Mofi til stjórnlagaþings

Nei, ég bauð mig ekki fram en mig langaði að svara þessum spurningum sem eru að finna á DV.is sem eru til þess að varpa ljósi á afstöðu frambjóðenda til Stjórnlagaþings.

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að eignarhald þjóðarinnar á náttúruauðlindum verði bundið í stjórnarskrá?

Mjög hlynntur.  Margar þjóðir hafa brennt sig á því að hafa misst úr höndunum náttúruauðlindir í hendurnar á gráðugum fyrirtækjum sem bera hag samfélagsins engan veginn fyrir brjósti.  Það þarf að tilgreina bæði að þjóðin á náttúruauðlindirnar og að það má ekki selja nýtingaréttin úr höndunum á okkur.

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að hafa ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi í stjórnarskránni?

Mjög andvígur.  Það er ekki eðlilegt að eitt trúfélag hafi forréttindi í stjórnarskrá landsins.  Allir þeir sem eru utan þssa trúfélags finna fyrir mismunun sem er sí vaxandi hópur fólks. Gagnrýnis raddir á þetta  fyrirkomulag munu aðeins verða fleiri og háværari og auka spennu í samfélaginu og ástæðan er að réttlætiskennd þessara aðila er misboðið.

Á forseti Íslands áfram að hafa málskotsrétt?

Já.  Mér finnst þetta fyrirkomulag sem við höfum á Íslandi vera til fyrirmyndar.  Að forsetinn sem er kosinn af þjóðinni geti komið í veg fyrir eitthvað sem hann trúir að þjóðin er andvíg eða eitthvað sem skaðar þjóðina finnst mér vera mjög gott fyrirkomulag.  Kemur í veg fyrir að þing meirihluti geti farið offörum á kostnað þjóðarinnar.

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að viðhafa þjóðaratkvæðagreiðslur í auknu mæli?

Mjög hlynntur. Aðal gallinn við málskotsrétt forseta er hve lítið er búiið að beita honum. Það má auðvitað ekki misnota hann en það á að vera eðlilegt í stórum málum er varða hagsumi þjóðarinnar að þjóðin fái að ráða ef forsetinn telur að þörf er á slíku.

Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) persónukjöri?

Mjög hlynntur.  Ég tel að persónuleg ábyrgð manna muni verða meiri ef um er að ræða persónukjör. Í dag finnst mér eins og enginn á alþingi beri neina ábyrgð og allt of mikið um að fólk fljóti bara með flokknum.

Á að kjósa ríkisstjórn beinni kosningu?

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að ráðherrar geti setið á Alþingi?

Mjög andvígur. Þetta fyrirkomulag tíðkast ekki í löndunum í kringum okkur og er ekki í samræmi við þrískiptingu valdsins sem ég tel vera mikilvægt til að sporna gegn spillingu og valdníðslu.

Á að lækka eða hækka kosningaaldurinn?

Óbreyttur.

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að dómsmálaráðherra fari einn með vald til að skipa hæstaréttardómara?

Andvígur. Gott dæmi um eitthvað sem getur skapað spillingu.

Hver eftirfarandi möguleika lýsir þínum áherslum um kjördæmaskipan á Íslandi best?

Landið eitt kjördæmi

Hver er afstaða þín til atkvæðavægis í Alþingiskosningum?

Öll atkvæði ættu að hafa jafnt vægi.  Skoðanir fólks eiga að vera jafn mikils virði, óréttlátt að búseta segir til um hversu mikils virði þín skoðun er.

Hver á að geta knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslur? (merktu við allt sem við á)

Forseti, meirihluti alþingis og hlutfall kjósenda. Hlutfallið þarf auðvitað að vera frekar hátt svo að ekki sé hægt að misnota þetta.

Eiga þjóðaratkvæðagreiðslur að vera ráðgefandi eða bindandi?

Bindandi. Það er bara brandari að láta þjóðina mæta á kjörstað og segja sína skoðun og síðan sé bara hægt að hlægja að henni og gera eins og þér sýnist.

Hvort vilt þú heldur að ríki á Íslandi þingræði eða forsetaræði?

Erfitt... veit ekki. Mér líkar vel við núverandi fyrirkomulag þar sem forsetinn getur verið sameiningar tákn landsins. Mér líkar líka vel við fyrirkomulagið í Bandaríkjunum þar sem augljóst er, hver það er sem ræður og hver ber ábyrgð.

Eru hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að dómarar verði kosnir af almenningi?

Ég hreinlega veit ekki. Það sem ég tel vera mikilvægt er að margir aðilar komi að málinu til að minnka áhættuna á spillingu og valdníðslu en hvort að almenningur eigi að kjósa um þetta er eitthvað sem ég veit ekki.

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að heimilaðar verði opnar yfirheyrslur á Alþingi?

Ég er ekki á því að stjórnarskráin á að vera að fjalla um svona sértæk mál.

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að vald til að veita opinberar stöður sé hjá einum pólitískum ráðherra?

Sé ekki betri leið í fljótu bragði. Ég tel það mikilvægt að ráðherra geti mannað sitt ráðuneiti og samstarfs aðila á þann hátt að hann geti starfað eftir bestu getu.

Á að draga úr eða auka valdheimildir forsetans í stjórnarskránni?

Þær eru fínar held ég. Hvorki draga úr né auka.

Hvort viltu heldur að kjördæmaskipan byggi á einfaldri meirihlutakosningu í einmenningskjördæmum eða á hlutfallskosningu?

Veit ekki. 

Á að fjölga eða fækka þingmönnum?

Fækka. Fjöldi þingmanna finnst mér ekki vera í samræmi við fólks fjölda.

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að takmarka hversu lengi forseti getur setið?

Mjög hlynntur.

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að takmarka hversu lengi forsætisráðherra getur setið?

Mjög hlynntur.

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að íslenska verði bundin í stjórnarskrá sem þjóðtunga?

Held að stjórnarskráin ætti ekki að fjalla um þetta.

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að tryggja jafnrétti óháð kynhneigð í stjórnarskrá?

Hlynntur. Að vísu finnst mér að þetta ætti að vera almennt. Almennt að tryggja jafnrétti óháð kyni, kynhneigð eða trú.

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að stjórnarskrá kveði á um að Ísland verði ávallt kjarnorkuvopnalaust land?

Finnst að stjórnarskráin ætti ekki að fjalla um þetta. Frekar eitthvað almennt varðandi að Ísland stofni ekki til stríðs að fyrra bragði eða taki þátt í stríðsbrölti að fyrra bragði.  Það geta komið upp aðstæður þar sem verið er að ráðast á aðra þjóð eða hóp fólks og hið eina rétta í stöðunni er að verja viðkomandi með valdi.

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að réttur almennings til upplýsinga sem varða almannahag verði tryggður í stjórnarskrá?

Hlynntur.

Það er án efa margar fleiri spurningar sem DV ætti að spyrja. Ætti að vera ákvæði um samviskufrelsi,

Þetta verða forvitnilegar kosningar og kannski stórt skref í áttina að því að endurreisa landið okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband