Hollusta og fegurð

mh_500Mér finnst fólk merkilegt hvað fólk er til í að leggja á sig til að bæta útlit sitt.  Það virðist samt vera til í að leggja flest allt á sig nema að lifa heilsusamlega.  Þekja húðina andlitsfarða, endalaus kaup á fötum sem það heldur að geri það fallegra, miklar upphæðir í hárgreiðslu og skartgripi. Sumir ganga síðan enn lengra og fara í sársaukafullar líta aðgerðir og jafnvel eitthvað sem er hættulegt eins og láta sprauta í sig botulin. 

Hið magnaða er að hollt fæði og góð hreyfing er lang best þegar kemur að því að líta vel út. Húðin lítur betur út vegna góðrar næringar og líkaminn allur ásamt andlitinu er fallegra án allra auka kílóanna. Síðan ofan á allt saman bætist betri andleg vellíðan með bættri heilsu og þú lifir lengur.  Valið ætti að vera mjög auðvelt en það er ekki hægt að neita því að borða hollt og hreyfa sig er stanslaus barátta og svona "short-cuts" eru mikil freisting fyrir marga.

Fyrir þá sem vilja bæta útlitið og heilsuna þá mæli ég með þessari bók hérna: Ministry of Healing

Einfaldar matar reglur væri að minnka eða jafnvel sleppa: pasta, sykur, brauð og hrísgraun.

Fyrir stráka sem vilja æfa þá mæli ég með þessu prógrami hérna: http://finalphasefatloss20.com/
Fyrir konur sem vilja hreyfa sig mæli ég með þessu hérna: http://www.bodyrock.tv/  ( mæli ekki með að strákar skoði þetta :)


mbl.is Stórkostleg hætta fylgir botulin-efnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Gíslason

Það er líka fínt að vera í Crossfit

Jónatan Gíslason, 25.3.2011 kl. 20:23

2 Smámynd: Mofi

Crossfit virðist vera mjög fínt að mörgu leiti. Hef samt smá áhyggjur að þetta er oft frekar mikil einhæf átök, miðað við sögurnar sem ég heyri í vinnunni. Fór tvisvar sjálfur í tíma og það var mjög gaman en ég upplifði dáldið eins og það væri að þjösnast of mikið á fáa vöðva.

Mofi, 28.3.2011 kl. 23:09

3 Smámynd: Jónatan Gíslason

Það er einhver misskilningur ég er búin að vera í þessu í tvo mánuði og er búin að fá harðsperrur í allan líkamann og hef aldrei upplifað fjölbreyttari æfingar, þetta er allt frá Möllins æfingum og til kraftlyftinga

Jónatan Gíslason, 29.3.2011 kl. 18:49

4 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Það er að koma meir og meir í ljós hvað mataræði skiptir máli. Maður er það sem maður borðar. Og það eru í raun engar skyndilausnir til sem virka, eins og allir eru að leita að í dag. Er að sjá þetta betur og betur. Maður þarf alltaf að hafa aðeins fyrir hlutunum. Það er bara lögmál.

Hinsvegar eru lausnirnar oft einfaldar.  Bókin Counsels on Diets and Foods er samantekt á flestu (ef ekki öllu) sem E. White sagði um heilbrigði og er ótrúlega vel í samræmi við nýjustu vísindi í dag. Eins konar uppflettirit. Þetta var skrifað fyrir um 100 árum. Ministry of healing er einnig góð.

Karl Jóhann Guðnason, 29.3.2011 kl. 22:18

5 Smámynd: Jónatan Gíslason

Alveg sammála einhverjir kúrar eða herbaife og svoleiðis drasl er bara peninga plott og vitleysa það eina sem virkar eitthvað er að borða rétt alvöru mat og helst eins hreinan og hægt er.

Jónatan Gíslason, 30.3.2011 kl. 01:06

6 Smámynd: Mofi

Jónatan, í þau skipti sem ég fór þá fór allur tíminn í fjórar æfingar þannig að þeir vöðvar sem reyndi á í þeim æfingum voru alveg að deyja. Ég að minnsta kosti upplifði það sem óþarflega mikið álag á fáa vöðva og líkar betur við eins og http://finalphasefatloss20.com/ æfingarnar eru en kannski er ég bara orðinn gamall :)

Jónatan
Alveg sammála einhverjir kúrar eða herbaife og svoleiðis drasl er bara peninga plott og vitleysa það eina sem virkar eitthvað er að borða rétt alvöru mat og helst eins hreinan og hægt er.

Það er kannski hægt að finna eitthvað sem hefur jákvæð áhrif en alvöru matur án rusl er nóg og alveg nauðsynlegt. Svona "supplaments" og drasl matur og ég er á því að líkaminn myndi hreinlega hrynja.

Mofi, 30.3.2011 kl. 09:49

7 Smámynd: Jónatan Gíslason

í þau skipti sem ég fór þá fór allur tíminn í fjórar æfingar þannig að þeir vöðvar sem reyndi á í þeim æfingum voru alveg að deyja. Ég að minnsta kosti upplifði það sem óþarflega mikið álag á fáa vöðva "

Þetta passar alveg hjá þér en ef þú mætir 3-4 sinnum í viku þá ertu að ná að taka flest alla vöðvana. Crossfit byggir á miklu álagi í stuttan tíma svo það eru kanski 3-4 æfingarnar, öll æfingin er svo 10-20mín með talsverðu álagi svo næst eru aðrar æfingar o.s.fv. En svo er smekkur manna misjafn þetta henntar mér mjög vel og finn ég mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði í þessu, á undan var ég búin að prófa lyftingar í world class, body pump og fleira svoleiðis

Jónatan Gíslason, 30.3.2011 kl. 12:09

8 Smámynd: Mofi

Jónatan, hljómar vel. Ef þú tekur þér pásu einhvern tíman þá mæli ég með þessu sem ég benti á og hefði þá mjög gaman af því að heyra hvernig þér fannst og muninn á milli.

Mofi, 30.3.2011 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband