13.2.2011 | 19:44
Eru tilviljanir líklegar til að forrita gagna þjöppunar reiknirit?
Augu okkar hafa í kringum 126 ljósnema í hvoru auga, 120 miljónir ljósnema sem kallast stafir og í 6 miljón ljósnema sem kallast keilur. Ef að sérhver svona ljósnemi táknar einn pixel þá þýðir það upplausn upp á 252 mega pixles. Myndavélin mín ég held að sé alveg ágæt er með upplausn upp á 7.2 mega pixles svo greinilegt að hún er langt frá þeirri upplausn sem augun bjóða upp á. Hafa síðan í huga að þetta eru hreyfimyndir svo þetta er alveg gífurlegt gagna magn.
Svo, hvernig ræður heilinn við þetta ógurlega magn af gögnum? Svarið við því birtist í grein í Science Daily með titilinn: JPEG for the Mind: How the Brain Compresses Visual Information eða "Jpg fyrir hugann, hvernig heilinn þjappar sjónræmum upplýsingum".
Það var einn kúrs í mínu námi þar sem við þurftum að læra aðeins um hvernig á að þjappa gögnum. Við þurftum að skrifa forrit sem tók texta skrá og þjappaði henni og notuðum nokkrar aðferðir til þess. Eitt reikniritið hét Burrows-Wheeler sem í rauninni þjappaði ekki neinu heldur endurraðaði gögnunum þannig að það væri hægt að ná betri þjöppun.
Vegna þessa þá vakti þessi grein athygli mína og margt forvitnilegt sem þar kom fram, t.d. sögðu þeir þetta:
JPEG for the Mind: How the Brain Compresses Visual Information
Computers can beat us at math and chess, said [Ed] Connor [Johns Hopkins], but they cant match our ability to distinguish, recognize, understand, remember, and manipulate the objects that make up our world. This core human ability depends in part on condensing visual information to a tractable level. For now, at least, the .brain format seems to be the best compression algorithm around
Besta reiknirit sem við vitum um? Það er alveg magnað. Ég er nokkuð viss um að hver sá sem hefur forritið þjöppunar reiknirit á erfitt með að trúa því að tilviljanakenndar breytingar á DNA gæti búið til reiknirit sem er betra en það sem við höfum getað sett saman; hafandi í huga að það sem við höfum í dag er mikil vinna margra einstaklinga sett saman en samt er þetta sem heilinn notar miklu betra.
Þannig að mitt svar er að tilviljanir eru ekki líklegar til að forrita svona reiknirit, get hreinlega útilokað það sem svar sem er í boði. Lang rökréttasta svarið er að sá sem bjó þetta til, er miklu gáfaðri en við. Rökrétta, vísindalega svarið er að þetta var hannað af vitrænum hönnuði eða forritara og mín trú er að þessi hönnuður er Guð Biblíunnar.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Trúmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og svo setti hann blinda blettinn í sjónina þannig að sköpunarsinnar sæju ekki sannleikan.
Augun eru ekkert svo vel hönnuð þegar á reynir. Meira að segja þú gætir gert betur.
Odie, 13.2.2011 kl. 21:55
Odie, ef bæði augun virka þá er í rauninni enginn blindinn blettur. Þegar á reynir þá eru þau mesta snilld og að segja að þau eru ekki svo vel hönnuð... það bara útilokar þig úr umræðunni sem óþroskaðan vitleysing. Eins og kom fram í greininni þá geta ekki einu sinni samanlagðir kraftar þeirra forritara sem starfa geta toppað þjöppunar reikniritið sem heilinn notar. Þú sannarlega átt ekki skilið augun sem Guð gaf þér.
Ein svona skíta athugasemd frá þér í viðbót og ég loka á þig.
Mofi, 14.2.2011 kl. 08:37
Í alvöru. Hvað heldur þú að það verði mörg slys vegna blinda blettsins á ári hverju. Ég viðurkenni fúslega að ég veit það ekki en það er án efa algengara en margan grunar.
Allar keilurnar í auganu snúa í raun öfugt og þarf ljósið að fara í gegnum tauganet áður en það kemur að skynjaranum. Það er ekki góð hönnun. Svakalega mikið ljósmagn sem tapast af þessari ástæðu einni saman.
Ef þetta er hannað þá er það ekki góð hönnun. Reyndar einstaklega léleg hönnun, þó að hún virki.
Odie, 14.2.2011 kl. 09:07
Þar sem að jafnvel Dawkins hefur talið upp þennan blinda blett sem rök fyrir einhverju þá ætti það auðvitað ekki að koma mér á óvart að einhver hafi lepið vitleysuna eftir honum. En það er samt núna, Dawkins til skammar og sýnir hvernig hans trú leiðir hann aftur og aftur á villigötur þegar kemur að vísindum. Þetta er eitthvað sem margir þróunarsinnar hafa haldið en frekari rannsóknir hafa afskrifað þessi rök, sjá: Backwardly wired retina “an optimal structure”: New eye discovery further demolishes Dawkins
Jafnvel þó það væri rétt þá væri það afar veik mótrök gagnvart því sem ég kom með hérna.
Mofi, 14.2.2011 kl. 09:34
Odie, held að þú ert að misskilja eitthvað varðandi blinda blettinn, hérna er t.d. próf til að finna hann, sjá: http://www.vonrechenberg.ch/blindspots.html
Ef að bæði augun eru opin, þá er engin blindur blettur. Síðan, þegar verið er að tala um "blind spot" í umferðaslysum þá er verið að vísa til sjónsviðs í bílnum sjálfum, að ökumaðurinn sér ekki allt sem er í kringum hann vegna þess að bíllinn sjálfur er fyrir. Ef það eru einhver skráð tilfelli vegna blinda bletts augnanna þá væri ég forvitinn að sjá en ég efast um að þau eru mörg og að öllum líkindum þá var viðkomandi ekki með sjón á báðum augum.
Mofi, 14.2.2011 kl. 10:06
Sem forritari ættirðu að þekkja "genetic algorithm". Menn hafa meira að segja notað það í hönnun á örgjörvum.
Jón Ragnarsson, 14.2.2011 kl. 10:21
Jón, já og það þurfti mikla vitsmuni til að búa hann til og jafnvel þá var ekki hægt að láta hann gera eitthvað nýtt og frumlegt heldur aðeins bæta eitthvað sem var til fyrir. Styður mjög fallega við það, að það þarf vitsmuni til að búa svona hluti til sem er einmitt það sem ég er að segja.
Mofi, 14.2.2011 kl. 10:55
Hvað þarf að segja þetta oft? Þróunarkenningin segir ekkert um tilviljanir. Lífverur þróast ekki tilviljanakennt. Tilviljanir eru ekki stór áhrifavaldur í þróun.
Viltu gera svo vel að bera saman tilviljanir við "vitsmuni". Ég held að þessi rökvilla kallist Strámaður.
Þar að auki er augað í sjálfu sér slæmt dæmi, þar sem að heilinn reiknar oft upplýsingarnar "rangt" og/eða mistúlkar þær. Þannig fáum við sjónvillur eða Optical Illusions. Vegna misreikninga sjáum við oft hluti sem eru ekki þarna, við sjáum liti rangt, misreiknum fjarlægðir, ruglumst á þrívídd og tvívídd, við HÆTTUM að sjá suma hluti ef við einblínum á annað o.s.frv.
Tékkaðu bara á þessu, hér er listi:
Optical illusions
Rebekka, 14.2.2011 kl. 12:05
úps, hérna: Optical Illusions
Rebekka, 14.2.2011 kl. 12:10
Rebekka, eina sem breytir DNA samkvæmt þróunarkenningunni og svo sem þeim rannsóknum eru tilviljanir. Hvað eiginlega heldur þú að eiga að hafa breytt DNA dýra þannig að myndist upplýsingar eins og ég var hérna að benda á?
Strámanns rökvillan er að setja upp ímynduð rök andstæðingsins og síðan berja þau niður. Hérna er spurningin hvort að darwinísk þróun sem er skilgreind sem tilviljanakenndar breytingar á DNA, plús náttúruval, hafi orsakað þetta eða hvort það hefði þurft vitsmuni. Það er í rauninni kjarni deilunnar milli þróunarsinna og sköpunarsinna.
Ég á frekar erfitt með að sjá hvernig það styður darwiníska þróun en takk fyrir linkinn, hef mjög gaman af svona sjónbrellum.
Mofi, 14.2.2011 kl. 12:58
Breytingarnar á DNA eru e.t.v. tilviljanakenndar (eða kannski Guð að leika sér?), en náttúruvalið sér til þess að einungis þær breytingar sem eru annað hvort hlutlausar eða bæta lífsmöguleika lífverunnar komast áfram. Það eru ekki vitsmunir sem verða til þess að þær lífverur sem lifa af og fjölga sér ná að koma sínum genum áfram (með öllum sínum breytingum). Það er eingöngu náttúran að verki.
Mér finnst sjónbrellurnar sýna fram á hversu "ófullkomið" augað er, og hversu erfitt það er fyrir heilann oft að vinna úr upplýsingunum sem augað sendir. Þessir smágallar hafa þó ekki haft áhrif á afkomu mannsins, þannig að þeir hafa ekki horfið.
Pínkulítil skref í einu, bara örsmá. Hvernig er aftur máltækið? Öll ferðalög hefjast á einu skrefi, eða eitthvað í þá áttina. Oggulitlar breytingar með hverri kynslóð -> stór breyting að lokum, þegar allt er lagt saman.
Rebekka, 14.2.2011 kl. 15:59
Rebekka, tilviljanakenndar, þess vegna eru þær skaðlegar. Náttúruvalið getur aðeins hent og þar af leiðandi er hið skapandi afl, aðeins tilviljanirnar. Það er miklu frekar að sjónbrellurnar gefa okkur smá innsýn í tæknina sem er verið að nota til að gefa okkur þá ótrúlega góðu sjón sem við höfum. Sjónin er svo marg fallt öflugri en við þurfum á að halda til að halda lífi sem er enn önnur vísbendingin að darwinísk þróun kom ekki að hönnun þess. Ég benti á í þessari grein eitthvað sem er aðeins brota brot af því sem þarf til að hanna auga en jafnvel það er öflugra en það sem forritarar heimsins hafa náð að afreka en samt getur einhver trúað því að tilviljanir gátu toppað það. Fyrir mig er það trú sem er í hrópandi ósamræmi við raunveruleikann.
Endilega kíktu á þennan fyrirlestur hérna um augað ef þú heldur að það er ófullkomið, sjá: http://www.answersingenesis.org/media/video/ondemand/seeing-eye/seeing-eye
Maður síðan forritað ekki reiknirit í litlum skrefum, þú þarft að setja allt saman á réttann hátt og það er ekki fyrr en það er allt komið saman að eitthvað virkar.
Mofi, 14.2.2011 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.