Darwinismi órökrétt trú fyrir 50 árum og ekkert hefur breyst

Hérna er skemmtilegur bútur úr bókinni Did Darwin Get It Right?: Catholics and the Theory of Evolution  eftir George Sim Johnston.

George Sim Johnston, Did Darwin Get It Right?: Catholics and the Theory of Evolution (OSV, 1998), p. 22.
Around 1959, the centenary year of he publication of the Origin, when neo-Darwinian triumphalism was at its height, a very astute philosopher named Marjorie Grene wrote an essay entitled “The Faith of Darwinists.” [Encounter 74 (November 1959), 48.]  She observed that all the Darwinian books she had read violated a rule of logic by assuming the truth of what they were claiming to prove. And she was struck by how the theory of evolution can seem so certain to the Darwinian faithful, while being so obviously flawed to a philosopher on the outside like herself Little has changed in the past forty years.  In fact, with the collapse of Marx and Freud, the intellectual establishment now clings to Darwinism with even greater fervor. It is their creation myth. And it is not clear how it will finally be retired.

Grene að mínu mati hittir naglinn alveg á höfuðið, darwinistar gefa sér þær forsendur að þeirra trú sé sönn og bulla endalaust á þeim grunni og sjá ekkert órökrétt við loftkastalann sem þeir búa í. Finnst ekkert órökrétt við þaðað dauð efni raða sér í langa röð af merkjum og síðan gefa þessi efnum meiningu. Þeir trúaþví að efni sem hafa ekki vit né vilja hafi getað sett saman gífurlega flókin tæki sem nema ljós og síðan hafa búið til tölvu sem kann að lesa þessi merki og rétta meðvitundinni þau og meðvitund skilur hvað merkin þýða.  Þetta er svo mikil kraftaverka trú að það að láta eld falla af himni ofan eða kljúfa Rauðahafið virðist vera tiltuglega lítilfjörlegt.

Þessi sköpunarsaga guðleysingja er út frá skynsemi og út frá gögnum í dauðakippunum. En það eru mörg trúarbrögð sem neita að deyja þótt þau séu augljóslega ekki rétt. Þegar menn vilja halda einhverju á lífi þá finna þeir leiðir til þess, þegar menn vilja að eitthvað sé satt þá er eins og skynsemin neyðist til að draga sig í hlé og vona að einhver muni einhvern tíman kalla á hana aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Geisp...

Jón Steinar Ragnarsson, 10.5.2011 kl. 01:54

2 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Öll ritrýnd fræði heims benda til þess að það sé meira vit í "Darwinsima" en nokkrum öðrum hugmyndum um tilurð lífs - og þó er vitaskuld mörgu ósvarað og verður líklega alltaf.

Hvar eru fræðin sem benda til þess að sköpun sé málið? Hvergi. Aðeins ofsatrúarfólk segir annað. Merkilegt.

Kristinn Theódórsson, 10.5.2011 kl. 09:32

3 Smámynd: Mofi

Kristinn, vísun í yfirvald... ég er alveg hættur við að búast við einhverju með innihaldi frá ykkur.  Svona nú, bretta upp ermarnar og reyna smá á sig :)

Mofi, 10.5.2011 kl. 10:09

4 Smámynd: Bjarki Þór

Sæll Mofi.

Ég er að leita að smá ráðgjöf varðandi kristna og andstöðu þeirra gegn þróunarkenningunni. Ég viðurkenni reyndar að mér finnst eðlilegra að reyna að skilja eðli hluta með því að kryfja þá í stað þess að vísa útfyrir þá (vélgengi þróunarkenningar vs. intelligent design), en það er önnur saga. Ég veit hug þinn til þróunarkenningarinnar, hún sé bara einhver kenning sem er svo meingölluð að það þurfi að henda henni og í stað hennar komi....hvað?

Önnur pæling hjá mér og endilega leiðréttu hana ef hún er bull. Mér skilst að Kristnir líti á Jésús sem frelsara sinn. Afhverju er hann frelsarinn? Hann er frelsarinn útaf því að hann dó fyrir syndir okkar. Hvaða syndir? Þær syndir sem kenndar eru í biblíunni. Hvaðan koma syndirnar? Sköpunarsaga biblíunar kennir að erfðasyndin, það að maðurinn fæðist syndugur, hafi komið til í aldingarðinum með Adam og Evu. Ergo; til þess að Kristur geti verið frelsarinn þarf sköpnarsaga biblíunnar að vera rétt. Þróunarkenningin gengur í berhögg við sköpunarsöguna og því mölbrýtur hún möguleika Krists á að vera....kristur. Er þetta vitlaust hjá mér? 

Bjarki Þór, 10.5.2011 kl. 12:38

5 Smámynd: Mofi

Bjarki Þór
hún sé bara einhver kenning sem er svo meingölluð að það þurfi að henda henni og í stað hennar komi....hvað?

Fólk hefur einfaldlega mismunandi sannfæringu varðandi uppruna náttúrunnar eða uppruna tegundanna.  Ég hef ekkert á móti því að það er til fólk með þá sannfæringu að þróunarkenningin sé rétt. Ég vil bara benda á gallana og að þeir sem eru sannfærðir um að hún er röng fái að hafa þá skoðun óáreittir. Sömuleiðis auðvitað þeir sem aðhyllist sköpun.

Þú lætur eins og að allt samfélagið þurfi að samþykkja eina kenningu og síðan verður það sannleikurinn sem allir eiga að trúa.

Bjarki Þór
Önnur pæling hjá mér og endilega leiðréttu hana ef hún er bull. Mér skilst að Kristnir líti á Jésús sem frelsara sinn. Afhverju er hann frelsarinn? Hann er frelsarinn útaf því að hann dó fyrir syndir okkar. Hvaða syndir?

Græðgi, reiði, hatur, öfund, þjófnaður, lygar og morð.

Bjarki Þór
Þróunarkenningin gengur í berhögg við sköpunarsöguna og því mölbrýtur hún möguleika Krists á að vera....kristur. Er þetta vitlaust hjá mér?

Ég er sammála þessu þó að meirihluti þeirra sem flokka sig sem kristna eru ósammála þessu. Ég held að þeir hafi bara ekki alveg hugsað málið til enda.

Mofi, 10.5.2011 kl. 15:59

6 Smámynd: Jón Ragnarsson

Engin, þá segi ég ENGIN heimild er fyrir utan sögur biblunnar er til um að Jesú Kristur hafi nokkurn tímann verið til.

Þess vegna er aðeins hægt að setja söguna í sama flokk og 1001 nótt.  Sem sagt þjóðsögur og ævintýri. 

Jón Ragnarsson, 11.5.2011 kl. 13:52

7 Smámynd: Mofi

Jón Ragnarsson, þær eru fjölmargar, sjá: Hann er ekki hér, Hann er upprisinn

Síðan gott að hafa í huga að handritin sem Nýja Testamentið samanstendur af voru margar heimildir en síðan var þeim safnað saman.

Mofi, 11.5.2011 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband