Góð verk á árinu 2011

Biblían ítrekar að þeir sem vilja lifa samkvæmt vilja Guðs eiga að leggja stund á góð verk. Gott dæmi um þetta:

Títusarbréf 2:14
Hann gaf sjálfan sig fyrir okkur til þess að hann leysti okkur frá öllu ranglæti og hreinsaði sjálfum sér til handa eignarlýð, kostgæfinn til góðra verka.

Í lögmáli Móse þá var það skylda allra að passa upp á hag ekkjunnar, munarleysingjana og útlendingana.

Þegar ég horfi yfir síðasta ár þá finnst mér góð verk ekki vera eitthvað sem einkenndi hvorki mitt líf né starf minnar kirkju. Þetta finnst mér alls ekki nógu gott og langar að þetta breytist. Ég veit kannski ekki af öllu sem var gert, ég veit t.d. af hóp sem gaf matargjafir fyrir jólin, hópur sem stóð að ókeypis námskeiðum og gerði upp hjól og gaf. Allt mjög gott en mér finnst eins og í velferða samfélagi eins og við lifum í þá er ekki svo augljóst hvernig maður getur látið gott af sér leiða.

Svo, mig langar að heyra hugmyndir, hvaða góðu verk gæti maður sem einstaklingur gert á þessu ári sem var að byrja og sömuleiðis hvað gæti kirkja eins og mín kirkja, lagt af mörkum til samfélagsins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband