Eru stökkbreytingar tilviljanakenndar?

Stutta svarið er já en í þeim skilningi að einhverjar eru tilviljanakenndar en með aukinni þekkingu á DNA og stökkbreytingum gefur okkur ástæðu til að ætla að alls ekki allar stökkbreytingar eru tilviljanakenndar.  Hérna er myndband sem fer yfir þetta efni.

Meira hérna: Are Mutations Random?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Mér datt þú í hug þegar ég sá þetta: http://i.imgur.com/xWpvw.jpg

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.5.2011 kl. 19:09

3 Smámynd: Mofi

Tinna, er það þetta sem þér finnst mest sannfærandi varðandi þróunarkenninguna?  Að fyrst að við sjáum að dýrin geta breyst eitthvað að þá þýðir það að einfrömungar gátu orðið að fólki með tilviljanakenndum breytingum á DNA?

Mofi, 3.5.2011 kl. 10:21

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

 Við sjáum þróun gerast. Mér fannst linkurinn skýra þetta svo vel - kannske virkar það bara ef maður skilur þetta til að byrja með

Hver er útskýring sköpunarsinna á Neanderdalsmönnum og öðrum for-mönnum?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.5.2011 kl. 09:43

5 Smámynd: Mofi

Tinna, þú svaraðir ekki spurningunni.  Við sjáum síðan aðlögun út frá þeim DNA upplýsingum sem eru þegar til staðar. Við sjáum ekki mekanisma þróunnar, stökkbreytingar og náttúruval búa neitt til.  Það er ekkert að skilja að smá breytingar geta orðið stórar breytingar með löngum tíma, hreinlega ekki neitt. Það aftur á móti er dáldið mikið að trúa. Ef þú hittir mann sem segðist hafa farið til tunglsins og þú spyrð hvernig og hann segði "eitt skref í einu", myndir þú trúa því?

Tinna
Hver er útskýring sköpunarsinna á Neanderdalsmönnum og öðrum for-mönnum?

Þetta eru bara menn eins og við. Það er hellings fjölbreytni meðal manna í dag og hið sama gildir um þá.

Mofi, 4.5.2011 kl. 10:03

6 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég trúi ekki þróunarkenningunni vegna þess að við getum séð hana gerast, en það hjálpar óneitanlega...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.5.2011 kl. 12:55

7 Smámynd: Mofi

Ég trúi ekki að þróunarkenningin er rétt því að ég veit hvað þarf til að búa til forritunarkóða sem gerir eitthvað vitrænt og tilviljanir eru ekki vitrænn valmöguleiki. Þær breytingar sem við sjáum í náttúrunni eru afbrigði af því sem er þegar til í genunum, ummerki um hönnun ekki þróun. Við sjáum t.d. gogginn á finkunum hans Darwins verða stærri eða minni eftir aðstæðum, flakkar bara fram og til baka en engin ástæða til að halda að finkurnar eru að verða að einhverjum öðrum dýrum.

Held að þú gerir allt of litlar kröfur til þess sem þú ert að sjá. Hvað er þá aðal ástæðan ef þessi er ekki aðal ástæðan?

Mofi, 4.5.2011 kl. 13:14

8 identicon

Ætla ekki að commenta á efnið en Mofi, þú verður að fara passa þig á þessari meinlegu málvillu þinni..

"Ég trúi ekki að þróunarkenningin er rétt því"

Á að vera "ég trúi ekki að þróunarkenningin SÉ rétt vegna þess að ég...."

Held að Jón Valur sé búinn að benda þér nokkrum sinnum á þetta, þú ert duglegur hér að gagnrýna aðra fyrir heimsku, skort á lesskilningi o.s.frv. En gerir þig sjálfan trekk í trekk sekan um einhverja verstu málvillu íslenskrar tungu.

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 19:19

9 Smámynd: Mofi

Ég er sannarlega að reyna en ég hef enga tilfinningu fyrir þessu.

Mofi, 6.5.2011 kl. 09:58

10 identicon

Finnst þér þá ekki ljósi þess að þú getir slakað aðeins á í stöðugum árásum þínum á málvitund annarra?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 11:30

11 Smámynd: Mofi

Jón, þú fórst yfir strikið, ekki einu sinni heldur svo oft að ég var kominn með hausverk. En vonandi er það að batna hraðar heldur en mín tilfinning fyrir "sé" og "er" og öllu því.

Mofi, 6.5.2011 kl. 13:03

12 identicon

Mofi, það sem ég er að segja er að það fer manni illa sem hefur litla málvitund að saka aðra um ólæsi..

Og ég fór ekkert yfir strikið, það varst þú sem varst dóni

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 14:19

13 identicon

Vandamálið var að ég skildi þig ekki alveg og bað um útskýringu og fékk ekkert nema skæting, yfirlæti og dónaskap til baka

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 14:21

14 Smámynd: Mofi

Jón, við gerum aðra tilraun einhvern tíman og vonandi gengur hún betur.

Mofi, 6.5.2011 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband