Frá hönnun til Aðvent kirkjunnar

Stundum þegar ég bendi á hönnun í náttúrunni þá svara sumir með því að segja að þetta sýni ekki fram á að Guð Biblíunnar sé hönnuðurinn. Þetta er auðvitað alveg hárrétt, hönnunar rökin sýna aðeins fram á tilvist hönnuðar en ekki hver hann er; þeir sem trúa að geimverur hafi plantað lífinu hérna á jörðinni geta líka notað þessi rök.

Það sem mig langar að gera hér er að útskýra hvernig ég fer frá hönnunar rökunum til Aðvent kirkjunnar.

1. Hönnun er augljós.

Þar sem alheimurinn hafði byrjun verður sá sem orsakaði tilvist alheimsins að vera til handan alheimsins. Getur ekki verið inn í alheiminum eða af alheiminum, verður sem sagt að vera eilífur og ekki úr efni, að minnsta kosti ekki efni alheimsins. 

Lögmálin sem þessi alheimur hlýðir eru einnig fínstillt sem gefur til kynna að þau voru hönnuð fyrir lífið sem gerir það rökrétt að löggjafinn hafi verið gáfaður að geta gert þetta og einnig viljað orsaka fínstillt lögmál.

Lífið sjálft er síðan ógurlega flókin vél sem les forritunarkóða um hvernig á að búa sig til og athafna; lífið er verkfræðilegt undur sem við mennirnir munum líklegast aldrei ná að herma eftir. Betra dæmi um vitræna hönnun er ekki hægt að biðja um.

Síðan er náttúran full af meiriháttar dæmum, hérna eru nokkur þannig dæmi: Þeir sem eru án afsökunnar og Incredible creatures that defy evolution

2. Guð Biblíunnar.

Biblían lýsir Guði þannig að Hann er fyrir utan tíma, er eilífur og er andi eða ekki búinn til úr efni. Þetta er allt í samræmi við það sem kom hérna á undan. Biblían lýsir Guði einnig sem alvitrum og það sannarlega passar við snilldina sem við sjáum í náttúrunni.  Biblían segir einnig að heimurinn er undir bölvun syndar sem passar við hið vonda sem við sjáum í heiminum.  Þeir guðir sem rómverjar, grikkir og fleiri trúðu á voru ekki eins og Guð Biblíunnar því þeir tilheyrðu þessum heimi. Þeir voru ekki almáttugir og eilífir, oft voru þeir mjög mannlegir og mistækir enda skáldsögur síns tíma sem fæstir tóku alvarlega. 

Fyrst að hægt er að sjá að þessi heimur var hannaður þá er rökrétt að sá sem tók alla þessa orku og vitsmuni að búa þetta allt til myndi líka vilja hafa einhver afskipti af þessu sköpunarverki sínu. Af þeim opinberunum sem mannkynið hefur um Guð þá ber Biblían af að öllu leiti enda lang flestar tilraunir manna til að setja sig upp sem einhvern opinberanda Guðs hafa verið byggðar á Biblíunni, menn eins og Múhammeð og allir á þessum lista hérna: List of people claimed to be Jesus

3. Aðvent kirkjan

Þar sem að fjöldi kirkna sem flokka sig sem kristnar þá virkar það líklega mjög strembið fyrir marga að ætla að velja "réttu" kirkjuna.  Ég tel að vandamálið er í rauninni miklu minna en margir telja. Ég tel að ef menn fara eftir þessum fáu Biblíulegum leiðbeiningum þá ættu þeir að vera búnir að finna þá kirkju sem fer einna best eftir Biblíunni.

  1. Biblían er orð Guðs sem trúarkenningarnar eiga að lúta.
  2. Jesús er Guð og Hann er skapari himins og jarðar.
  3. Við eigum að fylgja boðorðunum tíu og ekki gleyma fjórða boðorðinu sem er að halda hvíldardaginn, sjöundadaginn eða laugardaginn heilagann.
  4. Guð er kærleiksríkur og myndi aldrei kvelja fólk að eilífu, hvorki í eldi eða á nokkurn annan hátt.
Þetta er ekki flókin eða löng leið og ekki skemmir fyrir að hún er einstaklega rökrétt. Tel að það eru aðalega langanir manna, hefðir og stollt sem lætur þetta líta út fyrir að vera flókið.

mbl.is Meirihluti trúir á framhaldslíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Varðandi lið 2, þá ættirðu að lesa biblíuna þína aðeins betur.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.4.2011 kl. 17:12

2 Smámynd: Mofi

Ætlar þú ekki að rökstyðja þetta eitthvað? Mér finnst þetta vera nokkuð skýrt.

For by Him [Jesus] all things were created that are in heaven and that are on earth, visible and invisible, whether thrones or dominions or principalities or powers. All things were created through Him and for Him (Colossians 1:16).1
But to the Son He says: “Your throne, O God, is forever and ever; A scepter of righteousness is the scepter of Your Kingdom. You have loved righteousness and hated lawlessness; Therefore God, Your God, has anointed You with the oil of gladness more than Your companions” (Hebrews 1:8–9).

Mofi, 26.4.2011 kl. 18:57

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Almáttugur guð hvílir sig ekki, guð sem er ekki úr efni labbar ekki um, alvitur guð spyr ekki um hluti og lærir hluti. Og guðinn í Gamla testamentinu er svo sannarlega "mjög mannlegur og mistækur". Þú trúir ekki á Jahve, þú trúir á guð grísku heimspekinganna.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.4.2011 kl. 19:02

4 Smámynd: Mofi

Hvað veist þú um hvað almáttugur Guð gerir?  Þú getur tekið þér hvíld án þess að vera þreyttur, getur haft aðrar ástæður til þess eins og vera öðrum fyrirmynd eða til þess að njóta þess sem þú varst að gera. Hefur þú síðan aldrei spurt nema þú vissir ekki svarið? Er möguleiki að  maður spyr þó maður viti svarið?

Mofi, 26.4.2011 kl. 20:24

5 identicon

Hönnun er augljós? Ertu alveg viss um það? Þú veist þú getur sagt það sama um náttúruvalið.

Sjonni G (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 14:06

6 Smámynd: Mofi

Sjonni, mikið rétt enda náttúrval eitthvað sem kom frá sköpunarsinnanum Edward Blyth, áratugum á undan Darwin.

Mofi, 27.4.2011 kl. 14:30

7 identicon

Ég veit nú ekki hversu trúaður hann Edward Blyth var. Hann virtist allavega ekki lifa í samræmi við boðskap biblíunnar en eins og þú kannski veist þá var hann víst líka drykkfelldur ofbeldismaður. Annars sé ég ekki alveg hvaða máli þetta skiptir, hvort Blyth hafi trúað á Guð eða ekki. Hann lifði á tíma þar sem vísindin voru enn á miklum byrjunarreit og alls ekki óalgengt að rannsakandi menn tryðu á Guð. Annars máttu ekki gleyma því að Darwin gekk miklu lengra en Blyth og útfærði kenninguna á mun skýrari hátt en Blyth gerði. Hins vegar er það alveg rétt að Blyth hafði mikil áhrif á Darwin og við getum svo sannarlega þakkað þessum mönnum fyrir þær uppgötvanir sem þeir færðu mannkyninu. Ég held að menn ættu að reyna temja sér gagrýna hugsun, skoða það sem við vitum og hætta að trúa einhverju á ófullnægjandi forsendum. Eins og Sókrates sagði: "Aðeins heimskur maður óttast dauðan, því að hann hefur sjálfur gefið sér það að dauðinn sé slæmur." Það eina sem ég veit er að ég veit ekki neitt.

Sjonni G (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 16:34

8 Smámynd: Mofi

Sjonni, punkturinn er að Blythe kom fyrstur með hugmyndina og hann sá hana ekki sem eitthvað sem býr til eitthvað nýtt heldur það sem tekur burt. Ósköp svipað og Darwin nema Darwin hélt að þetta ferli hafa í för með sér að tegundir gætu farið frá bakteríum yfir í fólk.

Ég tel gáfulegast að trúa í samræmi við þá bestu þekkingu sem maður hefur og öðlast sína eigin sannfæringu en ekki treysta á annað fólk í þessum efnum. Varðandi dauðann þá held ég við vitum slatta, eins og t.d. það sem Salómon sagði, "því að lifandi hundur er betri en dautt ljón".  Við vitum öll meira en ekki neitt, líka Sókrates :)   á sínum tíma að vísu því að nú er hann dáinn og Biblían segir að hinir dánu vita ekki neitt.

Mofi, 27.4.2011 kl. 16:57

9 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll vertu.

Samkvæmt Biblíunni er Guð faðir Jesús,sonur og heilagur andi.

Fjórða atriðið sem þú nefnir um að Guð sé kærleikur og myndi aldrei kvelja neinn í helvíti.Ef þú lest Matt 7:13-14Gangið inn um þrönga hiðið.Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður sem liggur til glötuunar,og margir eru þeir sem þar fara inn.Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur er liggur til lífsins, og fáir þeir sem finna hann.

Með virðingu

Halldóra Ásgeirsdóttir.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 6.5.2011 kl. 23:23

10 Smámynd: Mofi

Halldóra, ég veit ekkert hvað þetta innlegg átti að segja mér.  Versið einmitt talar um glötun, ekki eilífar pyntingar svo hver er þinn punktur hérna?

Mofi, 9.5.2011 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband