28.3.2011 | 22:31
Viðgerða kolkrabbinn inn í þér
Sirka tíu sinnum á dag þá brotnar DNA inn í frumu líkama okkar í báða enda. Þetta getur verið stórhættulegt. Ef það er ekki gert við það hratt og örugglega þá geta alvarlegir sjúkdómar eins og krabbamein þróast. En, við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að sá sem bregst fyrst við þessu er prótein sem minnir helst á kolkrabba. Þetta prótein vefur sig um svæðið sem er bilað og nær í alla þá hluti sem þarf til að gera við DNA-ð. Svona verkfræðilegir loftfimleikar eru byrjaðir að koma sífellt betur í ljós í rannsóknum okkar á hinum örsmáa heimi frumunnar.
Frétta tilkynning hjá Scripps Research fjallaði um þetta, til að sjá umfjöllun um þetta: Structure of DNA Repair Complex Reveals Workings of Powerful Cell Motor
Vísindamennirnir vildu finna út hvernig þetta prótein ( MRN ) færi að þessu, eða eins og þeir orðuðu það:
can repair DNA in a number of different, and tricky, ways that seem impossible for standard issue proteins to do,
Þessi prótein eru dýnamísk með mörgum hreyfanlegum hlutum eins og t.d. mótori sem er merkilega sveigjanlegt prótein sem geta breytt um lögum og jafnvel snúist mismunandi eftir því verkefnið krefðist. Svona lýsa þeir hvernig þetta virkar og hvernig það minnir á kolkrabba:
http://www.scripps.edu/news/press/20110325tainer.html
The scientists say that the parts of the complex,
when imagined together as a whole unit, resemble an octopus: the
head consists of the repair machinery (the Rad50 motor and the Mre11
protein, which is an enzyme that can break bonds between nucleic acids) and the
octopus arms are made up of Nbs1 which can grab the molecules
needed to help the machinery mend the strands
Alveg magnað að hugsa út í þetta og lýsingarnar halda áfram og minna á mjög fullkomna verksmiðju:
http://www.scripps.edu/news/press/20110325tainer.html
When MRN senses a break, it activates an alarm telling the cell to shut down division until repairs are made.
Then, it binds to ATP (an energy source) and repairs DNA in three different
ways, depending on whether two ends of strands need to be joined together or
if DNA sequences need to be replicated. The same complex has to decide the
extent of damage and be able to do multiple things, [John] Tainer [Scripps
Research Professor] said. The mystery was how it can do it all.
Að hluta til þýtt héðan, sjá: http://creationsafaris.com/crev201103.htm#20110327b
Það er enn meira þarna sem gefur manni enn meiri ástæðu til að ætla að mjög gáfaður hönnuður er á bakvið þetta allt saman. Náttúran sýnir okkur snilld Guðs sem hönnuðar eins og þetta dæmi sannar en Biblían sýnir okkur persónu Guðs. Alveg eins og DNA getur bilað inn í frumum líkamans þá getur eitthvað skemmst inn í okkur en góðu fréttirnar eru þær að Guð hefur gert leið til þess að laga okkur og útbúið heim sem við getum fengið að lifa í ef við iðrumst og setjum traust okkar á son Guðs, Jesú Krist.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Trúmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk, þú finnur varla skýrara dæmi um undraverða þróun lífsins en þetta.
Almáttugur hönnuður hefði aldrei hannað eitthvað sem getur bilað bara til að hanna eitthvað annað til að laga það. Hann er þá a.m.k. ekki vitrænn.
Chupacabra, 29.3.2011 kl. 00:28
Bullið í þér, Chupacapra. Þetta er frábært dæmi hjá Mofa að benda á. Guð er ekki minni hönnuður vegna þess að hvítu blóðkornin þurfi stundum, reyndar oft að bregðast við til varnar, af því að hlutirnir gengu ekki sjálfkrafa fyrir sig án áfalla eða ógnunar við part líkamans eða hann allan. Lífið er svo óraflókið, og svo halda sumir það orðið til fyrir tilviljunarkennda þróun!
Jón Valur Jensson, 29.3.2011 kl. 03:36
Chupacabra, er það einkenni hönnunar að það sem er hannað getur ekki bilað?
Jón Valur, góður punktur.
Mofi, 29.3.2011 kl. 09:08
Góður punktur hjá sjálfum þér, Halldór: "Er það einkenni hönnunar að það sem er hannað getur ekki bilað?"
Jón Valur Jensson, 29.3.2011 kl. 11:32
Jón Valur, ef að náttúran gæti ekki bilið þori ég að veðja að guðleysingjar myndu segja að náttúran væri augljóslega ekki hönnuð vegna þess að hún bilar ekki en hlutir sem við hönnum bilar. Maður þarf að passa sig að gera sig ekki að fífli við að elta skottið á guðleysingjunum þegar þeir eru að hlaupa frá Guði.
Mofi, 29.3.2011 kl. 12:45
Jón Valur: Ef við tökum skaparann sem staðreynd þá er þetta flækjustig allt frá honum komið og fyrirséð en algjör óþarfi! Hann hefði auðveldlega getað látið allt ganga upp árekstralaust.
Mofi: Já, það er einkenni hönnunar hjá alvitrum og almáttugum hönnuði. Ég hef sjálfur aldrei orðið vitni að slíkri hönnun, ef ég yrði það gæti ég fyrst farið að trúa!
Chupacabra, 29.3.2011 kl. 18:16
Skoðaðu ummerkin í kringum þig, Chupacabra. "Það sem vitað verður um Guð blasir við þeim. Guð hefur birt þeim það. Ósýnilega veru hans, eilífan mátt og guðdómstign má skynja og sjá af verkum hans allt frá sköpun heimsins." (Róm. 1.19-20.)
Svo hefur Guð fullkomið frelsi til að velja þá leið, sem honum lízt bezt. Þú kvartar yfir "flækjustigi", en þarftu að kvarta?
Jón Valur Jensson, 30.3.2011 kl. 01:55
Chupacabra, fer það ekki eftir hvað alvitri hönnuðurinn vildi hanna? Er ekki möguleiki að hönnun sem bilar aldrei var hreinlega ekki það sem hann vildi hanna?
Mofi, 30.3.2011 kl. 09:51
Er hönnuðurinn hættur? Af hverju lagar hann þetta ekki endanlega?
Jón Ragnarsson, 30.3.2011 kl. 11:41
Jón Ragnarsson, kannski á næsta ári kemur Guð og lagar þetta; kannski seinna en vonandi sem fyrst.
Mofi, 30.3.2011 kl. 16:32
mofi, kannski, en þá er einmitt svo fáránlegt að hanna eitthvað sem lagar bilanirnar líka.
Chupacabra, 30.3.2011 kl. 16:51
Chupacabra, og mér finnst það svo mikil snilld. Hafa í huga að sumt getur verið þannig að við getum lært af því og sömuleiðis að þó að þú viljir ekki að eitthvað sé þannig að það bili aldrei þá samt viltu ekki að það hrynji strax. Þetta sem þarna er um að ræða er eitthvað sem myndi drepa okkur á nokkrum dögum ef það væri ekki þessi búnaður til að gera við þessa villur.
Mofi, 30.3.2011 kl. 17:01
Ef þú hannar gallaðan hugbúnað þá lagar þú gallann. Þú býrð ekki til nýjan kóða til að laga það sem hinn kóðinn gerir vitlaust þótt það sé hugsanlega auðveldara og ódýrara. Það er hins vegar einkenni þróunar (og náttúrunnar) að ódýrasta/orkuminnsta leiðin sem gerir sama gagn er nánast gulltryggð að lenda ofaná. Þessvegna er ekkert skrítið við að sjá svona kerfi eins og þú lýsir hér sem afrakstur af þróun. En það er í meira lagi skrítið ef svona kerfi hefði verið hannað svona frá grunni, nema hönnuðurinn væri þeim mun meiri fúskari.
Chupacabra, 30.3.2011 kl. 17:30
Chupacabra, þetta er ekki lagfæring á kóða heldur vélar sem laga aðrar vélar vegna þess að við lifum í heimi þar sem annað lögmál varmafræðinnar ræður ríkjum. Við kunnum ekki að búa til harðadiska sem virka þannig að ef að eitthvað bilar í þeim að þá geti litlar vélar inn í harðadiskinum gert við vandamálið. Slíkt væri verkfræðilegt undur og enginn myndi halda að tilviljanakennd þróun gæti gert slíkt.
Mofi, 30.3.2011 kl. 17:55
Þú fellur alltaf í þá gryfju að nota samlíkingar við mannanna verk með öllum þeim takmörkunum sem því fylgir. Hvaða máli skiptir hvað við getum hannað ófullkomna harða diska??
Ykkar aðal vandamál er einmitt að Guð er frábrugðin okkur að einu mikilvægu leiti sem er að það er ekkert sem takmarkar hvað hann getur gert en samt horfum við fram á svona ófullkomna niðurstöðu og svona "spaghettíkóða" eins og þetta dæmi sýnir.
Chupacabra, 30.3.2011 kl. 19:09
Þú vilt fullkomna sköpun, Chupacabra, sættir þig ekki við neitt minna.
Hvað réttlætir þessa tilætlun þína? Ertu ekki nógu ánægð(ur) með sjálfa(n) þig?
Guð sá, í lok sköpunarverks síns, að það var "harla gott", raunar mjög gott (væri betri þýðing). Ég hygg það hafa verið svo gott, að enginn gat kvartað. En okkur er ekki ætlað að vera jafn-fullkomnir og englar, "litlu lægri" þó. Hugsanlega var manneskjan fullkomin sem slík í sköpuninni, eins og við lítum á heilbrigt, lítið barn.
Það, sem við ræðum um hér, ófullkomleik eða ágalla, sem Guð gaf okkur varnir við (þökk sé honum; þú gleymir alltaf þakklætinu!), það tel ég geta verið meðal þess, sem hlauzt af syndafallinu, part erfðasyndarinnar. Og hún kom ekki til af engu – maðurinn var ábyrgur, og við tökum þátt í afleiðingunum. Einnig þar njótum við þó hjálpar Guðs, og það sem meira er: Hann lofar okkur sjálfum sér eða Syni sínum sem bót allra meina og lífi með sjálfum honum eftir dauðann. Umkvartanir guðlausra náttúruhyggjumanna á hendur kristinni Guðsmynd, kristinni hugsun og boðun um Guð, eiga sér enga réttlætingu.
En þið getið svo sem kvartað. Það er þá ykkar val. En kallaðu það ekki vísindi.
Gangi þér svo vel í þínum framhaldsþönkum á komandi árum. Sjálfur Guð er langlyndur, horfir lengi gegnum fingur sér við villu manna og hrösun. Hvernig á mér þá að leyfast að vera óþolinmóður gagnvart vanskilningi sumra manna?
Jón Valur Jensson, 30.3.2011 kl. 20:12
Chupacabra, ég var að reyna að leiðrétta þinn misskilning að um kóða eða upplýsingar væri um að ræða; þetta er vélbúnaðurinn, ekki kóðinn sem hérna um ræðir. Ef þú síðan vilt fullkomnun þá ertu að biðja um eitthvað sem er matsatriði og fer eftir aðstæðum. Það sem er fullkomið í eyðimörk getur verið handónýtt á Norðurpólnum. Þetta fer allt eftir því takmarki sem hönnuðurinn setti sér. Þó að t.d. Lamborghini sé ekki fullkominn þá get ég samt greint snilldarhönnun í honum þó hann sé ekki mjög góður í torfærum.
Mofi, 30.3.2011 kl. 22:06
Vel svarað Jón, mig langaði hreinlega að sleppa að svara sjálfur eftir að ég las þitt svar.
Mofi, 30.3.2011 kl. 22:08
Jón Valur, ég sagðist aldrei vilja fullkomnun. Veit ekki hvaðan þú fékkst þá hugmynd. Ég hef engar slíkar væntingar enda er ég ekki bundinn af því að trúa á tilvist þessarar fullkomnu veru eins og þið. Heimurinn og lífið er bara eins og það er og mér finnst lífið yndislegt með öllum sínum ágöllum.
Ef ég væri trúaður eins og þið hins vegar, þá væri ég ekki þakkláttur heldur reiður. Hverskonar réttlæti er það, að út af ævafornu rifrildi sem Guð átti við tvær persónur (sem hann skapaði) þá séu enn þann dag í dag saklaus börn dæmd að deyja úr krabbameini út af innbyggðum göllum sem voru virkjaðir bara í þeim tilgangi??
Ef ég væri trúaður þá myndi ég ekkert vilja hafa með þennan Guð að gera. Ég myndi ekki vilja sjá neitt eilíft líf með honum takk fyrir, ég er miklu betri persóna en hann.
En ég trúi auðvitað ekki þessum sögum frekar en öðrum ævintýrum.
Chupacabra, 30.3.2011 kl. 23:10
Jæja, Chupacabra, þú ert "miklu betri persóna en hann" GUÐ, sem gaf þér þó það, sem þú sjálfur kallar líf, sem þér "finnst yndislegt með öllum sínum ágöllum." En hvernig getur leirkerið verið meira og betra en leirkerasmiðurinn?
Athugaðu, að Guð gefur líka öðrum mönnum skynsemi og möguleikann á þekkingu*, og þannig hefur hlaðizt upp læknisfræðileg þekking, sem nýtist til að koma þér og milljörðum manna til góða, nú og í framtíðinni.
Guð gerir miklu meira en svo, hann gefur fjölda manns þann virka náðarkraft að glæða hugsun þeirra alvöru-kærleika og miskunnsemi, og þeir miðla þessu til annarra; það verður mörgum líkn í þraut. Einmanaleiki er jafnvel erfiðari þraut að bera en alvarlegur sjúkdómur.
Hve mörg börn heimsins heldurðu að deyi úr krabbameini, Chupacabra? Hve mörg af náttúrlegum umhverfisástæðum (t.d. vegna Tsjernobyl-slyssins)? Hve stórt hlutfall eru þau af börnum heimsins? Sáralítið, vinur. Þau deyja fleiri af slysavöldum, m.a. í umferðarslysum, hygg ég. Hvort tveggja er þungbært, veit ég, en þetta eru ekki rök gegn réttlæti og gæzku Guðs.
Sum fá jafnvel að upplifa lækningu Guðs fyrir bæn og kraftaverk (en kraftaverk eru ekki dagleg náttúrulögmál!). Dóttir mín læknaðist af mígreni fyrir bæn prests frá Afríku.
Og réttlátt skipulag Guðs er miklu meira og betra en það, sem þú og þínir skoðanabræður virðizt hafa upp á að bjóða, Chupacabra minn. Barnið, sem deyr vegna slyss eða krabbameins, er "í húfu Guðs", eins og langafa tveggja barna minna þótti gaman að orða þetta (sr. Ingimar Jónssyni skólastjóra). Guð gefur það, sem er miklu meira jarðlífinu og til lengdar miklu betra, miklu dýrmætara, enda varanlegt. Mér hefði t.d. verið betra að deyja í náð Guðs sem barn heldur en eftir 20 ár í viðbót, ef ég dey þá í ónáð hans vegna hugsanlegrar illsku minnar (eigingjarns lífs án kærleika gagnvart öðrum). Það er ekki alltaf það versta, sem gerist við andlát einhvers, það segir kristin framtíðarsýn!
PS. Takk, Mofi, ég er bara að reyna.
* M.a. með því að "starfrækja" ekki heim sinn eða jarðlífið með þeim óútreiknanlega geðþóttahætti, að menn gætu aldrei uppgötvað nein lögmál tilverunnar, af því að Guð væri alltaf, með endalausum íhlutunar-kraftaverkum (sbr. umræðu á vef Hjalta Rúnars um þetta nýlega), að forða mönnum frá slysum sem hljótast ella af náttúrlegum prócessum (eins og t.d. þeim, að misgengi jarðlaga í landreki heimsflekanna veldur jarðskjálfta – eða t.d. að maður, sem stendur á spjalli við vin sinn í eldhúsinu, tekur ekki eftir því, að kveikt var á eldavélarhellu, og leggur hönd sína á hana – en fær ekki að brenna sig, af því að óumbeðið er Guð alltaf að leika sér að því að gera óskiljanleg kraftaverk!).
Jón Valur Jensson, 31.3.2011 kl. 03:09
Viðbót við 1. spurningu mína í síðasta innleggi hér:
Og hvernig geta gæði lífsins verið betri en sá sem gefur þau?
Jón Valur Jensson, 31.3.2011 kl. 03:11
Ef að eina syndin hefði verið að brot Adams og Evu þá væri heimurinn án efa algjör paradís í dag en það eru allar hinar syndirnar sem hafa hlaðist upp sem valda því sem við sjáum í dag. Endalaus morð og lygar og græðgi er það sem hefur mótað heiminn í það sem við sjáum í dag. Ég trúi að Guð er að leyfa þetta því að Hann hefur ákveðið vandamál sem Hann er að leysa og er með mjög gott takmark í huga sem er heim án syndar, sjá: Góður Guð, vondur heimur?
Mofi, 31.3.2011 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.