Er Google að stuðla að einangrun?

Ég horfði á skemmtilegan fyrirlestur á TED í gær sem fjallaði um það sem er að gerast á mörgum vefum eins og t.d. google, amazon, yahoo news, youtube og fleirum.  Vefirnir nota flókna leitar algrím til að læra á sérhvern notanda til að láta hann fá efni sem talið er líklegt að hann vilji skoða.  Persónulega hef ég haft gaman af þessu þar sem ég er oft að rekast á bækur og myndir sem ég vissi ekki af en voru mjög áhugaverðar fyrir mig.  Hættan aftur á móti sem skapast er að maður getur byrjað að lifa í heimi út af fyrir sig. Þar sem maður rekst ekki á upplýsingar sem eru mikilvægar af því að þær eru filteraðar út af svona tölvu algrímum.  Ég held að við erum ekki komin á þann stað að google stuðli að einangrun með því að filtera út upplýsingar, kannski bara mín vanþekking en ég er sammála því að hættan er til staðar.

Mjög forvitnilegt efni: http://www.ted.com/talks/eli_pariser_beware_online_filter_bubbles.html


mbl.is Milljarður „googlaði" í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

ömm .. Dóri minn, þú hefur ekki athugað að um samsæriskenningu sé að ræða?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.6.2011 kl. 10:59

2 Smámynd: Mofi

Maðurinn sem hélt fyrirlesturinn, Eli Pariser hafi verið að ýja að því að um samsæri væri að ræða... ég hafði ekki hugsað þetta út frá þeim vinkli heldur.  Það samt er engin spurning að fjölmiðlar almennt velja hvaða fréttir við sjáum og jafnvel lita þær sem við sjáum til að móta okkar viðhorf. Alls staðar í kringum okkur sjáum við þessa baráttu til að fá fólk hafa ákveðnar skoðanir. Ég gerði tilraun til að horfa á þáttaröðina "Glee" en heilaþvotturinn sem þar var á ferð var aðeins of áberandi til að leggja það á mig. Hvað þá MTV taktíkina sem virðist reyna að búa til skoðanalausa kynslóð.

Nóg hérna til að hugsa um og varast.

Mofi, 23.6.2011 kl. 11:07

3 Smámynd: Óli Jón

Góður pistill! Hvort sem um samsæri er að ræða eða ekki, þá er þessi þróun óheillavænleg. Við sjáum stöðugt meira af fréttum sem okkur 'líkar' á meðan hinar birtast síður og því verður sýnin á heiminn bjöguð. Hugmyndin um að sníða frétta- og upplýsingastrauma að áhugasviðum hvers og eins er góð í sjálfri sér, en mig grunar að útkoman verði dapurleg þegar við endum á að sjá bara eitt sjónarmið, okkar, en lítið sem ekkert af öðru.

Í það minnsta ætti að gefa fólki kost á því að hafa áhrif á stillingarnar þannig að við getum ákveðið sjálf hvernig leitarvélar sía og vinna þær upplýsingar sem okkar birtast.

Óli Jón, 24.6.2011 kl. 10:07

4 Smámynd: Mofi

Takk Óli. Hittir naglann á höfuðið. Kannski er þetta möguleiki með leitarvélarnar þó mig grunar að jafnvel ef það væri þannig þá væri aðeins lítil prósenta af almenningi sem myndi hafa fyrir því að breyta þessum stillingum. Kannski væri hægt að hafa einhverja reglu að einhver prósenta af niðurstöðum væri öðru vísi en prófíllinn segir að einstaklinginum líkar vel við...

Mofi, 24.6.2011 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband