Taka lán til að bæta fjárhaginn?

Hver myndi ráðleggja einstaklingi sem skuldar mjög mikið og ræður varla við afborganirnar að lausnin til að koma sér út úr vandræðunum er að taka meiri lán?

Ef þetta er glapræði fyrir einstaklinga, af hverju er þetta þá lausnin fyrir þjóðir?

Ég tel að sleppa því að taka lán í einhvern tíma á meðan við erum að vinna okkur út úr þessu sé hið besta mál. Ef að þetta mál fer fyrir dómsstóla og við fáum úr þessu skorið þá getum við byrjað okkar endalausu lántöku en þá miðað við þekktar forsendur.


mbl.is Moody's: Nei sendir ríkið í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni Steinsson

Þekking þín á hagfræði virðist vera álíka mikil og á þróunarkenningunni..

Við Búðarhálsvirkjun bíða vinnufélar eftir að geta hafist handa því það fæst ekki lán frá framkvæmdasjóð Evrópu á meðan ekki er samið um Icesave - á meðan ekki er framkvæmt þar er ekki ráðist í stækkun álvers sem ætlaði að kaupa orkuna frá virkjunni - allt þetta veldur því að keðja sem setti í gang risastór hjól í atvinnulífinu..

Ríkið getur ekki gefið út ríkisskuldabréf vegna þess að lánshæfi ríkisins er í ruslflokki á meðan ekki semst um Icesave - eini möguleiki ríkissins til að fjármagna sig og reyna að koma einhverju í verk er skattheimta og niðurskurður..

Annars ætla ég nú ekki að kenna þér hagfræði.. ekkert frekar en ég ætla reyna kenna þér þróun :)

Jón Bjarni Steinsson, 25.2.2011 kl. 01:24

2 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, endalausar framkvæmdir á lánum tel ég ekki vera gáfulegt þegar viðkomandi er þegar að drukkna í skuldum. Það eru auðvitað rétt að í mörgum tilfellum þegar góðar framkvæmdir eru um að ræða að þá borgar það sig að fá lán. Best er auðvitað að fjármagna með því sem þú átt en... merkilegt nokk þá er það fjármagn alveg töluvert minna þegar stór hluti af tekjunum fer í að borga lán og vexti af lánum.  Er þetta sem sagt það sem þú segir við einhvern vin þinn þegar hann er í skuldafeni, "taktu lán" og þá verður allt betra?

Mofi, 25.2.2011 kl. 09:26

3 Smámynd: Jón Bjarni Steinsson

Nei Mofi ég segi það ekki við vin minn...

En ef téður vinur minn væri á hausnum og gæti ekki séð fyrir sjálfum sér og börnum sínum en gæti með því að fá lán fjármagnað sjálfan sig með þeim hætti að hann gæti komið sér upp eigin rekstri og þannig á auðveldað hátt skapað sjálfum sér tekjur og borgað lánið til baka þá hlýtur það að vera betri kostur er það ekki?

Fyrirtæki eins og Landsvirkjun liggja ekki á tugum miljarða til þess að byggja virkjanir, þau þurfa því á fjármögnun að halda til framkvæmda - og framkvæmd eins og Búðarhálsvirkjun stendur auðveldlega undir þeim lánagreiðslum sem til koma vegna slíkrar fjármögnunar..

Þú ert hér að rugla því saman að hækka yfirdráttinn til að borga reikninga og fresta þar með vandræðunum við það að fá lánaða peninga til þess að auka tekjur sínar..

Þetta tvennt er ekki á nokkurn hátt sambærilegt

Það er því vel hægt að taka lán til að bæta fjárhaginn - það er enginn sem heldur því fram að það sé eki nauðsynlegt fyrir ríki og fyrirtæki í rekstri að geta fjármagnað sig með lánum

Jón Bjarni Steinsson, 25.2.2011 kl. 14:06

4 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, jú, það eru alveg mörg dæmi þar sem lántaka er réttlætanleg og getur borgað sig.  Ég get ekki séð af hverju einhver ætti ekki að vilja lána í afmarkað verkefni sem á að borga sig vegna Icesave eða einhvers annars. Menn lána af því að þeir telja að þeir muni græða á því. Okkar aðal vandi er að við glímum við miklar afborganir af lánum og vöxtum sem takmarkar mjög okkar greiðslugetu og þá sjá menn hættu að t.d. Landsvirkjum muni ekki standa skil á afborgunum og þá er fjandinn laus. Ég samt ætla ekki að þykjast vita mikið um fjármál, þetta er bara einföld sýn venjulegs borgara á þetta mál og hún er að mér finnst undarlegt að Ísland þurfi að taka meiri lán til að koma sér út úr vandamálum sem eru að stórum hluta komin til vegna lána sem við erum í vandræðum að borga.

Mofi, 25.2.2011 kl. 15:15

5 Smámynd: Jón Bjarni Steinsson

Ástæðan fyrir því að framkvæmdasjóðurinn ætlar ekki að lána hingað á meðan ekki er samið um Icesave er sú óvissa sem hér ríkir á meðan ekki er samið - Ef þeir myndu lána t.d. og síðan neitum við að borga Icesave þá fer það mál fyrir dóm, við töpum hugsanlega þvi máli skuldin jafnvel orðin 1000 miljarðar ef allt fer á versta veg..

Önnur ástæða þess að þeir vilja ekki lána er pólitísk, sem ég ætla ekki að ræða hér..

Þér finnst undarlegt að við þurfum meiri lán já, en það breytir því ekki að fyrir þeirri þörf okkar eru afar einfaldar hagfræðilegar ástæður sem ekki verður nánað farið í hér..

En til einföldunar get ég sagt þér að á meðan ríkið getur ekki fjármagnað sig með skuldabréfum og fyrirtæki eins og Landsvirkjun og fleiri geta ekki fengið lán erlendis frá þá munu hjól atvinnulífsins áfram vera stopp hér á landi - Það eru ekki til peningar í landinu til að koma atvinnulífinu í gang aftur - og við getum ekki búið þá peninga til, þannig að á meðan ekki er hægt að fá inn erlent fjármagn til að koma hlutunum í gang þá gerist ekkert hér annað en að fyrirtæki halda áfram að fara á hausinn

Jón Bjarni Steinsson, 25.2.2011 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband