29.11.2010 | 11:31
Helvíti gerir Guð óréttlátan
Þeir sem þekkja eitthvað til mín vita hve mikið ég hata hugmyndina um helvíti. Eitt af því sem angrar mig varðandi þessa hugmynd er að hún gerir Guð alveg ótrúlega óréttlátan. Hérna eru nokkur dæmi:
- Guð varaði aldrei Adam og Evu afleiðingarnar af því að borða ávöxtinn. Þetta er svona eins og faðir sem segir við son sinn að hann megi ekki borða úr köku stampinum. Síðan þegar sonurinn óhlýðnast þá læsir faðirinn soninn í kjallara og pyntar hann það sem eftir er af ævinni. Nokkuð augljóslega þá eru eilífar kvalir í eldi óréttlát refsing fyrir að borða ávöxt og óréttlætið enn svakalegra að fá ekki einu sinni viðvörun.
- Ef að einhver einstaklingur myndi kvelja aðra manneskju með eldi í aðeins einn dag þá færu fréttir af þessu ódæði um allan heiminn og maðurinn sakaður sem ótrúlegt illmenni. En síðan kemur fólk sem kallar sig kristið og segir Guð vera kærleiksríkan og muni kvelja fólk svona og ekki bara í einn dag heldur miljónir ára. Augljóslega þá er óréttlátt að einhver sem hefur aldrei kvalið neina manneskju í þessu lífi sem er mjög stutt, aðeins nokkur ár, að verða síðan refsað með pyntingum í miljónir ára eftir það.
- Þegar Guð gefur Móse lög fyrir Ísrael þá eru þau lög mjög nákvæm. Þar er tekið fram hvað á að gera þegar maður snertir lík, hvað maður á að gera ef maður fær skurð á hörundið, hver refsingin á að vera ef menn lenda í áflögum, hver refsingin er fyrir hór og morðum og svo framvegis. Aldrei nokkur tíman, fær Ísrael að vita frá Móse að laun syndarinnar eru eilífar pyntingar í eldi. Fyrir utan að þetta gerir Pál að lygara þegar hann segir að laun syndarinnar er dauði ( Rómverjabréfið 6:23 ).
- Miðað við marga af þessum svo kölluðu kristnum þá mun t.d. Anna Frank ekki öðlast eilíft líf þar sem hún var gyðingur. Út frá því, þá mun hún verða kvalin í eldi að eilífu ásamt Hitler. Ég held að þessi guð sem margir tilbiðja sé eins óréttlátur og fræðilega hægt er að vera og á ekkert skylt við Guð Biblíunnar.
Maður myndi búast við því að áður en þeir sem kalla sig kristna segja að Guð er kærleiksríkur og mun kveikja í fólki og kvelja það að eilífu að þá hefði það að minnsta kosti eitt vers sem segir að syndarar verði kvaldir í eldi að eilífu en slíkt vers er ekki til.
Nei, Biblían er skýr, laun syndarinnar er eilíf glötun, dauði og tortýming.
Síðara bréf Páls til Þess 1
8Hann kemur í logandi eldi og lætur hegningu koma yfir þá, sem þekkja ekki Guð, og yfir þá, sem hlýða ekki fagnaðarerindinu um Drottin vorn Jesú.
9Þeir munu sæta hegningu, eilífri glötun, fjarri augliti Drottins og fjarri dýrð hans og mætti,
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Breytt s.d. kl. 13:05 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mofi, hefurðu ekki heyrt William Lane Craig útskýra af hverju þetta er réttlátt?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.11.2010 kl. 11:59
Jæja, sérðu allt samtal sem fór fram á milli YHWH og Adams? Ég sé aðeins nokkrar setningar sem fóru fram, og Adam lifði í yfir 900ár. Ertu að segja mér að hann opnaði bara munninn í eitt skipti? Nei hættu nú alveg...
Jörðin opnaðist og gleypti Kóra og co... Móse vissi alveg um alvarleika þess að hlýða ekki YHWH. Hann sagði meira að segja sjálfur, ég legg fyrir ykkur í dag lífið og dauðann, blessunina og bölvunina, veljið þá lífið að þið megið lifa...
"þá skal sá hinn sami drekka af reiði-víni Guðs, sem byrlað er óblandað í reiðibikar hans, og hann mun kvalinn verða í eldi og brennisteini í augsýn heilagra engla og í augsýn lambsins. Og reykurinn frá kvalastað þeirra stígur upp um aldir alda, og eigi hafa þeir hvíld dag eða nótt, þeir sem dýrið tilbiðja og líkneski þess, hver sá sem ber merki nafns þess.""
(Rev 14:10-11 ICE)
Og djöflinum, sem leiðir þá afvega, var kastað í díkið elds og brennisteins, þar sem bæði dýrið er og falsspámaðurinn. Og þeir munu kvaldir verða dag og nótt um aldir alda.
(Rev 20:10 ICE)
Og dauðanum og Helju var kastað í eldsdíkið. Þetta er hinn annar dauði, eldsdíkið. Og ef einhver fannst ekki skráður í lífsins bók, var honum kastað í eldsdíkið.
(Rev 20:14-15 ICE)
Hinn annar dauði er ELDSDÍKIÐ... ég veit ekki afhverju það er svona erfitt fyrir þig að skilja það? Eldsdíkið er staður sem mun brenna að eilífu, reykur mun stíga þaðan upp að eilífu, þar verður djöfullinn kvalinn að eilífu og alllir sem finnast ekik skráðir í lífsins bók verða kvaldir að eilífu. Það er aðeins ein leið til að borga gjaldið fyrir syndir okkar og það er í gegnum Yeshua, það er ENGIN önnur leið! Yeshua er eina leiðin!! Ef það væri önnur leið, þá hefði hann ekki farið á krossinn og dáið og tekið á sig syndir heimsins....
Þegar þú ferð með andstæðingi þínum fyrir yfirvald, þá kostaðu kapps um það á leiðinni að ná sáttum við hann, til þess að hann dragi þig ekki fyrir dómarann, dómarinn afhendi þig böðlinum, og böðullinn varpi þér í fangelsi. Ég segi þér, eigi munt þú komast út þaðan, fyrr en þú hefur borgað síðasta eyri."
(Luk 12:58-59 ICE)
Það er ekki hægt að borga upp fyrir þær syndir sem við höfum drýgt, Yeshua er eina leiðin... þú kennir það að við getum borgað fyrir syndir okkar sem er ekki rétt. Helvíti er raunverulegur staður sem YHWH vill ekki að fólk fari á, en ég held að þú skiljir ekki hversu alvarlegt það er að smána GUÐ sjálfann. Þetta er ekki eins saklaust og þú heldur að smána Guð....
Mat 8:29 Þeir æpa: "Hvað vilt þú okkur, sonur Guðs? Komstu hingað að kvelja okkur fyrir tímann?"
Illu andarnir vita af dómsdeginum og kvölunum sem bíða þeirra...
Mat 25:41 Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: ,Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld, sem búinn er djöflinum og árum hans.
Mat 25:46 Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs."
Þarna hefurðu það, eilíf refsing, eilífar kvalir
Guð er réttlátur og heilagur Guð, og vegna þess að hann er réttlátur þá verður hann að dæma syndina og syndarana. Biddu Guð um að sýna þér hvernig hann lýtur á synd, leggstu á bæn, gefðu þig að Guði og rannsakaðu ritningarnar með opnu hugarfari. Reiðubúinn að leyfa heilögum anda að sýna þér hversu alvarleg syndin er!!!
Alexander Steinarsson Söebech, 29.11.2010 kl. 12:19
Hjalti, ekki minnast á það ógrátandi.
Alexander, það kemur ekkert slíkt fram í Biblíunni en hún segir einmitt hvað fór þeim á milli varðandi refsinguna og það var ekkert um eilífar kvalir fyrir Adam og miljónum afkomenda hans.
Já, líf eða dauði. Aldrei þessi viðbjóðlega óréttláta illska sem helvíti er.
Það er enginn ágreiningur um að hinn annar dauði er eldsdíkið en taktu eftir, það er "annar dauði". Það er ekki annað líf í eilífum kvölum, þess vegna segir Páll
Auðvitað getum við það, laun syndarinnar er dauði. Ef við borgum gjaldið, á deyjum við, alveg eins og Biblían segir marg oft mjög skýrt.
Af hverju segja þeir "fyrir tímann"? Eru menn að kveljast núna í helvíti?
Það fer allt eftir því hver refsingin er og Biblían segir að refsingin er glötun eða dauði eða tortýming. ALDREI... ALDREI!!! nokkur tímann eilífar kvalir. Versið sem segir að syndarar verða kvaldir að eilífu er þín lygi upp á Guð sem gerir hann að mesta viðbjóði sem menn hafa fundið upp. Ég vona þín vegna að Hann fyrirgefi þér þessar ógeðslegur ásakanir og hvaða sálir sem þú getur hafa leitt í glötun vegna þessa viðbjóðar sem þú boðar.
Mofi, 29.11.2010 kl. 12:49
Þá veistu hvernig mér líður venjulega þegar ég les skrif hans En mér finnst það segja mikið um hann að hann reynir virkilega að réttlæta það að algóður guð kvelji fólk að eilífu, sem er eins og þú segir réttilega, mesti viðbjóður sem menn hafa fundið upp. Mér finnst Craig bara vera eins og bílasölumaður sem er tilbúinn að beita hvaða bragði sem er til að selja skrjóðinn sinn.
Þetta með að refsingar í Móselögunum séu ekki eilífar kvalir er skemmtilegur punktur. Ég hef reyndar rekist á svipaðan punkt áður, að það passi ekki að laun syndarinnar sé dauði miðað við það, því að það var alls ekki dauðarefsing við öllum lögmálsbrotum.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.11.2010 kl. 13:02
Hjalti, ég hefði virkilega gaman að því að rökræða þetta við hann. Eða kannski ekki, þetta lætur mig stundum missa trúnna... á mannkynið. Er eins og fólk haldi í sína afstöðu, burt séð frá rökum. Dáldið eins og Craig myndi tapa mjög mörgum sem hlusta á hann, ef hann hafnaði helvíti sem eilífu kvölum og það vegi svo þungt að hann er tilbúinn í alls konar rökleysur til að verja eitthvað sem ætti að vera óverjandi.
Ég er alveg gáttaður á því t.d. að það skuli ekki vega þyngra að í öllu Gamla Testamentinu er enginn varaður við eilífum kvölum, fyrir mig er það meira en nóg enda hef ég engar langanir til að trúa því að Guð kvelji börn sín að eilífu.
Mofi, 29.11.2010 kl. 13:09
Mofi, Það er engin önnur leið til að greiða fyrir syndir þínar en í gegnum Yeshua. Hann er eina leiðin.. það er engin önnur leið, að halda öðru fram stenst ekki heilagar ritningar. Hann er lambið sem slátrað var frá grundvöllun heimsins. Hann er sæðið sem beðið var eftir, í honum er fyrirgefning synda og það er engin önnur leið til að fá fyrirgefningu synda.
Hinn annar dauði er eldsdíkið, þar sem eldurinn mun ekki slokkna og þar verða kvalir að eilífu... ritningin segir þetta sjálf. Lestu bara versin sem ég vitnaði í... hún talar um eilífar kvalir. Ég er ekki að setja mína túlkun í versin, því að þetta er ritað! Enginn hefur predikað eins mikið um helvíti og Yeshua, og hann ætti nú að vita alvarleikann við því að enda í helvíti.
Sýndu mér vers sem sýna að í helvíti séu ekki eilífar kvalir og hvernig sálin hættir að vera til og gufar upp.
Ég skil ekki afhverju þú lest ekki það sem ritað er í ritningunni, það stendur eilífar kvalir. Ekki trúa því að við hverfum *púff* þegar við deyjum og þurfum að vera sköpuð upp á nýtt. Þetta er villukenning og á sér enga stoð í ritningunum. Til hvers dó þá Yeshua á krossinum? Afhverju lét hann ekki alla gufa upp *púff* og skapaði alla aftur?
"Af hverju segja þeir "fyrir tímann"? Eru menn að kveljast núna í helvíti?"
Ég hélt þú vissir meira en þetta, dómurinn hefur ekki átt sér stað... það er enginn í helvíti heldur eru þeir í sheol í dag. Trúa aðventistar að dómurinn hafi nú þegar átt sér stað?
Þú getur séð lasarus var í SHEOL ekki helvíti og hann er í kvölum... afhverju kvelur góður Guð sköpunina sína? Ha? Hvernig stendur á því? Útskýrðu fyrir mér hvernig hann getur verið í kvölum þarna og samt sé Guð góður? Lasarus er núna búinn að vera mun meira en 1 dag í þessum kvölum.
Alexander Steinarsson Söebech, 29.11.2010 kl. 14:34
Hárrétt, en ég var að tala um þá sem hafna fyrirgefningunni, þeir borga gjaldið sjálfir með því að vera tortýmt í eldsdíkinu.
Hve lengi eldurinn varir segir ekki til um hve lengi kvalirnar vara.
Ertu að segja mér að Ísrael fékk aldrei neina viðvörun um eilífar kvalir?
Finnst þér ekkert athugavert við það?
Og ekkert skrítið að Hann segir ekki að syndarar verða kvaldir að eilífu?
Af því að það stendur að við munum deyja, sofa í dufti jarðarinnar eða eins og Guð sagði, af dufti ertu kominn og til dufts muntu aftur hvefa. Það útskýrir af hverju hinir dánu eru reistir upp til lífs og af hverju þeir sem er hent í eldsdíkið eru að deyja í annað sinn því að þeir voru reistir upp til dóms.
Til þess að við þyrftum ekki að vera tortýmt þegar Guð endurskapar heim án syndar og illsku. Af hverju ætti Guð að viðhalda illsku og synd og þjáningum?
Er verið að kvelja þá núna?
Dóms dagur hefur ekki átt sér stað, hann gerist eftir endirkomuna.
En atriðin sem segja okkur að þessi saga er ekki lýsing á raunverulegum atburðum, ástæður til að taka hana ekki sem lýsingu á raunverulegum atburði.
Kíktirðu á síðuna http://www.tagnet.org/stjohnssdachurch/death.html finnst hún setja þetta fram á mjög heilstæðann hátt. Sömuleiðis kominn tími til að hlusta á fyrirlestrana tvö sem ég hef bent áður á, sjá: http://www.helltruth.com/Resources/Free-Video-Library.aspx seinni er betri en fyrri en maður þarf að horfa á fyrri til að fá heildarmyndina.
Mofi, 29.11.2010 kl. 15:02
"Hárrétt, en ég var að tala um þá sem hafna fyrirgefningunni, þeir borga gjaldið sjálfir með því að vera tortýmt í eldsdíkinu."
Hvaðan hefurðu þetta? Skoðanabók Mofa 3. kafli? Sýndu mér hvar stendur í ritningunni að hægt sé að greiða fyrir syndir sínar.
"Hve lengi eldurinn varir segir ekki til um hve lengi kvalirnar vara."
Eilífar kvalir, segja til um að kvalirnar verða að eilífu...
"kvaldir verða dag og nótt um aldir alda. " - Opb 20:10
"Og þeir munu fara til eilífrar refsingar," - Mat 25:46
Luk 13:28 Þar verður grátur og gnístran tanna, er þér sjáið Abraham, Ísak og Jakob og alla spámennina í Guðs ríki, en yður út rekna.
Þetta vers fer heim og saman við Jesaja
Isa 66:24 Þeir munu ganga út og sjá hræ þeirra manna, er rofið hafa trú við mig. Því að ormur þeirra mun ekki deyja og eldur þeirra ekki slokkna, og þeir munu viðurstyggð vera öllu holdi.
Hér er lýst fyrir okkur helvíti í Tanakh...
" Og ekkert skrítið að Hann segir ekki að syndarar verða kvaldir að eilífu?"
Hver er Yeshua? Hann er orðið, lestu Jóh 1:1, og hver er að segja Jóhannesi að skrifa opinberunarbókina? Hvaðan kemur sú þekking? Já ég held þú hafir skotið löppina af sjálfum þér með þessum orðum... Guð talar gegn spámenn sína, það eru viðvaranir í Tanakh, og okkur er útlistað mjög skýrt og greinilega í opinberunarbókinni, ásamt Matteus að það verða eilífar kvalir, eilíf refsing...
Ekkert af versunum sem þú bentir á, sýna að sálin verður ekki lengur til, eða að það séu ekki eilífar kvalir í helvíti. Enda væri það andstætt við opinberun Jóhannesar og orð Yeshua.
"Er verið að kvelja þá núna?
Fólk er í kvölum í Sheol í dag já, og fólk er í paradís í Sheol í dag... Það er enginn stiginn upp til himna, nema Yeshua og það er enginn farinn til helvítis af okkur mannfólkinu. Við bíðum eftir degi dómsins áður en við verðum dæmd til að fara til helvítis, og himnaríki er ekki enn komið hingað á jörðina, þannig að það getur nú enginn verið þar í dag...
Ég hef talað við gyðinga og fólk búsett í Ísrael, og þau segja mér skýrt að það sé rétt sem ég segi. Sheol er EKKI gröfin, Ísraelsmenn nota annað orð yfir gröf, keber er gröf. Einnig er notað annað orð í grísku yfir gröf og Hades er ekki gröfin. Sheol eru dánarheimar og hefur ekkert með gröfina að gera.
"Faðmur Abrahams er ekki himinn"
Mikið gleður mig við að sjá að þú skilur einhvað rétt af þessu öllu saman, mikið rétt hjá þér .... faðmur Abrahams er ekki himininn og það er ekki það sem ritningin er að reyna að segja okkur þarna. Paradís er ekki himinninn, paradís er staður í Sheol. Þar sem Abraham er, og Lasarus fer þarna í faðm Abrahams... Þegar ég kem til með að hitta Yeshua, þá get ég farið í faðm Yeshua... Þú getur ef til vill farið í faðm móður þinnar ef hún er enn á lífi. Það þýðir ekki að þá sérstu kominn til himna, ég veit ekki alveg hvernig þú færð það út...
"Abraham er síðann dáinn og grafinn, sefur í dufti jarðar ásamt Daníel,"
Að sofa í dufti jarðar, þetta er bara sagt svona... Það þýðir ekki að þeir eru sofandi í dufti jarðarinnar... Sumir deyja útá sjó, og sjórinn eyðir líkama þeirra, þeir sofa þá ekki í dufti jarðarinnar. Ef einhver myndi fara út í geim og deyja þar, þá getur ekki ekki sofið í dufti jarðarinnar. Nei það er einfaldlega verið að segja okkur að þeir eru dánir. Þeir sem deyja fara svo til Sheol, sem eru dánarheimar, og Sheol skiptist í stig, og þar á meðal er Paradís þar sem Abraham er og tartarus þar sem ríki maðurinn fór.
"Fólk sem er í helvíti getur ekki talað við fólk á himnum"
ohh, ég hélt við værum búnir að sjá það að það er enginn á himnum eða í helvíti... Þeir eru í Sheol og það er talað um að það sé mikil gjá þar á milli, þannig að þeir sem vildu fara yfir gætu það ekki.
"Sálmarnir 13:13"
Er þetta einnig í Skoðanabók Mofa? Þetta vers er ekki til í ritningunni
"Fólk sem deyr það sefur til dómsdags"
Ert þú ekki með meðvitund þegar þú sefur? Ég hélt að við hefðum áður rætt þetta og þú sagðir mér að þú gufaðir ekki upp í svefni og þegar þú vaknaðir þá röðuðust allar frumur líkamans saman aftur og þú myndaðist upp á nýtt... Að halda því fram að vegna þess að dauðanum sé líkt við svefn, þá séu ekki kvalir í helvíti er út úr kú í mínum huga. Fólk getur dreymt martraðir í svefni og þá vissulega kvelst það meðan það sefur. Fólki getur dreymt góða drauma og liðið vel meðan það sefur.
"Act 7:59 Þannig grýttu þeir Stefán. En hann ákallaði Drottin og sagði: "Drottinn Jesús, meðtak þú anda minn." "
Og þess vegna er ekki kvalir í helvíti? Hvernig færðu þetta út?
"Athyglisvert að strax á eftir þá vekur Jesús mann að nafni Lasarus upp frá dauðum. Á hann þá að hafa verið kominn til himna eða heljar og síðan dreginn þaðan burt? "
Við sjáum sögu Lasarusar, ég benti þér á hana, hvernig það er sagt að hann hafi farið til heljar... Ef þú lest ritningarnar þá nafngreinir Yeshua aldrei neitt í dæmisögunum sínum, en þarna segir hann okkur frá Lasarus, sem hann vakti upp frá dauðum.
"Lasarus nefnir ekkert slíkt, kannski af því að hinir dauðu vita ekki neitt eins og Salómon heldur fram?"
Lasarus hafði sína sögu að segja og vegna vitnisburðar hans þá sneru margir sér til trúar og fóru að fylgja Yeshua, lestu betur um hvað gerðist fyrir Lasarus og þegar Yeshua reisir hann upp frá dauðum og hvernig Yeshua segir frá því hvar Lasarus var í Sheol...
Nú komst allur fjöldi Gyðinga að því, að Jesús væri þarna, og þeir komu þangað, ekki aðeins hans vegna, heldur og til að sjá Lasarus, sem hann hafði vakið frá dauðum. Þá réðu æðstu prestarnir af að taka einnig Lasarus af lífi, því vegna hans sneru margir Gyðingar baki við þeim og fóru að trúa á Jesú.
(Joh 12:9-11 ICE)
"Opinberunnarbókinni 12:4, það kemur sá tími sem engin sorg eða þjáning verður lengur til."
Rev 12:4 Með halanum dró hann þriðja hlutann af stjörnum himinsins og varpaði þeim ofan á jörðina. Drekinn stóð frammi fyrir konunni, sem komin var að því að fæða, til þess að gleypa barn hennar, þá er hún hefði fætt.
Og hvar sérðu þetta þarna????
"Hinir dánu eru í gröfunum"
Job 17:13 Þegar ég vonast eftir að dánarheimar verði híbýli mitt, bý mér hvílu í myrkrinu,
Í þessu versi er notað orðið Sheol, dánarheimar.. ekki keber sem þýðir gröf.
Jóh 5:28-29 - Prófaðu að fara og grafa upp lík, sjáðu hvort að manneskjan sé þarna... eins og ég hef áður tekið fram... svona er til orða tekið þegar talað er um dána... Þeir sem eru í gröfunum.
Þegar pabbi dó, þá þegar ég kom að honum þá gat ég greinilega séð að hann var ekki lengur í líkamanum. Við erum ekki líkaminn, heldur er líkaminn bara húsið utan um okkur... hýsingin...
"Menn fá sín verðlaun við endurkomu Krists, ekki þegar þeir deyja ("
Hver er að segja að þeir fái sín verðlaun þegar þeir deyja?
"Þeir sem glatast er ekki refsað þegar þeir deyja heldur við endalok heimsins"
Yeshua sagði við þann sem krossfestur var við hliðina á honum, Í dag verðurðu með mér í Paradís... Hvert var Yeshua að fara? Til himna? Nei til heljar.. Hann fór til Sheol, eins og allir gera þegar þeir deyja, Þar sem Yeshua hafði ekki framið neina synd, þá fór hann til paradísar í Sheol og maðurinn með honum. Í tartarus í sheol, þar eru kvalir og biblían sýnir það, svo eftir dóminn þá mun dauðanum og helju og allir sem ekki verða fundnir í lífsins bók verða varpað í gehenna, helvíti og þar er ekki hægt að greiða fyrir syndir sína. Þú getur ekki fengið 1 class ticket out of hell, það er engin leið til að umflýja helvítisdóm. Þar mun fólk verða grátandi og gnístandi tönnum, þar mun eldurinn ekki slokkna, reykurinn stíga upp um aldir alda og fólk verða kvalið að eilífu, ásamt djöflinum.
"Aðal atriði sögunnar er að finna í 31. versi í Lúkas 16. "
Luk 16:31 En Abraham sagði við hann: ,Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, láta þeir ekki heldur sannfærast, þótt einhver rísi upp frá dauðum.'"
Já það er verið þarna að segja mikilvægann punkt. Við eigum að hlýða Móse og Torah, við eigum að fylgja Torah og hlýða þeim skipunum. En það sorglega er að fólk hefur hafnað Torah og hlýðir hvorki Móse, né spámönnunum. Torah er enn í fullu gildi, og ef við hlýðum ekki Torah, ef við hlýðum ekki boðorðunum þá erum við lygarar og sannleikurinn er ekki í okkur og sérhverjum lygara mun Yeshua ekki kannast við og sá verður varpað í eldsdýkið þar sem er grátur og gnístran tanna og eilífar kvalir.
"Kíktirðu á síðuna http://www.tagnet.org/stjohnssdachurch/death.html finnst hún setja þetta fram á mjög heilstæðann hátt. Sömuleiðis kominn tími til að hlusta á fyrirlestrana tvö sem ég hef bent áður á, sjá: http://www.helltruth.com/Resources/Free-Video-Library.aspx seinni er betri en fyrri en maður þarf að horfa á fyrri til að fá heildarmyndina."
Seinni linkurinn virkar ekki og ég hef áður horft á fyrirlestra sem þú hefur sýnt með Doug... Hitt virðist vera þessi kenning Votta Jehóva og ykkar aðventistanna sem grefur undan máttarverki dauða Yeshua á krossinum.
__________________________________
Svaraðu nú einni laufléttri spurningu fyrir mig, Hér stendur þetta svart á hvítu, segðu mér nú... mig langar að sjá hvort þú trúir því sem stendur í ritningunni eða ekki, og ég skal auðvelda fyrir þér með því að strika undir:
Og djöflinum, sem leiðir þá afvega, var kastað í díkið elds og brennisteins, þar sem bæði dýrið er og falsspámaðurinn. Og þeir munu kvaldir verða dag og nótt um aldir alda.
(Rev 20:10 ICE)
Rev 20:10 And the devil that deceived them was cast into the lake of fire and brimstone, where the beast and the false prophet are, and shall be tormented day and night for ever and ever.
Rev 20:10 והשטן אשר הדיחם השלך באגם־אש וגפרית אשר־שם גם־החיה ונביא השקר ויסרו יומם ולילה לעולמי עולמים׃
Rev 20:10 ??ὶ ὁ ??ά????? ὁ ????ῶ? ?ὐ??ὺ? ἐ??ή?? ?ἰ? ?ὴ? ?ί???? ??ῦ ???ὸ? ??ὶ ??ί??, ὅ??? ??ὶ ?ὸ ???ί?? ??ὶ ὁ ?????????ή???, ??ὶ ????????ή?????? ἡ?έ??? ??ὶ ????ὸ? ?ἰ? ??ὺ? ?ἰῶ??? ?ῶ??ἰώ???.
Hversu lengi verða djöfullinn, dýrið og falspámaðurinn kvaldir?
Alexander Steinarsson Söebech, 29.11.2010 kl. 16:13
Alls staðar þegar Biblían talar um refsingu synda þá er hún að staðfesta þetta. Þá eru syndarar að borga fyrir syndir sínar.
Aðeins einn texti sem fjallar ekki um syndara heldur um spádómlegar myndlíkanir og djöfulinn. Þar sem Opinberunarbókin er full af myndlíkingum og Biblían notar oft orðið eilífð yfir atburði sem eru þegar liðnir þá er þetta enginn stuðningur við þína fullyrðingu að guð er mesta óréttláta ógeðslega illmenni sem sögur fara af.
Þetta er ekki texti sem styður þitt viðhorf, þú hlýtur að skilja það? Þetta fer allt eftir því hver refsingin er og Biblían marg oft segir að það er dauði, svo hérna er um að ræða, eilífan dauða.
Núna fer ég að halda að þú ert viljandi að reyna að vera vitlaus. Þú vísar í texta sem talar um hræ manna, þeirra líkamsleyfar. Ekkert þarna um menn eða sálir sem eru að kveljast, EKKERT!
Þú veist mæta vel hvað ég var að meina, ekki láta eins og fábjáni!
Og enginn af þeim segir eilífar kvalir, ekki EINN! Eina sem þú hefur í höndunum til að styðja þessa geðveiki er eitt vers í Opinberunarbókinni sem fjallar ekki um fólk heldur spádómlegar myndlíkingar.
Eitthvað held ég að þinn lestrar skilningur er ekki alveg í lagi. Hvað eiginlega heldur þú að tortýming og að vera ekki lengur til þýði eiginlega?
Og ekkert órökrétt við þessa þvælu? Að kvelja fólk áður en það er dæmt? Þessi hugmynd er svo heimsk að það nær engri átt. Fyrir utan að Biblían er alveg skýr að það er enginn kvalinn fyrr en við endalokin.
Bara tilviljun að það er þýtt oftast gröfin í öllum Biblíum?
http://en.wikipedia.org/wiki/Sheol
Hérna er mjög forvitnilegt, sjá samantekt á þýðingum með tilliti til orðsins sheol og hell, sjá: http://www.what-the-hell-is-hell.com/HellStudy/HellCharts.htm
Nei, það er beint sagt að þetta eru þeirra örlög sem passar við það sem Guð sagði við Adam, af dufti varstu tekinn og að duftu muntu aftur verða. Ef að þín hugmynd um helvíti er rétt þá var Guð þvílíkt að ljúga að Adam þarna og algjört kvikindi því að Hann varaði Adam ekki við því að hans biðu eilífar kvalir í eldi...
Þetta er aðeins líking, Yeshua notaði þetta til að lýsa ástandi Lasarusar þegar hann dó. Aðeins að Lazarus sefur þangað til Guð vekur hann upp við endurkomuna.
Var örugglega að hugsa um Acts 7:29 þar sem talað er um að Davíð.
Hann sagði ekkert um eilífar kvalir eða neitt slíkt. Við svo sem vitum lítið um hvað hann sagði en Biblían segir ekki að Lazarus hafi farið til himna eða heljar, aðeins að hann dó og Yeshua kallaði það svefn og Hann reisti Lazarus upp frá dauðum.
Átti að vera Opinberunarbókin 21:4 þar sem talað er um endalok syndarinnar, endalok illsku, þjáninga og dauða. Eitthvað sem verður bara að ljótum brandara ef þínar ásakanir að Guð er vondur eru sannar.
Verðlaunin er eilíft líf, upprisa og nýr líkami.
Hvort var það eiginlega, til paradísar eða heljar?
Það hlýtur að vera gífurleg mannvondska sem er hvatinn að þessu hjá þér þar sem Biblían segir ekki í eitt einasta skipti um fólk að það verði kvalið að eilífu.
Og Móse varar engann við því að refsingin við synd eru eilífar kvalir. Finnst þér ekkert undarlegt við að Ísrael fékk aldrei viðvörun um eilífar kvalir?
Ekkert þarna um fólk og ef þetta er satt þá er Biblían að ljúga þegar hún segir að örlög djöfulsins eru tortýming og að hætta að vera til. Biblían síðan notar "að eilífu" oft yfir atburði sem eru þegar liðnir. Það getur vel verið að þú átt erfitt með að skilja það eða meðtaka það en þannig notar Biblían þessi orð svo það er ekkert að því að þarna einfaldlega meinar hún að eins lengi og djöfullinn er til í eldsdíkinu verður hann kvalinn en síðan verður honum tortýmt.
Mofi, 29.11.2010 kl. 16:56
Ég veit fullvel þau vers sem þú sýnir mér, og ég skil þau eins og þau standa, og þau styðja allt það sem ég hef verið að segja og koma ekki gegn því. Ég veit að þú munt ekki vilja hlusta á það sem ég hef að segja og vilt fremur hafa lokuð augun fyrir sannleikanum, en ég segi þetta í kærleika og bið þig að skoða ritninguna, leita Guðs og vera reiðubúinn að skipta út þínum fyrirframgefnu hugmyndum.
Fyrirgefðu en augu þín eru lokuð og þú sérð ekki ritningarnar í réttu ljósi og túlkar þær eins og þig lystir í staðinn fyrir að láta heilagann anda leiða þig inn í sannleikann. Ég get ekkert sagt við þig meir, því að þú vilt ekki taka á móti því sem ég er að segja þér. Ég sýni þér vers, beint upp úr heilagri ritningu, sem ég hef ekkert breytt, en þú segir samt að það vers fari með lygar. Þú úthúðar Guði sem einhverju skrímsli og segir að orðið hans séu lygar. Iðrastu gjörða þinna og biddu Guð um að fyrirgefa þér, eyddu tíma með honum í bæn og biddu hann að fræða þig í orðinu og sýna þér sannleikann. Vertu viðbúinn því að þurfa að breyta sjálfum þér og hugsunum þínum varðandi við ritninguna. Þú átt ekki að búa þér til ímyndaðann Guð sem þú kýst að tilbiðja, heldur áttu að breyta sjálfum þér gagnvart því sem ritað er og tilbiðja Guð biblíunnar, YHWH, Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs.
Ég ætla að enda þetta á aðvörunarorðum til þín, þar sem þú blikkar ekki auga við að afneita versum í ritningunni og segir þau vera lygi. ATH: Yeshua er ORÐIÐ sem varð hold, þegar þú afneitar því sem ritað er, hverju ertu þá að afneita? Hver var það sem sagði Jóhannes að skrifa niður Opb. 20:10 ?
Ég votta fyrir hverjum þeim manni, sem heyrir spádómsorð þessarar bókar, að leggi nokkur við þau, mun Guð á hann leggja þær plágur, sem um er ritað í þessari bók. Og taki nokkur burt nokkuð af orðum spádómsbókar þessarar, þá mun Guð burt taka hlut hans í tré lífsins og í borginni helgu, sem um er ritað í þessari bók.
(Rev 22:18-19 ICE)
Deu 12:32 Þér skuluð gæta þess að halda öll þau boðorð, sem ég legg fyrir yður. Þú skalt engu auka við þau né heldur draga nokkuð undan.
Deu 4:2 Þér skuluð engu auka við þau boðorð, sem ég legg fyrir yður, né heldur draga nokkuð frá, svo að þér varðveitið skipanir YHWH Elohiym yðar, sem ég legg fyrir yður.
Alexander Steinarsson Söebech, 29.11.2010 kl. 17:13
Alexander, eins og er þá er staðan svona:
- Ekki eitt vers sem segir að syndarar verða kvaldir að eilífu.
- Engin viðvörun frá Adam til Móse um slíkar refsingar og í orðum Yeshua er ekki slíka viðvörun að finna. Hann varar við dómi, við dauða og við eldi og við kvölum en aldrei eilífum kvölum.
- Aðeins eitt vers talar um eilífar kvalir en það er í bók full af myndlíkingum og á við myndlíkingar en ekki fólk.
- Biblían notar orðið "eilíf" oft yfir atburði sem eru löngu liðnir.
- Eilíf refsing getur aldrei fræðilega orðið réttlát refsing nema viðkomandi fengi að lifa að eilífu og nýtti þann tíma til að kvelja fólk með eldi.
- Þessi kenning gerir Guð óréttlátann, geðveikann og svo vondann að Hitler lítur út fyrir að vera móðir Teresa við hliðina á þessum djöfli sem þú boðar.
- Gerir ótal vers að lygum sem tala um að laun syndarinnar er dauði og tortýming.
Ég fullyrði, þú munt glatast ef þú iðrast ekki þessara lyga um Guð og ferð frá þeim og hættir að tilbiðja þennan djöful sem þú ert að boða hérna. Það er enginn fræðilegur möguleiki að þú öðlist eilíft líf með þessa trú.Mofi, 29.11.2010 kl. 17:24
Alltaf gaman að fylgjast með fólki rífast um ósýnilegu vinina sína. "Minns segir að fólk fari til helvítis!" "Ekki satt, minns segir að helvíti sé ekki til! Ullabara!"
Er réttlátt af Guði að gera fæðingar kvalafullar fyrir allar konur, alltaf, vegna einhvers sem ein þeirra gerði? Fá frelsaðar og syndhreinsaðar konur nokkuð mænudeyfingu?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.11.2010 kl. 14:28
Tinna, við erum nú að rökræða hvað Biblían segir og síðan hvað er rökrétt, réttlátt og kærleiksríkt.
Varðandi fæðingar, þá bara veit ég ekki. Ég skal alveg viðurkenni að allar þjáningar þessa heims virka ósanngjarnar og óréttlátar. Ég skildi ekki punktinn með mænudeyfingu og frelsaðar konur.
Mofi, 30.11.2010 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.