26.1.2011 | 09:58
Gaskell er ekki sköpunarsinni
Öll umfjöllun um sköpun þróun í fjölmiðlum er með eindæmum...röng. Ég upplifi þetta eins og heilaþvott eða áróður til að ná ákveðnum markmiðum þegar kemur að fjöldanum sem fær allar sínar upplýsingar um þetta í gegnum fjölmiðla sem mata þetta allt saman að eigin geðþótta. Ég lít ekki á sem svo að mbl er að gera þetta því þeir virðast taka þetta upp eftir erlendum fjölmiðlum.
Answers in Genesis er félag sköpunarsinna með marga vísindamenn með doktors gráður í þessum fræðum og þeir reka sitt eigið sköpunarsafn í Bandaríkjunum. Gaskell gagnrýndi sköpunarsafnið harðlega og taldi það og Answers in Genesis fæla fólk frá því að verða kristið.
Gaskell nefnilega flokkar sig sem kristinn einstakling sem aðhyllist þróunarkenninguna, nema að því leiti að hann trúir að Guð hafi leiðbeint henni. Gaskell er sem sagt alls ekki sköpunarsinni enda hefur hann tekið tíma í að gagnrýna þá harðlega opinberlega. Gaskell einfaldlega kaupir ekki alveg guðleysis útgáfunni af þróunarkenningunni og telur að menn ættu að kynna sér gagnrýni þeirra sem aðhyllast vitræna hönnun en er nóg til að uppskera andúð margra.
Þegar vísindasamfélagið er orðið fullt af fólki sem vill þagga niður í gagnrýni þá getur maður vitað fyrir víst að vísindasamfélagið er á rangri braut.
Það eru samt slatti af þróunarsinnum sem hafa verið svo djarfir að segja að þeir vilji að nemendur kynni sér gagnrýni sköpunarsinna og þeirra sem aðhyllast vitræna hönnun því að sá sem skilur ekki gagnrýni á kenningu, skilur í rauninni ekki kenninguna sjálfa. Sá sem þekkir aðeins eina hlið málsins, er í rauninni heilaþveginn.
Því miður eru margir þróunarsinnar of miklir trúboðar í eðli sínu að skilningur fylgjenda sinna skiptir þá ekki máli, bara að þeir fylgi.
Meira um þetta mál hérna: Martin Gaskell, The Latest Victim
Sköpunarsinni fær bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dóri
Maður að mínu skapi!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.1.2011 kl. 10:26
Haukur, maður sem hefur bara ekki lesið Biblíuna :)
Mofi, 26.1.2011 kl. 10:29
Þekkir þú muninn á dæmisögum og staðreyndum Dóri? Málið er ekki flóknara en það.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.1.2011 kl. 10:35
Haukur, málið er rauður þráður í gegnum Biblíuna að Guð skapaði allt gott og dauðinn kom í heiminn vegna syndar manna. Ef að Guð skapaði með þróun þá notaði Guð dauða, þjáningar og þá reglu að hinn hæfari lifir af og hinir veiku deyja út. Kristni hreinlega gengur út á að berjast á móti þessu og vernda þá sem minna mega sín, þvert á þetta afl sem þú vilt meina að Guð hafi notað til að skapa.
Mofi, 26.1.2011 kl. 10:38
Dóri:
Sammála.
Sem hann og gerði þegar hann náttúrunni lögmál sín.
Sammála.
Ég er ekki alveg að skilja þig ... explain.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.1.2011 kl. 10:51
Eitt er að setja upp náttúrulögmál og síðan að "allt er gott" og síðan að láta lögmálið "hinn hæfasti lifir" vera það sem skapar.
Leyfi spámanninum þínum að útskýra þetta fyrir þér
Mofi, 26.1.2011 kl. 10:57
Dóri:
Dóri, það er alvarlegur ágalli á þessu hjá þér. Af hverju éta þá dýrin hvort annað?
Spámanninum mínum? Hvaða rugl er þetta, eitt er að trúa á venjulega og eðlilega þróun, og annað að trúa á tilviljanakennda kenningu sem er löngu fallinn um sjálfa sig. Er það þá ekki svolítið illa gert af þér að takmarka Guð eins og þú gerir, að halda því fram að hann sé ekki fær um að hafa búið til þróunina og leitt hana áfram. Sem gerir hann að ennþá stórkostlegri hönnuði.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.1.2011 kl. 11:08
Haukur, vegna syndafallsins, að minnsta kosti segir Biblían það.
Ódýrt skot, sorry :)
Gaman að heyra að þú hafnar guðleysis tilviljana útgáfunni enda órökrétt, og óvísindaleg. Ef að Guð hannaði með þróun þá sannarlega væri það stórkostleg hönnun, mjög grimm og mikil sóun en að mörgu leiti stórkostleg.
Mofi, 26.1.2011 kl. 11:16
Dóri:
1 Corinthians 15:21
For since death came through a man, the resurrection of the dead comes also through a man.
Hvar er ég ósammála þessu versi?
Hjarta mitt er bólgið af kristilegum kærleik (eins og ég sá einn snilling rita um daginn), þannig þér er fyrirgefið. :D
Guð segir hvergi að lífið sé dans á rósum eins og þú vilt greinilega halda fram.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.1.2011 kl. 11:22
Ef að þróunardæmið er rétt þá byrjaði lífið fyrir mörgum miljónum árum síðan og í gegnum dauða, þjáningar og plágur þróaðist allt í þau lífform sem við sjáum í dag. Við mennirnir eigum að hafa komið á sjónarsviðið fyrir sirka miljón árum síðan.
Kannski bara til að skerpa umræðuna að þú útskýrir hver þú heldur að saga heimsins er og hvernig Guð kom að henni?
Ég sem hélt að það væri maginn og jólasteikin :)
Guð segir að í upphafi hafi allt verið gott, enginn dauði og sjúkdómar.
Mofi, 26.1.2011 kl. 11:29
Hvernig hefði það gengið til lengri tíma, Mofi? Enginn dauði og engir sjúkdómar, bara full jörð af mönnum og dýrum sem lifa á loftinu (plöntur þurfa jú að deyja til að við getum étið þær) og eldast aldrei (frumudauði er líka dauði). Þær fjölga sér ekki, a.m.k. ekki með kynæxlun, því alltaf deyja einhverjar frumur við það (nema afar fullkomin tæknifrjóvgun hafi komið til).
Svo, "fullkominn heimur" í augum Guðs er heimur sem stendur kyrr. Ekkert deyr, og því er varla hægt að kalla nokkuð lifandi, því ef enginn er dauðinn er ekkert sem skilgreinir hvað líf er.
Hvernig er þetta "gott"?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 26.1.2011 kl. 11:44
Tinna, ég get aðeins gískað en kannski þannig að þegar fjöldinn væri orðinn góður að þá myndi fjölgun stöðvast. Biblían talar aðeins um að dýr sem anda með nefinu eru lifandi dýr, að plöntur eru ekki lifandi í þessum Biblíulega skilningi og kannski þá ekki heldur skordýr. Plöntur sérstaklega skapaðar til að vera matur.
Þarf dauða til að heimurinn sé skemmtilegur og lifandi? Það er síðan nóg af dauða núna svo seinna meir þá ætti að vera hægt að vísa í okkar reynslu af honum.
Mofi, 26.1.2011 kl. 11:56
Dóri
Já, en ekki hvað.
Hann skapaði þróunina.
Líka það! :)
Já, en var það ekki fyrir fall? Og setti hann ekki sömu náttúrulög og gilda í dag? Hann sagði manninum að drottna yfir ávöxtum jarðarinnar (þar á meðal dýrunum). Ég sé ekki alveg lógíkina hjá þér.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.1.2011 kl. 11:59
Þá er dauðinn Guði að kenna, þjáningar Guði að kenna en ekki mönnum. Það er mjög stór munur þar á og mörg Biblíuvers sem verða kolröng ef það er málið.
Ég trúi að sirka 16.000 dýr hafi verið um borð í örkinni og síðan hafa þau "þróast/aðlagast" yfir í þær tegundir sem við sjáum í dag. Þetta er þróunin sem ég tel að hafi gerst og sumir kalla ofur þróun :)
Ef að í upphafi var allt gott þá er mjög erfitt að samræma það við að fyrir 500 miljónum árum síðan voru dýr að deyja og þjást og það var hluti af sköpunarverkinu til að búa okkur og aðrar tegundir til. Fallið hefði þá verið 500 miljón árum seinna þegar menn urðu einhvern veginn til út frá einhvers konar apalegri lífveru.
Mofi, 26.1.2011 kl. 12:44
Það sem ég sá jákvætt við þessa frétt var þrennt:
Sigur Gakells er mikilvægur á þessu sviði, hann er án efa ekki sá fyrsti sem hefur upplifað höfnun vísindisamfélagsins vegna trúar sinnar og klárlega ekki sá síðasti. Það eitt og sér að hann hafi fengið skólayfirvöld til þess að viðurkenna það að skoðun hans á þróunarkenningunni hafði áhrif á það að honum var hafnað er sigur sem gæti komið af stað einhverju enn meira.
Það er líka ákveðinn sigur fólginn í því að mbl.is skuli birta svona frétt hér heima á Íslandi, það segir mér að sá möguleiki er fyrir hendi að afeitra íslendinga af þessari hugmyndafræði sem þróunarkenningin er, ég tala nú ekki um íslenska guðfræðinga.
Annað sem skiptir máli í þessu er að Gaskell fer ekki leynt með það sem hann kallar "meiriháttar galla á þróunarkenningunni" og hvetur nemendur til að lesa sér til um gagnrýni á þróunarkenninguna í hópi sköpunarsinna. Það hvort Gaskell trúi því að jörðin sé ung eða gömul skiptir ekki öllu máli í þessu samhengi. Það sem skiptir mestu máli er það að eitt leiðir af öðru og styrkur sköpunarsinna gæti mögulega eflst til muna við þetta, oft veltir lítil þúfa þungu hlassi... :)
Nonni, 26.1.2011 kl. 13:21
Nonni, góður punktur. Ég þekki nokkra sköpunarsinna í Háskólanum og þrátt fyrir mikla andstöðu meðal fólks í Háskólanum við sköpun þá hafa þeir ekki verið neitt áreittir. Það væri óskandi ef þetta myndi efla trú á sköpun :)
Mofi, 26.1.2011 kl. 13:46
Ef "fullkominn heimur" hefði verið til frá upphafi hefðum við aldrei kynnst dauðanum, ekki satt? Þannig að ef Guð ætlast til þess að við "vísum í okkar reynslu", hlýtur hann að hafa gert ráð fyrir dauðanum.
Eru skordýr og plöntur ekki lifandi? Hvað með fiska, ekki anda þeir með nefinu?
Eru haustkrókusar skapaðir til að vera matur? Calabar baunir? Belladonna? Allar þessar plöntur?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 26.1.2011 kl. 14:15
Það hefði verið hægt að hafa þekkingu á dauðanum en ekki reynslu. Guð gæti frætt um hvað dauðinn er en allir yrðu bara að taka Hans orð fyrir því þar sem enginn hefði orðið vitni að því. Erfitt að tala um Guð að gera ráð fyrir hlutum, ef Hann er alvitur eða bara fyrir utan tímarúmið þá sér Hann þetta allt saman fyrir.
Ekki í þessum Biblíulega skilningi, ef þú hefur áhuga þá er hérna fáránlega löng grein um þetta: ‘Life’ according to the Bible, and the scientific evidence Samt í grunninn er þetta bara skilgreiningar atriði og þó að Biblían hafi aðrar skilgreiningar en við höfum búið til seinna gerir þær skilgreiningar ekki rangar.
Mofi, 26.1.2011 kl. 14:30
Mofi, 26.1.2011 kl. 14:31
Athyglisverð skilgreining á lífi.. Dýr sem anda með nefinu. Hvernig dettur þá þessu biblíu liði í USA í hug að mótmæla fóstureyðingum! Þetta er ekki líf fyrr en eftir fæðingu m.v. þessa skilgreiningu.
Kommentarinn, 27.1.2011 kl. 07:59
Kommentarinn, afsakaðu en þetta er fáránlegt.
Mofi, 27.1.2011 kl. 09:12
Ég er mjög klár á því (þó það sé kannski ekki alveg satt) að þarna hafi ekki verið að hafna umsókn hans útaf trú heldur var hann einn af mörgum umsækjendum sem fengu ekki starfið útaf því að það er mjög erfitt að velja einn með góða ferilskrá og nóg af meðmælum.
Hann tók einni eðlilegri höfnun sem árás á hans trú og kærði - LAME!
Það eru örugglega 90% líkur um að þetta hafi bara verið val um góða umsókn af mörgum.
hfinity (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 09:58
Gjarnan, miðað við það sem ég hef lesið um þetta þá var hann hæfasti umsækjandinn án vafa og þeir viðurkenndu það og viðurkenndu að höfnunin hefði verið óréttlát og borguðu skaðabætur vegna þess.
Mofi, 27.1.2011 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.