Rebekka: Atheist now accepts Intelligent Design

Rakst á þetta forvitnilega myndband hjá bloggaranum Rebekku þar sem potholer54 kemur með þau "motrök" gegn Vitrænni hönnun að það er til slæm hönnun og þar af leiðandi gengur Vitræn hönnun ekki upp.  Hérna fyrir neðan er myndbandið:

Slæm hönnun ekki rök gegn hönnun. Þó þú sjáir illa hannaðan bil þá samt veistu að hann var hannaður. Enn frekar, ef þú serð klesstan bíl þá ályktar þu ekki að bíllinn var ekki hannaður. Veirur sem eru skaðlegar eru dáldið eins og klessti bíllinn. Þetta eru veirur sem hafa annað hvort skemmst eftir sköpunina eða eru komnar á staði sem þær attu aldrei að vera og hefðu aldrei komist á ef að þessi heimur hefði ekki fallið í synd.

Síðan bendir potholer54 á rök Kenneth Miller um að ef að Vitræn hönnun er rétt þá ættu minni hlutar hönnunarinnar eða tækisins ekki að hafa neina virkni fyrir utan heildartækið. Þetta er bara rökleysa og enginn sem aðhyllist Vitræna hönnun hefur haldið þessu fram og Behe sjálfur svaraði þessari mögulegu rökleysu i bókinni "Darwin's Black Box", sömu bók sem rökin um óeinfaldanleg kerfi kom fyrst fram.  Kenneth Miller virðist hafa ákveðið að svara rökum Behe's án þess að lesa bók Behe's, eins gáfulegt og það er.

Þeir sem hafa ahuga á hver staðan a flagellum rökum Behe's geta lesið þessa grein: Michael Behe Hasn't Been Refuted on the Flagellum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán sv

"Veirur sem eru skaðlegar eru dáldið eins og klessti bíllinn. Þetta eru veirur sem hafa annað hvort skemmst eftir sköpunina eða eru komnar á staði sem þær attu aldrei að vera og hefðu aldrei komist á ef að þessi heimur hefði ekki fallið í synd."

 Whatever helps you sleep at night....

Stefán sv, 24.3.2011 kl. 18:26

2 Smámynd: Stefán sv

Sidan bendir potholer54á rök Kenneth Miller um að ef að Vitræn hönnun er rétt þá ættu minni hlutar hönnunarinnar eða tækisins ekki að hafa neina virkni fyrir utan heildartækið.

 Þetta eru rök hjá Behe.....Hann sagði að til dæmis Bacterial Flagellum gæti ekki virkað ef þú tekur einn hluta af henni í burt, sem er búin að sanna sé bull.....Kenneth er ekki bara bull eitthvað, hann er að tala um eitthvað sem Behe koma með. Ættir kannski að kynna þér þessa hluti betur.....

Stefán sv, 24.3.2011 kl. 18:46

3 Smámynd: Mofi

Stefán
Þetta eru rök hjá Behe.....Hann sagði að til dæmis Bacterial Flagellum gæti ekki virkað ef þú tekur einn hluta af henni í burt, sem er búin að sanna sé bull.....Kenneth er ekki bara bull eitthvað, hann er að tala um eitthvað sem Behe koma með. Ættir kannski að kynna þér þessa hluti betur.....

Nei, það er búið að sanna að þetta er rétt. Kenneth kom með rökleysuna að ef að einhver af hlutum kerfisins gæti haft aðra virkni þá væri kerfið ekki óeinfaldanlegt en það voru aldrei rökin og Behe fjallaði um þessa rökleysu í Darwin's Black Box en þar skrifaði Behe fyrst um rökin um óeinfaldanleg kerfi.   Ég las bókina, last þú hana?

Hver sem þú ert þá virðistu ekki hafa hundsvit á þessu máli.

Mofi, 25.3.2011 kl. 09:51

4 Smámynd: Rebekka

Híhí, þetta gamla myndband ^^  Það er nú ágætt að einhverjir lesi "bloggið" mitt (ég er frekar svona lurker heldur en bloggari).

En María er með ágætis punkt.  Leitt að guð skyldi vera svo slæmur hönnuður að syndir Adams og Evu skyldu jafnvel hafa haft áhrif á bakteríurnar.  Ég man ekki til þess að guð hafi sagt að dýrin skyldu líka þjást vegna syndarinnar (fyrir utan snákinn sem missti lappirnar).  Þetta eru því bara getgátur hjá þér Mofi. 

Að auki er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að guð hafi vitað fyrirfram að syndafallið yrði.  Það var bara óhjákvæmilegt, þar sem að guð á að vera almáttugur og alvitur.  Hann hlýtur að hafa vitað að hann varð að refsa mannfólkinu fljótlega eftir að hann skóp það.  

Spurningin ætti kannski að vera:  Af hverju vill guð að við þjáumst og séum talin syndug í þessu lífi?  Hvers vegna skóp hann bara ekki almennilega paradís til að byrja með?

Rebekka, 26.3.2011 kl. 22:35

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mjög gott blogg hjá þér MOFI.

Auðvitað er ALLT skapað af Skaparanum, Guði eða hvaða nafni Skaparinn gengur undir hjá fólki.

Það sem er gaman í sambandi við Guð að það er engin hætta á að hann móðgis neitt. Eða verði vonsvikin. Hann refsar ekki, fer ekki í fýlu og hlær að trúarbrögðum.

Mér finnst skemmtilegastar pælingar þar sem fólk rökræðir sig sveitt í að koma með sannanir að Guð sé EKKI til!

T.d. sem dæmi um rökfærsluna hjá þessu fólki: var jörðin líka hnöttótt meðan vísindinn vissu að jörðin var flöt eins og pönnukaka?....

Alla vega þarf að virkilega að nota einmitt svona vísindi til að taka fram nýjar bækur, skrifa meira og skilja Guðs meiningu með öllu.

Það stendur reyndar eitthvað um það í Biblíunni, enn er ekkert skýrt almennilega. Gömlu prestarnir sáu um að koma bara hluta sannleikans að svo þeir gætu sjálfir haldið áfram að vera til og drottnað yfir fólki...

Frjáls "vilji" er allt sem þarf að læra um. Stórkostlegasta gjöf Guðs til mannkynsins...og sú eina. ;)

Óskar Arnórsson, 27.3.2011 kl. 14:47

6 Smámynd: Mofi

María
Ok, ef guð er þessi hönnuður og hann getur látið eftir sig slæma hönnun skv þessu, alveg eins og mennski bílahönnuðurinn..

Hvað ertu þá eiginlega að segja?

Það sama og Biblían segir:

Rómverjabréfið 8:22
Vér vitum, að öll sköpunin stynur líka og hefur fæðingarhríðir allt til þessa.

Heimurinn hefur skaddast, allt er að versna og þess vegna sjáum við margt í náttúrunni sem er skaðlegt.

María
Afhverju eignar þú ekki bara "hönnuðinum" þínum þróunina sem þróunarkenningin lýsir og hefur hann upp til vegs og virðingar í stað þess að gera lítið úr honum við hvert tækifæri sem þér gefst?

Ef þú sérð klesstan bíl, kennir þú þá hönnuðinum um að bíllinn skuli vera skemmdur eða kennir þú ökumanninum sem klessti bílinn?

María
Biblían er skrifuð af mönnum, afhverju leggst þú svo lágt að gera lítið úr guðinum þínum til að frásögn bókar skrifuð af mönnum byggir upp?

Það er einfaldlega mín sannfæring að Biblían opinberar Guð; ég get ekki séð hvernig það gerir lítið úr Guði.  Lastu greinina þar sem ég útskýrði af hverju guð sem notar þróun getur ekki verið góður Guð?

Er hægt að samræma þróunarkenninguna og kristni?

María
Guðinn sem biblían lýsir er ekkert líkur þeirri veru sem ég ímynda mér að hafi getað skapað allt sem ég sé

Hvernig ímyndar þú þér þá veru sem hefði getað skapað það sem við sjáum?

Mofi, 27.3.2011 kl. 15:27

7 Smámynd: Mofi

Rebekka
Híhí, þetta gamla myndband ^^  Það er nú ágætt að einhverjir lesi "bloggið" mitt (ég er frekar svona lurker heldur en bloggari).

Ég kíki af og til :)

Rebekka
En María er með ágætis punkt.  Leitt að guð skyldi vera svo slæmur hönnuður að syndir Adams og Evu skyldu jafnvel hafa haft áhrif á bakteríurnar.  Ég man ekki til þess að guð hafi sagt að dýrin skyldu líka þjást vegna syndarinnar (fyrir utan snákinn sem missti lappirnar).  Þetta eru því bara getgátur hjá þér Mofi.

Biblían talar um að allt sköpunarverkið varð fyrir áhrifum, sumt jafnvel vegna beinna afskipta Guðs

1. Mósebók 3:17-19
þá sé jörðin bölvuð þín vegna. Með erfiði skalt þú þig af henni næra alla þína lífdaga. 
Þyrna og þistla skal hún bera þér, og þú skalt eta jurtir merkurinnar. 
Í sveita andlitis þíns skalt þú neyta brauðs þíns, þangað til þú hverfur aftur til jarðarinnar, því að af henni ert þú tekinn. Því að mold ert þú og til moldar skalt þú aftur hverfa!"

Ef maður horfir alltaf á þessa jörð og þetta líf sem upphaf og endir alls þá verður erfitt að skilja hvað Guð er að meina með þessu öllu saman. En ímyndaðu þér heim án illsku og þjáninga og dauða og að fá að lifa þar í, segjum miljón ár; er þá þessi örfáu ár hérna á jörðinni svo merkileg?

Rebekka
Spurningin ætti kannski að vera:  Af hverju vill guð að við þjáumst og séum talin syndug í þessu lífi?  Hvers vegna skóp hann bara ekki almennilega paradís til að byrja með?

Það er sannarlega mjög góð spurning og kristnir glímt við hana í meira en þúsund ár.  Mín niðurstaða er þessi: ég trúi að frjáls vilji sé svarið. Þ.e.a.s. tilvist vera sem eru eins Guð að því leiti að þær geta skapað, hugsað og valið hvað þær vilja gera við lífið. Hérna á þessari jörð fá allir tækifæri að lifa og velja hvort þeir vilja hið himneska líf með Guði eða ekki. Ég trúi líka að þetta er hluti af deilunni milli góðs og ills, að hérna á afmörkuðu svæði fær illskan að sýna sitt rétta andlit áður en Guð eyðir henni. Ef að Guð eyddi henni án þess að allir sæu hennar rétta andlit þá væri sköpunin að eilífu í vafa um kærleika og réttlæti Guðs.

Mofi, 27.3.2011 kl. 15:42

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

..þessi skemmtilegi strákur lýsir "meðvitund krists" sem kristur sjálfur á betri veg enn flestir prestar geta státað af.

Guðsvitund og kristvitund er alla vega skýrð út á auðskiljanlega máta þó það sé líka þörf á að vera með opin huga....

http://www.youtube.com/watch?v=ADKMI0kQ9fc

Óskar Arnórsson, 27.3.2011 kl. 15:49

9 Smámynd: Mofi

Óskar, hlær hann að  þinni trú?   Þessi hugmynd þín síðan passar ekki við mannkynssöguna þar sem það var einmitt útbreiðsla Biblíunnar sem endaði stjórn Kaþólsku kirkjunnar yfir fólki. Fólk gat sjálft lesið að fyrirgefning Guðs  væri gjöf Guðs og engnir menn réðu yfir því hvort þú öðlaðist hana eða ekki.

Ég aðhyllist frekar það sem þessi maður hérna sagði um Biblíuna:

Horace Greeley
It is impossible to enslave mentally or socially a Bible-reading people. The principles of the Bible are the groundwork of human freedom.

Mofi, 27.3.2011 kl. 15:55

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Guð hlær að trúarbrögðum. Við hlægjum saman að öllum trúarbrögðum heims. Guð er meðvitund og þegar maður tengist henni þarf enga trú lengur. Trú er eins og vonin.

Maður vonar og vonar og svo nær maður takmarkinu og þá getur maður notið meðvitundarinnar...er það ekki? Maður þarf ekki lengur von eða trú því það er það sama....

Prinsipp Biblíunnar eru að setja fólk í hugmyndahlekki og stjórna því. Horace er með rangt fyrir sér....

Óskar Arnórsson, 27.3.2011 kl. 16:33

11 Smámynd: Mofi

Varðandi illskuna þá langar mig að benda á þetta hérna: The problem of evil - William Lane Craig

Mofi, 27.3.2011 kl. 20:10

12 Smámynd: Mofi

Óskar
Prinsipp Biblíunnar eru að setja fólk í hugmyndahlekki og stjórna því. Horace er með rangt fyrir sér....

Ég get ekki séð neitt vitrænt í þessu hjá þér. Ég kom með rök með minni afstöðu en þú kemur ekki með nein rök fyrir þinni fullyrðingu.

Mofi, 27.3.2011 kl. 20:11

13 Smámynd: Mofi

Varðandi vírusa þá rakst ég á umfjöllun vírusa: http://creationsafaris.com/crev201103.htm#20110326b

Mofi, 27.3.2011 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband