11.1.2011 | 13:32
Ritskoðun
Ég er núna búinn að vera á mbl blogginu í minnsta kosti þrjú ár og mikið spjallað við heilmikið af fólki á þeim tíma. Flest allt þetta spjall hefur verið á málefnalegum og vingjarnlegum nótum. Einhver hluti þessa spjalls hefur verið við fólk sem hefur hneykslast á minni afstöðu enda margir farið í gegnum lífið án þess að hitta nokkurn með þær skoðanir eða trú sem ég hef. Og örugglega mörg tilfelli þar sem viðkomandi hefur þekkt einhvern með líkar trúarskoðanir og ég en samt aldrei heyrt þær upphátt.
Nokkrir einstaklingar hafa verið duglegir að spjalla við mig en marg oft hefur það endað í rifrildi og leiðindum sem er auðvitað miður. Aftur og aftur var ég að grípa sjálfan mig í því að vera reiður og móðgandi og fyrir einhverju síðan þá ákvað ég að ég myndi forðast allt slíkt eins og heitan eldinn. Á þessum tíma líka hef ég marg oft lokað á ákveðna aðila en síðan hafa þeir birst aftur og aftur. Ég hef alltaf hreinlega leitt það fram hjá mér og vonað að þetta gengi betur í þetta skiptið en um leið og ég hef byrjað að sjá að viðkomandi ætlar að halda uppteknum hætti áfram þá hef ég lokað aftur á viðkomandi án viðvörunar.
Í augum þeirra sem kíkja af og til á bloggið mitt þá getur þetta virkað eins og að ég loki strax á þá sem eru ósammála mér en það er alls ekki það sem er í gangi hérna. Ég er að loka aftur á þá sem ég var búinn að rökræða við í mörg ár og marg búinn að loka á þá vegna leiðinda.
Það væri óskandi að geta haft opið fyrir alla að gera athugasemdir hérna en til að forða sjálfum mér frá endalausu skítkasti ákveðna aðila þá legg ég ekki í það.
Vonandi útskýrir þetta eitthvað...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Trúmál | Breytt s.d. kl. 13:36 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Endalausu skítkasti ákveðinna aðila? Ertu að grínast? Þú hefur t.d. ítrekað lokað á mig fyrir það eitt að vera ósammála þér og neita að lúffa fyrir einhverjum ákveðnum punktum hjá þér. Það virðist þú ekki þola, verður brjálaður, sakar fólk um leiðindi og óheiðarleika og lokar á það.
Þú ert að fegra sjálfan þig ansi mikið í þessari færslu Mofi.
Ég ætla ekki að svara þér frekar, það er ekki þess virði lengur að taka þátt í umræðum hérna en ég vildi bara að þeir sem lesa þetta og þekkja ekki til fái ekki ranga mynd af því sem hefur farið hérna fram.
Egill Óskarsson, 11.1.2011 kl. 23:00
Takk fyrir að sanna mál mitt ( ítrekað ), vonandi sé ég þig ekki aftur hérna.
Mofi, 12.1.2011 kl. 09:09
Egill, ég síðan var ekki að saka þig um skítkast, ef þú tókst það þannig þá var það þín eigin uppfinning. Sveinn var síðan ekki með skítkast, ég þurfti bara frí frá honum og hans ólógík til að vernda geðheilsu mína.
Mofi, 12.1.2011 kl. 09:42
Sigmar, þú sannar líka mál mitt með þessum pósti þínum. Þegar ég er búinn að banna einhvern, þá hef ég frekar litla þolinmæði þegar viðkomandi kemur aftur og byrjar með nákvæmlega sömu leiðindin. Alveg eins og þú kemur hérna með, endalaus skítur á mig og það er bara fáránlegt að hlusta endalaust á þannig frá sömu aðilunum aftur og aftur.
Þú ert síðan að rugla saman að hafa sjálfstæða skoðun og kannski aðra en aðrir við það að halda að maður sjálfur sé eitthvað gáfaðri en aðrir. Þetta er óneitanlega lumsk gildra því flestum finnst þeir sem bergmála þeirra eigin skoðun vera gáfaðir og þeir sem eru ósammála vera heimskir. Ég hef örugglega fallið í þessa gildru sjálfur en ég að minnsta kosti geri mér grein fyrir henni. Ég t.d. tel ekki þig eða Svein vera minna gáfaðri en ég.
Ég vona að einhvern tíman verði hægt að taka upp þráðinn aftur og þá ég og fleiri búnir að þroskast eitthvað en sannarlega kominn tími á pásu á þessum samskiptum.
Mofi, 13.1.2011 kl. 09:42
Sigmar, þetta innlegg þitt er alveg dæmi gert fyrir það sem gerði það að verkum að ég valdi að banna viðkomandi, endalaus gagnrýni á mig persónulega. Það sem þú kallar skemmtilega penna voru þá líklegast aðalega skemmtilegir vegna þess hve frumlegir þeir gátu móðgað mig. Hve eiginlega lengi á maður að nenna að hlusta á þannig frá sömu aðilunum sem maður þegar búinn að loka á? Ég held að þeir sem hafa fylgst með hérna vita að þetta er satt og rétt hjá mér enda eru hérna þó nokkrir sem ég hef aldrei bannað og alltaf átt góð samskipti við.
Mofi, 14.1.2011 kl. 09:23
Tökum t.d. blog greinina um arsenik rannsóknina. Ég bendi á gagnrýni á þessa rannsókn og þá kemur einn af þeim sem ég var búinn að loka á og byrjar að hrauna yfir mig. Ég hef bara engann áhuga að hlusta á þannig endalaust væl enda löngu búinn að loka á viðkomandi. Ef einhverjum finnst ég vera ósanngjarn í þessu þá verður bara að hafa það.
Mofi, 14.1.2011 kl. 09:58
Nei, af því að ég var að benda á gagnrýni vegna þeirrar umfjöllunnar sem var búin að vera þar sem hún var öll á þá leið að þetta væri sannað mál. Mér var alveg sama um hina hlið málsins, ég sagði að ef að þessir sem stóðu að rannsókninni voru ekki jafn fullyrðinga glaðir og aðir í þessari umræðu þá væri það frábært og þeim til sóma. En nei... endalaust heldur kjaftæðið og ruglið áfram og þú gerir það líka hérna. Ég einfaldlega segi nei takk við svona málflutningi og vil ekki eyða tíma mínum í svona heimskulegt stagl.
Mofi, 14.1.2011 kl. 13:10
Sigmar, ég var ekkert að glíma við þá hlið málsins, hún kom mér ekkert við. Ég var ekkert að segja að þessir vísindamenn voru að halda þessu blákalt fram án einhverja varnagla, var ekkert að fjalla um þá. Þegar mér var bent á að þeir hefðu sett varnagla þá var bara gaman að heyra það og fínt að það kom fram. En nei, endalausa vælið hélt áfram og áfram og gerir það enn hérna.
Ég er marg búinn að banna þig og enn og aftur gefur þú mér ástæðu til að gera það aftur því að ómálefnalega ruglið hættir ekki.
Mofi, 14.1.2011 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.