14.10.2010 | 14:59
Lexía - hvers virði ert þú?
Næsta hvíldardag ( 16. október ) á ég að sjá um lexíuna í Aðvent kirkjunni á Ingólfsstræti 19. Allir auðvitað velkomnir en lexían byrjar klukkan ellefu.
Mig langar að fjalla aðeins um þessa lexíu, bæði er þetta forvitnilegt umræðuefni og síðan gott að gera þetta til að hjálpa mér að undirbúa mig.
Þessi lexía fjallar um Hönnu, móðir Samúels spámanns. Við lesum um sögu hennar í 1. Samúelsbók 1-2 kafla. Þar lesum við hvernig Hanna er óhamingjusöm og örvæntir vegna þess að hún hafði ekki eignast nein börn. Lexían veltir fyrir sér því vandamáli sem margir glíma við sem er hvort þeir séu einhvers virði því það virðist vera sem svo að Hanna upplifði að hennar líf væri einskis virði vegna þess að hún átti engin börn.
Samfélagið á hennar tímum virðist hafa ýtt þessari hugmynd að henni og hún byrjað að trúa þessu og varð óhamingjusöm út frá því. Í dag er þetta öðru vísi; ég að minnsta kosti hef ekki tekið eftir því að konur sem eru barnlausar upplifi það svona.
En hvaðan fær fólk þessa tilfinningu að það sé einhvers virði og hvað geta þeir gert sem upplifa að þeir eru einskis virði? Getur maður gert eitthvað fyrir fólk sem finnst það vera lítils virði?
Hérna getur boðskapur Biblíunnar verið mörgum grundvöllur þeirrar niðurstöðu að það sé mikils virði. Í ljósi sköpunarinnar og krossins þá getur það séð að Guði þykir vænt um það og það sé mikils virði í Hans augum.
En eitthvað virðist það hafa farið fram hjá Hönnu í sögunni. Hún er greinilega mjög trúuð en samt syrgir hún svona. Kannski vegna þess að hún trúði því að fyrst að hún gæti ekki eignast börn að þá væri Guð ekki með henni eða einhvers konar bölvun hvíldi á henni. Ég býst við því að ef fólk er einmanna og fátækt að þá er auðvelt að finnast vera lítils virði og að Guð hafi yfirgefið mann.
Saga Hönnu endar á því að æðsti presturinn sagði að Guð myndi bænheyra hana og það rættist. Hún eignaðist son. En í bæninni sem hún bað þá lofaði hún að gefa Guði soninn. Það er það sem myndin er af hérna fyrir ofan, þegar Hann kemur með son sinn Samúel og gefur hann í umsjó æðsta prestsins. Samúel verður síðan einn af aðal spámönnum Biblíunnar og spilar stórt hlutverk í sögu Ísraels.
Hérna er öll lexían á ensku: http://www.ssnet.org/qrtrly/eng/10d/less03.html
Hérna fer Doug Bachelor yfir lexíuna og það er mjög fróðlegt að heyra hans sýn á þessi mál, sjá: http://www.amazingfacts.org/Television/CentralStudyHour/tabid/76/Default.aspx - titill lexíunnar er "Hanna: learning to be someone".
Fyrri Samúelsbók 2
1 Hanna gjörði bæn sína og mælti: Hjarta mitt fagnar í Drottni, horn mitt er hátt upp hafið fyrir fulltingi Guðs míns. Munnur minn er upp lokinn gegn óvinum mínum, því að ég gleðst yfir þinni hjálp.
2 Enginn er heilagur sem Drottinn, því að enginn er til nema þú, ekkert bjarg er til sem vor Guð.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 803194
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.