Hraði niðurbrots geislavirkra efna ekki fasti

atom.jpgNýleg rannsókn gerð af vísindamönnum í Stanford leiddi í ljós eitthvað mjög óvænt sem er að sólin virðist hafa áhrif á þann hraða sem geislavirk efni brotna niður í önnur efni.  Hérna er greinin: The strange case of solar flares and radioactive elements

Þegar kemur að því að mæla aldur þessara efna þá hafa menn alltaf glímt við nokkra óþekkta þætti, þætti sem eru bara ályktaðir og síðan vona menn að þeir eru réttir. Hve mikið efni var í upphafi, hvort eitthvað utan að komandi hafi bætt við efni eða tekið efni frá sýninu. Eini faktorinn sem virtist vera á hreinu var hraði þessara ferla, hve hratt þessi geislavirku efni brotna niður í önnur efni en nú benda gögnin til þess að þetta er ekki fasti.

Þetta ætti að láta hugsandi fólk efast um áreiðanleika þessara mælinga.

Þessar fréttir munu örugglega vekja mikla athygli og mikla umfjöllun næstu mánuði og það verður gaman að fylgjast með því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Odie

Þetta eru nú gamlar pælingar, en það breytir því ekki að heimurinn er eldri en 10.000 ára.   

E. B. Norman et al., Evidence against correlations between nuclear decay rates and Earth–Sun distance, Astroparticle Physics Volume 31, Issue 2, March 2009, Pages 135-137, available online at http://donuts.berkeley.edu/papers/EarthSun.pdf 

 En það eru sönnunargögnin sem skipta máli og að hægt sé að endurtaka tilraunina.  Vísindin í verki.  Ekkert mér finnst eða ég tel líklegar.  Ekkert að vega eða meta.  Finna skal hvað sannara reynist. 

Odie, 26.8.2010 kl. 14:15

2 Smámynd: Mofi

Odie, ég veit ekki aldur heimsins þó ég telji lífið og flóðið hafi gerst nýlega ( innan við tíu þúsund ára ). Greinin sem þú bendir á er eldri svo líklegast eru þetta ný gögn sem létu þessa vísindamenn gera þessa ályktun. Hvernig vísindasamfélagið bregst við þessu er hið forvitnilega núna, hvort að einhverjir fleiri staðfesti þessar niðurstöður.

Mofi, 26.8.2010 kl. 14:30

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nánast algilt er að fonmunir séu huldir þykku lagi af jarvegi og ekki aðgengilegir sólarljósi. Ekki segja að þeir hafi legið í sólarljósi svo og svo lengi áður en þeir huldust jarðvegi. Bein og aðrar steinrunnar menjar dýra sem sannarlega hafa hulist jarðvegi (leir og eðju) við dauða sinn hafa ekki greinst eldri en aðrar menjar sömu dýra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.8.2010 kl. 14:51

4 Smámynd: Mofi

Axel, það er ekki punkturinn heldur að hraðinn er ekki fasti. Hvaða áhrif þetta hefur á skoðun manna á áreiðanleika aldursmælinga er forvitnilegt. Hvort geislar sólarinnar hafa áhrif á þessa ferla þegar þeir eru neðan jarðar er ókannað ( að ég best veit ). Þessar rannsóknir eru gerðar í rannsóknarstofum og að ég best veit, snúast ekki um að láta sólarljós skína á viðkomandi sýni og athuga hvort akkúrat það hafi áhrif.

Mofi, 26.8.2010 kl. 15:43

5 Smámynd: Jónatan Gíslason

Þetta verður eitthvað sem verður spennandi að fylgjast með, Þetta tengist ekki beint sólarljós heldur öreindum sem heita á ensku "neutrinos" (veit ekki hvað þær heita á íslensku) sem eru eindir sem verða til í kjarna sólarinnar. Þetta eru eindir sem hafa nánast engin áhrif á efni og fara milljarðar af þeim í gegn um okkur á hverri sekúndu á þess að að hafa nein áhrif á okkur og streyma nánast alveg óhindrað beint í gegn um jörðina líka án þess að hafa nein áhrif á neitt (allavega haldið hingað til) Vísinda menn eru ennþá skeptískir á þetta þar sem þetta er rótæk yfirlýsing og eru ekki sammála um að unnið hafi verið alveg rétt úr gögnum og ekki tekið tillit til ákveðinna mælitækja. einnig er verið að nota gögn sem aðrir vísinda menn hafa aflað og er það víst eitthvað má líka. En maður veit aldrei hvað gerist allt er hægt en ef rétt reynist gætu verið spennandi tímar framundan í eðlisfræði. En miða við þær greinar sem ég hef lesið þá eru ekki um miklar breytingar a ræða svo að EF þetta er að hafa áhrif á þetta þá myndi nú aldursgreiningar ekki breytast neitt svakalega mikið

Jónatan Gíslason, 27.8.2010 kl. 09:30

6 Smámynd: Mofi

Jónatan, já, ég efast um að trú manna á áreiðanleika aldursgreininga mun ekki minnka mikið við þetta. Veit ekki betur en þær eru kallaðar fiseindir og vísindamenn telja að þær fari hindrunarlaust í gegnum jörðina, sem er... magnað að hugsa út í. Fékk email frá kunningja mínum sem er menntaður í þessum fræðum sem sagði mér þetta.  Takk fyrir forvitnilegt innlegg.

Mofi, 27.8.2010 kl. 10:18

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er þessi "uppgötvun" ekki byggð á vísindum sem þú hefur hafnað, eða eru það bara vísindaniðurstöður sem stangast á víð Biblíunna sem þú hafnar Mofi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.8.2010 kl. 14:41

8 Smámynd: Mofi

Axel, alvöru vísindi stangast ekki á við Biblíuna heldur styðja þá sögu sem hún segir. Þú ert örugglega að ruglast á guðleysis skáldsögum og vísindum, merkilega algengt.

Mofi, 27.8.2010 kl. 14:42

9 Smámynd: Jónatan Gíslason

ertu sem sagt að segja að Þessi grein segi til um alvöru vísindi????

Jónatan Gíslason, 28.8.2010 kl. 12:57

10 Smámynd: Mofi

Jónatan, ég sé ekki betur en hún er mjög óvísindaleg.

Mofi, 29.8.2010 kl. 00:53

11 Smámynd: Jónatan Gíslason

Greinin eða kenningin??

Jónatan Gíslason, 29.8.2010 kl. 01:19

12 Smámynd: Mofi

Jónatan, greinin sem þú bentir á.

Mofi, 30.8.2010 kl. 11:08

13 Smámynd: Jónatan Gíslason

Mér finnst þessi grein ágæt í umræðuna

Jónatan Gíslason, 25.9.2010 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband