Tígrisdýr sem borðar gras!

Við sjáum af og til, glitta í þann heim sem Guð upprunalega skapaði, heim sem engin illska eða sjúkdómar eru í. Það er eitthvað spes við að horfa á tígrisdýr borða gras :)

Jesaja 65
25
Úlfur og lamb munu vera saman á beit, og ljónið mun hey eta sem naut, en moldin skal vera fæða höggormsins. Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn illt fremja eða skaða gjöra _ segir Drottinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég er nokkuð viss um að tígrisdýrið lifi ekki á grasi Mofi. 

Hefurðu til dæmis pælt í því að dýrið fær nánast enga næringu úr þessu (grasbítar eru með sérhæft meltingarkerfi til að geta lifað á þessu)?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.11.2010 kl. 12:18

2 Smámynd: Mofi

Hjalti, án efa þarf dýrið að borða meira en þetta. Forvitnilegt að vita hvort þau fái einhverja næringu út úr þessu.  Það var bara gaman að sjá þetta.

Mofi, 17.11.2010 kl. 12:43

3 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Éta tigrisdýr ekki gras af sömu ástæðu og kettir, þ.e. til að hreinsa meltingarfæri sín af hárum sem fara ofan í þá við þrif?

Hörður Sigurðsson Diego, 17.11.2010 kl. 15:33

4 Smámynd: Mofi

Hörður, það hljómar rökrétt, gæti vel trúað því að það sé rétt. Ég ætlaði sannarlega ekki að láta sem svo að ég vissi mikið um líffræði tígrisdýra, fannst þetta bara skemmtilegt myndband. Aftur á móti þá eru dæmi um ljón sem borða ekki kjöt, sjá:  No Taste for Meat?

Mofi, 17.11.2010 kl. 15:48

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ótengt þessu, en fyrst að það var minnst á ketti: Fannst kötturinn þinn? (spurt af samúðarfullum kattavini).

En það er einmitt ástæða fyrir því að kýr japla endalaus á grasi og eru með nokkra maga. Það er mjög erfitt að ná næringu úr grasi. Mig grunar að skýring Harðar sé rétt (án þess að ég viti nokkuð um það). 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.11.2010 kl. 15:51

6 Smámynd: Mofi

Hjalti, nei, einstaklega svekkjandi þar sem hann var mjög spes og fallegur. En hans fyrrverandi eignaðist kettlinga svo nú á ég enn fleiri ketti en nokkru sinni

Hún eignaðist fjóra kettlinga og ég náði að gefa tvo en ég sit uppi með hina. Þeir eru að vísu góðir vinir og alltaf að leika sér svo að ég hef bara gaman af þessu öllu saman.

Mofi, 17.11.2010 kl. 15:58

7 Smámynd: Mofi

Hjalti, takk fyrir að spyrja :)

Mofi, 17.11.2010 kl. 17:11

8 Smámynd: Óli Jón

Mér sýnist tígurinn bíta grasið í smá stund og spýta því svo út úr sér. Það sést hvergi í þessari klippu að dýrið tyggi grænfóðrið, sem það þarf að gera, og kyngi því svo.

Ljónið étur því altént ekki hey sem naut í þessu tilfelli :)

Óli Jón, 14.12.2010 kl. 16:41

9 Smámynd: Mofi

Ég hef ekki mikið til að fara eftir nema þetta video, svo kannski er þetta ekki meira en akkúrat þetta sem þú segir.  Eina "concrete" dæmið sem mér dettur í hug er ljón sem var grænmetisæta, sjá:  No Taste for Meat?

Mofi, 14.12.2010 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband