Pssst! Ekki segja sköpunarsinnunum en vísindamenn hafa ekki hugmynd um hvernig lífið byrjaði

Creation of animalsMig langar að benda á skemmtileg grein eftir John Horgan þar sem hann fjallar um uppruna lífs en titillinn er Pssst! Don't tell the creationists, but scientists don't have a clue how life began

Margt skemmtilegt kemur þarna fram eins og t.d. að hann vildi nota þennan titil fyrir tuttugu árum síðan en fékk það ekki. Síðan fékk Horgan gott tækifæri til þess að nota þennan titil og þetta efni og fannst það eiga enn betur við í dag þar sem að ráðgáturnar hafa magnast upp á síðustu tuttugu árum.

Best að taka það fram að John Horgan er enginn sköpunarsinni og virðist trúa öllu þessu dóti, miljónir ára og þróun án vitsmuna en hérna er hann bara heiðarlegur varðandi stöðu mála.  Vandamálið er auðvitað fyrir þá sem hafna Vitsmunalegri hönnun er að láta dauð efni raða sér saman í flókið upplýsingakerfi og gífurlegt magn af upplýsingum um hvernig á að búa til gífurlega flóknar vélar. Mikið er ég fegin að ég sit ekki upp með svona órökrétta trú heldur get ályktað á rökréttan hátt út frá staðreyndunum, auðvitað er til skapari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér hefur aldrei fundist það rökrétt ályktun að halda að allt hafi byrjað af því bara og af tilviljun og allur heimurinn og það sem í honum sé bara hérna fyrir einhverja tilviljun. Bara þetta flókna samstarf dýra og vistkerfis virðist mér of úthugsað til að hafa bara gerst.

Vísindin hjálpa okkur að skilja hvernig hlutirnir virka og útskýrir ýmsar ástæður fyrir hinu og þessu og hjálpar okkur að laga hitt og þetta eins og ýmsa sjúkdóma t.d en þau útiloka ekki skaparann en þau útskýra hvernig sköpunin er og hvernig hún virkar a.m.k það sem vísindamenn telja sig vita en virðist breytast oft eftir vindinum bara og hver borgaði rannsóknina.

Sigurður Freyr Egilsson (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 14:08

2 Smámynd: Mofi

Sigurður, ég held að það væri mikið framfara skref fyrir vísindin ef að það væri skýrara hlutverk þeirra og takmörk. Að það væri skýrara hvað kenningar segja og hver þekkingin er. Ég held að margir sem stunda vísindi eiga erfitt með að greina akkúrat hverjar staðreyndirnar séu og hvað er aðeins kenning og ályktanir út frá staðreyndum.  Í dag þá einmitt eru vísindin vel menguð af pólitík og peningum og gott að vera á varðbergi gagnvart öllu þannig.

Eins og er þá getur hvorki sköpun né þróun verið einhver vísindalegur sannleikur, þetta eru tvær hugmyndir sem menn taka í trú. Eini munurinn er bara að okkar trú er rökrétt en hin ekki :)

Mofi, 15.3.2011 kl. 14:46

3 identicon

Vísindin takamarka sig sjálf,þau taka aðeins á því sem þau sjá og geta snert aðeins hið veraldlega. Vísindi geta ekki og munu aldrei geta svarað spurningum um sálina,Guð eða tilfinningar.Vissulega geta vísinda sagt að ef að einhver lendir í áfalli eru x miklar líkur á að viðbrögðin verði með ákveðnum hætti eftir aðstðæðum og atvikum en svo á persónulegi þátturinn eftir að koma þar inn og þar kemur óvissa sem vísindi geta ekki svarað þar sem við erum eins misjöfn og við erum mörg.

Þröngur kassi vísindana leyfir ekki hugsun um eitthvað sem ekki er hægt að sanna með vísindalegum aðferðum en við vitum það öll að það er fullt af hlutum sem við t.d finnum fyrir dagsdaglega sem að vísindin geta ekki sannað. Ef að ég segi þér að ég elski konuna mína og börn get ég ekkert sannað það fyrir þér,þetta er tilfinning sem ég ber gagnvart þeim og engin annar finnur og getur þar af leiðandi ekki sannað eða afsannað neitt um það.

Það þarf líka að passa að vísindin breytist ekki í það sem þau gagnrýna gjarnan trúarbrögð fyrir þ.e ofsatrú,margir vísindaþenkjandi falla ansi oft í það að saka þá sem hafa trú að vera með ofsa á öllum sviðum en sjá ekki sinn eigin ofsa í sinni visindatrú sem gjarnan verður blind.

 Það er viðbúið að út úr þessari færslu verði snúið í einhverja afbökun og einhverjir taka þetta jafnvel persónulega en það segir sennilega meira um þá sem það gera en færsluna sjálfa.

Sigurður Freyr Egilsson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 09:51

4 Smámynd: Mofi

María
Held það væri ekki vitlaust ef þú reyndir sjálfur að læra muninn á orðinu kenning og svo því hvernig hugtakið vísindakenning er beitt....

Er þyngdarafls"kenningin" bara kenning í þínum hugsa?

Menn nota orðið kenning yfir alls konar hugmyndir, vísindamenn ásamt leikmönnum.  Vísindamenn tala oft um einhverjar kenningar sem eru mjög hæpnar hugmyndir sem reynast fljótlega kolrangar en þeir samt töluðu um hugmyndina sem kenningu. Þetta er bara hvernig orðin eru notuð. Auðvitað veit ég veit að í vísindalegum skilningi að þegar hugmynd fær stimpilinn "kenning" að þá er talað að hún er vel rökstudd af gögnum.

Ég var aðeins að benda á að það væri gott fyrir vísindin að aðgreina betur staðreyndir frá túlkunum á þeim, aðgreina þær frá kenningum. Ef þú ert ósammála því, endilega útskýrðu af hverju.

María
Að ætla að takmarka hlutverk vísinda er álíka vitlaust og að ætla láta spretthlaupara nota aðeins aðra löppina - framfarir í vísindum verða þegar teygt er á takmörkum og farið er útfyrir rammann

Heldur þú að vísindin hafi engin takmörk?  Auðvitað hef ég ekkert á móti því að menn reyni að víkka þau takmörk en sömuleiðis gott að skilja hver takmörkin eru í dag.

María
Að halda því hér fram og leggja að jöfnu vísindarannsóknir sem byggja á raunverulegum gögnum og rannsóknum við trúarbrögð er afar furðuleg röksemdarfærsla

Ályktanirnar út frá gögnunum eru lang oftar trúarlegar ályktanir. Menn vita ekki þessa hluti, þeir gera ályktanir. Ég álykta og trúi að sú staðreynd að DNA er eins og stafrænn forritunarkóði og próteinin sem lesa DNA eru eins og vélar að þetta bendi mjög sterklega til hönnunar. Það er samt mín trú þótt þetta er rökrétt og byggt á staðreyndum.

María
Er það þess utan eitthvað leyndarmál að menn eru ekki vissir um það hvernig líf kviknaði?

Það er oft látið sem svo að þetta er ekki svo mikið vandamál eða að menn eru mjög nálægt því að leysa það. Ef þú trúir mér ekki þá rakst ég á slíkt dæmi fyrir nokkru í forvitnilegum umræðum um þessi mál, sjá: http://urplay.se/157800

Nýjasta færslan síðan fjallar um takmörk vísindanna ef þú hefur áhuga.

Mofi, 16.3.2011 kl. 10:42

5 Smámynd: Mofi

Sigurður, vel útskýrt hjá þér, þú ættir að hafa gaman af William Lane Craig að útskýra þetta fyrir Peter Atkins.

Mofi, 16.3.2011 kl. 10:43

6 Smámynd: Mofi

María
Trú eins og þín hafa hinsvegar endanlegan sannleika, sannleika sem samtök eins og AIG hafa sagt að sé svo endanlegur að ALLAR vísindaniðurstöður sem stangist á við hann.. eru rangar

Þú virðist hafa mjög undarlegan skilning á af hverju fólk trúir. Auðvitað eru til margar ástæður en helling af fólki hefur hætt að trúa á Guð og Biblíuna vegna einhverra raka sem þeim fannst sannfærandi.  Ég fyrir mitt leiti aðhyllist sköpun af því að ég tel að gögnin styðja sköpun en ekki þróun og er hérna aftur og aftur að benda á slík gögn. Það fer ekki mikið fyrir því að þróunarsinnar geri það, þrátt fyrir mikið betl af minni hálfu að þeir geri það.

María
Vísindin efast um niðurstöðuna - ALLTAF

Já, alvöru vísindi en sjaldnast guðleysis þróunarsinnar. Þeir aldrei sjaldnast um þróunarkenninguna og allt því sem hennir fylgir.  Hafandi sagt það, þá samt auðvitað er fólk inn á milli sem byrjar að efast um þróunarkenninguna þegar það rekst á gögn sem passa ekki við kenninguna.

María
Sá trúaði efast ALDREI um niðurstöðuna - Guð gerði það - punktur

Þú virðist bara haldin alvarlegum fordómum gagnvart þeim sem trúa öðru vísi en þú.

María
Gerðu nú sjálfum þér þann greiða að hætta bera þetta tvennt saman - þú ert ekki að sannfæra neinn sem les þetta blogg nema ef vera kynni þína eigin trúbræður - sem láta þó ekki mikið fara fyrir sér á blogginu hjá þér.. af einhverjum ástæðum

Ef að gögn og rök sannfæra ekki einhvern, þá er hann ekki þess virði að sannfæra og mér gæti ekki verið meira sama um hvaða skoðun viðkomandi hefur.

Mofi, 17.3.2011 kl. 10:26

7 Smámynd: Mofi

María
Ef þetta væri rétt Mofi þá væru ekki að enn þann dag verið að vinna rannsóknir tengdir þróun... Ert þú að halda því fram að þróunar og líffræðingar hafi lokið störfum og snúið sér að öðru? Ef ekki - þá meikar þessi fullyrðing þín nákvæmlega ekkert sense

Ég skil ekki hvert þú ert að fara með þessu.  Ég er auðvitað ekki að halda því fram að líffræðingar hafi lokið störfum en oftast er um að ræða rannsóknir á náttúrunni og síðan af og til velta menn fyrir sér hvernig þetta tengist þróun eða gæti hafa þróast en sjaldnast er um að ræða ýtarlegar vangaveltur.  Það eru auðvitað einhverjar rannsóknir sem snúast algjörlega um þróun eins og ræktun Richard Lenski á bakteríum.

María
Hvað veist þú um hverju ég trúi? Og nei, þetta eru ekki fordómar - þetta er bara staðreynd... Þeir sem trúa eins og þú segjast vera með svarið

Og þú segist ekki vera með svarið?  Segðu mér, heldur þú að lífið hafi þróast eins og þróunarkenningin segir til um?

Ég segi aðeins hverju ég trúi og ef að aukin þekking í framtíðinni gefur mér ástæðu til að trúa einhverju öðru þá mun ég vonandi trúa í samræmi við þá þekkingu.

María
Ætlar þú að halda því fram að þú getir einhvern tíma komist að þeirri niðurstöðu að guðinn þinn sé ekki hinn eini sanni og að sköpun hafi farið fram eins og henni er lýst í Biblíunni?

AUÐVITAÐ!!! Hvers konar hálfvitaskapur er þetta eiginlega?  Þetta eru akkúrat fordómarnir sem ég var að vísa í.

María
Rök og gögn eru einmitt að sannfæra fullt af fólki Mofi, það að sú sannfæring stangist á við þína þýðir ekki að það skilji ekki rök og gögn

Nei, auðvitað ekki. En þeir sem koma hingað og vilja ekki rökræða sjálf gögnin heldur aðeins bulla einhver ad hominem rökleysur og reyna að láta það líta út fyrir samræður, ég vil helst ekki tala við þannig fólk.

María
Munurinn á trúabrögðum þínum og "trúarbrögðum" vísindamannsins eru þau að vísindamaðurinn er stöðugt að efast um sína niðurstöðu og annarra

Já, þessir fórdómar þínir eru búnir að koma mjög skýrt fram.

María
Eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að svarið sé "GUÐ" þá geta engar "rannsóknir" sem þú framkvæmir eftir það snúist um annað en að finna spurningar, rök og gögn sem henta því svari..

Ég hef endalaust gaman að lesa um rannsóknir á náttúrunni. Lesa um hvernig hlutirnir virka. Að sú aukna þekking láti mig trúa enn frekar að náttúran var hönnuð lætur mig ekki langa að loka rannsóknarstöðvum. 

Það er akkúrat sú trú að Guð er til og að heimurinn var skapaður af Honum og við getum skilið heiminn af því að við vorum sköpuð í Hans mynd sem að var hvatinn fyrir vísindarannsóknum Newtons, Keplers, Galileó, Faraday og Pasteur svo örfá dæmi séu tekin.

María
Þetta gerist ekki í rannsóknum sköpunarsinnans... því niðurstaða hans er alltaf sú sama.. Biblían er óskeikul og guð gerði það

Þannig er það bara og þannig verður það

Já, þessir fordómar þínir ef ekki hatur er búið að koma vel fram.

Mofi, 17.3.2011 kl. 13:03

8 Smámynd: Mofi

María
Og það eru ekki fordómar Mofi að benda á þá augljósu staðreynd að sköpunarsinnar eru búnir að ákveða það hvað svarið er og finna síðan staðreyndir sem styðja við það svar... Þú sérð aldrei sköpunarsinnar varpa fram einhverju sem gæti kastað vafa á sköpunarkenninguna er það?

Fólk sem hefur trúað sköpun hefur hætt að trúa á sköpun vegna einhverja raka sem það heyrði og fólk sem hefur trúað þróun hefur hætt að trúa þróun vegna einhverra raka sem það heyrði. Þetta er bara fólk með mismunandi sannfæringu varðandi hvað er rétt og hvað er rangt.  Ég get ekki séð betur en þróunarsinnar hafa ákveðið fyrir fram hvert svarið er, þeim bara gengur illa að finna staðreyndir til að styðja þessa trú þeirra.

Ég sé sköpunarsinna glíma heiðarlega við staðreyndirnar og sömuleiðis glíma við þau rök sem að þróunarsinnar koma með fyrir sinni sannfæringu. Auðvitað eru slæm epli inn á milli eins og gengur og gerist.

María
Þú sérð hinsvegar daglega þegar vísindamenn eru að efast um fyrri niðurstöður

Já, vísindamenn... þú gerir þér vonandi grein fyrir því að það eru til vísindamenn sem aðhyllast þróun og vísindamenn sem aðhyllast sköpun?  Þróunarsinnar sjaldnast efast um þróun jafnvel þegar þeir finna staðreyndir sem eru algjörlega á skjön við þróunarkenninguna. Ég benti á eitt slíkt dæmi fyrir nokkru, sjá: Bestu rök Dawkins, lygi?

María
Ertu þá að segja að Biblían sé ekki óskeikul?

Mín trú eða sannfæring út frá því sem ég veit er að Biblían fari með rétt mál.  Það gæti breyst í framtíðinni eftir því sem ég læri meira.

Mofi, 17.3.2011 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband