12.4.2011 | 12:33
Undarleg bókstafstrú
Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hve alvarlega menn taka þessar tölur sem skeikulir menn gefa einhverjum beinum sem þeir finna. Það væri mikil framfær fyrir vísindalega umræðu að halda sig við staðreyndirnar og forðast að tala um óáreiðanlegar ályktanir nema þá sem óáreiðanlegar ályktanir. Tala um hvað akkúrat fannst og hvar og síðan aðgreina það vel frá óáreiðanlegum ályktunum sem oftast byggja á trú viðkomandi aðila sem er að segja frá.
Enn meira svekkjandi er þegar skeikulir menn teikna myndir af þeim dýrum sem þeir halda að beinin tilheyra því að oft eru komnar ýtarlegar myndir af dýrum þó að aðeins örfá bein fundust og menn vita ekkert um hvernig hið raunverulega dýr leit út.
Það sem er síðan skemmtilegt við þennan fund er að þarna er enn annað dæmið um lifandi steingerving en þeir eru mjög algengir í setlögunum. Lifandi steingervingar eru sem sagt leifar dýra sem hafa sama sem ekkert breyst síðan þau grófust í setlögunum en það er einmitt það sem biblíuleg sköpun spáir fyrir um en er mjög undarlegt út frá þróunarkenningunni. Það sem biblíuleg sköpun spáir fyrir um er að dýrin birtist í setlögunum og haldist síðan nokkuð óbreytt til okkar tíma og það er það sem við finnum. Þróunarkenningin aftur á móti býst við því að finna leifar dýra sem sýna okkur hvernig þau smá saman urðu til en það er ekki það sem við finnum.
Hérna er heimasíða sem fjallar um ekkert annað en lifandi steingervinga og hvernig þeir passa ekki við þróunarkenninguna, sjá: http://www.living-fossils.com/
Út frá staðreyndunum er málið alveg skýrt en ákveðin hugmyndafræði sem heimtar að útskýra allt án Guðs blindar mörgum sýn.
Fann 300 milljón ára gamalt bein í námu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Trúmál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:46 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það kemur mér alltaf á óvart að fólk líti á þjóðsögur og ævintýri sem heilagann sannleik.
Jón Ragnarsson, 12.4.2011 kl. 13:39
Jón Ragnarsson, þegar sagan passar við staðreyndirnar sem við höfum í dag þá sé ég mjög góða ástæðu til að trúa sögu sem er sett upp sem vitnisburður frekar en sögu sem var skálduð upp af mönnum fyrir 150 árum síðan.
Mofi, 12.4.2011 kl. 14:12
Sérstaklega þegar 150 ára gamla skáldsagan passar ekki við staðreyndirnar.
Mofi, 12.4.2011 kl. 14:12
150 ára galma viðurkennda vísindagreinin smellpassar við það sem vísindamenn hafa fundið. Það er annað en hægt að að segja um skáldsöguna sem menn byggja sköpunarkenninguna á. Það eru sköðunarsinnar sem eru bókstafstrúarmennirnir sem afskræma sannanir máli sínu til stuðnings.
Sigurður M Grétarsson, 12.4.2011 kl. 18:21
Sigurður, þú getur sagt svona en þú getur ekki beint á alvöru staðreyndir til að styðja þetta. Ég þarf ekki að afskræma neinar staðreyndir, þarna ertu bara að fullyrða út í loftið, ég ætti að vísu frekar að segja að þarna ertu að ljúga en kannski veistu ekki betur.
Mofi, 13.4.2011 kl. 10:08
Þróunarkenningin hefur í 150 ár staðið af sér alla gagnrýni og hefur aldrie neitt komið fram sem bendir til þess að hún sé röng. Þvert á móti hafa allar visindarannsóknir og ný þekking hingað til rennt stoðum undir hana. Nægir þar að nefna þekkingu á DNA.
Sköpunarkenningin er hins vegar og verður aldrei neitt annað en trúarkenning sem á ekkert skyldi við líffræði eða nokkur önnur vísindi. Hún verður að sjálfsöðgðu aldrei afsönnuð frekar en aðrar trúarkenningar. Það er heldur ekki hægt að sanna hana enda ekki til nein gögn sem renna stoðum undir hana.
Sigurður M Grétarsson, 14.4.2011 kl. 05:38
Sigurður, þú ert bara að bulla út í loftið. Getur þú bakkað þetta upp með rökum og gögnum?
Hvernig hefur okkar þekking á DNA gefið okkur ástæðu til að trúa að tilviljanir og náttúruval eru á bakvið allt lífið? Við erum að tala um forritunarkóða, upplýsingakerfi og gífurlegt magn af upplýsingum, hvernig passar það við tilviljanir og náttúruval?
Þú greinilega veist ekkert um hvað þú ert að tala; hvernig væri að kynna þér málið eitthvað áður en þú byrjar að fullyrða svona?
Mofi, 14.4.2011 kl. 11:09
Nei.
Jú.
Nei.
Jú.
Nei.
Jú.
Svona eru samtöl trúaðra og þeirra sem ekki trúa. Best væri ef báðir aðilarnir sættu sig við að þeir munu ekki geta troðið sínum hugmyndum um lífið upp á hinn og hættu að rífast.
Skiptir það virkilega einhverju máli hvernig allt er?
Eitt af nokkru mun ske þegar við deyjum.
Allir fara til himnaríkis eða helvítis.
Allir fæðast aftur.
Allir eru steindauður þegar þeir deyja.
Þegar allt kemur til alls þá skiptir það akkúrat engu máli í dag og engin ástæða til að rífast um það, einbeitið ykkar að því að laga það sem er hægt að laga í heiminum á þessarri stundu.
Tómas Waagfjörð, 15.4.2011 kl. 12:17
Tómas, ef að guðleysis trúin leiðir til þess að einstaklingar glatast að eilífu, er þá gott að koma í veg fyrir það?
Þetta ætti síðan að vera aðeins að einhver útskýrir hvernig hann skilur heiminn sem hann lifir í og hvað styður þá sýn en jú, því miður þá endar þetta frekar oft í rifrildi.
Mofi, 15.4.2011 kl. 12:58
Ég var einu sinni trúaður, missti trúnna þegar ég varð nægilega gamall til að sjá viðbjóðinn sem þrífst í heiminum og ég tók þá ákvörðun að ef það væri til guð sem skapaði allt og gæti allt, en léti svona skít líðast, þá væri það guð sem ég vildi ekki þekkja.
Ég er með vissar hugmyndir um hvernig guð ætti að vera, og ef guð myndi refsa fólki fyrir að tilbiðja hann ekki, þá er það hvort sem er guð sem ég vildi ekki hafa með að gera, hann mætti vera hatursfullur og grimmur guð í friði fyrir mér.
Þú trúir einu, ég öðru, og aðrir einhverju allt öðru, ekki þar með sagt að við verðum að reyna klína okkar hugmyndum um lífið upp á aðra. Ég er ekki að segja að þú gerir það, en rosalega margir úr öllum fylkingum finnst eins og þeir verði bara að upplýsa alla hina um hvernig hlutirnir séu. Og það er alls ekki í anda orðsins að troða því ofan í kokið á fólki, heldur mun fólk leitast til orðsins þegar það telur sig þurfa þess. Af þessarri einni ástæðu á ekki að heilaþvo börn í trúmálum, trú er nokkuð sem fólk ætti að sækjast sjálft í þegar það hefur öðlast vit og skilning til að greina á milli þess sem er rétt og rangt, börn geta það ekki.
Ef trúaðir, hvort sem það eru kristnir, múslimar, gyðingar, gætu stundað sína trú í friði án þess að reyna stjórna öðrum, þá væri ástandið svo miklu betra í heiminum. En eins og staðan er í dag þá eru það nær eingöngu snarklikkaðir ofstækismenn sem komast í valdastöður innan trúarbragða, og þeir sætta sig ekki við að það sé til fólk sem er gjörsamlega sama um trúmál.
Eina trúin sem við þurfum í raun er að við komum fram við aðra eins og viljum láta koma fram við okkur, ef allir gerðu það þá væru engin vandamál, að mínu mati í dag.
Tómas Waagfjörð, 15.4.2011 kl. 14:38
En við sjáum tvennt í heiminum, mikla fegurð og kærleika sem er óeigingjarn og svo margt fleira svo það er gott og vont til í þessum heimi. Hvernig finnst þér hvernig þessi maður hérna sér þetta: http://www.youtube.com/watch?v=Ugb8St6az_Q
Ég sem aðventisti hef ýtarlegri hugmyndir um þetta sem felst í því að hið vonda sem við sjáum er tímabundið og Guð verður að leyfa hið vonda í smá tíma vegna þess að Guð getur ekki eytt illskunni fyrr en hún hefur fengið að sýna sitt rétta andlit.
Mín sýn er að Guð mun aðeins refsa fyrir vond verk, lygar, þjófnað, öfund, reiði, hatur og eigingirni. Guð mun aftur á móti aðeins náða þá sem eru sekir um þetta ef þeir iðrast og sækjast eftir að lifa í samræmi við Hans vilja. Það getur varla verið ósanngjarn af Guði að gefa einhverjum ekki eilíft líf ef að viðkomandi sóttist ekki eftir því eða var ekki tilbúinn að hegða sér þannig að hann myndi ekki gera himnaríki að helvíti með hegðun sinni.
Ég er sammála að ríkið og samfélagið á að láta börn í friði þegar kemur að trúmálum en mér finnst eðlilegt að foreldrar fái að kenna börnum sínum þeirra trú.
Hvað með guðleysingja eins og Stalín, Maó og Pol Pott sem drápu fleiri miljónir en fyrri og seinni heimstyröldin og miðalda kirkjan til samans? Er ekki frekar vandamálið að það er fólk sem vill stjórna öðru fólki, fólk sem trúir því að það eigi að hafa vald yfir öðru fólki?
Minnir mig á þessa setningu hérna:
Mofi, 15.4.2011 kl. 16:54
Mér finnst eins og John Jennox sé að segja að vegna vanmáttar okkar þá sé lausnin, í hans huga, að fela sig á vald einhvers óskilgreinds valds sem mun að lokum verðlauna okkur fyrir að ganga í gegnum erfiðleika. Ég er með athyglisbrest á háu stigi eftir mikið höfuðhögg sem ég fékk þegar ég lenti í bílslysi svo að það er meira en líklegt að ég hafi ekki náð því sem hann var að segja.
Þegar þú talar um að guð muni refsa þeim sem ekki lifa eftir hans boðskap. Þarna er komin einhverskonar þversögn því að guð skapaði allt, og hann veit þína ævi áður en þú fæðist. Af hverju að refsa þér fyrir eitthvað sem þú hafðir ekkert vald yfir, mundu, guð veit allt.
En hver eru skilaboð guðs þegar ungabörn eru misnotuð af vondu fólki, þegar ungabörn eru drepin í stríðum, þessi ungabörn geta varla talist vond eða slæm og eiga því ekki skilið þá hörmunda sem þau lenda í, þversagnirnar eru of margar, mundu, guð veit og getur allt.
Guð, í mínum huga, er nokkuð sem sér engan mun á trúleysingja eða heittrúuðum, því þeir eru allir hans börn og hann elskar þá alla jafn mikið og hann er ekkert nema ást og kærleikur.
Það sem ég er byrjaður að aðhyllast er að kannski er lífið skóli og allir erfiðleikar sem við göngum í gegnum eru einskonar próf og eftir hvert próf eru tvær mismunandi útkomur, við annað hvort stöðnum og lærum ekkert eða að við þroskumst sem einstaklingar og færums nær uppljómun, sem gæti verið einhverskonar ástand þar sem við losnum við allar slæmar tilfinningar og finnum ekkert nema ást og kærleik til allra. Svo þegar við deyjum þá fæðumst við inn í aðstæður sem munu reyna okkur á því sviði sem við þurfum að þroskast meira. Hver tilgangurinn er hef ég ekki hugmynd um, en ég veit fyrir víst að það er mun meira í lífinu en það sem við sjáum og getum snert og ég segi það vegna þess að frá því ég man eftir mér þá hef ég geta dreymt fyrir hluti mörgum mánuðum og í nokkrum tilvikum árum áður en þeir gerðust. En það er nokkuð sem enginn ætti að þurfa ganga í gegnum, að sjá vini og vandamenn deyja í sýnum og þrátt fyrir tilraunir til að koma í veg fyrir það, að þurfa horfa upp á það aftur í alvörunni.
Hvort það sé gott eða slæmt er ég ekki viss um, en ég komst seinna að því að ég hef ekki svona drauma í nokkra mánuði eftir að ég neyti vímugjafa, nokkuð sem hafði mikil og slæm áhrif á líf mitt, en á sama tíma var ég ekki andlega kvalinn af sýnum.
Ég hefði líklegast átt að segja að nær eingöngu snarklikkaðir ofstækismenn sem komast í valdastöður, punktur, því þetta vonda fólk er tilbúið að gangaalla leið til að ná sínum markmiðum á meðan gott fólk spilar eftir settum reglum.
Ef það er eitthvað sem ég hef lært á lífsleiðinni er að við vitum öll betur en hinir og við höfum öll rétt fyrir okkur, í okkar huga. En þegar allt kemur til alls þá erum við ungabörn í þessum heimi og við vitum ekkert, við teljum okkur bara vita.
En ljósi punkturinn í þessu öllu er að við fáum að vita þegar við deyjum.
Tómas Waagfjörð, 15.4.2011 kl. 18:27
Eins og ég skildi hann þá er hann að meina að ef Guð er til, þá þýðir það að það er réttlæti að lokum og þeir sem að urðu undir í þessu lífi fái uppreisn æru. Sem sagt, von fyrir þá sem eiga litla von um gott líf í þessum heimi.
Ég hef aldrei upplifað að missa vald yfir sjálfum mér þegar ég set mína vega í hendur Guðs. Miklu frekar þegar ég geri það sem ég trúi að er andstætt vilja Guðs að þá finn ég að ég missi eigin stjórn á eigin lífi.
Guð getur valið að gefa þér vald til að velja sjálfstætt. Það er þitt val þó að Guð vissi alltaf hvað þú myndir vilja. Samt mjög flókið að bara hugsa út í þetta.
En ef að þetta líf er ekki það sem allt snýst um heldur er kostnaðurinn fyrir líf þar sem ekkert af þessu er til? Ef einhver gæti fengið að lifa í þúsund ár á stað þar sem þjáningar, óréttlæti og dauði er ekki til en kostnaðurinn væri einhverjar þjáningar í þessu lífi í einhvern tíma; fyrir suma einhver ár, fyrir aðra einhverjir daga og svo framvegis. Myndi það ekki breyta öllu?
Hvað Guð getur er dáldið sem er mjög góð spurning; langar að reyna að gera grein þar sem ég reyni að svara þessu.
Er þá ekki möguleiki að karakter Guðs er einmitt kærleikur og þó að Guð elski guðleysingja þá samt virðir Hann þeirra val að vilja ekkert með Hann að gera?
Bara svo ég er ekki að misskilja, hefur þú upplifað þetta?
Jesú varaði við úlfum í sauðagærum, fólk sem þykist vera gott og þykist jafnvel vera Hans lærisveinar en eru gráðugir úlfar. Það er fátt andstyggilegra í mínum augum en þeir sem setja sig upp sem kristna en síðan lifa algjörlega andstætt boðskapi Krists. Hið hræðilega að maður sjálfur getur fallið í þann flokk ef maður passar sig ekki.
Mofi, 17.4.2011 kl. 12:38
Bara svo ég er ekki að misskilja, hefur þú upplifað þetta?
-----------------------------------------------------------------------------
Já, frá því ég man eftir mér hef ég dreymt fyrir hluti áður en þeir gerðust, fyrsta minningin um það er að ég vissi að ég ætti bróður mörgum árum áður en fjölskylda föður míns komst að því, ég var sirka fjögurra ára. Dreymdi fyrir mitt eigið slys 2 árum og svo 6 mánuðum áður en það skeður, dreymdi hvernig ég myndi veikjast einhverjum 4-6 mánuðum áður en það skeði, einn besta æskuvin minn deyja, ömmu mína andast á sjúkrahúsi og þegar það var hringt í mig nóttina sem hún lést þá var ég svo tættur að ég gat ekki fundið styrk í sjálfum mér til að kveðja hana, því ég gat einfaldlega ekki horft á þetta aftur. Óteljandi og endalaust af draumum rætast hjá mér, en eingöngu ef ég hef verið edrú í einhvern tíma, sem er ástæða þess að ég er aldrei edrú lengur en mánuð í senn. Ég tel að þetta hafi eitthvað að gera með hreinleika líkamans, og ég tel að slys mitt og veikindi sé hluti af því að ég var á rangri leið í lífinu og þar sem ég var ekkert að fara breyta mér þá varð ég fyrir vissum hlutum sem ýttu mér í rétta átt, til hvers veit ég ekki og ég tel að enginn ætti að vita hlutverk sitt á þessarri jörð, það er eins og að svindla á prófi.
Þess vegna hef ég ávallt vitað að það sé miklu meira í lífinu en við gerum okkur grein fyrir, en því miður þá missti ég trú á guð þínum í þeim skilingi sem trúarbrögð vilja skilgreina hann. Ég myndi samt líklegast ákalla hann ef ég lenti í háska, ég er bara mannlegur og þegar á endann er komið og engin strá eftir til að grípa í þá er óskhyggjan ein eftir.
Ég hef samt mína trú og hún er bara fyrir mig, það þurfa allir að finna það hjá sjálfum sér.
Ég gef skít í trúarbrögð því ég tel þau svikamyllur sem vilja hagnast á öðrum, en að fólk hafi trú er ekkert nema gott og eins og jesú átti að hafa sagt, guð er allstaðar, undir hverjum stein og öllu sem við sjáum. Þar af leiðandi tel ég trúarbrögð hafa leiðst á villubraut því það þarf engann leiðtoga, musteri og kirkjur til að stunda sína trú, því þú gerir það með sjálfum þér og þú sýnir það í verki í formi kærleiks og ástar á öllum, líka þeim sem ekki trúa.
En svona er lífið, ég trúi einu og þú trúir öðru, eina sem við getum verið sammála um er að vera ósammála, og það þarf ekki að vera af hinu slæma.
Tómas Waagfjörð, 17.4.2011 kl. 14:50
Magnað að upplifa slíka hluti. Hlýtur að skilja eftir hjá þér þá tilfinningu að þessi heimur er eitthvað meira en hið efnislega.
Þú lítur út fyrir að vera einhver sem hefði gaman af því að kynna þér hvernig aðventistar skilja spádóma Biblíunnar, sjá: http://www.hopevideo.com/david_asscherick.htm
Skipulögð trúarbrögð geta mjög auðveldlega orðið að svikamyllum en geta líka verið bara hópur af fólki sem er með svipaða trú og nýtur þess að eiga samfélag við hvort annað og styðja hvort annað. Ég veit að minnsta kosti að mitt félagslíf er margfalt líflegra vegna þess að ég tilheyri samfélagi fólks með svipaðar hugmyndir og ég. Kannski þú hefðir gaman af þessari grein hérna um þetta atriði: http://www.coffeehousetheology.com/anne-rice-leaves-the-church/
Mofi, 19.4.2011 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.