Hvernig gátu stökkbreytingar búið til magn af upplýsingum?

ATPaseHvernig gátu stökkbreytingar ( mistök við að afrita DNA kóðann, stöfum víxlað, eytt eða bætt við eða gen tvöfölduð, litningar afritast öfugt ) búið til gífurlegt magn af upplýsingum í lifandi verum?  Hvernig fóru þannig villur að því að búa til DNA upplýsingar upp á þrjá miljarða DNA stafa um hvernig á að breyta einfrömungi í erfðafræðing?

Það eru upplýsingar um hvernig á að búa til prótein en líka hvernig á að stjórna notkun þeirra - dáldið eins og matreiðslubók inniheldur upplýsingar um innihald uppskriftarinnar og líka upplýsingar um hvernig og hvenær á að nota efnin.  Eitt án annars er gagnlaust, fyrir ýtarlegri útskýringu á þessu, sjá: http://creation.com/meta-information

Við þekkjum stökkbreytingar aðalega af þeirra skaðlegu áhrifum, þar á meðal 1.000 sjúkdómar meðal manna eins og hemophilia .  Sjaldgæft er að stökkbreytingar hafi einhver jákvæð áhrif.  Svo hvernig getur það að hræra í upplýsingum sem eru þegar til búið til nýjar upplýsingar sem segja til um hvernig á að búa til flóknar nanó vélar sem eru samsettar úr mörgum litlum hlutum eða frá slími yfir í mannveru?  Hvernig á þannig ferli að búa til ATP mótor sem er samsettur úr 32 hlutum sem sér um að búa til orku fyrir allar lífverur?  Sjá meira hérna: Myndbandið sem sannar vitræna hönnun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Odie

Hvar á maður að byrja.  Það er með ólíkindum hvað þekkingarleysið á þróunarkenningunni er mikil hér.  

Ég ætla að benda þér á góða bók um málið.  Hún útskýrir þetta frá A til Ö

Uppruni tegundanna eftir Charles Darwin 

Odie, 3.6.2011 kl. 15:30

2 Smámynd: Mofi

Odie, ég held að ég sé alveg að vera búinn að fá nóg af vitleysunni í þér. Þú líklegast veist ekki að stökkbreytingar uppgvötuðust löngu eftir daga Darwins. Darwin vissi ekkert um að þetta snérist allt um upplýsingar.  Ég einfaldlega spyr hérna eðlilegrar spurninga og ég svo sem veit að darwinistar hafa ekki svör og það væri gaman að sjá vitsmunalega heiðarlegan darwinista viðurkenna að hérna hafa þeir ekki grænan grun um hvernig tilviljanakenndur hræringur í upplýsingum gat búið til gífurlegt magn af flóknum upplýsingum.

Mofi, 3.6.2011 kl. 15:52

3 Smámynd: Rebekka

1. Performance

2. Feedback

3. Revision

Endurtaka þessi skref hundrað milljón billjón skrilljón sinnum - tadaa, þróun. 

Ég er ekki að grínast, svona virkar það.  Við sjáum "ótrúlega fullkomnar upplýsingar" vegna þess að allar villurnar, allar "of einföldu" upplýsingarnar, og allar "röngu" upplýsingarnar eru útdauðar.

Gerðu það, hættu að segja að þróun sé tilviljanakennd.  Það er ekkert tilviljanakennt við það að þurfa að lifa af.

Þessu ótengt;  Hér er smá bloggefni fyrir þig, ef þú hefur áhuga - Ring species http://www.youtube.com/watch?v=Pb6Z6NVmLt8 

Rebekka, 6.6.2011 kl. 06:18

4 Smámynd: Mofi

Rebekka, skemmtileg trú sem þú hefur en ég sé litla tengingu milli hennar og raunveruleikans. Stökkbreytingar eru síðan tilviljanakenndar, algjörlega blind breyting á DNA sem meira að segja viðgerðamekanismi frumnanna vinnur á móti. Jú, það sem tekur við er ekki endilega algjörlega tilviljanakennt en merkilega mikið.

Maður þarf að geta trúað því að kóðinn sem er á bakvið Notepad gæti orðið að kóðanum sem er fyrir Word með litlum tilviljanakenndum breytingum en fyrir mig sem forritara þá er þetta algjörlega óraunhæft. Til að bæta við nýrri virkni þá þarf góðan slatta af kóða og hann þarf að virka, annars er ekkert til að velja úr. Sambærilegt í DNA þá er nýtt prótein kóði upp á 200 amínósýrur 600 DNA stafir á lengd og líkurnar á því að það myndist í einni tilraun einn á móti 20^200. Ef að eitthvað prótein hefði getað breyst þá eru líkurnar ekki svo svakalegar en samt mjög ólíklegt. Margar síðan svona breytingar sem búa til eitthvað eins og mótorinn fræga þá þarf mörg prótein í réttri röð svo í því tilfelli er vandamálið miklu grófara en 20^200.

Þetta með "Ring species" passar vel við hugmyndina um sköpun

Mofi, 6.6.2011 kl. 10:20

5 Smámynd: Rebekka

Maður þarf ekki að trúa neinu um NotePad eða Word eða önnur manngerð tölvuforrit, enda er lífið ekki tölvuforrit.  Tölvuforrit fjölga sér ekki sjálf, þau þurfa ekki að lifa af í náttúrunni, þau þurfa ekki að berjast hvort við annað, leita sér að maka, finna sér fæðu, koma upp afkvæmum  o.s.frv. o.s.frv.  Þetta minnir mig á gömlu ónýtu samlíkinguna um að hvirfilbylur í ruslahaug gæti skapað flugvél með sömu tilviljunum og þróunarkenningin segir til um fyrir lífverur.  Vandamálið er að sjálfsögðu að þróunarkenningin á ekki við um dauða hluti og hún er ekki tilviljanakennd.

Þú ert forritari, ég er þýðandi og áhugamanneskja um málvísindi.  Ég sé STÖÐUGA þróun í tungumálum og hún er bæði tilviljanakennd og stýrð og gríðarlega skapandi.  Ég veit a.m.k. að þótt þróun tungumála svipi oft til þróunar lífvera, þá er ekki hægt að bera þetta tvennt saman....   Mofi, þú aftur á móti býrð til óraunhæfar og óviðkomandi kröfur fyrir þróunarkenninguna og afskrifar hana svo því hún passar ekki við kröfurnar þínar.  Mér finnst þetta svipa til þess að afskrifa bíla vegna þess að þeir eru gjörsamlega ónothæfir sem kafbátar. 

Og enn og aftur er ég jafn hissa á að þú og ég höfum nákvæmlega sömu skoðun hvort á öðru.  Ég hefði t.d. auðveldlega getað skrifað fyrstu setninguna til þín og meint hana 100%...

"Mofi, skemmtileg trú sem þú hefur en ég sé litla tengingu milli hennar og raunveruleikans." 

Rebekka, 6.6.2011 kl. 13:51

6 Smámynd: Mofi

Rebekka, sem forritari þá hef ég ágæta hugmynd um hvað þarf til, til þess að búa til nýja virkni.  Það þarf vitsmuni í slíkt.  Af hverju gerir þú hreinlega engar kröfur til þessarar trúar?  Það er eins og þú þarft ekki einu sinni smá snefil af gögnum til að trúa því að stórkostlegasta hönnun sem við vitum um hafi orðið til með röð af tilviljunum.  Það er ekkert í minni reynslu sem gefur mér ástæðu til að trúa slíku, aldrei orðið vitni að slíku og enginn getað sýnt mér neitt sem gefur mér smá vott til að trúa slíku.

Rebekka
Og enn og aftur er ég jafn hissa á að þú og ég höfum nákvæmlega sömu skoðun hvort á öðru. Ég hefði t.d. auðveldlega getað skrifað fyrstu setninguna til þín og meint hana 100%...

Hvernig getur þú meint þetta þegar þú veist mæta vel að okkar þekking á orsök og afleiðingu segir okkur að það þarf vitsmuni til að setja saman mótora, bíla, flugvélar, forrit og tölvur?  Þetta er í samræmi við okkar þekkingu en að tilviljanakenndar breytingar geta þetta er eitthvað sem passar ekki við neitt í sögu þessa heims.

Mofi, 6.6.2011 kl. 14:07

7 Smámynd: Rebekka

Lífið er ekki mótorar, bílar, flugvélar, forrit eða tölvur.  Það er ekki heldur flugvélar eða úr eða bygging eða neitt annað dautt efni sem er greinilega hannað.

Forritun er EKKERT lík því að þurfa að búa til nýtt líf!  Nákvæmlega ekki neitt lík. Þú ert að bera saman epli og appelsínur. 

Þú veist sjálfur mæta vel hversu miklar kröfur eru gerðar til þróunarkenningarinnar.  150 ár af árásum, og hún stendur ennþá.  Þróun er bæði staðreynd og kenning, og ef hún væri RAUNVERULEGA röng, þá væri meirihluti allra líffræðirannsókna hruninn, og þar með hellingur af lyfjarannsóknum líka. Það hefur hins vegar ekki gert og þróunarkenningin stendur enn traustum fótum.  Þetta er raunveruleikinn. 

Rebekka, 6.6.2011 kl. 17:57

8 Smámynd: Mofi

Lífið er svo sannarlega fullt af tækjum sem vinna nákvæmlega eins og bílar, flugvélar, forrit og tölvur. Þetta eru síðan allt saman dauð efni en vegna þess að þau eru samsett á einhvern stórkostlegan hátt að þá eru þau lifandi.

Af hverju segir þú að forritun er ekkert líkt því að búa til nýtt líf?  Þú þarft upplýsingar og þessar upplýsingar eru á skipanamáli þar sem röð af efnum hefur fengið ákveðna merkingu og þetta eru upplýsingar um hvernig á að búa til hluti eins og mjög hagkvæma mótora svo dæmi sé tekið, sjá: Myndbandið sem sannar vitræna hönnun

Líffræðirannsóknir snúast flestar um bara það hvernig náttúran er í dag, hvernig þetta allt saman virkar. Megnið af því er endalaus dæmi af meiriháttar hönnun og sama sem ekkert í þeim rannsóknum er eitthvað að styðja að tilviljanakenndar breytingar á DNA hafi búið þetta allt saman til; miklu frekar að því meira sem við vitum um náttúruna því fráleitari verður súg hugmynd.

Mofi, 6.6.2011 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 803246

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband