29.5.2011 | 13:35
Hvíldardags boð fyrir kristna í Hebreabréfinu
Margir kristnir halda að eina boðorðin af boðorðunum tíu sem ekki var endurtekið í Nýja Testamentinu var hvíldardagsboðorðið og þess vegna hafa kristnir ekki ástæðu til að halda það. Fyrir utan hina augljósu villu að láta sem svo að Kristur hafi hent öllu því sem Gamla Testamentið kenndi í ruslið sem passar engan veginn við það sem Hann kenndi þá er skýrt boð til kristinna í Nýja Testamentinu um að halda hvíldardaginn heilagann.
Til að skilja þau vers Hebreabréfsins í Nýja Testamentinu almennilega þá er gott að skoða versin í Gamla Testamentinu sem höfundur Hebreabréfsins er að vísa til.
Esekíel 20:12
Ég gaf þeim einnig hvíldardaga mína sem tákn um sáttmálann milli mín og þeirra svo að þeir skildu að ég, Drottinn, helga þá. 13En Ísraelsmenn risu gegn mér í eyðimörkinni. Þeir fóru ekki að lögum mínum og höfnuðu reglum mínum þótt hver sá sem hlýðir þeim lifi vegna þeirra. Þeir vanhelguðu hvíldardaga mína stórum. Þá hugðist ég úthella reiði minni yfir þá þarna í eyðimörkinni og tortíma þeim...
16Þetta gerði ég af því að þeir höfðu hafnað reglum mínum og ekki fylgt lögum mínum og vanhelgað hvíldardaga mína því að hugur þeirra var bundinn skurðgoðum
Hérna lesum við um af hverju þjóðin sem var leidd út úr Egyptalandi dó í eyðimörkinni og ein af aðal ástæðunum var að þjóðin vanhelgaði hvíldardaga Guðs.
Á öðrum stað lesum við um eina af ástæðunum fyrir því að Jerúsalem var eytt:
Jeremía 17:21
Svo segir Drottinn: Gætið yðar, líf yðar liggur við. Berið enga byrði á hvíldardegi og flytjið ekkert inn um hlið Jerúsalem. 22Berið engar byrðar úr húsum yðar á hvíldardegi og vinnið ekkert verk. Haldið hvíldardaginn heilagan eins og ég bauð feðrum yðar.
...
27En ef þér hlýðið ekki á boð mitt að halda hvíldardaginn heilagan með því að bera engar byrðar um hlið Jerúsalem á hvíldardegi þá kveiki ég í hliðum Jerúsalem og eldurinn mun gleypa hallir Jerúsalem og ekki verða slökktur
Aftur er það að vanhelga hvíldardaginn sem vekur upp reiði Guðs og dóm yfir þeim sem vanhelga það sem Guð gerði heilagt.
Þá komum við að Hebreabréfinu í Nýja Testamentinu.
Hebreabréfið 3:15
Svo segir: Ef þér heyrið raust hans í dag, þá forherðið ekki hjörtu yðar eins og í uppreisninni. - 16Hverjir voru þá þeir sem heyrt höfðu og gerðu þó uppreisn? Voru það ekki einmitt allir þeir sem Móse hafði leitt út af Egyptalandi? 17Og hverjum var hann gramur í fjörutíu ár? Var það ekki þeim sem syndgað höfðu og báru beinin á eyðimörkinni?
18Og hverjum sór hann að eigi skyldu þeir ganga inn til hvíldar
hans, nema hinum óhlýðnu? 19Við sjáum að sakir vantrúar fengu þeir eigi gengið inn.
Hérna sjáum við tilvísunina í fólkið sem dó í eyðimörkinni og að það var vantrú og óhlýðni við að halda sjöunda daginn heilagan sem orsakaði að það gékk ekki inn í fyrirheitnalandið.
Hebreabréfið 4:1
Fyrirheitið um að ganga inn til hvíldar hans stendur enn, vörumst því að nokkurt ykkar verði til þess að dragast aftur úr
...
4Því að einhvers staðar er svo að orði kveðið um hinn sjöunda dag: Og Guð hvíldist hinn sjöunda dag eftir öll verk sín. 5Og aftur á þessum stað: Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar. 6Enn stendur því til boða að nokkrir gangi inn til hvíldar Guðs. Þeir sem áður fengu fagnaðarerindið gengu ekki inn sakir óhlýðni.
Hérna talar höfundurinn um hinn sjöunda dag og að okkur stendur enn til boða að ganga inn til þessarar hvíldar Guðs. Tökum eftir því að þetta fólk heyrði fagnaðarerindið en misstu af því vegna óhlýðni við hvíldardagsboðorðið.
Hebreabréfið 4:7
Því ákveður Guð aftur dag einn er hann segir löngu síðar fyrir munn Davíðs: Í dag. Eins og fyrr hefur sagt verið: Ef þér heyrið raust hans í dag, þá forherðið ekki hjörtu yðar.
Þessi beiðni Guðs um eiga stund með þeim sem segjast vilja fylgja Honum mætir merkilega oft mikilli andstöðu. Þess vegna koma þessi orð, þegar þið heyrið þetta kall um að halda hvíldardaginn, ekki herða hjörtu ykkar.
Hebreabréfið 4:9
Enn stendur þá til boða sabbatshvíld fyrir lýð Guðs. 10Því að sá sem gengur inn til hvíldar hans fær hvíld frá verkum sínum eins og Guð hvíldist eftir sín verk.
Gríska orðið þarna sem er þýtt sem "sabbatshvíld" er "sabbatismos" og er bein tilvitnun í fjórða boðorðið um að halda hvíldardaginn. Tökum eftir því að hérna er höfundurinn að tala til kristinna, áratugum eftir krossinn og hann segir að þeir eiga að halda hvíldardags boðorðið.
Hebreabréfið 4:11
Kostum því kapps um að ganga inn til þessarar hvíldar til þess að
enginn óhlýðnist eins og þeir og falli.
Eina leiðin til að hvílast ekki og að það sé óhlýðni er að brjóta hvíldardags boðorðið sem er eitt lengsta boðorðið af boðorðunum tíu sem Guð skrifaði á steintöflur sem settar voru í sáttmálsörkina sem var geymd í hinu allra helgasta. Svo hérna er einlægt kall frá höfundi Hebreabréfsins að hinir kristnu vanhelgi ekki hvíldardaginn svo þeir falli ekki eins og þeir sem ráfuðu um í eyðimörkinni í 40 ár og dóu þar.
Hebreabréfið 4:12
Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans.
Fyrir mig þá sé ég þetta birtast á mjög raunverulegan hátt þegar kemur að hvíldardagsboðorðinu. Menn eiga í engum vandræðum með hin níu og að kalla þau synd en þegar kemur að hvíldardsagsboðorðinu þá sér maður hjörtun bókstaflega herðast á andlitum þeirra sem maður segir frá þessu. Öll hin boðorðin eru augljóslega rétt en hvíldardagsboðorðið er þannig að frá mannlegum viðmiðum þá getur það virkað órökrétt. Eins og hvaða máli skiptir það, á hvaða degi maður heldur hvíldardag? Ástæðan fyrir því af hverju það skiptir máli er sú að hérna birtist í okkar hegðun hverjum við hlýðum, hver er okkar Guð. Hlýðum við mönnum eða hefðum eða hlýðum við Guði?
Ég bið að sem flestir mættu velja að hlýða boðorðum Guðs svo þeir mættu ekki falla í óhlýðni og glatast.
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 31.5.2011 kl. 21:24 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 803246
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.