14.8.2010 | 10:43
Laug Gylfi vísvitandi?
Ég á erfitt að sjá fyrir mér að Gylfi hafi virkilega logið vísvitandi. Af hverju hefði hann á að gera það? Að vera gripinn að því að ljúga í stjórnmálum er alvarlegt mál og í rauninni á öllum sviðum lífs. Þú missir traust, fólk getur misst álit á þér, getur kostað þig vini og starf svo eitthvað sé nefnt.
Það er bara ekki rökrétt að Gylfi hafi vísvitandi logið að mínu mati svo ég svara þessari spurningu neitandi. Gæti auðvitað haft rangt fyrir mér og ekki hægt að neita því að einhver var að ljúga.
Ekki kappsmál að vera ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803264
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gylfi laug ekki, en hann sagði hinsvegar ekki allann sannleikann. Ástæðan er hugsanlega sú að á þessum tíma var verið að semja við kröfuhafa um yfirtöku á nýju bönkunum. Það er því enn alvarlegra ef hann eða stjórnvöld hafa talið að best væri að halda þessari vitneskju frá vegna þeirra samninga. Hugsanlega eru þeir samningar í uppnámi vegna þess.
Gunnar Heiðarsson, 14.8.2010 kl. 11:02
Gylfi hefur vísvitandi þagað um sannleikann, sem þjóðin átti heimtingu á, og tafið afgreiðslu þessa máls í hartnær eitt ár. Ráðuneytisstjóri hans hafði þrjú álit um þetta mál undir höndum 12. júlí 2009 (frá aðallögfræðingi Seðlabankans, lögmannastofunni LEX og lögfræðingi í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu), öll á þá leið, að gengistrygging lána í íslenzkri mynt væri ólögleg. Daginn áður sagði Gylfi hins vegar í Alþingi "lögfræðinga ráðuneytisins og annars staðar í stjórnsýslunni hafa skoðað lögmæti lána í erlendri mynt. „Niðurstaða þeirra er að lánin séu lögmæt,“ sagði Gylfi í svari við fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur!!!* – Aldrei leiðrétti Gylfi þessi ósannindi sín. Hann á að taka pokann sinn og koma aldrei aftur inn í íslenzk stjórnmál, enda verið hér til óþurftar, m.a. með meðvirkni sinni með brezkum og hollenzkum ofbeldisöflum í Icesave-málinu.
* Sjá hér: http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1344699 (lítil forsíðufrétt í Mbl. í gær) og hér: Álitin rötuðu til ráðuneytisstjórans (ýtarlegri frétt um sama mál í Mbl. í gær, bls. 6).
Siðferðislega geturðu ekki varið þennan mann, Mofi!
Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 11:27
Gunnar, ég vil endilega sjá Gylfa í Kastljósi útskýra hans hlið á þessu. Hef ekki séð neitt þannig sem kannski segir meira um fáfræði mína en nokkuð annað. Ég skil aftur á móti vel að menn voru ekki að hafa hátt um svona álit enda eldfimmt efni á ferðinni og ekkert víst fyrr en dómstólar ákváðu um þetta mál.
Jón Valur, en var þetta einhver sannleikur fyrr en dómstólar birtu sinn úrskurð? Hefði það verið sniðugt að birta eitthvað svona ekki vitandi hvað dómstólar myndu síðan segja?
Þú lætur þetta sannarlega líta illa úr Jón, langar að heyra Gylfa útskýra þetta áður en ég kemst að þeirri niðurstöðu að Gylfi laug. Þetta var óneitanlega sannfærandi hjá þér.
Mofi, 14.8.2010 kl. 14:16
Eins og JV vitnar í: „Niðurstaða þeirra er að lánin séu lögmæt,“ sagði Gylfi í svari við fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur. Hann laug, ef þetta er bein tilvitnun. Svo einfalt er það. Hvers vegna? Þrýstingur frá þeim sem stjórna bak við tjöldin? Til að styggja engan í útlöndum, til að skemma ekki ESB ferlið? Veit ekki, en það virðist vera deginum ljósara að hann laug.
Villi Asgeirsson, 14.8.2010 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.