27.9.2010 | 13:24
Þeir sem andmæla óréttlæti
Það er ótrúlega algengt meðal þeirra kristna sem ég þekki sú hugmynd að við eigum ekki að dæma. Við eigum að umbera og ekki gagnrýna og dæma. Að gagnrýna og standa upp fyrir eitthvað sem maður trúir að er rétt er vandasamt. Þú vilt ekki gera eins og Páll talar um í Rómverjabréfinu 14:16 að láta þitt góða koma út sem eitthvað vondt.
Þetta er það sem mér datt í hug þegar ég sá þetta myndband hérna. Hérna sjáum við fólk hegða sér ömurlega í garð fólks með downs-heilkenni. Sumir hundsuðu það sem þeir sáu en aðrir stóðu upp og mótmæltu. Ég er stolltur af þessu fólki þarna sem stóð upp og varði þá sem urðu fyrir þessum móðgunum og húðskömmuðu þá sem dirfðust að hegða sér svona.
Ég trúi því að heilagur andi er sá sem talar til fólks og hvetur það til að mótmæla svona óréttlæti og ég vona að ég myndi ekki þegja ef ég sæi fólk hegða sér svona.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég verð nú að játa það Mofi, að ég tilheyri þeim hópi kristinna manna að halda í heiðri viðvörum frelsarans sem fram kemur í fjallræðunni um að við skulum ekki dæma. Enda hafa víst flestir menn einhverja bresti, birtingamyndin á þeim er mismunandi.
Það er að mínu viti talsverður munur á því að áminna og dæma.
Sannkristnir og kærleiksríkir einstaklingar geta sýnt af sér óæskilega hegðun á margan hátt. Sumir láta skapið hlaupa með sig í gönur, aðrir geta átt það til að ástunda syndsamlegt líferni osfrv.
Þá er nauðsynlegt að áminna viðkomandi en ekki að dæma hann sem mikinn syndara eða eitthvað í þá veru.
Við höfum nefnilega öll bæði kosti og galla, þess vegna erum við ekki þess umkomin að dæma aðra. Kristur segir á einum stað að faðirinn einn sé þess umkominn að dæma, enda dæmir hann á réttlátan hátt.
Vissulega þurfum við dómstóla til að halda frið í samfélaginu, en ég held að almenningur eigi að fara varlega í það að dæma, þótt vissulega sé nauðsynlegt að við áminnum hvert annað eins og Páll postuli benti okkur á.
Jón Ríkharðsson, 27.9.2010 kl. 14:56
Jón Ríkharðsson, hvernig skilur þú þetta "að dæma"? Ég nefnilega lít þannig á að ég sé að hegðunin er ekki í samræmi við boðskapinn og dæmi... minn dómur er samt bara í hausnum á mér; sem er að það er eitthvað að. Ef síðan ég tel það kærleiksríkt og viðeigandi þá áminni ég... hef að vísu held ég aldrei áminnt neinn í persónu enda vægast sagt óþægilegt verkefni. Ef það er ánægjulegt að áminna einhvern þá er líklegt að kærleikurinn er víðs fjarri og maður á þá að líta í eigin barm.
Þannig að ég hiklaust dæmi hegðunina sem ég sé þarna hjá fólkinu ( sem að vísu er að leika ) sem kolranga og mikil þörf á áminngu. Ég dæmi þeirra hegðun ranga en ekki mikið meira en það.
Mofi, 27.9.2010 kl. 15:04
Það getur verið svolítið snúið að útskýra skilning minn á því að dæma, en ég skal reyna samkvæmt minni bestu vitund.
Mér sýnist við vera sammála í meginatriðum, en það að dæma er að fella dóm yfir persónu eða gjörðum og mynda sér skoðun á viðkomandi í framhaldinu. Með auknum þroska hefur mér lærst að festa ekki dóma yfir einstaklingum í höfði mér, heldur hefur umburðarlyndi mitt aukist gagnvart fólki, ég tel flesta vera að gera sitt besta.
En álit mitt á gjörðum og athöfnum hefur ekkert breyst. Ég er mótfallin allri mannvonsku og því sem miðar að því að valda vanlíðan hjá öðrum.
Mannlífið er nefnilega í eðli sínu bæði einfalt og flókið. Við höfum svo mismunandi skoðanir og sýn á tilveruna.
Ég er algerlega sannfærður um sannleikgildi kristinnar trúar svo dæmi sé tekið, ekkert getur fengið mig til að láta af þeirri sannfæringu.
Ég hef kynnst ágætlega fólki sem er alfarið á móti öllu sem kallast trú og hefur sterka sannfæringu fyrir því að trúin sé rót alls ills. Ekki get ég fundið neitt í fari þessa fólks sem er slæmt, góður vinur minn einn hefur þessa sannfæringu og hann er ávallt boðinn og búinn til að styðja hvern sem á þarf að halda og óskaplega gefandi og góður náungi. En hann er reiður út í allt sem tengist trú.
Það er ómögulegt að stríða við sannfæringu annarra því hún er svo sterk. Þess vegna tel ég að algóður Guð sé hæfastur til að dæma að lokum, við mennirnir höfum þrátt fyrir allt svo takmarkaða hugsun.
Jón Ríkharðsson, 27.9.2010 kl. 15:57
Jóm Ríkharðsson, já, ég get tekið undir þetta. Hvað finnst þér um viðbrögð fólksins í myndbandinu?
Mofi, 27.9.2010 kl. 16:39
Mér finnst þau dapurleg og bera þess vitni hvað samkenndinni hefur hrakað í heiminum.
Fólk horfir á einstakling veitast að andlega fötluðum manni sem getur ekki varið sig. Því miður dettur mér í hug það sem Jesús sagði um það sem við gerðum okkar minnstu bræðrum gerðum við honum.
Ég lít aðgerðarleysi fólksins alvarlegum augum.
En ég skil það að vissu leiti. Sú villa hefur fest sig í sessi í heiminum á umliðnum árum, að hver sé sjálfum sér næstur og fólk ýmist vill ekki eða treystir sér ekki til að íhlutast í mál sem snúa ekki beinlínis að því sjálfu.
Það gerir mig hryggan þótt ég geti skilið fólkið í ljósi þeirrar sjálfhverfu menningar sem myndast hefur í heiminum allt of lengi.
Jón Ríkharðsson, 27.9.2010 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.