Þú hefur ekkert elst!

SpiderFossilFyrir þann sem trúir á Biblíulega sköpun þá kemur svona fundur ekki á óvart. Kóngulær hafa alltaf verið kóngulær eins langt og við getum séð. Góðar kenningar spá fyrir um hvað mun finnast þegar farið er út og heimurinn rannsakaður. Þeir sem aftur á móti aðhyllast slæmar eða rangar kenningar, þeir eru alltaf hissa á því sem þeir finna í sínum rannsóknum. Kenning sem gengur út á að dýrin smá saman þróast með tilviljanakenndum breytingum á DNA getur ekki búist við því að í setlögunum finnist forn dýr sem eru alveg eins og dýrin eru í dag. Þessi kónguló er ekki eina dæmið, þetta er hreinlega það sem einkennir steingervingana.

Meira hérna: Living Fossils - Portraits of the Fossilized Past


mbl.is 165 milljóna ára gömul kónguló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mofi,

Ég er búinn að vera að "gúgla" þetta sundur og saman og sé hvergi neina frétt um þetta mál, þar sem fréttin gefur til kynna að menn séu alveg forviða yfir þessum fundi, né heldur að þetta ógni á einhvern hátt hugmyndum manna um þróun.  Þetta er bara enn einn steingervingurinn sem bætir smáræði í þekkingarbanka mannkynsinis um þróun lífsins.  En auðvitað þarft þú að afbaka þetta og skekkja þér til ánægju og yndisauka.

Í einni fréttinni segir t.d.:

Although this is the largest fossil spider known to date, it is not the oldest. Two species from Coseley, England, Eocteniza silvicola and Protocteniza britannica, both come from about 310 million years ago.

Theódór Gunnarsson, 22.4.2011 kl. 19:52

2 Smámynd: Mofi

Theódór, þeir ættu að vera það en líklegast orðnir vanir því að finna hluti sem passa ekki við trú þeirra.  Það ætti að lyggja í augum uppi að kenning sem segir að dýrin séu að þróast að þá sé undarlegt að það skiptir engu máli hve langt aftur í tíman þú ferð þá eru dýrin alltaf eins.

Mofi, 22.4.2011 kl. 20:01

3 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mofi,

Málið er bara að enginn er hissa.  Þetta brýtur ekkert í bága við neitt í þekkingu manna um þróun lífsins.  Ef þú nenntir að fletta í öðrum síðum þér til fróðleiks en hjá sköpunarsinnum og ofsatrúuðum, þá myndirðu sjá að til eru steingervingar og ýmis gögn sem skýra þróun kóngulóa.  Þú kærir þig bara ekki um að kynna þér slík gögn, þar sem með því værir þú að rýra möguleika þína á að öðlast eilíft líf í paradís.

Theódór Gunnarsson, 22.4.2011 kl. 22:20

4 Smámynd: Mofi

Engin þróun brýtur ekkert á móti því sem kenningin spáir fyrir um? Finnst þér persónulega þetta ekkert skrítið?  Málið er að elstu steingervingarnir af kóngulóm eru eins og þær eru í dag, ef þú veist um eitthvað sem styður að þær þróuðust frá einhverri annari tegund af dýrum þá endilega bentu mér á það.

Mofi, 24.4.2011 kl. 00:19

5 identicon

Hvað er það í þróunarkenningunni Mofi sem segir að dýr geti ekki verið til í miljónir ára án þess að breytast að neinu ráði?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 15:27

6 identicon

Fyndið hvernig þú talar alltaf um lifandi steingervingar eins og einhverja sönnun á því að þróunarkenningin sé röng..

Ég hef hvergi lesið það að dýr eins og hákarlinn, krókódíllinn og fleiri sem hafa lítið breyst í miljónir ára séu eitthvað sérstakt vandamál fyrir þróunarkenninguna

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 18:14

7 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni,  mér finnst það vera í algjörri andstöðu við það sem kenningin spáir fyrir um, ef einhver sér ekki af hverju eða er ekki sammála mér þá hann um það; mér finnst þetta augljóst.

Mofi, 25.4.2011 kl. 20:23

8 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Já, Mofi,

Þér finnst.

Theódór Gunnarsson, 25.4.2011 kl. 21:34

9 identicon

Hvar er því haldið fram í þróunarfræði Mofi að dyr sem eru vel aðlöguð að þeim aðstæðum sem þau lifa við þurfi samt að breytast?

Kenningin spáir hvergi fyrir um það að allar lífverur verði að breytast, í það minnsta þætti mér forvitnilegt ef þú gætir bent á slíkt..

Ef þetta er lítið annað en eitthvað sem "þér finnst" þá gef ég ekki mikið fyrir slikan málflutning

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 03:15

10 Smámynd: Mofi

Theódór, þetta er augljóst, lifðu í afneitun ef þú endilega vilt.

Jón Bjarni, segir kenningin ekki að út frá einni einfaldri lífveru hafi allar lífverur jarðarinnar orðið til með tilviljunum og náttúruvali? Sem sagt, því lengra sem þú skoðar aftur í tíman því einfaldari ættu lífverurnar að vera.

Prófaðu smá heiðarleika, gæti verið sársaukafullt en endilega prófaðu. Ef að þessi kenningin væri sett fram í dag og enginn hefði skoðað steingervingana, væri þá þetta það sem menn myndu búast við?

Mofi, 26.4.2011 kl. 10:35

11 identicon

Hverjur breytir þetta? Ég spurði þig hvort því væri einhversstaðar haldið fram í þróunarfræði að dýr geti ekki verið óbreytt í miljónir ár?

Það er heldur engin lógík í því að halda því fram það eigi að finnast steingervingar af öllum lifandi verum sem til hafa verið hér á jörðinni, sérstaklega ekki tugmiljóna ára gamalar..

Dýr sem breytast ekki í mlijónir eða tugmiljónir ára eru ekkert vandamál fyrir þróunarkenninguna og þú hefur alls ekki sýnt fram á neitt slíkt..

Ætla spyrja þig þvi einusinni enn.. er því einhversstaðar haldið fram í þróunarfræðum að dýr geti ekki verið óbreytt í miljónir ára?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 19:20

12 Smámynd: Mofi

Ég þarf ekki að sýna fram á slíkt, það er augljóst. Það er eins og biðja mig um að beina vasaljósi á sólina. Svaraðu bara spurningunni sem ég lagði fyrir þig og málið er leyst.

Mofi, 26.4.2011 kl. 20:20

13 identicon

Hvað kemur það málinu við ef kenningin væri sett fram án steingervinga?

Afhverju ættu menn að búast við því að lífvera sem er fullkomin fyrir þær aðstæður sem hún lifir við ætti að breytast að einhverju ráði?

Ef það væri baktería sem lifði einungis í heitum hverum, og hvergi annarsstaðar - væri þá ekki eðlilegt ef hún héldi bara áfram að virka fullkomlega í því umhverfi..

Það ert þú sem ert að halda því hér fram að það að allar lífverur breytist ekki sé einhver ljóður á þróunarkenningunni, þegar hún segir það sjálf að lífvera sem þurfi ekkert að aðlaga sig eða breytast, geri það ekki nema hún skipti um umhverfi eða þá að umhverfið breytist

Það er nákvæmlega ekkert augljóst í þessu dæmi Mofi..

Svara þú mér einu: Afhverju ætti dýr sem er fullkomlega aðlagað að þeim aðstæðum sem það lifir við, að breytast þó að aðstæður þess breytist ekki?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 23:47

14 identicon

Ef við tökum bara einfalt dæmi..

Lífvera lifir í vatni inni í helli - köllum hana Mofa, þar er ekkert ljós og eina fæðan sem lifir þar eru ferhyrningslaga pöddur, munnur Mofa er stór og herhyrningslaga og því sérlega vel heppnaður til að innbyrða þessa fæðu..

nú breytist ekkert í þessum helli og fæðan breytist ekkert en vegna stökkbreytingar fæðist skyndilega Mofi með lítinn hringlaga munn...

finnst þér líklegt að sú stökkbreyting verði þess valdandi að smátt og smátt fjölgi Mofum með slíka munna eða finnst þér líklegra að þar sem þessi stökkbreyting gerir ekkert annað en að gera fæðuöflun erfiðari geri það að verkum að slík stökkbreyting deyr út..

Þróunarkenningin útskýrir mjög vel hvernig það er ekkert nauðslynlegt að dýri "verði" að þróast eða breytast með tímanum og því eru slíkir "lifandi steingervingar" ekkert vandamál fyrir kenninguna

Þú ert hinsvegar að búa til úr því eitthvað vandamál án þess að gera neina aðra tilraun til að útskýra það en að segja að "það sé augljóst"

Þú hefur hent mönnum hér út fyrir minni sakir en slikan "málflutning"

Það er ekki fræðilegur séns að svara manni sem leggur ekkert fram máli sínu til stuðinings eða skýringar

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 23:54

15 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, ekki kenningin sett fram á steingervinga, hvað er eiginlega málið með þig? Ertu ekki læs?  Ef að menn settu fram kenninguna í dag og enginn hefði rannsakað steingervingana, væri þetta það sem þeir byggjust við að finna?

Mofi, 27.4.2011 kl. 09:08

16 identicon

Væri kenningin sett fram í dag Mofi án steingervinga til að bakka hana upp..? Hvaða fíflalæti eru þetta og hvernig kemur þetta málinu við?

Þú mótmælir ekki vísindakenningu á grundvelli þess hvernig staðan væri ef menn vissu ekki eitthvað sem þeir vita í dag það?

Eins og ég hef íutrekað sagt hérna þá er það ekkert vandamál fyrir þróunarkenninguna að til séu dýr sem hafa ekki breyst að neinu ráði í miljónir ára, og í þeim tilvikum þar sem slíkt er um að ræða þá er það útskýrt. Bent þú mér á dæmi þess að lífvera hafi haldist óbreytt í miljónir ára án þess að á því séu einhverjar tilteknar skýringar.

Þú mætir ekkert hér og segir að eitthvað sem er ágætlega útskýrt innan fræðigreinarinnar felli fræðigreinina án þess að leggja fram um það nokkur önnur gögn en fullyrðingar á borð við "það er augljóst" og "mér finnst" og með því að saka þá sem krefja þig svara um að vera vitgranna og illa læsir..

Ef þú ætlar hér að halda því fram að sú staðreynd að einhverjar lífverur breytist ekki í langan tíma grafi á einhvern hátt undan þróunarkenningunni þá skalt þú bara gjöra svo vel um að koma með einhver gögn sem renna stoðum undir þá fullyrðingu þína.

Að ætla svo að nota þá röksemdarfærslu að menn myndu komast að einhverri annarri niðurstöðu ef þeir hefðu ekki höndunum grunn forsendur allra rannsókna á þróun lífvera undir höndum þá ert þú á verulegum villigötum.

Ef að menn hefðu ekki steingerðar leifar dýra langt aftur í tímann þá hefðu þeir varla sömu forsendur til að spá fyrir um það hvernig dýr hefðu þróast er það?

Er sú augljósa staðreynd á einhvern hátt grundvöllur þess að efast um niðurstöðu sem er byggð á raunverulegum gögnum?

Hvað ætli sú rökvilla heiti Mofi að taka vísindakenninu, fjarlæga svo úr stóran part af þeim gögnum sem kenningar hennar eru byggðar á.. og ráðast svo gegn þeim ímynuðu aðstæðum?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 22:34

17 identicon

Ef vísindamenn nútímans hefðu ekkert annað í höndunum en þær lífverur sem þeir sjá og geta rannsakað með berum augum í dag.. Heldur þú að þróunarkenningin væri samt sett fram í nákvæmlega sama formi og hún er?

Mér dettur allt í einu í hug eitt hérna - Getur það verið Mofi að þú haldir að "guðleysis" vísindamennirnir væru samt að spá til um þróun nákvæmlega eins og gert er í dag - jafnvel þó þeir hefðu enga steingervinga eða leifar aðra af lífverum aftur í tímann?

Þessi síðustu innlegg þín virðast benda til þess...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 22:38

18 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, þinn lestrarskilningur virðist vera svo lélegur að það er kleppsvinna að tala við þig.

Ein tilraun í viðbót en síðan er ég hættur.  Ef að kenningin væri sett fram í dag og menn hefðu ekki rannsakað steingervingana og ætluðu núna að fara að skoða þá, hvað byggjust þeir við að finna?

Væri það að eins langt aftur í tíman sem þeir færu að þá væru kóngólær eins og þær eru í dag?

Mofi, 28.4.2011 kl. 10:30

19 identicon

Þú þarft ekkert að efast um minn lesskilning Mofi og þú ættir að venja þig af þeim ósið að tala niður til fólks, það hjálpar þér varla í leið þinni að himnavistinni.

Kenningin væri ekki sett fram í dag ef menn hefðu engar hugmyndir um tilvist steingervinga, svo þetta sem þú ert að segja er eitthvað sem kemur umræðunni ekkert við.

Annars skil ég ekki alveg hvað þú ert að fara... Hvað heldur þú að menn byggjust við að sjá í steingervingum við þessar ímynduðu aðstæður þínar?

 Að hver og ein einasta lífvera jarðarinnar hefðir þróast og breyst á sama eða svipuðum hraða alveg óháð aðstæðum og því hvernig þær hentuðu sínu umhverfi?

Svo er það bara ekki alveg rétt að köngulær hafi alltaf verið eins

http://en.wikipedia.org/wiki/Evolution_of_spiders

 Það eru í dag til 40000 skráðar tegundir köngulóa - ertu að segja að þær hafi allar alltaf verið til?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 12:55

20 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, það er full þörf á því, þar sem að ennþá bólar ekkert á honum.

Mofi, 28.4.2011 kl. 13:16

21 identicon

Getur þú ekki bara svarað því sem ég bið þig um svo ég skilji betur hvað þú ert að fara?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 13:26

22 Smámynd: Mofi

Ímyndaðu þér að það er árið 1844 og Darwin setur fram sína kenningu en menn hafa lítið sem ekkert rannsakað steingervingana. Menn vita að það eru setlög og það eru steingervingar í þeim en ekki mikið meira. Núna, út frá kenningunni að lífið byrjaði einfalt, einhvers konar einfrömungur og síðan smá saman á að hafa orðið meiri og meiri fjölbreytileiki.

Fyrst nógu miklar breytingar á einfrömungum að hægt sé að tala um fjölfrömunga og síðan seinna meir dýr. Síðan seinna meir aðskiljast dýrin og hægt er að tala um tegundir. Enn seinna aðskiljast tegundirnar nógu mikið að hægt er að tala um fjölskyldur og flokka, ensku heitin yfir þetta eru þá species, families og phyla þar sem phyla er stærsti flokkurinn.

Út frá þessari kenningu, hverju myndir þú spá fyrir um að finna þegar þú byrjar að rannsaka steingervingana?

Ég gefst upp ef þetta tókst ekki...

Mofi, 28.4.2011 kl. 13:39

23 identicon

Ég myndi rannsaka steingervingana og síðan koma með einhvern grunn að niðurstöðu...

Og hvaða máli skiptir það hvað menn búast við að finna ÁÐUR en þeir skoða gögnin?

Og dettur þér það í hug Mofi að einhver hefði spáð fyrir um þróun frá einfrumungum og uppúr án þess að hafa nokkuð í höndunum annað en það sem Darwin sá á Galapagos eyjum?

Það sem þú ert að gera hér er að ímynda þér einhverjar aðstæður sem eiga ekki engan stað í raunveruleikanum og nota svo þær ímynduðu aðstæður til að ráðast á þróunarkenninguna..

Og já, ég skil alveg hvað þú ert að segja, ég er ekki hálfviti..

Það að lífverur breytist og/eða þróist mismikið er nákvæmlega ekkert vandamál fyrir þróunarkenninguna - það er ekkert í henni sem segir að allar lífverur verði að þróast á sama hraða eða þróast eitthvað af marki yfir höfuð - enda eru um það fjölmörg dæmi...

Þú sagðir hér áðan að köngulær hefðu alltaf verið eins.. hafa alltaf verið til meira en 40 þús tegundir köngulóa?

Voru 40 þús köngulær um borð í örkinni t.d.?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 13:59

24 identicon

Fyrirgefðu.. 80 þús - 2 af hverri tegund

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 14:00

25 identicon

Þú verður að fara átta þig á því mofi að þróunarkenning nútímans er ekki það sem Darwin setti fram árið 1844, skil ekki til hvers þú ert alltaf að draga upp eldgamla kenningu..

Þetta er svona álíka og að segja bíla slæman ferðamáta og vísa í bílana sem voru búnir til rétt eftir aldamótin 1900

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 14:12

26 Smámynd: Mofi

Ég formlega gefst upp...

Mofi, 28.4.2011 kl. 16:35

27 identicon

Mofi, þú ert að biðja mig hér að giska á einhverjar röksemdir sem þú sjálfur virðist fá úr þessu dæmi..

Hvernig á ég að vita hvað þú heldur að vísindamenn myndu segja við þessar ímynduðu aðstæður?

Getur þú ekki bara sagt hér hvað það er sem þú ert að meina, hverju þú heldur að vísindamenn myndu halda fram í þessu dæmi.. svo það sé síðan hægt að ræða það?

Hverju heldur þú að menn í þessum aðstæðum myndu búast við?

Getur þú ekki bara svarað því?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 17:15

28 identicon

Og svo máttu svara mér með köngulærnar.. þú segir að þær hafi ekkert breyst.. ertu þá að tala um allar 40 þús tegundirnar eða hvað?

Þú hefur ekkert gefið upp hér um þína eigin afstöðu í þessu máli annað en að leggja fyrir mig einhverjar spurningar og ætlast til að ég viti hvert þú heldur að svarið við þeim sé..

Finnst þér það gáfulegt?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 17:16

29 Smámynd: Mofi

Spurningarnar og rökin eru þegar komin fram, ef þú svarar þeim þá er ástæða til að halda áfram.

Mofi, 28.4.2011 kl. 19:57

30 identicon

"Fyrst nógu miklar breytingar á einfrömungum að hægt sé að tala um fjölfrömunga og síðan seinna meir dýr. Síðan seinna meir aðskiljast dýrin og hægt er að tala um tegundir. Enn seinna aðskiljast tegundirnar nógu mikið að hægt er að tala um fjölskyldur og flokka, ensku heitin yfir þetta eru þá species, families og phyla þar sem phyla er stærsti flokkurinn.

Út frá þessari kenningu, hverju myndir þú spá fyrir um að finna þegar þú byrjar að rannsaka steingervingana?"

Eru það rök að bera undir mig þessa spurningu?

Ég er bara svo gjörólíkur þér í hugsun að ég hreinlega get ekki ímyndað mér eftir hverju þú ert að leita hérna..

Getur þú ekki bara sagt mér hverju þú ert að fiska eftir?

Og svo máttu svara þessu með köngulærnar...

Ég er þokkalega greindur Mofi, með 2 háskólagráður og vinna að tveimur mastersgráðum samhliða akkúrat núna - þú þarft ekkert að halda að ég sé eitthvað greindarskertur og skilji ekki það sem þú hefur fram að færa..

En ég ætla ekki að fara giska á það hvað þú ert að reyna koma á framfæru ...

Þetta fara að verða einhver fíflalegustu samskipti sem ég hef átt í langan tíma..

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 20:38

31 identicon

Og þar fyrir utan... hvaða eiginlega máli skiptir það hvað fólk hélt að myndi koma í ljós áður en steingervingar væru rannsakaðir?

Snúast vísindarannsóknir ekki að styrkja, fella eða betrumbæta eldri kenningar?

Ætlar þú að mótmæla vísindakenningu á þeim forsendum að niðurstaða þeirra hafi verið vitlaus ÁÐUR en helstu stuðningsgögn kenningarinnar voru rannsakaðar?

Svo ég geri tilraun til að svara þessari spurningu þinni

- Ertu að velta því fyrir þer að í samræmi við þessar hugmyndir manna hafi þeir haldið að með skoðun steingervinga myndu þeir sjá jafna þróun allra lífvera allt aftur til frumbernsku lifs hér á jörðinni, þ.e. geta rakið söguna allt aftur að fyrstu einfrumungunum skref fyrir skref ??

Er ég heitur?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 20:41

32 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni
Ég er bara svo gjörólíkur þér í hugsun að ég hreinlega get ekki ímyndað mér eftir hverju þú ert að leita hérna..

Ehhh, svari.

Jón Bjarni
Ætlar þú að mótmæla vísindakenningu á þeim forsendum að niðurstaða þeirra hafi verið vitlaus ÁÐUR en helstu stuðningsgögn kenningarinnar voru rannsakaðar?

Nei, alls ekki en þegar kenning er sett fram þá getur maður oft spáð fyrir um hvernig gögnin eiga að vera ef kenningin er rétt. Á við sumar kenningar að minnsta kosti, afstæðiskenning Einsteins er gott dæmi en jafnvel þó að hún stóðst það þá hjálpaði það að staðfesta hana samt ekki endanlega.

Mofi, 28.4.2011 kl. 22:40

33 identicon

Liggur eitthvað illa á þér í dag Mofi minn?

"Ehhh, svari."

Þú ert ekki að biðja mig að svara spurningu Mofi, þú ert að biðja mig að ímynda mér eitthvað svar langt utan minnar sérfræðiþekkingar byggðu á aðstæðum sem eru ekki til heldur sem þú bjóst til...

Þar fyrir utan er ég búinn að svara þér eftir bestu getu

"Nei, alls ekki en þegar kenning er sett fram þá getur maður oft spáð fyrir um hvernig gögnin eiga að vera ef kenningin er rétt."

Hvað ert þú eiginlega að reyna segja hérna Mofi - þú verður bara að fyrirgefa en ég skil bara alls ekki hverju þú ert að reyna koma hér á framfæri.

Það er ákaflega leiðinlegt að standa í því að þurfa að giska á hverjar röksemdirnar þínar eru..

En ég reyndi hér ofar að geta mér til um hverju þú ert að fiska eftir, getur þú sagt mér hvort það er rétt eða rangt eða bara hreinlega komið því útúr þér sem þú ert að reyna segja hérna?

Kenning getur ekki verið rétt ef hún er byggð á ófullnægjandi gögnum Mofi, sem myndi gilda um þróunarkenningu sem væri sett fram án nokkurrar þekkingar á steingerðum leifum forfeðra þeirra lífvera sem við þekkjumí dag..

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 22:59

34 identicon

En svo ég spurji þig bara einusinni enn..

Við hverju ættum við að búast við að finna í steingervingum ef þróunarkenningin væri sett fram alfarið án rannsókna á steingervingum?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 23:00

35 identicon

Ef kenning er sett fram og svona sýna rannsóknir að eitthvað af því er rangt þá er kenningin leiðrétt í samræmi við það...

Enda veist þú fullvel að þróunarkenning nútímans er ansi langt frá þeirri sem Darwin setti fram fyrir 150 árum

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 23:02

36 identicon

Mig langar svo að spurja þig að einu Mofi.. Hver er af mörgum talin sú versta af höfuðsyndunum sjö..?

Og hvort þú ert ekki dansandi á linu hennar með því yfirlæti og vissu um vitsmunalega yfirburði þína og þekkingu sem þú hefur synt mér hér - m.a. með því að ómaka þig ekki einusinni með því að setja hér hreint út það sem þú ert að reyna segja heldur vísa þess í stað til skorts minn á leskunnáttu eða með því að gefa það í skyn að ég sé minna gefin en þú sjálfur...

Ítrekað

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 23:26

37 identicon

Þú ert kannski svo merkilegur með þig að þú telur þig vera yfir það hafinn að sýna öðru fólki þá almennu kurteisi að koma ekki fram af svo miklu stolti að það sé hreinlega fyrir neðan þína virðingu að svara því sem þú ert spurður að...

Ef þú trúir sannarlega á Guðinn þinn þá ættir þú að vita að hann er því tæplega sammála.. er það?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 23:28

38 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, mér er bara ofboðið... ef þú svarar málefnalega og vitrænt þá er ástæða til að halda áfram.

Mofi, 29.4.2011 kl. 00:17

39 identicon

Herðu Mofi, ég reyndi að svara þessari spurningu þinni í innleggi 31.. sástu það ekki?

Getur þú í það minnsta commentað á það hvort ég væri nærri lagi með það sem ég sagði - eða ertu of upptekin hér við að reyna gera lítið úr mér til að þú sjáir það sem ég er að skrifa?

Það er svo merkilega að tala hér fyrir vitrænni umræðu þegar það eina sem þú hefur lagt hér fram eru ímyndaðar aðstæður og gildishlaðin spurning sem þú telur að ég verði að svara í samræmi við einhverjar fyrirfram ákveðnar forsendur þínar til að ég teljist þess verðugur að fá svör við þeim spurningum sem ég legg fyrir þig..

Það er nákvæmlega ekkert vitrænt eða málefnalegt við slíka umræðu...

Heldur þú að þú getir séð þér það fært að ómaka við þig að svara mér því hvort ég er á réttri leið þarna í innleggi nr 31?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 02:47

40 Smámynd: Mofi

Allt sem þú ert að segja hérna er fyrir neðan allar hellur. Ég bara get ekki trúað því að þú ert að reyna að vera málefnalegur. Þú segir "ímyndaðar aðstæður", þær eru bara þó nokkuð nálægt raunveruleikanum því að þegar Darwin setti fram sína kenningu þá var þekking manna á steingervingunum mjög takmörkuð.

Jón Bjarni
Ertu að velta því fyrir þer að í samræmi við þessar hugmyndir manna hafi þeir haldið að með skoðun steingervinga myndu þeir sjá jafna þróun allra lífvera allt aftur til frumbernsku lifs hér á jörðinni, þ.e. geta rakið söguna allt aftur að fyrstu einfrumungunum skref fyrir skref ??

Bara voðalega einfalt, hvað bjuggust þeir við að finna ef að kenningin væri rétt.

Mofi, 29.4.2011 kl. 10:30

41 identicon

Ég veit það ekki Mofi?

Getur þú sagt mér það?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 13:31

42 identicon

Og getur þú útskýrt fyrir mér hvernig þetta skiptir máli fyrir gildi þróunarkenningar nútímans?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 13:34

43 Smámynd: Mofi

Hérna fjallaði ég um nokkvurn veginn það sem við erum að tala um hérna: Kamríum setlagið og þróunarkenningin

Mofi, 29.4.2011 kl. 15:18

44 identicon

Og þurftir þú 25 innlegg til að koma því útúr þér?

Átti ég að fletta í gegnum póstana þína ár aftur í tímann til að vita um hvað þú ert að tala?

Getur þú,áður en ég skoða þetta - svarað mér því hvort þú ert að tala um allar 40 þús köngulóartegundirnar séu óbreyttar, eða einhverja ákveðna tegund?

En getur þú svo sagt mér það hvar það stendur í þróunarfræðum nútímans að við eigum að sjá í steingervingum það sem efri myndin hjá þér í þessum pósti þínum sýnir?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 16:17

45 Smámynd: Mofi

Þú þurftir þess, ekki ég.  Varðandi kóngulærnar þá er ekki málið að þær hafa ekkert breyst heldur að eins langt og við getum farið aftur þá erum við alltaf með kóngulær.

Varðandi myndina, þá er þetta bara mynd af steingervinginum sem fannst.

Mofi, 29.4.2011 kl. 16:58

46 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mofi,

Í þessarri umræðu fórstu á kostum í yfirlæti, dónaskap og bjánagangi.  Það vantaði bara að þú færir að tala um að þú vildir gefa Jóni Bjarna á kjaftinn og annað slíkt, sem þú hefur stundum gerst sekur um.

Theódór Gunnarsson, 29.4.2011 kl. 19:13

47 identicon

Ég verð nú bara að segja að ég er búinn að vera stúdera lögfræði í núna bráðum fjögur ár og ég hef bara aldrei á þeim tíma séð annan eins "málflutning" og þú hefur boðið upp á hér Mofi.. Og hefur maður þó lesið ýmislegt í þeirri miklu dómayfirferð sem í slíku námi felst.

Trúir þú því í alvöru að þú fáir einhvern til að samþykkja þínar skoðanir þegar þú setur þær fram á þennan hátt, eins og Teddi segir, með "yfirlæti, dónaskap og bjánagangi"

Segjum sem svo að þú værir fyrir rétti, heldur þú að þú kæmist upp með það að koma skoðunum þínum á framfæri með þessum hætti?

"Varðandi kóngulærnar þá er ekki málið að þær hafa ekkert breyst heldur að eins langt og við getum farið aftur þá erum við alltaf með kóngulær."

Og hvað þýðir það? Að vegna þess að vísindamenn finna ekki eldri leifar af köngulóm eldri en 400 miljón ár aftur í tímann þá hafi þær alltaf verið eins?

"The evolution of spiders has been going on for at least 400 million years, since the first true spiders (thin-waisted arachnids) evolved from crab-like chelicerate ancestors."

Skv þessu er þetta svo bara alls ekki rétt hjá þér

Annars ætla ég ekki að taka meiri þátt í þessari umræðu, hef þarfari hlutum að sinna en að taka þátt í svona skrípaleik

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 16:36

48 Smámynd: Mofi

Theódór, ég hreinlega lagðist á hnéin í að reyna að útskýra og fékk endalausa þvælu til baka. Að ég skildi svara þessari vitleysu var fyrir neðan virðingu hirðfífla.

Jón Bjarni, ég veit bara ekkert hvernig ég á að svara einhverjum sem sýnir ótrúlegt skilningsleysi í hverri einustu athugasemd. Vonandi er þetta búið, ég er að minnsta kosti alveg búinn að gefa upp vonina að sjá eitthvað vitrænt frá þér.

Mofi, 2.5.2011 kl. 10:08

49 identicon

Þú útskýrðir nákvæmlega ekki neitt Mofi, heldur lagðir þú fyrir mig spurningu sem ég átti að svara..

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 14:08

50 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, vá, ég útskýrði þetta marg oft og endaði á að benda þér á grein sem útskýrði þetta tiltulega ýtarlega. Ef þú ætlar að halda svona rugli áfram þá neyðist ég til að loka á þig, ef fólk hefur ekki eitthvað málefnalegt fram að færa þá nenni ég ekki að eyða tíma í það.

Mofi, 2.5.2011 kl. 14:20

51 identicon

Veistu Mofi, ég eyði í það 12-16 klukkutímum á dag í að lesa málfærslur, röksemdir og annað sem fólk hefur fram að færa í dómsmálum...

Þetta sem þú bauðst hér upp á var ekki neitt sem með góðu móti væri hægt að kalla rökfærslu..

Þú mátt vera ósammála mér í því ef þú vilt, en við verðum þá bara að vera sammála um það að vera ósammála..

Þetta Mofi:

"Ég þarf ekki að sýna fram á slíkt, það er augljóst. Það er eins og biðja mig um að beina vasaljósi á sólina. Svaraðu bara spurningunni sem ég lagði fyrir þig og málið er leyst."

Er t.d. ekki rökfærsla

Að biðja mig að svara spurningu án þess að gefa fullnægjandi forsendur fyrir þeirri spurningu þrátt fyrir að ég bæði þig nokkrum sinnum að útskýra betur við hvað þú ættir..

Er heldur ekki röksemdarfærsla - sama hversu mikið þú trúir því að svo sé..

Að svara svo þeim spurningum með skætingi á borð við

"Jón Bjarni, þinn lestrarskilningur virðist vera svo lélegur að það er kleppsvinna að tala við þig."

Er heldur ekkert sem á skylt við röksemdarfærslu..

Ég get ekki með nokkru móti vitað það hvað þú ert að fara nákvæmlega fram á þegar þú leggur fyrir mig spurningu með forsendum sem eru annaðhvort ófullnægjandi eða ekki nógu skýrar til að ég skilji hvað það er sem þú ert að biðja um..

Eins og áður hefur komið fram hefur framkoma þín hér verið full af hroka, yfirlæti og bjánagangi..

Það má vel vera að þér finnist ég alveg rosalega heimskur.. en ég hef þó náð meira en ágætum árangri í erfiðu námi sem byggist nánast eingöngu upp á lesskilningi, greina á milli aðalatriða og meta rökfærslur fólks fyrir sinni afstöðu..

Ef þú heldur að þú sért svo yfirburðagreindur að það krefjist einhverra hæfileika umfram það til að þurfa ekki að teljast ólæs eða kleppsmatur þá er spurning hvort þú þurfir ekki aðeins að líta í eigin barm og íhuga það hvort það geti nokkuð verið að það sé þinni framsetningu sem sé ábótavant.. ekki það að allir í kringum þig séu hálfvitar

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 16:46

52 identicon

Þú mátt loka á mig ef þú vilt, en athugaðu fyrst að ég hef hvorki verið dónalegur, ómálefnalegur eða með leiðindi..

Mín einu mistök hér í þessari umræðu voru þau að skilja ekki fyllilega við hvað þú áttir og biðja þig (nokkrum sinnum) að útskýra það betur - svo ég gæti með góðu móti svarað þér málefnalega..

Það fór svo eins og það fór

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 16:51

53 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, vonandi er þetta rétt hjá þér.

Mofi, 2.5.2011 kl. 17:13

54 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mofi,

Mér finnst þú svo oft haga þér í algerri mótsögn við það sem þú segist trúa.  Þú ert sá sem trúir því að þér verði umbunað handan grafarinnar fyrir að sýna öðru fólki kærleika og manngæsku.  Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að það er óhjákvæmilegt að misstíga sig stöku sinnum, en á þessum vettvangi finnst mér þú gera það ansi oft.  Þú sýndir Jóni Bjarna fádæma dónaskap og hagaðir þér eins og svín.  Jón Bjarni var hinsvegar alltaf kurteisin uppmáluð og lagði sig allan fram við að reyna að eiga við þig vitræna samræðu.

Þú ættir að brjóta odd af oflæti þínu og biðjast afsökunnar.

Theódór Gunnarsson, 2.5.2011 kl. 23:34

55 Smámynd: Mofi

Theódór, ég upplifði nærri því allt sem hann sagði sem argandi móðgun og að hann væri bara að gera grín að mér með algjörri vitleysu. Mér finnst dáldið magnað ef þér hans innlegg væri tilraun til vitrænna samræðu, virkar eins og þú ert vel hlutdrægur, svo mikið að það væri þér sársaukafullt að taka undir með mér. Well, kemur allt í ljós.

Mofi, 3.5.2011 kl. 10:13

56 identicon

Ef þú upplifðir það þannig Mofi, þá er það lesskilnings einhvers annars en míns sem er ábótavant hér...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband