Þú skalt dæma

judgment_collections_attorn.jpgBiblían fjallar að mjög miklu leiti um hvað er rétt og hvað er rangt. Hún glímir t.d. við hver munurinn er á milli þess sem segist fylgja Guði en er ekki að ganga á Guðs vegum og þess sem raunverulega gengur á Guðs vegum.Varðandi "þú skalt ekki dæma" þá er ég búinn að glíma við það, sjá: Þú skalt ekki dæma

Byrjum á því sem Páll ritaði til Kórintumanna:

2 Kórintubréf 13:5 
Reynið yður sjálfa, hvort þér eruð í trúnni, prófið yður sjálfa. Gjörið þér yður ekki grein fyrir, að Jesús Kristur er í yður? Það skyldi vera, að þér stæðust ekki prófið. 

Við lesum sömuleiðis í 2. Tímóteusarbréfi 3. kafla þetta:

2 Tímóteusarbréf 3:5
Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar, en afneita krafti hennar. Snú þér burt frá slíkum! 

Svo út frá þessu eiga kristnir að dæma hvort að einhver sé sannur eða falskur. Ef það t.d. kemur til þinnar kirkju predikari sem hefur einkenni sem passa ekki við þann sem lætur orð Guðs leiðbeina sér þá er fullkomlega eðlilegt að taka því sem hann segir með miklum fyrirvara; vera á varðbergi gagnvart því sem hann kennir.

Páll tekur enn sterkar til orða í 1. Kórintubréfinu 5. kafla þegar hann segir:

1. Kórintubréf 5:9
Ég ritaði yður í bréfinu, að þér skylduð ekki umgangast saurlífismenn.
10  Átti ég þar ekki við saurlífismenn þessa heims yfirleitt, ásælna og ræningja eða hjáguðadýrkendur, því að þá hefðuð þér orðið að fara út úr heiminum.
11  En nú rita ég yður, að þér skuluð ekki umgangast nokkurn þann, er nefnir sig bróður, en er saurlífismaður eða ásælinn, skurðgoðadýrkari eða lastmáll, ofdrykkjumaður eða ræningi. Þér skuluð jafnvel ekki sitja að borði með slíkum manni.
12  Hvað skyldi ég vera að dæma þá, sem fyrir utan eru? Dæmið þér ekki þá, sem fyrir innan eru?
13  Og mun ekki Guð dæma þá, sem fyrir utan eru? "Útrýmið hinum vonda úr yðar hópi." 

Það er vægast sagt ekki lítið sem Páll krefst hérna af kristnum. Til þess að gera þetta þá er nauðsynlegt að geta opnað augun, metið viðkomandi út frá Biblíunni og ályktað hvort það er í lagi með hans kristnu göngu eða ekki.

Kannski virkar þetta mjög hart og ókærleiksríkt en er ekki möguleiki að kærleikur Guðs er meiri enn okkar yfirborðs kurteisi?  Við sem erum miklu frekar þannig að við metum meira að fólki líkar vel við okkur en að gera það sem Guð segir okkur að gera.

En hvað á maður þá að gera þegar maður sér að trúbróðir hefur merki þess að það er eitthvað að hans göngu með Guði? Ef að fyrstu viðbrögðin eru þannig að svona dómur þýði að maður hati viðkomandi eða vill losna við þá, þá er eitthvað mikið að hjartalagi þess einstaklings.  En á maður ekki bara að hugsa um sjálfan sig og hugsa um sína eigin trúargöngu og láta aðra um þeirra trúargöngu?  Er það virkilega kærleiksríkt að vera sama um þá sem eru í kringum sig?  Er það í einhverju samræmi við það sem við vorum að lesa í Biblíunni?  Svarið er augljóslega nei.

Hvað á maður þá að gera?  Ég vil ekki setja mig upp eins og ég viti svarið fyrir víst en langar að koma með nokkrar tillögur.  Fyrst tel ég að maður ætti að biðja fyrir viðkomandi. Síðan að biðja og lesa orð Guðs eins og maður væri að spyrja Guð spurningu, hvað get ég gert.  Í mjög mörgum tilfellum þá er maður ekki rétti aðilinn til að nálgast viðkomandi og tala við hann en ef maður kemst að þeirri niðurstöðu að maður ætti að tala við viðkomandi þá er slíkt mjög vand með farið. Kærleikur til viðkomandi verður að vera í fyrirrúmi og ef það er eitthvað sem er að minni kristilegu göngu þá er það skortur á kærleika. 

Læt Jakob eiga loka orðin:

Jakobsbréf 5:19 
Bræður mínir, ef einhver meðal yðar villist frá sannleikanum og einhver snýr honum aftur,
20  þá viti hann, að hver sem snýr syndara frá villu vegar hans mun frelsa sálu hans frá dauða og hylja fjölda synda.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Rósant

Á að gera nokkuð við því afbrigði Aðventista á Íslandi að ráða konu sem prest í Keflavík? Þekkist ekki annars staðar í veröldinni meðal Aðventista, að ég held.

Sigurður Rósant, 6.8.2010 kl. 21:07

2 Smámynd: Nonni

Frábært orð hjá þér Mofi, Guð blessi þig.

Nonni, 6.8.2010 kl. 23:06

3 Smámynd: Mofi

Rósant, það er þekkt á mörgum stöðum. Það er stjórn kirkjunnar að ráða þeim málum.

Nonni, takk og sömuleiðis :)

Mofi, 6.8.2010 kl. 23:20

4 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - Ef það t.d. kemur til þinnar kirkju predikari sem hefur einkenni sem passa ekki við þann sem lætur orð Guðs leiðbeina sér þá er fullkomlega eðlilegt að taka því sem hann segir með miklum fyrirvara; vera á varðbergi gagnvart því sem hann kennir.

Já, t.d. ef þessi predikari ber með sér að hann sé aðeins of mikið að laða peninga út úr safnaðarmeðlimum með 'betliháfinum', en minna fyrir að hjálpa þeim fátæku og sjúku, gæti þessi íslenska vísa passað við hann;

"Hans var jafnan höndin treg
að hjálpa smælingjonum.
Gekk þó aldrei glæpaveg,
en götuna meðfram honum."

Þessi hegðun passar ágætlega við predikara eins og Benny Hinn. Sem sagt. Stundar 'sýndarlækningar' og blekkingar, en halar inn peninga frá 'trúfíknum' almúganum.

Svipuð og álíka hegðun fyrirfinnst í öllum trúarsöfnuðum. Þess vegna er best, Mofi minn að velja það hlutskipti sem flestir velja, þ.e. að skipta sér ekki af ruglinu og setja í hlutlausan gír.

"Ef maður hrærir í skítnum, þá lyktar hann bara meira".

Þegar ég sem unglingur kynntist Aðventistum, Evangelísk Lútherskum, Hvítasunnumönnum, Spíritistum, Guðspekingum, Vottum Jehóva og Bahaíum, sá ég einmitt þessi einkenni sem þú veltir fyrir þér þessa dagana. Jafnframt rann upp fyrir mér sá sannleikur að 'guð' stæði ekki að baki þeirra 'helgirita''predikara' sem þeir vitnuðu í og veifuðu til að slá ryki í augu 'trúfíkins' almúgans.

Þess vegna er best að velja sér það hlutskipti sem ég hef valið mér. Nefnilega, að standa algjörlega utan þessara trúarhópa og kalla sig 'trúlausan' eða það sem er enn betra, 'trúfrjálsan'.

Við gætum sennilega sest niður og borðað og spjallað saman á léttu nótunum þegar þú hefur áttað þig á villu þessara 'guðsmanna'.

Ég í svínakjötinu en þú í kálmetinu.

Sigurður Rósant, 7.8.2010 kl. 12:46

5 Smámynd: Mofi

Rósant, ég hef fengið mjög mikið út úr því að hlusta á góða predikara og fyrir mig er frekar auðvelt að hunsa þá sem eru lélegir eða hreinlega vondir eins og Benny Hinn.

Á hverju byggir þú það að Guð stendur ekki á bakvið Biblíuna?  Þau rök sem ég hef hingað til heyrt hafa ekki verið góð svo vægt sé til orða tekið. Ég get vel skilið tortrygni í garð kristinna, mæli með slíku sjálfur, en fyrir mig er Biblían yndi að lesa og tel að aðeins Guð gæti verið á bakvið hana.

Að trúa á Guð og trúa að Biblían sé orð Hans og síðan standa fyrir utan trúar hópa... well, það hljómar oft mjög freistandi, því og ver og miður.

Mofi, 7.8.2010 kl. 13:55

6 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - Á hverju byggir þú það að Guð stendur ekki á bakvið Biblíuna?  Þau rök sem ég hef hingað til heyrt hafa ekki verið góð svo vægt sé til orða tekið.

Hví krefstu rökstuðnings við slíkri niðurstöðu all flestra sem kynnt hafa sér 'Biblíuuna' eða önnur 'helgirit'?

Ekki krefstu rökstuðnings ef einhver segir þér að hann trúi ekki sögum af álfum, draugum, Grýlu og Leppalúða, eða jólasveinunum.

Hér er um sams konar niðurstöðu að ræða, þó flestum verði það tiltölulega seint ljóst að sögum Biblíunnar megi líkja við þjóðsögur eða flökkusögur.

Rök eða dæmi sem ég og aðrir hafa nefnt á blogginu hingað til, hafa ekki haft mikil áhrif á steinrunna afstöðu þína. Trúaður maður er oft svo fastur í afstöðu sinni að líkja má við 'rótfast gamalt eikartré' sem aldrei færist úr stað þrátt fyrir lélegan jarðveg eða staðsetningu.

Orðið 'trú' er nefnilega komið af orðinu 'tré' eða 'rótfastur'. Afleidd mynd þessa orðs, 'trénaður', gæti vel passað við þá sem láta ekki sannfærast af rökum/dæmum hinna 'trúlausu' eða 'trúfrjálsu'.

En ég segi nú það sama og þú. Margir predikarar hafa margt gott fram að færa. Oft ágætis hugleiðingar um hvernig við getum verið betri við hvort annað og lifað hollu líferni eins og Aðventistar gera margir hverjir.

Sigurður Rósant, 7.8.2010 kl. 14:25

7 Smámynd: Mofi

Rósant, aðeins einhver sem hefur ekki hundsvit á Biblíunni líkir henni við þjóðsögur eða flökkusögur; dæmir þig hreinlega úr leik með því að segja það.

Ég þekki engann sem trúir á álfa, Grýlu eða jólasveininn svo líkingin á ekki við nein rök að styðjast. Þú aftur á móti lætur sem svo að þú hafir góð rök fyrir þinni afstöðu en ég sé þau aldrei.

Mofi, 7.8.2010 kl. 14:53

8 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - aðeins einhver sem hefur ekki hundsvit á Biblíunni líkir henni við þjóðsögur eða flökkusögur; dæmir þig hreinlega úr leik með því að segja það.

Ekki líki ég Biblíunni við þjóðsögur eða flökkusögur í heild, heldur -".. að sögum Biblíunnar megi líkja við þjóðsögur eða flökkusögur."

Smá munur þarna á orðalagi mínu og hvernig þú skilur það sem ég er að fullyrða.

En til viðbótar því sem ég hef skrifað áður, má segja að tilgangur margra sagna Biblíunnar hefur örugglega verið sá sami og tilgangur margra þjóðsagna og sagna af jólasveinum, Grýlu og Leppalúða. Nefnilega að fá börn og ungmenni til að haga sér skikkanlega og vera góð við hvort annað.

Trúaðir hafa smám saman samt farið að skilja þær sögur Biblíunnar sem 'guðs orð' án þess að geta sannað það eða fært nægilega sterk rök fyrir þeirri afstöðu.

Stór hluti íslensku þjóðarinnar trúir á tilveru álfa, en flest börn láta fljótlega af trú sinni á Grýlu og Leppalúða sem þó er innprentuð í svo til hvert mannsbarn frá blautu barnsbeini.

Stór hluti íslensku þjóðarinnar trúir líka að hægt sé að ná sambandi við látna vini og ættingja í gegnum miðla á miðils- og skyggnilýsingarfundum. Það geturðu sannfærst um á heimasíðu Sálarrannsóknarfélagsins þar sem t.d. eru nafngreindir 9 starfandi miðlar í þjónustu félagsins til að sinna 'trúfíknum' andatrúarmönnum.

Sigurður Rósant, 7.8.2010 kl. 16:45

9 Smámynd: Egill Óskarsson

Mofi: aðeins einhver sem hefur ekki hundsvit á Biblíunni líkir henni við þjóðsögur eða flökkusögur; dæmir þig hreinlega úr leik með því að segja það.

Þannig að þú ert hættur að nota það sem rök fyrir Nóaflóðinu að sögur af hamfaraflóðum eru til frá öðrum menningarsvæðum?

Egill Óskarsson, 7.8.2010 kl. 18:27

10 Smámynd: Mofi

Egill, nei, auðvitað ekki. Það væri eins og að hætta að nota gögn máli sínu til stuðnings og slíkt tel ég óendanlega heimskulegt.

Rósant,  þetta hjálpar ekki.  Hvernig væri að horfast í augu við raunveruleikan og afsanna spádóm Biblíunnar um Evrópu, myndin sem ég sendi þér?  Sýndu mér að þú getur tæklað svona og útskýrt af hverju þetta er ekki rétt með rökum og gögnum en ekki kjánalegum handaveifingum.

Mofi, 8.8.2010 kl. 12:23

11 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - Hvernig væri að horfast í augu við raunveruleikan og afsanna spádóm Biblíunnar um Evrópu, myndin sem ég sendi þér?  Sýndu mér að þú getur tæklað svona og útskýrt af hverju þetta er ekki rétt með rökum og gögnum en ekki kjánalegum handaveifingum.

Ég spilaði þenna CD disk einu sinni, en í annað sinn fór diskurinn að hiksta og hef ég ekki getað spilað hann aftur að neinu gagni, hvorki í PC tölvu, iMac tölvu né í DVD spilara fyrir sjónvarp. En það sem ég sá og heyrði þótti mér ekki betra en það sem Björgvin vinur okkar kom með í sínum fyrirlestrum. Áttu disk með fyrirlestrum Björgvins? Hitt er of mikil vinna fyrir mig. Er of latur til þess.

En þú veist að ég þekki túlkanir Aðventista mæta vel á þessum spádómum og hef sýnt fram á að það eru margir hnökrar á framsetningu þeirra í Daníelsbók og þar af leiðandi ekki nothæfir til túlkunar á einn eða neinn máta.

Sigurður Rósant, 8.8.2010 kl. 13:13

12 Smámynd: Mofi

Rósant, það er mjög svekkjandi... en, það dugar að rakka niður þessa hérna grein:  Uppfylltur spádómur Biblíunnar um sögu heimsins

Helst samt eitthvað sem fer ýtarlegra yfir þetta, eins og þetta hérna: http://www.mikeadkins.com/article/how-ancient-babylon-foretold-the-end-of-the-world-by-david-asscherick-part-1-of-6/



Þetta er í sex pörtum... ég hef ekki séð þig sýna fram á neina hnökra; ef þú getur gert grein þar sem þú sýnir fram á að þetta stendst ekki þá væri það magnað að mínu mati, aðalega vegna þess að ég tel það útilokað.

Mofi, 8.8.2010 kl. 14:29

13 Smámynd: Egill Óskarsson

nei, auðvitað ekki. Það væri eins og að hætta að nota gögn máli sínu til stuðnings og slíkt tel ég óendanlega heimskulegt.
Þannig að þú viðurkennir að sumar sögur í Biblíunni eru augljósar þjóð- og flökkusögur? 

Egill Óskarsson, 8.8.2010 kl. 14:47

14 Smámynd: Egill Óskarsson

Eða ok, til að nota orðalag sem er líklegra að þú getir fellt þig við: Þú viðurkennir að sumar sögur í Biblíunni eiga augljós líkindi í þjóð- og flökkusögum?

Egill Óskarsson, 8.8.2010 kl. 14:48

15 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - ...Þetta er í sex pörtum... ég hef ekki séð þig sýna fram á neina hnökra; ef þú getur gert grein þar sem þú sýnir fram á að þetta stendst ekki þá væri það magnað að mínu mati, aðalega vegna þess að ég tel það útilokað.

Að útbúa grein sem sýnir fram á að spádómarnir og túlkanir Aðventista á þeim stenst ekki , er líkt og að sýna reykingamanni fram á að nikótín sé skaðlegt. Hvort tveggja borin von. Margir hafa reynt en sannfærast fljótlega um, að hinn trúaði og reykingamaðurinn taka engum rökum.

Ég tel mikilvægara að vinna öðru vísi gegn svona trúarrugli, eða með því að benda stjórnvöldum og almenningi á hvernig saklaus börn eru látin nema þetta rugl, einungis vegna þess að það er trú foreldranna, vernduð með ákvæði um trúfrelsi í flestum stjórnarskrám þjóða, sem gerir foreldrum heimilt að iðka sína trú eftir sínum kenjum.

Kíkti á fyrsta hlutann hjá David Asscherick en gat ekki séð að hann færi neitt djúpt í spádóma Daníels, heldur lagði áherslu á að það hlyti að koma að endi þessa veraldar, því öll einkenni bæru þess merki, jarðskjálftar, styrjaldir, hryðjuverk o.s.frv.

Þetta er ekkert nýtt fyrir mér, en á ekki neina stoð í raunveruleikanum. Framtíðin á þessum sviðum gæti miklu frekar orðið á þá lund að Ísraelsríki yrði algjörlega eytt, þvert ofan í spádómstúlkanir Aðventista.

Múslimir hyggja örugglega á grimmilegar hefndaraðgerðir gagnvart Ísrael ef t.d. USA lætur til skarar skríða gegn kjarnorkuverum Írans svipað og Ísraelsmenn er þeir gerðu árás á kjarnorkuver Íraka 7. júní 1981 og nefnd var Operation Opera.

En ef Ísraelsríki verður eytt, má búast við harkalegum átökum millu hins kristna heims og múslima, jafnvel um alla veröld.

Hvernig kæmi þessi framvinda heim og saman við spádómstúlkanir Aðventista?

Sigurður Rósant, 8.8.2010 kl. 15:55

16 Smámynd: Mofi

Rósant, ég sé þig bara flýja burt frá raunveruleikanum, chicken? :)

Rósant
Hvernig kæmi þessi framvinda heim og saman við spádómstúlkanir Aðventista?

Það sem á eftir að gerast eins og Aðvent kirkjan skilur spádómana þá eiga Bandaríkin eftir að búa til einhvers konar eftirlíkingu á Kaþólsku kirkjunni. Má segja að slíkt er nokkvurn veginn þegar orðið til með kristilegum pólitískum samtökum í Bandaríkjunum. Síðan munu þau þvinga fólk til að halda sunnudaginn  heilagan, ásamt Kaþólsku kirkjunni og Evrópu. Ef þú sérð þetta gerast þá er líklegast mjög lítið eftir.  

Allt mögulegt getur gerst í kringum þetta en ég sé ekki Biblíuna fjalla neitt um það; sumir eru að vísu að reyna láta hina og þessa spádóma eiga við Ísrael nútímans en ég tel þá vera á villigötum. Samt alveg opinn fyrir því að ég er að misskilja það allt saman.

Mofi, 8.8.2010 kl. 16:28

17 Smámynd: Mofi

Egill
Eða ok, til að nota orðalag sem er líklegra að þú getir fellt þig við: Þú viðurkennir að sumar sögur í Biblíunni eiga augljós líkindi í þjóð- og flökkusögum?
Ef að þær raunverulega gerðust þá býst ég við því að leyfar af þeim eða einhvers konar bergmál af þeim séu að finna meðal annara þjóða.

Mofi, 8.8.2010 kl. 16:29

18 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - .....Síðan munu þau þvinga fólk til að halda sunnudaginn  heilagan, ásamt Kaþólsku kirkjunni og Evrópu. Ef þú sérð þetta gerast þá er líklegast mjög lítið eftir. 

Finnst þér það líklegt að Bandaríkin, Kaþólska kirkjan og Evrópulöndin sameinist um að þvinga S.D.Aðventista sem telja aðeins tæp 0,08% af öllum jarðarabúum, til að láta af laugardagshelgihaldi sínu?

Og kannski í ofanálag þvingi Gyðinga líka til að halda sunnudaginn heilagan í stað laugardagsins? Og ennfremur þvingi múslimi til að halda sunnudaginn heilagan í staðinn fyrir föstudaginn?

En hvað bendir til þess að þetta laugardagshelgihald S.D. Aðventista sé þyrnir í augum stjórnvalda í USA í dag?

Sigurður Rósant, 8.8.2010 kl. 17:18

19 Smámynd: Mofi

Rósant, það er snilldin við alvöru spádóma, að þeir rætist er ekki líklegt enda að spá fyrir um eitthvað sem er líklegt er ekki merkilegt. Snýst síðan ekki bara um aðventista heldur alla og þetta mun vekja marga af værum blundi. Þetta er það sem við lesum úr spádómum Biblíunnar, ekkert um hvað er líklegt eins og við erum að reyna að gíska á hvað mun gerast í framtíðinni. Sunnudags löggjöf eru aftur á móti eitthvað sem er þegar til og margir tala opinskátt um vilja til að setja þau á. Þetta er ekki spurning um aðventista heldur um sameiningu og þar munu einhverjir aðventistar ekki vilja láta af því að halda hvíldardaginn og það mun vera litið á það sem uppreisn gegn þessari sameiningu.

Mofi, 8.8.2010 kl. 17:45

20 Smámynd: Egill Óskarsson

Ef að þær raunverulega gerðust þá býst ég við því að leyfar af þeim eða einhvers konar bergmál af þeim séu að finna meðal annara þjóða.
Þú hefur án efa sannreynt það að sögurnar úr biblíunni eru eldri en hinar. En gott og vel, ef þú viðurkennir þetta af hverju bregstu þá svona illa við þegar bent er á að margar sögur í biblíunni eru líkar sögnum frá öðrum menningarsvæðum? Og þú skalt líka athuga að þetta hefur verið rannsakað töluvert og er langt í frá einhver ný hugmynd sem Rósant var að finna upp sjálfur. 

Egill Óskarsson, 8.8.2010 kl. 18:11

21 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - Sunnudags löggjöf eru aftur á móti eitthvað sem er þegar til og margir tala opinskátt um vilja til að setja þau á. Þetta er ekki spurning um aðventista heldur um sameiningu og þar munu einhverjir aðventistar ekki vilja láta af því að halda hvíldardaginn og það mun vera litið á það sem uppreisn gegn þessari sameiningu.

Framtíðin getur alveg eins haft í för með sér samræmingu á alls kyns mælieiningum svo sem fjarlægðum, tíma, massa og jafnvel lengd vikunnar.

Hver veit nema metrakerfið ráði í framtíðinni í stað viðmiðunar við fet, mílur o.s.frv?

Hver veit nema sólarhringnum verði skipt í 10 eða 20 klst í stað 24ra í dag?

Hver veit nema massi verði mældur í grömmum í stað únsum eins og nú tíðkast víða?

Hver veit nema vika framtíðarinnar verði 10 dagar í stað 7 núna.  Vinnuvikan verði 7 dagar og svo 3 hvíldardagar þar á eftir o.s.frv.?

Þetta og margt fleira getur orðið gjörsamlega á skjön við hugaróra trúaðra, spunna út frá ævintýralegum spádómstúlkunum þeirra á svokölluðum spádómum Daníelsbókar, Jeremía, Jesaja og Opinberunarbókarinnar.

Allar breytingar í framtíðinni hvað ofangreind atriði varðar, geta einmitt komið út frá skynsemis- og hagræðingarsjónarmiðum sem rannsóknir framtíðarinnar á skipulagi vinnu- og hvíldartíma manna, geta leitt í ljós.

Maðurinn er bara rétt nýbyrjaður að vinna sig út úr margra árþúsunda ringulreið óskipulags og ósamkomulags.

Sigurður Rósant, 8.8.2010 kl. 19:16

22 Smámynd: Sigurður Rósant

Viðhorfin breytast hratt á tækniöld, Mofi. Svona verður trúuðum foreldrum tekið í náinni framtíð, þ.e. þeim sem vilja menga börn sín á sínu trúarrugli, sem þau annars ættu að hafa alveg út af fyrir sig og stunda í einrúmi.

Sigurður Rósant, 8.8.2010 kl. 19:55

23 Smámynd: Mofi

Rósant, ég hef ekkert á móti því að einhver bendir á að sögurnar í Biblíunni eru líkar sögum annara þjóða. En að kalla þær þjóðsögur og flökku sögur er í raun að segja að þær eru lygi af því að þær eru flestar settar upp sem vitnisburður viðkomandi einstaklings. Eins og að Jeremía segist vera skrifuð af Jeremía, Daníelsbók segist vera rit Daníels sem var uppi á tímum Babelónar og lifði þar. Að segja að þetta eru flökkusögur er í rauninni að segja að þessi rit eru bara að ljúga.

Menn vita ekki uppruna einhverra flökkusagna en handritin sem Biblían er sett saman úr eru handrit sem ákveðnir einstaklingar skrifuðu og eru þeirra vitnisburður.

Mofi, 8.8.2010 kl. 20:01

24 Smámynd: Mofi

Rósant, er þetta það sem þú telur að eigi að gera?

Mofi, 8.8.2010 kl. 20:04

25 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, einmitt. Sýna trúboðum svipaða afstöðu og við sýnum reykingafólki í dag.

Sigurður Rósant, 9.8.2010 kl. 18:56

26 Smámynd: Mofi

Rósant, þá er mínum samskiptum við þig lokið. Ég ætla ekki að eiga samskipti við öfgafólk sem vill traðka á réttindum annara.

Vertu sæll.

Mofi, 9.8.2010 kl. 19:18

27 identicon

Finnst þér þá að fólki eigi að fá að reykja inni á veitinga og skemmtistöðum sem leyfa slíkt og nota eiturlyf heima hjá sér?

Kamui (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 01:23

28 Smámynd: Mofi

Kamui, nei.

Mofi, 10.8.2010 kl. 08:24

29 identicon

Er það ekki að traðka á réttindum annarra?

Kamui (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 12:28

30 Smámynd: Mofi

Kamui, ég reyki ekki svo ég upplifi það þegar fólk er að reykja á veitingastöðum að það er að traðka á mínum rétti til að lykta ekki af sígrettureyk og þurfa ekki að anda að mér einhverju sem veldur krabbameini.  Að nota eiturlyf heima hjá sér er óneitanlega dáldið að traðka á frelsi fólks en samfélagið hefur komist að þeirri niðurstöðu að það er betra fyrir samfélagið að banna þetta. Fólk hefur þá frelsi til að finna annað samfélag sem leyfir þetta en þau eru ekki mörg.

Mofi, 10.8.2010 kl. 12:41

31 identicon

Þannig að ef samfélagið kæmist að því að það væri betra að banna trúboð þá værir þú sáttur við það?

Og þetta með reykingarnar, þá er það réttur þess sem á veitingastað að ákveða hvort reykt er þar inni eða ekki - ekki þinn réttur - ef þú vilt ekki sitja í reyk þá sleppir þú því bara að setjast inn á veitingastað sem leyfir reykingar... þú sest ekki þar niður og krefst þess að þínum óskum sé fylgt..

Kamui (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 14:35

32 Smámynd: Mofi

Kamui, nei, þá myndi ég flytja úr landi.

Þetta með veitingastaðinn er gildur punktur. Ég hef samt marg oft sests niður og byrjað að borða og enginn var að reykja og síðan kemur einhver og byrjar að reykja. Þetta er ekki frekar flókið mál.

Mofi, 10.8.2010 kl. 14:51

33 identicon

Það væri ekki vandamál Mofi ef veitingahús væru bara reyklaus eða leyfðu reykingar - þú gætir þá borðað bara á veitingastöðum sem banna alfarið reykingar.

Annars var punkturinn sem ég var að reyna koma mér hérna að þú úthýsir Rósant fyrir að vilja traðka á réttindum sem þú vilt hafa en ert svo alveg sáttur við að traðkað sé á réttindum sem þú ert ekki fylgjandi

Þetta heitir hræsni

Kamui (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 15:56

34 Smámynd: Mofi

Kamui, hmm, ég vil ekki traðka á réttindum fólks til að reykja heldur vil ég verja minn rétt til að anda að mér hreinu lofti.  Þú hefur rangt fyrir þér hérna, því fyrr sem þú sættir þig við það, því betur mun þér án efa líða :)

Mofi, 10.8.2010 kl. 15:58

35 identicon

Þú ert að horfa á þetta frá vitlausum enda... þetta snýst um rétt veitingahúss eigandans til að gera það sem hann vill á sínum stað...

Ef þú kæmir heim til mín, inn á mitt heimili - finnst þér að þú værir í rétti til að banna mér að reykja þar inni?

Kamui (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 16:18

36 identicon

Er ekki verið að traðka á mínum réttindum Mofi ef ég má ekki opna veitingastað eingöngu fyrir reykingamenn?

Kamui (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 16:22

37 Smámynd: Mofi

Kamui, góður punktur; ég hafði rangt fyrir mér varðandi veitingastaðinn.

Mofi, 10.8.2010 kl. 16:23

38 Smámynd: Odie

Þá er möguleiki að þú sért sammála um að veitingarmaður mætti vísa blökkufólki frá.   

Svona eins og þegar guð vísar sínu liði frá fyrir að fá sér skinkusamloku eða rækjusalat.   Hvað þá epli.

Odie, 11.8.2010 kl. 15:24

39 Smámynd: Mofi

Odie, þetta er flókið mál. Í rauninni má alveg færa rök fyrir því en okkar samfélag hefur ákveðið að þá má ekki mismuna fólki vegna litar og trúarskoðana og sitthvað fleira. Eða er það kannski bara Bandaríkin?

Guð vísar engum frá vegna skinkusamloku eða eplis, Hann vísar þeim frá sem leita Hans ekki eða velja að hafna Honum og Hans lögum. Þá er það í rauninni ekki Guð sem hafnar heldur Guð sem virðir val viðkomandi einstaklings.

Mofi, 11.8.2010 kl. 15:32

40 Smámynd: Odie

Ok, Mofi.  Adam og Eva boðuðu ekki epli heldur banana.  Og hvað gerir karlinn?  Sparkar þeim úr Paradís.'

P.s.  Hann vill ekki að þú borðir skelfisk.  Það er bara bannað.

Odie, 11.8.2010 kl. 16:23

41 Smámynd: Mofi

Odie, við vitum ekki hver ávöxturinn er og það að borða kom málinu lítið sem ekkert við.

Mofi, 11.8.2010 kl. 22:16

42 Smámynd: Odie

Já það er satt Mofi.  Þú veist að sjálfsögðu alltaf hvenær um myndræna framsetningu er að ræða eða hreinan sannleika óskeikult og óbreitt.

Þannig að guðinn þinn útskúfar þeim sem hlýða ekki.  Einfaldara getur það ekki orðið. 

Odie, 12.8.2010 kl. 09:15

43 Smámynd: Mofi

Odie, ég fylgi bara minni sannfæringu um hvað er myndlíking og hvað er ekki myndlíking. Varðandi Eden þá einfaldlega stendur ekki hver ávöxturinn var.  Ég er ósammála framsetningunni að Guð útskúfi þeim sem hlýða ekki, frekar að þeir sem hlýða ekki eru að velja að vera fyrir utan. Vilja greinilega ekki tilheyra ríki Guðs með þeim reglum sem þar gilda; val sem allir hafa.

Mofi, 12.8.2010 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband