Ný rannsókn sem birtist í tímaritinu "The Open Evolution Journal"* lýsti alvarlega vandamáli við þeirri þróunartrú að frum agnir urðu að frum mönnum. Þeir kölluðu vandamálið "The mutation protection paradox".
Rannsóknirnar leiddu í ljós að bæði í lifandi verum og í tölvu forritum þá eru villu greining og meðhöndlunar kerfi sem hafa umsjón yfir afritunartöku gagna. Þessi kerfi verða að vera til staðar til að viðhalda gagna heilindum en án þeirra þá yrðu gögnin fljótlega spillt og gagnslaus vegna villna.
Kóðaðar upplýsingar eru geymdar á skipulagðan hátt í set sem við köllum "bæti" í tölvu kóða en í "codons" í DNA lifvera. Þessi kóði þolir einhverjar stökkbreytingar en það er takmark fyrir því. Rannsóknin sýndi fram á að þessar stökkbreytingar verða að vera innan marka þess sem villu-leiðréttinga kerfið ræður við annars hrynur forritið eða lífveran verður alvarlega sködduð.
Forrit nota margvígslegar aðferðir til að passa að gögnin skemmist ekki, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Error_detection_and_correction
Flestar aðferðanna eru ágætlega sniðugar eins og að leggja saman tölulegt gildi upplýsinganna og geyma þær og síðan athuga hvort að það stemmi ekki. Ef síðan eitthvað kemur upp á þá er hægt að bregðast við því eins og t.d. að ná í afrit sem er þá vonandi ílagi.
Villu meðhöndlunar og leiðréttingar mekanismi lifandi vera er miklu snjallari og flóknari en hefur sömu markmið. Höfundar greinarinnar benda á að í lifandi verum, ef að DNA basi-samsvarar "bæti" í tölvukerfum- stökkbreytist þá er það stundum leiðrétt með því að leita að sömu upplýsingum annars staðar í frumunni. Mekanisminn sem leitar uppi villur og leiðréttir er mjög skilvirkur, aðeins nokkur ensím geta bætt við heilu köflunum af DNA en nokkur hundruð ensíma vinna hörðum höndum að greina og leiðrétta stökkbreytingar.
Ástæðan fyrir því að þessi mekanismi er vandamál ( fyrir utan hið augljósa ) er að þróun frá einfrömungi yfir í einstaklinga eru ýmislegar stökkbreytingar þar sem heilu kaflarnir af nýjum upplýsingum. En málið er að þessi villuleiðréttinga mekanismi berst á móti þannig breytingum! Svo til þess að þróunin geti haldið áfram þá þarf að slökkva á þessum mekanisma en án þessa mekanisma þá fyllist allt af villum sem skaðar lífveruna. Þess vegna fékk þetta heitið "stökkbreytinga verndunar þversögnin".
Kóðaðar upplýsingar í lifandi verum lætur það líta út fyrir svo að þær voru forritaðar þannig að þær berjast á móti breytingum á DNA sem skaðar lífveruna. Því miður fyrir þróunarkenninguna þá eru þetta einmitt breytingarnar sem þarf til að breyta frumu í forritara. Þróunarsinnar hafa ekki enn fundið neina raunhæfa lausn á þessu vandamáli en fyrir sköpunarsinna þá er þetta engin þversögn eða vandamál, þetta er eins og undirskrift skaparans.
* DeJong, W. and H. Degens. 2011. The Evolutionary Dynamics of Digital and Nucleotide Codes: A Mutation Protection Perspective. The Open Evolution Journal. 5: 1-4.
Mjög lauslega þýtt frá: Can Evolution Hurdle the 'Mutation Protection Paradox'?
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Trúmál | Breytt s.d. kl. 10:01 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Errrr, en hvað um þessa gríðarlega hröðu þróun sem varð á öllum dýrunum eftir að Nóaflóðið sjatnaði (eins og haldið hefur verið fram í annarri færslu hérna)? Mig minnir að það hafi verið kallað "Rapid Speciation". Er þannig þróun möguleg án stökkbreytinga?
(Btw, ég er að gefa mér að nóaflóðið hafi í raun gerst, en það er í rauninni ómögulegt. Dæmið er bara til að sýna fram á þversögn hjá sköpunarsinnum - "Rapid Speciation" vs. stökkbreytingaverndunin hamlar þróun)
Að auki virðist sem höfundarnir ruglist á DNA villum og DNA stökkbreytingum. Wikipedia (sem er kannski ekki alveg áreiðanlegasta heimildin, en það verður að duga) segir t.d.:
In contrast to DNA damage, a mutation is a change in the base sequence of the DNA. A mutation cannot be recognized by enzymes once the base change is present in both DNA strands, and, thus, a mutation cannot be repaired.
Tekið frá "DNA repair" greininni
Rebekka, 12.5.2011 kl. 07:49
Rebekka, nærri því allar breytingar sem við sjáum á tegundum í dag koma stökkbreytingum ekkert við. Áhrif stökkbreytinga eru aðalega vanskapnaður, kind með fimm fætur, fluga með fjóra vænga og þess háttar.
Þær breytingar sem við sjáum eru mismunandi túlkanir á DNA, sá fjölbreytileiki sem er innan tegundar. Við sjáum fjölbreytileika bara þegar dýr eignast afkvæma og þetta er það sama nema meira og ýktara á lengri tíma.
Ég sé ekki að þeir eru neitt að ruglast. Þeir benda aðeins á að villu leiðréttingar mekanisminn lagi flestar stökkbreytingar en augljóslega þá sleppa villu í gegn, þess vegna öll þessi dæmi af afskræmd dýr.
Mofi, 12.5.2011 kl. 09:54
Ég skal bara segja þetta aftur.
Aðalmótrökin sem ég fann eru að villuleiðréttingagræjan í DNA getur ekki gert við stökkbreytingar vegna þess að hún þekkir þær ekki sem villur. Hérna er meira úr sömu Wikipedia grein:
DNA damages and mutation are fundamentally different. Damages are physical abnormalities in the DNA [...] In contrast to DNA damage, a mutation is a change in the base sequence of the DNA
Auðvitað eru margar neikvæðar stökkbreytingar, en þær eru "lagfærðar" á þann hátt að dýrið sem hefur þær deyr og nær ekki að fjölga sér. Tadaaa, stökkbreytingin stöðvuð.
Ef það koma fram jákvæðar stökkbreytingar (jú, þær eru víst til) eða hlutlausar stökkbreytingar, þá hjálpa þær lífverunni að lifa af og fjölga sér. = stökkbreytingin berst áfram í næstu kynslóðir.
Ég er ekki líffræðingur eða erfðafræðingur, en eftir því sem ég fæ best séð eru höfundarnir að ruglast (eða sleppa að nefna að stökkbreytingar eru ekki sama og villur í DNA).
Rebekka, 13.5.2011 kl. 07:21
Það er merkilega firring að amast við þróunarkenningunni en sjá á sama tíma ekkert athugavert við það að á 1-2 þús árum eftir syndaflóðið séu komnar tugir ef ekki hundruðir mismunandi kynþátta manna, hundruðir mismunandi tegunda hesta, kattategdunda og þúsunda annarra mismunandi dýrateguna.. Dreifð á hvern einasta ferkílómeter lands á jarðkringlunni..
Að sjá ekkert athugavert við það að erfðavísindin sjái það greinilega að "elstu" tegundir manna séu í Afríku en ekki fyrir botni Miðjarðarhafs.
Að sjá því ekkert til fyrirstöðu að um borð í trékassa sé hægt að lífi í einu til sjö pörum af öllum lífverum jarðar.
Að setja ekkert spurningamerki við það líklega hefur ekki veirð ein planta á lífi eftir þessar hamfarir og því litla sem enga fæðu að fá fyrir gengið var frá borði arkarinnar.
Að sjá ekkert athugavert að jafn einfaldar aðferðir og talninga trjáhringja sýna að þetta gengur ekki upp..
Ég gæti haldið áfram í allan dag..
EN þrátt fyrir allt þetta er til fólk eins og Mofi sem heldur því statt og stöðugt fram að atburðarrás sem er í þversögn við allt ofantalið sé lýsing í samræmi við þau gögn og upplýsingar sem við höfum..
Að hann sjái ekkert athugavert við það að þurfa að túlka ALLA vísindalega niðurstöðu þannig að hún fari ekki gegn texta 2000 ára gamallar bókar er svo sér kapítuli útaf fyrir sig.. Annar kapítuli er svo óstöðvandi sannfæringarherferð hans um það að "rannsóknir" sem stefna að því eina marki að staðfesta texta trúarrits, yfirleitt framkvæmdar af fólki sem ekki hefur sérmenntun á viðkomandi og þvert á alla niðurstöðu menntamanna á viðkomandi sviði - séu vísindi...
Þetta reynir hann svo að sannfæra fólk um með yfirlæti, dónaskap og almennum skorti á nokkuri kurteisti...
Og skilur svo ekkert í því að fólk sé ekk tilbúið að meðtaka þar sem hann er að segja.. Efast ég ekki um að þar kennir hann um heimsku viðkomandi, greindarskorti og almennum skorti á lesskilningi... Verandi sjálfur þó frekar illa skrifandi á móðurmálið
Merkilegur maður hann Mofi - það verður ekki af honum tekið
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 10:05
Stór hluti þeirra verður hluti af genemenginu og skaðar bara tegundina. Skaðlegar stökkbreytingar eru að safnast saman meðal allra dýra tegunda.
Þetta eru menn menntaðir í þessu, þeir eru þróunarsinnar og þetta er ritrýnd grein í vísindariti. Fyrir mig þá þýðir það að líklegast er þetta vandað og eftirtektarvert þó ég tek öllu með fyrirvara.
Þeir eru að fjalla um ákveðinn mekanisma sem les DNA og greinir hvort að villur hafa komið upp og ef mekanisminn greinir villur þá eru þær lagaðar með því t.d. að finna sömu upplýsingar annars staðar og setja þær inn í staðinn.
Það samt sleppa í gegn af og til villur eða breytingar, allir vita það.
Mofi, 13.5.2011 kl. 10:15
Jón Bjarni, jú, auðvitað eru alls konar spurningar sem sitja eftir fyrir mig sem trúi á sköpun en ég bara met að gögnin passi betur við sköpun. Ég vil ekki fara að svara þessum spurningum þar se greinin fjallar um allt annað.
Flestar af þeim rannsóknum sem ég bendi á eða staðreyndir sem ég bendi á koma frá þróunarsinnum, gott dæmi er þessi grein sem þú ert að gera þessa athugasemd við.
Mofi, 13.5.2011 kl. 10:26
William DeJong og Hans Degens eru EKKI þróunarsinnar. Þetta er ekki sami DeJong og sá sem kennir við háskólann í Boston og er eitthvað sem kallast "Community of health science professor). Sá DeJong sem skrifaði þessa grein er frá Hollandi og ef ég get skilið það sem hann skrifar á vefsíðunni sinni rétt, þá útskrifaðist hann í "Applied mathematics and Organization science".
Hmm, þannig að hann er ekki heldur hvorki líffræðingur né erfðafræðingur.
Hans Degens hefur svo fengið birtar greinar í Creation science o.fl.
Þetta fann ég frá þessari síðu hér: http://sensuouscurmudgeon.wordpress.com/2011/05/04/icr-evolutions-biggest-problem/
Þeir eru semsagt báðir frekar hallir undir sköpun heldur en þróun, sýnist mér allavega.
Btw, AronRa gaf í dag út áskorun til þeirra sem aðhyllast sköpun, hún er hér: http://www.youtube.com/watch?v=_r0zpk0lPFU
Blah, browserinn minn er með einhverja óþekkt og leyfir mér ekki að gera hlekki hérna.
Rebekka, 13.5.2011 kl. 11:41
I stand corrected, varðandi að það voru ekki þróunarsinnar sem stóðu á bakvið rannsóknina.
Það samt breytir engu varðandi hvert vandamálið er. Síðan enn áhugaverðara vandamál er hvernig tilviljanir eiga að hafa búið til villu/leiðréttingar mekanismi. Hvernig fóru þær að því að greina hvað væru góðar upplýsingar frá vondum?
Takk fyrir youtube myndbandið, fínt blog efni.
Mofi, 13.5.2011 kl. 12:26
Varðandi fjölbreytileikann þá rakst ég á þessa frétt, sjá: http://creationsafaris.com/crev201105.htm#20110512a
Hérna sjáum við að hugmyndir manna eru byrjaðar að þokast í þá átt að það er hægt að fá alls konar afbrigði út frá þeim DNA kóða sem viðkomandi dýrategund hefur. Það tekur síðan ekki langan tíma að kveikja á einu geni og slökkva á öðru og fá afbrigði af dýrategundinni sem er útlitslega öðru vísi en kynslóðirnar á undan.
Hérna er myndband sem fjallar um þetta: http://www.bing.com/videos/watch/video/walter-veith-origin-of-variety-1-6/1039fb2485960f3bebde1039fb2485960f3bebde-764005254385?q=Walter+Veith+variety&FORM=VIRE2 ( 1 af 6, þarf að klára allt dæmið til að fá heildarmyndina )
Mofi, 13.5.2011 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.