Samband hins kristna við Biblíuna

manuscript.jpgFyrir gyðinga var Gamla Testamentið orð Guðs, þeim sem þjóðinn hafði verið treyst fyrir. Þjóðin trúði því að með því að fylgja lögmálinu þá myndi Guð blessa þjóðina enda nóg af slíkum loforðum í Gamla Testamentinu. Þegar síðan Jesú kemur á sjónarsviðið þá talar Hann um Gamla Testamentið sem orð Guðs, það sem vitnar um Hann. Eftir upprisuna er sagt að Jesú hafi farið í gegnum Gamla Testamentið frá Móse og útskýrt að rauði þráðurinn í orði Guðs eða Gamla Testamentinu fjallaði um Hann sjálfan.

Hérna vil ég ganga út frá þeirri forsendu að sá sem er kristinn er sá sem trúir að Kristur eða Jesú er Guð og að Biblían er okkar opinberun á Honum.

Út frá þessu, hvernig er þá rökrétt að sá sem er kristinn nálgist Biblíuna?  Á hann að lesa Biblíuna með því hugarfari að hann vill láta orð Guðs móta sig eða lesa hana á þann hátt að hann ætlar að taka það sem honum finnst gáfulegt en hafna því sem honum finnst ekki gáfulegt?

Ég sé það eins og að viðkomandi ætlar að hafa vit fyrir Guði og í rauninni hefur hann ekkert við Biblíuna að gera því að í rauninni mun hann alltaf bara gera eins og hann sjálfur telur vera best.

Það er oft ekki auðvelt að fylgja því sem Biblían segir því að maður getur haft djúpa sannfæringu á að eitthvað er satt og rétt en síðan segir Biblían akkúrat hið öfuga.

Nokkrir valmöguleikar koma þá til greina:

  1. Taka út þá parta úr Biblíunni sem maður er ósammála.
  2. Afskrifa Biblíuna sem orð Guðs og bara trúa á einhvern guð sem hefur þá ekki gefið mannkyninu neina opinberun.
  3. Lesa einhverjar aðrar helgar bækur og athuga hvort þær séu meira sammála manni en Biblían og velja þá þær frekar sem orð Guðs.
  4. Komast á þá skoðun að fyrst að Guð er alvitur og almáttugur að þá er það líklegast maður sjálfur sem hefur á röngu að standa og lúta vilja Guðs.
  5. Hafna tilvist Guðs, þó þetta er frekar öfga kennd afstaða miðað við að vera ósammála einhverjum versum í Biblíunni.

Ég persónulega valdi valkost númer 4. því hann er sá sem ég taldi rökréttastan. Flestir sem flokka sig kristna virðast velja valkost númer 1 en það margt þar sem gerir það erfitt. Tökum t.d. dæmið með samkynhneigð þá þarf að taka fjarlægja Móses í Gamla Testamentinu og síðan Pál í Nýja Testamentinu og í rauninni líka öll guðspjöllin þar sem Jesú vísar oft í Móses sem þann sem fékk orð Guðs og Hans fylgjendur eiga að hlýða.

Ég tel að þetta er algjört kjarna atriði fyrir kristinn einstakling, ætlar hann að tilbiðja Guðs eins og Hann hefur opinberað sig eða ætlar hann að búa til sinn eigin guð í sínum eigin huga og tilbiðja þann guð. Slíkt tel ég vera hið sama og skurðgoðadýrkun.  Þetta aftur á móti getur verið erfitt þar sem margt sem Biblían boðar er ekki í samræmi við almennings álitið, vægast sagt ekki eitthvað sem er vænlegt til vinsælda. Sannarlega að fylgja boðskapi Biblíunnar er ekki eitthvað sem mun afla viðkomandi vinsælda en innri sannfæring og friður við Guð er meira virði en vinsældir manna.

Vonandi gaf ég einhverjum hérna, eitthvað til að hugsa um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Góð grein, mig langar að benda á eitt atriði:

"Fyrir gyðinga var Gamla Testamentið orð Guðs,"

"var" á að vera "er" og það er líka fyrir kristna, það er ekkert til sem heitir "bara Nýja Testamentis kristindómur". Við sjáum að Yeshua  (Jesús) er orðið sem varð hold og eins og hann sagði sjálfur ef þér trúið ekki Móse þá munuð þér ekki láta sannfærast þó einhver rísi upp frá dauðum.

Gyðingar eru enn lýður Guðs og þeim tilheyrir fyrirheitið og af þeim er Kristur kominn. Ef að við viljum kalla okkur fylgjendur Krists, þá verðum við að verða ágræddur lýður og partur af Ísrael. Eins og Páll sagði þá var gyðingum trúað fyrir orðum Guðs og ótrúmennska þeirra mun ekki gera að engu trúfesti Guðs. Einnig er blessun yfir gyðingum vegna Davíðs konungs.

Ég kýs að fylgja því sem ritningarnar segja og breyta lífi mínu eftir því, en ekki að búa mér til Guð, ég er alveg sammála þér að sá sem býr sér til Guð útfrá sínum eigin hugmyndum hefur búið sér til skurðgoð sem hann er að tilbiðja. Okkur er skipað að bæta ekki við og draga ekki frá því orði sem Guð hefur gefið okkur.

og ef við lesum seinustu orðin í Malakí, þá sjáum við að YHWH segir okkur að muna eftir lögmáli (Torah) Móse þjóns hans sem hann á Hóreb fól setninga og ákvæði fyrir allan Ísrael. Að YHWH muni senda okkur Elía spámann, áður en hinn mikli og ógurlegi dagur YHWH kemur og sá dagur er ekki kominn enn og því eigum við að fylgja lögmálinu. (Mal 4:4-5)

Við getum lesið um í Orðskv. 28:9 - "Sá sem snýr eyra sínu frá til að heyra ekki Torah (lögmálið) jafnvel bæn hans er andstyggð."

Alexander Steinarsson Söebech, 3.11.2010 kl. 16:22

2 Smámynd: Mofi

Alexander, fyrir flesta gyðinga í dag þá er Gamla Testamentið ekki orð Guðs. Það eru auðvitað til gyðingar í dag sem trúa að Gamla Testamentið er orð Guðs en ég veit ekki hve stór hluti þeirra er með þá trú.

Takk annars fyrir góða athugasemd og heimsókn.

Mofi, 3.11.2010 kl. 16:26

3 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Ég er að læra hebresku af konu sem er ættuð úr Ísrael og hún tekur undir það að Tanakh (Gamla Testamentið) sé orð Guðs. Hvaðan hefurðu þær upplýsingar að gyðingar telja Tanakh ekki vera orð Guðs?

Alexander Steinarsson Söebech, 3.11.2010 kl. 16:31

4 Smámynd: Mofi

Alexander, ég veit ekki betur en stór hluti gyðinga í dag trúa ekki því sem stendur í Gamla Testamentinu. Til dæmis var könnun meðal gyðinga varðandi þróunarkenninguna og mjög stór hluti samþykkti hana. Auðvitað eru margir gyðingar sem trúa að Gamla Testamentið er orð Guðs, engin spurning. Veit bara ekki hve stór hluti af þeim sem flokka sig sem gyðinga gera það.

Mofi, 3.11.2010 kl. 16:43

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég held þvert á móti að þú aðhyllist sjötta valmöguleikann:

Segjast fylgja þeim fjórða, en hunsa eða koma með einhverjar fáránlegar útskýringar þegar boðskapurinn er þvert á skoðanir mínar eða trúfélagsins míns.

Dæmið þar sem höfundur Markúsarguðspjalls segir að Jesús hafi lýst alla fæðu hreina er frábært dæmi. Þú tekur ekki beint þá parta úr biblíunni (sbr #1), heldur segist þú fylgja þessu, en kemur með ótrúlegar túlkanir.

Kristna fólkið sem sér ekkert rangt við samkynhneigð gerir nákvæmlega það sama. Segir að þarna sé í raun og veru ekki verið að ræða um samkynhneigð eða eitthvað álíka.  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.11.2010 kl. 17:28

6 Smámynd: Mofi

Hjalti, í handritunum stendur ekki að Jesú hafi lýst alla fæðu hreina. Ég einfaldlega komst að þeirri niðurstöðu að Jesú hafi ekki afskrifað lögmálið um mat þarna vegna margra ástæðna. Það var líka þvert á mínar langanir eftir nokkur ár að hafa notað þessi vers til að réttlæta það að borða uppáhaldið mitt, pizzu með pepperóní.

Hjalti
Kristna fólkið sem sér ekkert rangt við samkynhneigð gerir nákvæmlega það sama. Segir að þarna sé í raun og veru ekki verið að ræða um samkynhneigð eða eitthvað álíka. 

Ég veit ekki um neinn sem gerir það. Flestir sem flokka sig kristna þeir einfaldlega segja að maður á ekki að taka Biblíuna alvarlega um alla hluti. Þeir segja það ekki gott að fylgja alltaf bókstafnum, ekki að hann segir í rauninni ekki að samkynhneigð er synd. Auðvitað getur þú týnt dæmi til um einhvern sem segir þetta en ég get ekki séð að það er algengt hérna í kringum mig.

Mofi, 4.11.2010 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband