Ísrael: Land Gyðinga eða múslima?

israel_dome_oldcityMig langar að benda á grein sem fjallar um hverjir eiga sögulegt tilkall til Ísraels sem hefur titilinn "Ísrael: Land Gyðinga eða múslima?"  Ef einhver telur að í greininni er verið að fara rangt með staðreyndir eða sleppa mikilvægum staðreyndum þá hefði ég gaman að heyra frá viðkomandi.

Ísrael: Land Gyðinga eða múslima?

Þegar Sir Edmund Allenby hershöfðingi, stjórnandi bresku hersveitanna náði yfirráðum í Palestínu 1917-18 bjuggu aðeins nokkur þúsund múslimskir arabar á svæðinu. Flestir arabarnir þar voru kristnir og flestir múslimarnir þar voru annaðhvort komnir frá Tyrklandi Ottómana-veldisins eða voru afkomendur gyðinga og kristinna manna, sem múslimskir sigurvegarar höfðu með valdi snúið til Íslam. Þessir múslimsku íbúar voru ekki af arabískum uppruna. Flestar tilvísanir og heimildir um araba í Palestínu fyrir árið 1917 eiga við kristna araba en ekki múslima.

Fjöldi ferðalanga og stjórnarerindreka til Landsins helga hefur í meira en þúsund ár skráð athuganir sínar á landinu og íbúum þess. Árið 985 segir ritarinn Muqadassi:''Það eru engir tilbiðjendur í moskunni... gyðingar eru meirihluti íbúa Jerúsalem''(4)

Á árunum 1695-1696 ritaði hollenski kortagerðarmaðurinn Adriaan Reland skýrslur um heimsóknir til Landsins helga. Hann var altalandi(lesandi) á hebresku og arabísku. Hann ritar:''Nöfn byggðanna voru aðallega hebresk, grísk og rómversk. Engin byggð bar múslimskt-arabískt heiti með sögulegar rætur á staðnum. Mestallt landið var autt og yfirgefið og fáir íbúar, sem aðallega bjuggu í Jerúsalem, Acco, Tzfat, Jaffa, Tiberius og Gaza

. Flestir íbúarnir voru gyðingar og hinir kristnir. Arabarnir voru að langstærstum hluta kristnir og örlítill minnihlutahópur múslima. Í Jerúsalem bjuggu u.þ.b 5000 manns, mest gyðingar og nokkrir kristnir. Í Nazareth bjuggu u.þ.b 700 manns- allir kristnir. Á Gaza voru u.þ.b 550 manns - helmingur þeirra gyðingar og helmingurinn kristnir. Eina undantekningin var Nablus með 120 múslima úr Natsha- fjölskyldunni og 70 shomroníta.(6)

Breski konsúllinn í Palestínu, James Finn gaf eftirfarandi skýrslu 1857:''Landið er að miklum hluta mannlaust og því er brýnasta þörf þess að fjölga íbúum''(9)

Allir gestir Landsins helga bæði seint og snemma staðfesta fræga lýsingu Mark Twain frá 1867 um eymd og íbúaskort landsins.

Þjóðflutningar araba

Er Bretar tóku Landið helga af Ottómönum lauk þar íslamskri stjórn. Í kjölfar þeirrar yfirtöku  hófu múslima-arabar mikla fólksflutninga inn í landið, í og með til að uppfylla þær trúarlegu skyldur sínar að ná aftur ''íslömsku'' landi. Ýmsir vöktu athygli á þessum miklu fólksflutningum þeirra eftir 1918 og landstjóri sýrlenska héraðsins Houran, Tewfik Bey El Hurani viðurkenndi 1934 að á einu stuttu tímabili hefðu meira en 30.000 sýrlendingar frá Houran flutt til Palestínu.

Meðan landinu var stýrt af Ottómönum voru, þrátt fyrir stórar innflytjendabylgjur zíonista-gyðinga, bókstaflega engin átök milli þeirra og hinna fáu innfæddu araba. Gyðingar og innfæddir (kristnir)arabar bjuggu friðsamlega saman framundir 1918. Það voru hinir landnæðislausu múslimsku arabar sem fluttu til landsins eftir 1918 sem hófu átökin en ekki zíonista-gyðingahreyfingin á árunum 1881-1914, enda var það 35 ára friðsælt tímabil.

Hebron-fjöldamorðin árið 1929 á gyðingum staðarins voru framin af útlendum aröbum en ekki af innfæddum arabískum fjölskyldum, sem bjuggu þar og reyndu jafnvel að verja gyðingana.

Blekkinga-áróður múslimskra araba fullyrðir að þjóðflutningar þeirra eftir 1918 séu hrein goðsögn. En þeir geta illa útskýrt fjölskyldunöfn eins og: Masri (frá Egyptalandi),Iraqi (frá Írak),Tarabulsi (frá Tarabulus-Tripoli), Hourani (frá Houran í Sýrlandi), Hussaini (frá Jórdaníu) og Saudi (frá Saudi-Arabíu). Hversvegna er líka svo erfitt fyrir múslimska palestínuaraba að benda á afa eða ömmur sem fæddar eru í landinu?

Í áróðri sínum krefjast palestínuarabar þess stöðugt að Ísrael og umheimurinn viðurkenni ''fyrir-1948'' réttindi þeirra. Það eru u.þ.b 60 ár aftur í tímann. Þótt undarlegt sé eru þeir aldrei fáanlegir til að bæta 60 árum í viðbót við ''sögulegt'' tilkall sitt til landsins. Þeir vita vel að það myndi senda flesta þeirra beina leið aftur á þá staði, sem þeir komu frá: Jórdaníu, Sýrland, Egyptaland, Líbanon, Kúvæt, Saudi-Arabíu og Íraks. Í einni samningalotunni fyrir mörgum árum stakk ísraelskur samningamaður uppá því að þeir færðu þessa ''sögulegu kröfu um sérstök réttindi sín frá því fyrir 1948'' aftur til ársins 1917. Þá kárnaði gamanið og ''palestínumennirnir'' þverneituðu! Við vitum hversvegna!

Hið raunverulega vandamál palestínsku flóttamannanna í dag er ekki skortur á heimalandi, enda eiga þeir þau fjölmörg! Söguleg rót vandamála þeirra og heiftar er að af pólitískum, en ekki síður trúarlegum ástæðum hafa löndin sem þeir komu frá ekki samþykkt að taka við flóttamönnum úr sínu eigin árásarstríði gegn Ísrael.

Alþjóðasamfélagið hefur látið sér sæma að firra hinar árásargjörnu múslimaþjóðir sem telja hundruð milljóna íbúa, allri ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna og leggja hana heldur með ofurþunga á herðar sjö milljóna gyðingaþjóðinni í Ísrael. Stórmannlegt eða hitt þó heldur!

En alþjóða-risar hafa víst stundum pínu-litla sál!

 Miklar upplýsingar sóttar í greinar Dr.Harry Mandelbaum

Tilvitnanir:

4. Muqadassi, tilvitnun Erich Kahler, sem vitnar í þessa lýsingu úr bókinni ''Knowledge of crimes'',s.167, í bókinni ''The Jews Among the Nations''(New York: F.Ungar,1967),s.144.

6. Hadriani Relandi,''Palaestina ex monumentis veteribus illustrate'' rituð á latínu, birt 1714 í Utrecht, ex libraria Guilielmi Broedelet (Trajecti Batavorum)

9. James Finn, skjöl Breska utanríkisráðuneytisins 78/1294, Pol. 36.

Greinin er byggð á frumþýðingu Skúla Skúlasonar á greinum Dr.Harry Mandelbaum


mbl.is Palestínumenn leita til allsherjarþings SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Bergmann Davíðsson

Bíddu við, er þetta heilagur sannleikur líkt og hið helga land sem einhverjir trúa að sé til !

Davíð Bergmann Davíðsson, 20.2.2011 kl. 19:31

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þegar Sir Edmund Allenby hershöfðingi, stjórnandi bresku hersveitanna náði yfirráðum í Palestínu 1917-18 bjuggu aðeins nokkur þúsund múslimskir arabar á svæðinu.

Ég held að þetta sé rugl. Ég er nokkuð viss um að opinber manntöl Tyrkja sýni allt annað, en höfundur þessarar greinar (þessi Mandelbaum) segir að það sé ekki hægt að treysta neinu sem að múslímar skrifa. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.2.2011 kl. 22:19

3 Smámynd: Mofi

Bara staðreyndirnar eftir því sem ég best veit. Kannski gott að taka fram að ég trúi ekki að gyðingar eða Ísrael er þjóð Guðs, sjá: Ísrael er ekki lengur útvalin þjóð Guðs

Mofi, 20.2.2011 kl. 22:22

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, hvaðan fær hann þessa "staðreynd" um að það hafi bara verið nokkur þúsund múslímskir arabar á svæðinu?

Eftir smá leit fann ég þetta, 84% íbúanna eru múslímar árið 1914. 

Ég veit ekki hvers vegna maður ætti að halda þeir hafi nánast allir verið Tyrkir eða "afkomendur gyðinga og kristinna manna".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.2.2011 kl. 22:46

5 Smámynd: helgason

helgason, 23.2.2011 kl. 13:49

6 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Sæll Mofi,

"Bara staðreyndirnar eftir því sem ég best veit. Kannski gott að taka fram að ég trúi ekki að gyðingar eða Ísrael er þjóð Guðs, sjá: Ísrael er ekki lengur útvalin þjóð Guðs"

Mig langaði að commenta í sambandi við þína trú að gyðingar eða Ísrael sé ekki þjóð Guðs.

Hér segir Guð það mjög skýrt fyrir hvern hinn nýji sáttmáli er: 

"En nú ávítar Guð þá og segir: Sjá, dagar koma, segir Drottinn, er ég mun gjöra nýjan sáttmála við hús Ísraels og við hús Júda,"
(Heb 8:8)

Ísrael er enn útvalin þjóð Guðs og hann hefur ekki hafnað henni.

Einnig sagði frelsari okkar:

"Hann mælti: "Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt.""
(Mat 15:24)

Alexander Steinarsson Söebech, 5.3.2011 kl. 15:21

7 Smámynd: Mofi

Alexander, finnst þér ekkert að Ísrael hafi hafnað Guði með því að hafna Kristi? Endilega hlustaðu á fyrirlesturinn sem ég benti á í greininni, hann tekur þetta efni mjög vel fyrir.

Mofi, 7.3.2011 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband