Laug Gylfi vísvitandi?

Ég á erfitt að sjá fyrir mér að Gylfi hafi virkilega logið vísvitandi. Af hverju hefði hann á að gera það? Að vera gripinn að því að ljúga í stjórnmálum er alvarlegt mál og í rauninni á öllum sviðum lífs. Þú missir traust, fólk getur misst álit á þér, getur kostað þig vini og starf svo eitthvað sé nefnt.

Það er bara ekki rökrétt að Gylfi hafi vísvitandi logið að mínu mati svo ég svara þessari spurningu neitandi. Gæti auðvitað haft rangt fyrir mér og ekki hægt að neita því að einhver var að ljúga.


mbl.is Ekki kappsmál að vera ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Gylfi laug ekki, en hann sagði hinsvegar ekki allann sannleikann. Ástæðan er hugsanlega sú að á þessum tíma var verið að semja við kröfuhafa um yfirtöku á nýju bönkunum. Það er því enn alvarlegra ef hann eða stjórnvöld hafa talið að best væri að halda þessari vitneskju frá vegna þeirra samninga. Hugsanlega eru þeir samningar í uppnámi vegna þess.

Gunnar Heiðarsson, 14.8.2010 kl. 11:02

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gylfi hefur vísvitandi þagað um sannleikann, sem þjóðin átti heimtingu á, og tafið afgreiðslu þessa máls í hartnær eitt ár. Ráðuneytisstjóri hans hafði þrjú álit um þetta mál undir höndum 12. júlí 2009 (frá aðallögfræðingi Seðlabankans, lögmannastofunni LEX og lögfræðingi í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu), öll á þá leið, að gengistrygging lána í íslenzkri mynt væri ólögleg. Daginn áður sagði Gylfi hins vegar í Alþingi "lögfræðinga ráðuneytisins og annars staðar í stjórnsýslunni hafa skoðað lögmæti lána í erlendri mynt. „Niðurstaða þeirra er að lánin séu lögmæt,“ sagði Gylfi í svari við fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur!!!* – Aldrei leiðrétti Gylfi þessi ósannindi sín. Hann á að taka pokann sinn og koma aldrei aftur inn í íslenzk stjórnmál, enda verið hér til óþurftar, m.a. með meðvirkni sinni með brezkum og hollenzkum ofbeldisöflum í Icesave-málinu.

* Sjá hér: http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1344699 (lítil forsíðufrétt í Mbl. í gær) og hér: Álitin rötuðu til ráðuneytisstjórans (ýtarlegri frétt um sama mál í Mbl. í gær, bls. 6).

Siðferðislega geturðu ekki varið þennan mann, Mofi!

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 11:27

3 Smámynd: Mofi

Gunnar, ég vil endilega sjá Gylfa í Kastljósi útskýra hans hlið á þessu. Hef ekki séð neitt þannig sem kannski segir meira um fáfræði mína en nokkuð annað.  Ég skil aftur á móti vel að menn voru ekki að hafa hátt um svona álit enda eldfimmt efni á ferðinni og ekkert víst fyrr en dómstólar ákváðu um þetta mál.

Jón Valur, en var þetta einhver sannleikur fyrr en dómstólar birtu sinn úrskurð?  Hefði það verið sniðugt að birta eitthvað svona ekki vitandi hvað dómstólar myndu síðan segja?

Þú lætur þetta sannarlega líta illa úr Jón, langar að heyra Gylfa útskýra þetta áður en ég kemst að þeirri niðurstöðu að Gylfi laug.  Þetta var óneitanlega sannfærandi hjá þér.

Mofi, 14.8.2010 kl. 14:16

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Eins og JV vitnar í: „Niðurstaða þeirra er að lánin séu lögmæt,“ sagði Gylfi í svari við fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur. Hann laug, ef þetta er bein tilvitnun. Svo einfalt er það. Hvers vegna? Þrýstingur frá þeim sem stjórna bak við tjöldin? Til að styggja engan í útlöndum, til að skemma ekki ESB ferlið? Veit ekki, en það virðist vera deginum ljósara að hann laug.

Villi Asgeirsson, 14.8.2010 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803264

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband