31.5.2011 | 10:31
Hvernig varð DNA kóðinn til?
DNA kóðinn er flókið tungumála kerfi þar sem stafirnir og orðin hafa meiningu sem er ekki tengd eiginleikum efnanna sem "stafirnir" eru búnir til úr. Alveg eins og upplýsingarnar sem þú ert að lesa hérna er ekki vegna efnislegu eiginleika bleks eða pixlana á skjánum.
Hvaða annað tungumálakerfi hefur verið til sem varð til án vitrænnar hönnunar? Hvernig varð svona kerfi af kóða til án þess að hafa verið skapaður? Meira hérna: http://creation.com/genetic-code-intelligence
Segjum sem svo að þú fengir leiðbeiningar um hvernig á að búa til fluvél en leiðbeiningarnar væru á rússnesku, hve erfitt væri það fyrir þig að búa til flugvélina og heldur þú að það reyndi á þína vitsmuna?
Þetta er akkúrat það sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að lífverum. Við erum með upplýsingarnar um hvernig á að búa þær til en við skiljum ekki upplýsingarnar og höfum ekki tæknigetuna til að framkvæma það sem leiðbeiningarnar segja að þarf að gera. Ef við þurfum á öllum okkar vitsmunum til að skilja DNA kóðann þá er eina vísindalega niðurstaðan sú að það þurfti vitsmuni til að búa hann upprunalega til. Ekki einhver endanlegur vísindalegur sannleikur en einfaldlega það sem staðreyndirnar passa best við, miðað við núverandi þekkingu.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 803246
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi lausn ykkar gerir ekkert til að auka þekkingu okkar. Hún býr aðeins til innantómt svar.
Ef við gefum okkur að þessi staðhæfing þín um að allt sem er svona flókið þurfi vitsmuni þá er einni stórri spurningu ósvarað. Hver skapaði guð ?
Því að það er ljóst að það (guð) er flókin vera sem getur ekki með þínum rökum orðið til nema með aðstoð vitsmuna.
Allt tal um utan við tíma rúm eða verandi eilífur eru ekki svör samkvæmt því sem þú heimtar til skilnings á heiminum þar sem allt svona flókið verður að eiga skapara. Þannig að guðinn þinn er ófullkomin, en skapari hans er betri. Það er augljóst.
...En hver skapaði þann skapara.
Í Biblíunni er talað um fleiri guði (enda á ekki að tilbiðja hina), en það verður ljóst af þessu öllu að þessi guð þinn er minnihátar guð. Hinir eru augljóslega betri, ef þú trúir á guði á annað borð.
Odie, 31.5.2011 kl. 11:55
Odie, það er nóg af þekkingu til finna bara með því að halda áfram að rannsaka þessa hluti og ná að herma eftir þeim. Skilja DNA og hvernig við getum nýtt þá þekkingu til að bæta lífskjör fólks.
Varðandi hvað orsakaði Guð þá einfaldlega stöndum við frammi fyrir því að það þarf að vera fyrsta orsök. Þetta allt saman verður að byrja einhversstaðar og sú byrjun verður að vera óorsökuð.
Ef einhver vill að þessi fyrsta orsök er alheimurinn sem á sér byrjun eða að bara efni geti gert þetta af því að þeir hafa eitthvað á móti því að trúa á Guð þá er það auðvitað þeirra val en það er einfaldlega ekki í samræmi við staðreyndirnar.
Biblían segir mjög skýrt að það eru ekki til aðrir guði, við höfum búið til aðra guði og þeir eru til í okkar hugarheim en þeir eru ekki raunverulegir.
Mofi, 31.5.2011 kl. 12:37
Hér er restin af guðunum sem eru ekki raunverulegir likt og guðinn þinn sem sagt er frá í biblíunni, Það þótti ástæða að telja þá upp í bókinni og sérstaklega banna fólki að trúa á þá en með rökum þínum má hæglega halda því fram að þetta séu öflugri og betri guðir en guðinn þinn, þó að sumir þeirra fái ekki góða einkunn í biblíunni, enda ritskoðuð að guðinum sem þoldi ekki hina guðina. Gleymum síðan ekki guðum okkar Íslendinga sem við máttum blóta í laumi eftir að Kristni var þraungvað upp á þjóðina.
Hef reyndar dálítið gaman af því að þú teljir aðra guði ekki raunverulega og séu aðeins hugarburður, en guðinn þinn sé settur á stall og sé öðruvísi. Það er frekar sillý í raun.
Astroloth - Judges 2:13, Samuel 7:3-4
Baal - 2 Samuel 2:8; 1 Kings 17:1, 18:17-19; 2 Kings 1:2-5; Jeremiah 9:13-16; Hoseah2:2-13, 14-22
Baal-zebul - 2 Kings 1:2-5
Bel - Isaiah 46:1-4 (also in apochraphal chapters removed from Daniel)
Beelzebul - Mark 3:22
Chemosh - Numbers 21:29, Judges 11:24
"Day Star" and Dawn - Isaiah 14:12-15
Hadad-rimmon - Zechariah 12:11
Ishtar - Jeremiah 44:15-28
Marduk - Jeremiah 50:2-3
Milkom - 2 Samuel 12:30
Nabu - Isaiah 46:1-4
Sakkuth and Kaiwan - Amos 5:26
Tammuz - Isaiah 17:9-11; Ezekiel 8:14-18; Daniel 11:36-39
Odie, 31.5.2011 kl. 21:36
Það passar ekki við lögmál alheimsins eða okkar athuganir á honum að hann sé eilífur, það er í rauninni það eina sem er haldbært í kenningunni um Miklahvell.
Ef að Guð er óþarfur, svaraðu þá spurningunum sem komu fram í greininni.
Mofi, 1.6.2011 kl. 09:11
Afsakið Mofi minn þó að það hafi verið miklihvellur þá segir það ekkert um ástandið á undan honum. Alheimurinn var til bara ekki í þeirri mynd sem ég eða þú þekkjum í dag.
P.s. það er eðli efna að raða sér saman. Demantur er ágætt dæmi. Það hlítur að þurfa hönnuð til að smíða nokkuð svona reglulegt og fallegt samkvæmt þínum hugarheimi. Þetta er náttúrulega allt of fullkomið til að vera tilviljun. Samt vitum við að þetta á sér eðlilegar skýringar.
DNA er að sama meiði. Við þekkjum bara ekki alla söguna í dag. En Guðinn þinn sem er guð gatana bætir ekkert við þessa þekkingu.
Það hafa verið gerðar ótal rannsóknir og lífræn efni hafa myndast á tilraunastofum úr ólífrænum. Það vantar svo sannarlega mörg í þekkingu okkar, en hókus póskus er ekki svarið.
Odie, 1.6.2011 kl. 11:01
Odie, nei, hókus pókus er ekki svarið heldur hönnun er það sem gögnin benda til. Ræður þú ekki við að svara spurningunum sem ég setti fram í greininni?
Er það í eðli efna að raða sér saman í upplýsingar?
Mofi, 1.6.2011 kl. 11:08
Mofi: Er það í eðli efna að raða sér saman í upplýsingar?
Já.
Odie, 1.6.2011 kl. 12:24
Odie, LOL... æi, hve lágt getur þú eiginlega lagst? Er þessi trú þín þannig að þú ert til í að sturta heilanum niður í klósettið fyrir hana?
Gefðu mér dæmi þar sem að dauð efni, raða sér saman í upplýsingar.
Mofi, 1.6.2011 kl. 12:29
Ef almáttugur guð er til, þá er það hinn mesti sjálfhverfuli ræfill og þrjótur í sögu alheimsins, og ég myndi alfarið neita að tilbiðja svoleiðis.
Jón Ragnarsson, 1.6.2011 kl. 16:56
Ef við þurfum á öllum okkar vitsmunum til að skilja DNA kóðann þá er eina vísindalega niðurstaðan sú að það þurfti vitsmuni til að búa hann upprunalega til.
Eða með öðrum orðum: Ef við skiljum það ekki, eða það er svakalega erfitt að skilja það, þá gerði Guð Biblíunnar það.
Gáfulegt.
Theódór Gunnarsson, 1.6.2011 kl. 18:56
Mofi þú fattar þetta vonandi.
H, O, C, N, P, K, S, Cl, Na, Mg ....
En ekkert af þessu eru lifandi efni. Samt eru saman settur úr þessum dauðu efnum.
http://en.wikipedia.org/wiki/Composition_of_the_human_body
Þú heldur ef til vill að þú sért búin til úr Hókus Póskus.Odie, 1.6.2011 kl. 23:18
Eins og Theodór sagði. Þótt eitthvað sé óskiljanlegt enn, þá þýðir það ekki að einhver guð hafi skapað það.
ALLT sem hefur áður verið óskiljanlegt, en er núna skiljanlegt, hefur endað á því að vera af náttúrulegum völdum. Hver einn og einasti áður óskiljanlegur hlutur hefur reynst vera fullkomlega náttúrulegur. DNA, með öllum sínum 'upplýsingum' mun reynast fullkomlega náttúrulegt líka.
"God of the gaps" er alveg gríðarlega slöpp röksemdafærsla.
Rebekka, 2.6.2011 kl. 08:49
Jón Ragnarsson, af hverju? Hann á nú heiðurinn af því að skapa þig og þá sem þér þykir vænt um; er það svo lélegur árangur?
Nei, þá gerði vitsmunavera það. Afskaplega gáfulegt. Hvort það var Guð Biblíunnar er önnur umræða en mjög skemmtileg.
Odie, þú hefur sem sagt ekki svar og viðurkennir hér með að þú varst að bulla. Gaman að það er komið fram.
Mofi, 3.6.2011 kl. 10:19
Rebekka, enda eru það ekki rökin. Rökin eru að þá þarf vitsmuna vera að vera á bakvið það. God of the gaps er þegar maður skilur eitthvað ekki, hérna er ekki um það að ræða. Við skiljum þetta og við vitum hvað það er sem getur orsakað samskonar hluti. Við vitum hvað þarf til að raða saman merkjum og gefa þeim meiningu og það eru vitsmunir.
Ég sé ekki betur en þú ert búin að ákveða fyrirfram hver útskýringin á að vera, verður að hafa gerst án vitsmuna á einhvern náttúrulegan hátt. Að gefa sér svarið fyrirfram getur ekki verið góð vísindi.
Mofi, 3.6.2011 kl. 10:23
Veistu Mofi stundum heldur maður að þú kunnir ekki að lesa að munir ekki það sem sagt hefur verið.
En þú spyrð: Gefðu mér dæmi þar sem að dauð efni, raða sér saman í upplýsingar ?
Svarið er auðvitað augljóst. Öll þau frumefni sem mynda DNA eru dauð efni. Þannig að allt DNA er samansafn dauðra efna sem mynda upplýsingar.
Ég hef hér því skýrt dæmi um dauð efni sem mynda upplýsingar.
Ég helt að þú værir nú vaknaður eftir 10 á morgnanna.
Odie, 3.6.2011 kl. 15:20
P.s. Ég spurði þig um demanta. En það eru listasmíð náttúrunar og þar sem ekkert annað en vitsmunir geta það þá er nú skrítið hvað við vitum vel hvernig sá náttúrulegi ferill er. Nema þú trúir því að guðinn þinn sé að setja þá saman.
Þannig að spurningin er.
Eru demantar náttúrulegir hlutir eða er vitsmunavera í jörðinni að smíða þá ?
Odie, 3.6.2011 kl. 15:25
Odie, DNA er einmitt dauð efni og spurningin er hvernig það gat raðað sér saman í að mynda upplýsingar. Við sjáum ekki efnin sem DNA er sett saman úr í dag raða sér í DNA og hvað þá raða sér í eitthvað sem hefur merkingu. Hérna sýnir þú svo mikla heimsku að mig langar að loka á þig, ef ég fæ meira af svona kjaftæði frá þér þá sannarlega loka ég á þig. Alveg óþolandi að fá svona heimsku hérna inn.
Eðli efnanna sem demantar eru settir saman úr, gera það að verkum að þeir verða eins og þeir eru. Tengingin við upplýsingar eru hérna engar og aðeins einhver virkilega fáfróður eða vitlaus einstaklingur áttar sig ekki á muninum.
Mofi, 3.6.2011 kl. 15:55
Þú þarft nú aðeins að slappa af. Og lesa það sem er skrifað til að skilja það sem verið er að reyna að segja þér.
Þú skilur þetta svo vel með demantana. En áttar þig síðan ekki á því að DNA er í eðli sínu það sama. Efni að gera það sem þeim er eðlislegt að gera. Við getum að vísu ekki verið sammála um eitt atriði og það er upphafið. Þú segir Hókus pókus, en ég segi að ferlið sé náttúrulegt. Ég get að vísu ekki sagt þér nákvæmlega hvernig þetta allt byrjaði en ég sé ekki þörfina á göldrum eða yfirnáttúru.
Mörg af þeim skrefum sem þarf til að mynda líf hafa verið útskýrð. Ekki fullkomlega, nei alls ekki. En mörg skrefanna sem þarf hafa verið útskýrð ansi vel. Það má vel vera að eitthvað að þessu skýringum séu rangar og líklegast eru margar hverjar það. Hins vegar sýna þær að yfirnáttúra og galdra er ekki þörf.
Og hér er ljósið Mofi minn. Líkt og demantar þá þurfa efnin sem mynda líf aðeins réttu skilyrðin til að verða til.
Odie, 4.6.2011 kl. 22:33
Odie, skilningsleysið sem þú sýnir þegar þú berð saman demanta og DNA er yfirgengilegt. Það hreinlega afskrifar þig úr umræðunni sem einhvern sem hægt er að taka alvarlega.
Það sem upplýsingar sýna fram á er þörf á hönnun, þörf á vitsmunum, því að eina aflið sem við þekkjum sem getur gefið dauðum efnum meiningu eru vitsmunir. Mér finnst eins og að segja þetta er eins og að öskra í eyrum á heyrnalausum manni því þú greinilega skilur ekkert hvað ég er að segja.
Galdrarnir eru síðan þín megin á meðan ég er bara að vitna í okkar þekkingu á orsök og afleiðingu.
Mofi, 6.6.2011 kl. 10:10
Mofi þú verður að skilja að þú átt samt eftir að útskýra hvernig demantar geta orðið til ef vitsmuna vantar. Það þarf að safna kolefnunum saman og koma því fyrir á réttan máta til að útbúa demanta. Demantur er alveg næganlega flókin hlutur og einstaklega fallegur til að rökin þín um að vitsmuni þurfi. Ef maður trúir slíku á annað borð.
Það er enginn munur á þessu og DNA hvað rökin þín varðar. Þetta er bara of flókið til að ekki þurfi vitsmuni. það er alveg óþarfi að flækja þessu með einhverju upplýsinga tali vegna þess að þetta dæmi ætti að duga.
Ég sé náttúrulegt ferli og mig grunar að þú gerir það líka. En þetta er ekki einfalt ferli. Tekur tíma, orku og tilviljanir. Já tilviljanir. Því ekki verður allt kolefni að demöntum.
Saga DNA er mikið flóknari en má útskýra með sömu atriðunum Tími, orka og tilviljanir. DNA er mikið flóknara og uppruni þess er ekki þekktur, en efni engu að síður að gera það sem efnum er eðlislegt í réttum skilyrðum. Ekkert hókus pókus ekki neitt frekar en hjá demöntum bara flóknara ferli og tímafrekara og sennilega mikið ólíklegra. Það hafa verið gerðar margar tilraunir sem sýna hvernig mörg þessara skrefa og undanfari DNA getur hafa verið og allt bendir það til náttúrulega ferla. Það er þekking ekki hjátrú.
Odie, 7.6.2011 kl. 08:50
Odie, það er í eðli efnanna sem demantar eru settir saman úr að mynda ákveðna byggingu. Gerist sjálfkrafa og við sjáum það aftur og aftur. Hið sama gildir ekki um DNA og hvað þá langa röð af DNA stöfum sem hafa meiningu.
Það er hókus pókus að láta dauð efni gefa sjálfum sér meiningu en einfaldlega í samræmi við okkar þekkingu að láta vitræna veru raða þeim í ákveðna röð og gefa þeirri röð meiningu.
Sérð þú muninn á hrúgu af steinum og síðan verkfræði leiðbeiningum um hvernig á að búa til mótor?
Mofi, 7.6.2011 kl. 09:52
Ahh nú ertu að koma aðeins niður á jörðina.
En staðhæfing þin um að DNA hagi sér ekki eins, er rökleysa. DNA er bara eins og hvati í efnaferli og hjápar til. Er samt aðeins efnaferli hluti af efnaferli. Með lyfjum (efnum) má hafa áhrif á þessi efnaferli og breyta þeim. Og en er það aðeins efnaferli.
En öll efni gera það sem þeim er eðlilegt að gera. Flækustigið er aðeins bara flóknara með DNA. En í grunninn alveg nákvæmlega eins og demantarnir. Efni að gera það sem þau gera sjálfkrafa. DNA er hvatinn (Líkt og efnahvati) sem lífveran þarf til að geta fjölfaldað sig. Þetta er bara þróun í sinni fínustu mynd. Efnaferli sem á hvata getur fjölfaldað sig. Það efnaferli sem á besta hvatan gerir það betur. Efnaferlið sem átti fyrsta RNA bútinn gerði það betur en nokkuð annað og til að gera laga sögu stutta hér erum við í dag.
Það er nokkuð ljóst að hvaða lífvera sem er alveg óháð hvernig heimi hún býr í þarf á einhverjum miðli til að fjölfalda sig. Hér á jörðinni varð DNA fyrir valinu. Og við meira að segja sjáum litla bróðir hans RNA. Við sjáum þróunina meira að segja í uppbyggingu erfðaefnisins og hvernig það varð betra í DNA.
RNA og DNA öskra á þróun og með rannsóknum á því hafa menn sýnt fram á skyldleika okkar við aðrar lífverur. Að halda öðru fram er eins og að grafa höfuðið í sand til að sjá ekki sannleikan.
Flækjustig DNA má síðan auðveldlega útskýra með þróun. Já með því sem þú hræðist af einhverjum orsökum svo mikið.
Odie, 7.6.2011 kl. 22:47
Þú verður að skilja muninn á rökleysu og rangri staðhæfingu. Þú kallar DNA hvata eins og DNA sé ensím en það er kolrangt. DNA hjálpar ekkert til með efnaferlum, það eru sérstakar vélar sem lesa upplýsingarnar sem DNA inniheldur og smíða prótein út frá þeim. Það gengur hreinlega ekki upp að rökræða svona mál við einhvern sem hefur enga þekkingu á þeim. Ef þú tekur þér tíma til að lesa einhverjar bækur um þetta og horfa á einhverja fyrirlestra þá ætti þetta að lagast en ég hreinlega verð að loka á þig ef þú sýnir að þú hefur enga þekkingu á þessu efni
Efnin sem DNA er samsett úr hafa alls enga tilhneigingu til að mynda DNA. Þau hafa enn síður tilhneigingu til að mynda langar raðir af DNA sem hefur einhverja merkingu.
Ég hef lesið heila bók um allar þær tilgátur sem eru til varðandi uppruna lífs og RNA er aðeins ein af þeim og menn í faginu viðurkenna alveg að hún er langt frá því að vera einhver lausn. Þú aftur á móti setur þetta þannig upp að þetta er það sem gerðist, hreinlega sársaukafullt að horfa upp á þessa fáfræði.
Ein svona ógeðslega vitlaus athugasemd í viðbót og mínum samskiptum við þig er lokið.
Mofi, 8.6.2011 kl. 09:56
Tékkaðu á þessu og athugaðu hvort að það hjálpi þér til að skilja umræðuefnið, sjá: Guð, DNA og uppruni lífsins
Mofi, 8.6.2011 kl. 11:30
Mofi: Þú verður að skilja muninn á rökleysu og rangri staðhæfingu. Þú kallar DNA hvata eins og DNA sé ensím en það er kolrangt.
Mofi minn þetta er ekki doctorsritgerð. En ég segi aðeins að þetta hagar sér líkt og hvati. Það er mikil einföldun en lýsir vel hvað DNA er að gera engu að síður.
Eftirfarandi er tekið af visindavefur.hi.is Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra?
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=175
Odie, 9.6.2011 kl. 08:46
DNA inniheldur upplýsingar á meðan ensím eða hvatar hafa ákveðna virkni vegna lögun sinnar og efnislegra eiginleika. Þetta er einfaldlega gjör ólíkt. Þetta er samskonar munur og er á milli bók sem inniheldur leiðbeiningar um hvernig á að búa til bíl og síðan bíllinn sjálfur. DNA er eins og bókin og flagellum mótorinn er eins og bíllinn.
Mofi, 9.6.2011 kl. 10:15
Þarna hefur þú bara ekki rétt fyrir þér. DNA er nákvæmlega eins. Hvatar hjálpa til í efnahvörfum og jafnvel gera ýmis efnahvörf möguleg sem annars væru það ekki. Þau taka þátt í ferlinu en eru ekki hluti af útkomunni. DNA er eins. hefur áhrif á efnasambönd hjálpar til við myndun efna, en er ekki hluti af útkomunni.
þannig að hvatinn er með upplýsingar líkt og DNA, bara á mikið einfaldara stigi. Röð af hvötum virka líkt og framleiðslulína og það er líkt og DNA. Í grunninn er þetta óttalega einfalt.
Odie, 10.6.2011 kl. 08:32
Odie, svakalega er ég þakklátur að þú ert ekki sköpunarsinni. Þú greinilega veist ekkert um þessi mál. Lítið hægt að tala við þig þangað til þú lest þér eitthvað til um þessi mál.
Mofi, 10.6.2011 kl. 09:57
Svo þú vilt að ég lesi gamlar bækur frá bronsöld, með bronsaldar þekkingu. Það var svo sem auðvitað.
Odie, 11.6.2011 kl. 23:12
Sagði ég það? Ég er að biðja þig um að lesa þér eitthvað til um þessi mál og endilega veldu nýlegar bækur.
Mofi, 13.6.2011 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.