Óvinur kristninnar númer 1, þjóðkirkjan

kirkjunnar.pngSumir gætu haldið að Vantrú væru aðal óvinur kristni á Íslandi en ég tel að þeir aðalega vekja áhuga á trúmálum og láta almenning fá slæma tilfinningu fyrir þeirra öfga hegðun og málflutningi.

Sú stofnun sem aftur á móti gefur mjög ljóta mynd af kristni á Íslandi er þjóðkirkja. Með sinni grænsápu kristni og prestum á ofurlaunum þá lætur þessi stofnun kristni líta úr fyrir að vera ógeðfelda hræsni.  Kristin stjórnmála samtök gerðu smá yfirlit yfir laun nokkra presta og launin eru alveg svimandi há, sjá: Hvorum ber að þjóna – Guði eða mammon?

Kjarni vandans eru kristnir sem láta Jesú Krist líta illa út og ein af stóru bænarefnum mínum er að ég muni ekki gera það en ég er sannarlega hræddur við það og þvílíkur glæpur að gerast sekur um slíkt.

Réttast væri að heimta 50% lækkun á svona ofurlaunum en jafnvel þau laun eru fáránlega há fyrir þá sem setja sig upp sem lærisveina Krists sem vægast sagt bjuggu við þröngan kost.  Ég hef heyrt í nokkrum þjóðkirkju prestum og oftar en ekki virka þeir einlægir og góðir menn en hérna er eitthvað svo mikið að, að það er ekki hægt að líta fram hjá því.

Ég vil hvetja alla þá sem taka sínu kristnu trú alvarlega að yfirgefa þessa stofnun því á verri villigötum er varla hægt að vera á.

 


mbl.is Kirkjunni gert að spara um 9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sú var tíðin, Mófi, að prestar höfðu svipuð laun og kennarar. Enda kenndu margir hverjir með prestskap til að hafa mannsæmandi laun. Það er svosem ekki óþekkt í kristninni, að prestar vinni utan prestskapar, t.d. við tjaldgerð.

Ég veit svosem ekki hvort margir myndu yfirgefa prestskap við 50% launalækkun ... víst myndu hinsvegar margir leita á önnur mið samfara prestskap eða staldra stutt við. Miðað við það kvabb sem prestar þurfa að búa við úr allskonar áttum finndist mér það ekki ólíklegt.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 16:48

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Eins og vanalega þá er ég hjartanlega sammála þér þegar það kemur að ríkiskirkjunni.

En mér þætti gaman að vita hvers vegna þú, þar sem þú flokkast sem "öfgamaður" hjá flestu fólki, teljir okkur í Vantrú stunda "öfga hegðun og [málflutning]".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.8.2010 kl. 20:20

3 Smámynd: Mofi

Hjalti, allt spurning um hvað menn vilja kalla öfgar. Það sem ég held að margir upplifa sem öfgar hjá ykkur er hvernig margir ykkar litið alla trú sem heimsku og af hinu vonda. Ég vil kalla eitthvað öfgar þegar viðkomandi vill traðka á réttindum annara vegna sinnar skoðunnar. Eins og Dawkins að kalla það andlegt ofbeldi gagnvart börnum þegar foreldrar kenna þeim þeirra trú. Með þannig málflutningi er verið að biðja ríkið um að grípa inn í og koma í veg fyrir að fólk með ákveðna trú fái ekki að fræða sín eigin börn um þeirra trú. Þú skilur hvað ég á við, er það ekki?

Mofi, 8.8.2010 kl. 21:14

4 identicon

Ég er sammála þér í þessarri færslu, þó svo reyndar þætti mér betri lausn að aðskilja ríki og kirkju, og leyfa þannig fólkinu sjálfu að ákvarða hvað kirkjan fær fyrir sína vinnu. Hér á landi er gnægt af trúfélögum sem ganga vel upp án þess að hirða þurfi af fólki tíund til þess að viðhalda þeim. Fólk sem notar þjónustu þeirra trúfélaga einfaldlega heldur þeim uppi.

Ég hef enga reynslu af vantrú, en eins og innan allra hópa leynast svartir sauðir sem enginn í félaginu vill láta kenna sig við. Gott dæmi eru barnaníðingar innan presta raða, enginn heilvita vill meina að prestar séu almennt barnaníðingar þó svo það hafi átt sér stað innan þeirra raða.

Ég er hinsvegar sammála Dawkins að ákveðnar uppeldisaðferðir strangtrúaðra foreldra séu ekkert nema ofbeldi gegn börnunum. Það er mjög mikill munur á að fræða börnin þín um hvað þú, foreldri þeirra, trúir og því að segja börnunum hverju þau eigi að trúa annars fari þau til helvítis. Að kenna þeim að myrða gyðinga, eða hata samkynhneigða er að mínu mati slæmur hlutur. Westboro kirkjan lýsir þessu kanski vel og kvikmyndin Jesus Camp. Það er áhorf á svona heimildir sem veldur því að trúlausir einstaklingar, eins og ég, fyllast viðbjóði.

Predikari (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 03:04

5 Smámynd: Mofi

Ari, ég þori ekki einu sinni að horfa á Jesus Camp, hreinlega hræddur við hvað ég mun sjá þar. Hver heldur þú að eigi að ráða því hverju foreldrar kenna börnunum sínum og hvernig ætti að framfylgja slíku?

Mofi, 9.8.2010 kl. 08:45

6 identicon

Mál barna eru alltaf flóknari og erfiðari heldur en mál fullorðinna. Við getum alltaf gert ráð fyrir að fullorðinn einstaklingur taki sjálfstæðar ákvarðanir, hvort sem hann ákveði að byrji í eiturlyfjum, vera rasisti, gangi í sérstrúarsöfnuð eða gerist kokkur þá getum við ávalt sagt að hann beri ábyrgð á gerðum sínum.

Börn hinsvegar segjum við og okkar lög að séu ekki fær um að taka sjálfstæðar ákvarðanir og eru alfarið í umsjá foreldra sinna og það gerir slík mál alltaf erfið, sérstaklega þegar um trúmál ræðir þar sem allur mótþrói samfélagsins gegn uppeldisaðferðum foreldranna er túlkaður sem fordómar.

Ég hef ekkert svar við spurningum þínum í rauninni, fyrir utan það að samfélagið verður ávalt að hafa augun opin.

Besta merkið samt um að foreldrar séu að neyða sínum boðskap uppá börnin er líklega ótti þeirra við utanaðkomandi áhrif. Ef foreldrið hefur áhyggjur af því að barnið noti internetið, eða hafi samskipti við fólk af öðrum trúarbrögðum eða trúlausa, ef foreldrið gefur barninu aldrei val eða möguleikann á því að ráða sínum skoðunum eða trú sjálft, þá er það líklega stærsta hættumerkið.

Predikari (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 16:28

7 Smámynd: Mofi

Ari, hárfín lína sem fólk er að ganga í þessum efnum, á milli þess að skerða trúfrelsi, að vera kúgunarvald og að vernda saklaus börn hins vegar. Ég tel ekkert nema eðlilegt að ríkið heimti af foreldrum að þau t.d. reyki ekki ofan í börnin sín því að það er sannað að það skaðar heilsu þeirra á mjög alvarlegan hátt. En... á maður að stoppa þar?  Hvað með óhollt fæði eða ekki nógu mikla hreyfingu og svo framvegis... þetta er bara mjög flókið mál.

Mofi, 9.8.2010 kl. 17:29

8 identicon

Enda vill ég forðast þau mál eftir bestu getu. Einblína á málefni fullorðinna einstaklinga og leyfa fróðari mönnum að takast á við málefni barna.

Predikari (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 03:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband