Trú fyrir rétti

dsouza_dinesh.jpgHátíð sem kallast FreedomFest 2010 var haldin í Las Vegas fyrir stuttu síðan. Þar rökræddu Dinesh D'Souza og Steven Landsburg hvort að trúarbrögð væru orsökin fyrir mikið af illskunni í heiminum. Þetta var sett fram eins og dómsmál þar sem Dinesh og Steven kölluðu á vitni sem þeir síðan yfirheyrðu.  Mjög skemmtileg framsetning og margt forvitnilegt sem þarna kom fram. Sérstaklega fannst mér áhugavert eitt vitni sem Dinesh talaði við sem sagði að rannsóknir sýndu að því oftar sem fólk fer í kristna kirkju, því betur hegðaði það sér. Annað mjög áhugavert var sagnfræðingur sem sagðist ekki trúa á Guð en hann fullyrti að það var hin kristna trú sem olli vísindabyltingunni.

Hérna er hægt að horfa á þessar rökræður: http://www.c-spanvideo.org/program/294549-1

Sorglegt að svona rökræður eiga sér ekki stað hérna á Íslandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Gíslason

"Annað mjög áhugavert var sagnfræðingur sem sagðist ekki trúa á Guð en hann fullyrti að það var hin kristna trú sem olli vísindabyltingunni"

Ég er nú alls engin sagnfræðingur, en miða við það sem ég hef lesið þá held ég að það sé ekki mikið til í þessu. Fremmstu vísindamenn heims voru kristnir eins og Isac Newton og fleiri en ég er ekki viss um að Kristnin sem slík hafi haft með það að gera

Jónatan Gíslason, 11.8.2010 kl. 16:45

2 Smámynd: Mofi

Jónatan, endilega hlustaðu á rök þessa manns sem hefur að ég best get séð enga ástæðu til að halda þessu fram nema sína eigin sannfæringu vegna hans þekkingar á mannkynssögunni.  Væri gaman að heyra hvað þér finnst um þau rök og ég sjálfur þyrfti að gera grein um þetta atriði.

Mofi, 11.8.2010 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband