ekki finnst þér Guð Biblíunnar merkingarlaus?

Theódór
Einmitt þetta atriði hefur mér þótt freistandi að túlka þannig, að allt sem gerist eigi aðgerast samkvæmt vilja Guðs. Ísraelsmenn voru í ánauð fyrir tilverknað Guðs, og allt gekk fyrir sig eins og Guði þóknaðist.

Það er ekki minn skilningur. Miklu frekar að flest allt sem gerist í þessum heimi er ekki vilji Guðs nema í þeim skilningi að Guð vill að við fáum að ráða okkur sjálf.  Varstu búinn að kíkja á C.S. Lewis "Why I'm Not an Atheist"?

Mofi, 18.8.2011 kl. 09:13

82 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mofi,

Skilurðu virkilega ekki hvað ég er að segja?  Það ert þú sem ert með undarlegar fullyrðingar, byggðar á undarlegri tvö til þrjúþúsund ára gamalli bók.  Ég er ekki að fullyrða neitt og held ekki úti bloggi sem sérstaklega er ætlað að ögra öðru fólki.

Jú, Mofi, mér finnst Guð biblíunnar merkingarlaus.

Annars verð ég að svara þér seinna.  Nóg annað að gera.

Theódór Gunnarsson, 18.8.2011 kl. 10:06

83 Smámynd: Mofi

Hjalti
Mofi, allar mótsagnir eru auðleystar ef maður má bara breyta textanum eins og maður vill. Bæði guðspjöllin reka ætterni Jesú í gegnum Jósef. Nafn Jósefs er þarna svart á hvítu á báðum stöðunum.

Ekki breyta heldur skilja öðru vísi. Síðan, svona dæmi sýna aðeins að þarna er um að ræða tvo mismunandi sjálfstæða vitnisburði því augljóslega voru þeir ekki að herma eftir hvor öðrum. Maður hafnar vanalega ekki vitnisburði þó að einhver atriði geti verið röng, að heimta fullkomnun er ekki eðlilegur staðall til að meta hvort einhver sé að segja satt.

Þessi grein hérna mun ekki sannfæra þig, sjá: http://carm.org/bible-difficulties/matthew-mark/why-are-there-different-genealogies-jesus-matthew-1-and-luke-3   það er hægt að þræta um svona í marga mánuði en sé ekki beint tilgang í því.

Mofi, 18.8.2011 kl. 10:23

84 Smámynd: Mofi

Theódór
Skilurðu virkilega ekki hvað ég er að segja? Það ert þú sem ert með undarlegar fullyrðingar, byggðar á undarlegri tvö til þrjúþúsund ára gamalli bók. Ég er ekki að fullyrða neitt og held ekki úti bloggi sem sérstaklega er ætlað að ögra öðru fólki.

Ég held að bloggið mitt ögri aðeins þeim sem hafa aðra heimsmynd en ég. Ekki þeim sem hafa enga heimsmynd, ég get ekki séð hvernig þeir sem hafa enga heimsmynd hafi eitthvað á móti því að einhver úti í bæ útskýri sína heimsmynd fyrir öðrum og bendi á galla í öðrum heimsmyndum.

Theódór
Jú, Mofi, mér finnst Guð biblíunnar merkingarlaus.

Þá getur þú varla hafa lesið neitt í Biblíunni.

Mofi, 18.8.2011 kl. 10:25

85 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Er að rjúka út að vinna.  Jú, ég er búinn að lesa hana alla, en viðurkenni fúslega að ég hef ekki kafað í hana og krufið, eins og Hjalti hefur greinilega gert.  Það að lesa þessa skruddu gerði það endanlega að verkum að ég festist í sessi sem guðleysingi.

Ég viðurkenni hinsvegar að það var alveg þess virði að lesa Biblíuna.  Hún er svo samofin okkar menningu að það var margt sem rann upp fyrir mér og varð skýrara við að lesa hana.

Theódór Gunnarsson, 18.8.2011 kl. 10:34

86 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ekki breyta heldur skilja öðru vísi.

Aha...einmitt. Ég skal þá endurorða: Allar auðsagnir eru auðleysanlegar ef maður má bara skilja öll orðin eins og maður vill.

Þessi skáldskapur, að "Jósef" sé í raun "María" var fundið upp á 15. öld. Fyrir þann tíma hafði enginn heyrt um þetta.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.8.2011 kl. 10:56

87 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"auðsagnir" átti auðvitað að vera "mótsagnir". :P

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.8.2011 kl. 10:56

88 Smámynd: Mofi

Theódór, merkilegt hvernig sama bók getur haft svona mismunandi áhrif á þá sem lesa hana.

Hjalti, skilningurinn er einfaldlega sá að samkvæmt menningunni þá gátu menn rakið ættir eftir móður eða föður ætt en samt var alltaf karlmaðurinn nefndur. Ekki heldur þú virkilega að enginn hafi tekið eftir því að ættarsagan er mismunandi milli guðspjallana fyrr en á 15. öld?

Mofi, 18.8.2011 kl. 11:34

89 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, þetta með að karlmaðurinn hafi alltaf verið nefndur er.... bull. Og hvernig ættirðu þá að sjá að það væri í raun og veru konan? Nei, menn tóku ekki fyrst eftir því að ættartölurnar væru í mótsögn á 15. öld, en þá kom þessi hugmynd um að "Jósef" væri í raun og veru "María" fyrst fram.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.8.2011 kl. 11:45

90 Smámynd: Mofi

Hjalti, vá hvað þín trú er eitthvað undarleg. Í eitt þúsund og fimm hundruð ár tók enginn eftir því að ættartölurnar voru mismunandi... ég bara á ekki til orð.

Mofi, 18.8.2011 kl. 13:54

91 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nei, Mofi, í eitt þúsund og fimm hundruð ár sáu menn að það stóð "Jósef" en ekki "María".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.8.2011 kl. 14:18

92 Smámynd: Mofi

Og stendur enn...

Mofi, 18.8.2011 kl. 15:01

93 Smámynd: Mofi

Hérna er fín grein sem kemur með góða punkta varðandi þetta: http://www.apologeticspress.org/apcontent.aspx?category=6&article=932

Mofi, 18.8.2011 kl. 15:23

94 Smámynd: Valur Arnarson

Theódór,

Þú veldur mér vonbrigðum. Málsgreinin sem þú gagnrýndir innihélt rökstuðning sem þú gerir ekki tilraun til þess að hrekja nema með fullyrðingum eins og

Maðurinn er ósköp einfaldlega eitt af dýrunum á þessari plánetu.  Hann er bara einn af öpunum.  Rétt eins og aðrir apar þá er maðurinn félagsvera og lifir í samfélagi við aðra menn, og rétt eins og hjá öðrum öpum ríkir samfélagsskipan, og í gildi eru hegðunarreglur.  Það sem er rétt er það sem hentar tegundinni, og það sem er rangt er það sem er slæmt fyrir tegundina.  Svo einfalt er það.

þannig að mitt svar er nei.  Það er ekki satt.

Þetta síðasta er náttúrulega best, þér hlýtur að vera létt nú getur þú rakið ættir þínar alla leið til Homo Heidelbergeis og útskýrt uppruna þinn í honum. En spurningin um hvort hægt sé að treysta hugsun sem sé aðeins efnisleg orsök stendur þó eftir, og henni hefur þú ekki reynt að svara, nema með setningum eins og: Það er ekki satt. Sem eru náttúrulega ekki rök eða svar við neinu ef útí það er farið.

Valur Arnarson, 23.8.2011 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband