Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er spurning hvort þú sért kominn með nýtt tímatal, fyrir kvóta og eftir kvóta.

Þeir sem muna tímann fyrir kvóta muna vel hvernig útgerðinni var haldið uppi af stjórnvöldum. Styrkjakerfi, bæði til útgerðar og vinnslu var alþekkt auk þess sem gengi krónunnar réðst af tveim þáttum, þeim afla sem kom á land og verði afurða erlendis. Á þessu byggðist arður af fiskveiðum fyrir kvóta.

Það getur verið að menn vilji fara aftur til þess tíma, tímans fyrir kvóta. Tíma ríkisstyrktrar útgerðar.

Það er ljóst að Samfylkingarfólk lítur þennan tíma sem einhvern uppgangstíma hjá okkur, flestir aðrir eru þó á annari skoðun.

Það er hins vegar spurning hvort Samfylkingarfólk skipti ekki um skoðun á næstu mánuðum, ef skipbrota fiskveiðistefnu ESB verður breytt til samræmis við okkar.

Það eru vissulega vankantar á því kerfi sem við búum við, en þá á að sníða þá vankanta af, ekki kollvarpa kerfinu og fara yfir í það fiskveiðikerfi sem hvergi hefur gengið upp!!

Gunnar Heiðarsson, 15.5.2011 kl. 16:25

2 identicon

Kvótakerfinu var komið á til að bregðast við ofveiði og hættu á hruni mikilvægustu fiskistofna. Gengi var ekki fljótandi heldur ákveðið að Seðlabanka í samráði við ríkisstjórn. Ef það var pólitískur vilji til að hafa gengi of hátt skráð varð að búa til sjóðakerfi til að færa fármuni til sjávarútvegsins. Hinn möguleikinn var að fella gengið sem var pólitískt mjög erfitt að gera. Með gengisskráningu var algerlega hægt að stýra afkomu greinarinnar. Helstu hagvaxtarskeiðin á síðustu öld(sérstaklega fyrri hluta) má skýra með þróun sjávarútvegs. Vélvæðing í upphafi aldar, nýsköpunartogarar, útfærsla landhelgi og skuttogarar.Sjávarútvegurinn var drifkrafturinn og skilaði gífurlegum auði inní þjóðarbúið.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 20:47

3 Smámynd: Mofi

Sæll Gunnar

Þrjár spurningar:

1. Hvaðan fengu stjórnvöld pening til að halda uppi útgerðinni?  Ertu að segja mér að við sem samfélag vorum að tapa pening af fiskveiðum fyrir tíma kvótakerfisins?

2. Er núverandi skuldabaggi útgerðarinnar góður vitnisburður þessa kerfis?

3. Ef að kvótakerfið er svona gott er þá í lagi að beita því á Háskólann?  Þannig að bara þeir sem eru núna í námi fái rétt til náms og síðan geta þeir útdeilt til annara hverjir fá að stunda nám?

Mofi, 15.5.2011 kl. 20:49

4 identicon

Kvótakerfinu var fyrst og fremst komið á til að sporna við ofveiði og er sem slíkt eitthvert besta kerfi til slíks í veröldinni - enda eru fiskistofnar á íslandsmiðum sjálfbærir, öfugt við víðast hvar annarsstaðar.

Röksemdin fyrir því svo að sömu menn haldi þessum réttindum er sú að þannig sé verðmætasköpun mest, menn sem eru vissir um að halda sínum kvóta eru þannig líklegri til frekari fjárfestinga tengdum veiðunum, svosem bygging frystihúsa o.s.frv.

Þannig er t.d. ólíklegt að maður sem veit ekki frá ári til árs hvort hann haldi sínum kvóti fari í það að kaupa skip eða byggja frystihús..

Slíkur maður væri þannig líklegri til að leigja skip til veiðanna og selja hann óunnin til erlendra aðila í stað þess að verka hann hér á landi - það er lítið vit í því að byggja frystihús og ráða 100 manns í vinnu ef þú veist ekki frá ári til árs hvort þú hefur eitthvað til að vinna með..

Ég er ekki að tala sérstaklega fyrir kvótakerfinu, mér þætti eðlilegra að menn greiddu bara fyrir þetta eitthvað árlegt gjald og hefðu forgang á áframhaldandi úthlutun ef þeir væru sannarlega að nýta hann..

En þetta er svona í mjög stuttu máli meginröksemdin fyrir þessu kerfi

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband