4.8.2010 | 11:10
Skiptir það máli hverju aðrir trúa?
Kannski er þetta skrítin spurning hérna á blogginu þar sem allir hérna virðast keppast um að sannfæra aðra um að þeir hafa rétt fyrir sér og að það skipti máli en sú skoðun að það skiptir ekki máli hverju annað fólk trúir má samt finna víða.
Langar að byrja á sögunni um Ota Benga, manninum sem var gerður að sýningagripi í dýragarði. Ota var dvergur frá Afríku sem var kynntur sem millistig milli manns og apa. Eftir að hafa verið læstur inn í búri og seinna meir orðið fyrir sí endurteknum áreiti af fólki í þeim dýragarði sem var orðið heimili hans þá framdi hann sjálfsmorð. Hérna má lesa sögu hans, sjá: Ota Benga
Þá er það spurningin, ætli Ota Benga hafi verið sama að fólk trúði því að hann væri ekki alvöru maður heldur eitthvað millistig sem mátti koma fram við eins og dýr?
Mín skoðun er að honum hafi alls ekki staðið á sama og hafi viljað að fólk kæmi fram við hann af sömu virðingu og það vill að annað fólk komi fram við sig.
Út frá boðskapi Biblíunnar þá skiptir trú þín og annarra máli því að náð og eilíft líf veltir á þinni trú. Út frá þessu þá getur það aðeins verið vegna þess að manni er alveg sama um annað fólk ef manni er sama hverju það trúir. Hatrið verður að vera frekar mikið til að hafa þessa kristnu trú en síðan vera sama þótt að annað fólk setur ekki trú sína á Krist. Oftast er samt örugglega um að ræða að viðkomandi trúir í raun og veru ekki boðskapi Biblíunnar, verst að þannig fólk er alltaf að flokka sig sem kristið sem vægast sagt ruglar utan að komandi varðandi hver boðskapur Biblíunnar er.
Jakobs bréf orðar þetta vel:
Jakobs bréf 2:14
Hvað stoðar það, bræður mínir, þótt einhver segist hafa trú en sýnir það eigi í verki? Mun trúin geta frelsað hann? 15Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi 16og eitthvert ykkar segði við þau: Farið í friði, vermið ykkur og mettið! en þið gefið þeim ekki það sem líkaminn þarfnast, hvað stoðar það? 17Eins er líka trúin ein og sér dauð vanti hana verkin.
18En nú segir einhver: Einn hefur trú, annar verkin. Sýn mér þá trú þína án verkanna og ég skal sýna þér trúna af verkum mínum
Ef að verk annarra skipta þig máli, sérstaklega ef þau verk eru að skaða þig þá er nokkuð greinilegt að trú annarra skiptir þig máli.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Trúmál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 803246
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Mofi
Í rauninni skiptir engu máli fyrir neinn hverju aðrir trúa. Það er hins vegar þegar trúin fer að hafa áhrif á hvað fólk gerir þegar það fer að skipta máli. Til dæmis þegar einhver ákveður að sprengja sig í loft upp fyrir 72 hreinar meyjar, eða 72 hvítar rúsínur, fer eftir því hvar litlu punktarnir eru staðsettir.
Ota Benga virðist hafa verið beittur miklum órétti, það er sorglegt. Menn voru haldnir ýmsum fáránlegum hugmyndum á þessum tíma og þær skiptu aðra máli. Það var til dæmis ekki hlutlaus trú að hvíti maðurinn hefði þá "kvöð" að "siðmennta" heiminn. Því trúðu menn hins vegar á 18. og 19. öld.
Svo svar mitt er tvíþætt, það skiptir engu hverju þú trúir fyrr en trúin fer að hafa áhrif á það sem þú gerir eða gerir ekki.
Omnivore, 4.8.2010 kl. 17:29
Omnivore, ég sé verk og trú sem eitthvað sem fer hönd í hönd. Ef þú t.d. trúir því að hvað aðrir trúa þá muntu ekki stunda neitt trúboð svo dæmi sé tekið. Ég sé mjög mikið af því hræðilega sem gerðist á síðustu öld afleiðing slæmrar trúar, eins og dæmið sem þú nefnir að menn ætluðu að "siðvæna" aðra menn.
Takk fyrir innlitið og athugasemdina.
Mofi, 4.8.2010 kl. 20:17
Ertu ekki enn og aftur að útvíkka merkingu hugtaksins "trú" yfir í "almenningsálit" eða "tíðaranda" eða eitthvað því um líkt, Mofi minn?
Sigurður Rósant, 4.8.2010 kl. 20:20
Rósant, þannig er orðið skilgreint í orðabókum og þannig notar venjulegt fólk orðið. Ég myndi samt ekki nota orðið trú til að tækla veraldlegar spurningar ( vonandi, gæti slysast til þess ) eins og hvort hægri beygja á rauðuljósi sé í lagi eða hvort væri öruggara, nagladekk eða harðkornadekk. Mér finnst eðlilegt að nota orðið trú yfir trúarleg efni eins og t.d. uppruna lífs og mannkyns og hvernig við eigum að hegða okkur. Í sögunni sem ég benti á þá var fólk sem virkilega trúði því að Ota Benga væri millistig milli manns og apa, væri í rauninni dýr og þannig réttlætti það sýna hegðun gagnvart honum. Vond trú sem bar vonda ávexti.
Mofi, 4.8.2010 kl. 20:42
Sæll M
Það var af trúarlegum ástæðum sem hvíti maðurinn taldi sig þurfa að "siðvæða" allan heiminn. Það var kristileg skylda að kristna fólk og koma þeim inn í nútímann. Það er aðgerð sem er upprunnin í trú.
Ég er ekki alveg sammála að trú og aðgerðir fari hönd í hönd. Fullt af fólki á íslandi til dæmis trúir á drauga og þess háttar án þess að það breyti neinu öðru í lífi þeirra. Nema kannski meiri myrkfælni.
Trú getur verið slæm, það er hins vegar rétt hjá þér. Vandinn er að sýna fram á hvenær trú hefur áhrif á aðgerðir fólks.
Omnivore, 4.8.2010 kl. 23:35
Omnivore, já, þarna er dæmi um trú sem hafði ákveðin áhrif. Ég persónulega tel að í mörgum tilfellum að boðun kristni hafði mjög góð áhrif á þau samfélög sem kristni barst til. Það er auðvitað síðan spurning hvort að margir kristnir rugla saman sinni menningu og það sem þeim finnst vera siðlegt við síðan þá kristnu trú sem Kristur bað þá um að boða.
Trú á drauga er ekki beint þannig að hún kallar á einhver verk, ekki endilega en samt undantekningar til eins og að fara til miðils eða stunda andaglas.
Mofi, 5.8.2010 kl. 01:57
Sæll Mofi
Rétt er það (varðandi draugana). Hún er dæmi um trú sem skiptir ekki máli, á meðan það breytir ekki hegðun þinni. Það er hins vegar þegar loddarar fara að hafa fé af fólki og misnota þá þessa trú sem ég set stopp merki.
Mér finnst það óafsakanleg hegðun og siðlaus.
Omnivore, 5.8.2010 kl. 09:38
Omnivore, þar sem ég trúi að draugar eru ekki til þá álykta ég að miðlar eru... loddarar. Ég aftur á móti trúi að ef fullorðið fólk trúir þessu og vill láta mata sig af þessari vitleysu þá vegna þess að við höfum trúfrelsi þá má fólk gera þetta fyrir mér. Við höfum líka tjáningarfrelsi svo ég vil endilega nota það til að segja að ég tel þetta vera eintómt húmkúk.
Mofi, 5.8.2010 kl. 10:53
Þar er ég algerlega sammála þér.
Ég myndi ekki banna þetta. Mér finnst ég hins vegar hafa fullan rétt á að gagnrýna þessa starfsemi og afhjúpa loddarana.
Omnivore, 5.8.2010 kl. 13:49
Í raun ætti að banna allt trúboð sem gengur út á það að innræta börnum lífsviðhorf sem þau svo losna ekki við nema með því að valda ættingjum og vinum leiða og vonbrigðum.
En á meðan stjórnarskrár flestra landa vernda trúarviðhorf og trúboð, verðum við að bíða í nokkra áratugi, hundruð eða þúsundir ára eftir að það renni upp fyrir stjórnvöldum og almenningi, sem hið eina rétta, þegar haft er í huga frelsi barns eða ungmennis til að ráða hverju það trúir.
Sigurður Rósant, 5.8.2010 kl. 17:55
Omnivore, akkúra.
Rósant, þetta er ekki svara vert.
Mofi, 5.8.2010 kl. 20:05
Sæll Sigurður
Ég er ekki sammála þér hvað þetta varðar. Börn eru alltaf börn foreldra sinna. Það besta sem við getum gert er að banna allt trúboð á kostnað ríkisins eða á vegum ríkisins. Til dæmis ætti ekki að boða trú í skólum eins og nú er gert.
Omnivore, 5.8.2010 kl. 20:18
Sæll Styrmir - Omnivore
Vissulega eru börn alltaf börn foreldra sinna. En hversu langt mega foreldrar ganga til að gera börn sín sömu trúar og þeir sjálfir eru?
Sumum foreldrum finnst það sjálfsagt að mega umskera drengi og stúlkur til að uppfylla skipanir guðs þeirra. Öðrum finnst sjálfsagt að innræta börnum sínum siðareglur sem hefta þau í að umgangast vini sína og kunningja með eðlilegum hætti. Hér er unnið markvisst að því að aðgreina fólk í stað þess að sameina.
Með óbreyttum hætti gerum við börnin smám saman þannig að þau geta ekki talað sama tungumál, né skilið hvort annað á fullorðinsaldri þó þau búi í sama sveitarfélagi, sama þorpi, sömu borg eða í sama stigagangi.
Eitt barnið heldur föstudaginn heilagan, annað laugardaginn og það þriðja sunnudaginn.
Ein stúlkan ber slæðu til að hylja hár sitt, önnur má ekki skera hár sitt og sú þriðja er alveg frjáls.
Ein stúlkan má aldrei taka í hönd karlmanns, annarri er gert að hlýða öllu sem karlmaður skipar henni og sú þriðja er alveg frjáls.
En hví kemur þú fram undir tveimur nöfnum, Styrmir?
Sigurður Rósant, 5.8.2010 kl. 20:55
Vissulega góðir punktar hjá þér.
Það æxlaðist í rauninni bara þannig að ég noti tvö nöfn, ég fer þó ekki leynt með mitt raunverulega nafn.
Það er að mestu vegna þess að Grefill var orðinn svo ofsafullur að hann hlustaði ekki á neitt sem ég sagði undir eignin nafni en gerði það einhverra hluta vegna þegar ég nota nafnið omnivore.
Það er líka fínt að hafa svona "umræðu sjálf" sem ég gef ákveðna eiginleika til að hafa taum á sjálfum mér. Markmiðið með því er að vera ekki með skítkast eða leiðindi. Þó að Vilhjálmur í bloggi sínu um hitler og jón gnarr hafi náð að espa mig upp.
Finnst þér það fásinna?
Omnivore, 6.8.2010 kl. 08:07
Rósant, þetta lyktar af fasisma hjá þér. Í rauninni þá er þetta svona hérna á Íslandi, það eru allir eins og þeir sem hafa aðrar skoðanir, sérstaklega trúarlegar skoðanir fara hljótt með þær vegna sérstaklega óumburðarlynts samfélags. Þú vilt að allir séu eins en ég vil að fólk fái frið til að vera eins og það vill vera og annað fólk sýni því skilning. Hitti einn bloggara fyrir nokkrum dögum sem sagði mér að hann hefði séð hvernig það er skoðunarkúgun í Evrópu en hefði ekki fattað það fyrr en hann bjó í Bandaríkjunum í eitt ár. Þegar hann byrjaði að lýsa þessu þá sá ég hvað þetta var satt hjá honum.
Mofi, 6.8.2010 kl. 11:52
Sæll Styrmir - Omnivore
Vænt þykir mér um að þér/ykkur þykir til um punktana sem ég lagði fram.
Mér finnst það ekki fásinna að þú tjáir þig undir tveimur nöfnum, en getur ruglað aðra í ríminu. Óþarfi finnst mér, fremur en tvískinnungsháttur í þínu tilviki. Hef reyndar ekki skoðað athugasemdir þínar.
Nú, finnst þér þetta lykta af fasisma? Er það andstæðan við einangrunarstefnu?
Mér finnst þetta líka eins og þú lýsir því, að samfélagið á Íslandi, já og reyndar í fleiri samfélögum, þannig að þeir sem hafa aðrar skoðanir og flestir, verði að fara hljótt með þær.
Það má t.d. ekki segja það við foreldri að manni þyki traðkað á rétti barns þeirra þar sem foreldri reykir inni á heimilinu eða í heimilisbílnum þar sem börn eru lokuð inni í reykfylltu rými og neyðast þannig til að anda að sér skaðlegum efnum vindlingareyksins.
Sama gildir um trúaða. Það má ekki nefna það við trúað foreldri að það sé að traðka á rétti barnsins með því að venja það á bænastundir, trúariðkanir foreldris eins og föstur, föstudags- eða laugardagshelgihald, sunnudagaskóla eða því um líkt.
En ertu að meina að það megi tjá sig meira um þessi mál í USA, Mofi?
Sigurður Rósant, 6.8.2010 kl. 16:17
Rósant, mér finnst það mjög ógeðfellt að láta sem svo að foreldri sem deilir sinni trú með barninu sínu er að traðka á rétti barnsins. Þetta er bara svakalega dapurlegt að lesa þetta.
Mofi, 6.8.2010 kl. 16:31
Ég held ég standi mitt á milli ykkar. Það eru vissulega dæmi um trúarbrögð sem eru svo klikkuð að það að boða börnunum sínum hana er andlegt ofbeldi. Eins til dæmis kaþólskan var þar til fyrir ekki svo löngu. Ég ætla ekki að dæma hverja trú fyrir sig en ég gæti ekki samþykkt að einhver ríkisstrjórn myndi banna foreldrum að boða trú sína til barna sinna.
Það er hættulegt, þó svo að þú meinir vel gæti það snúist upp í andhverfu sína og orðið mjög skaðlegt og ógeðfellt.
Hvað ef slík lög væru sett nema vísindakirkjan hefði lyklavöldin. Ég myndi í það minnsta vera lögbrjótur þar því það er fáránlegasta trú sem ég hef heyrt um.
Omnivore, 6.8.2010 kl. 16:47
Já, Mofi. Vissulega yrðu það dapurleg tíðindi fyrir trúað foreldri ef það stæði allt í einu frammi fyrir því að það mætti ekki deila trú sinni með barni sínu. En það þætti nikótínhrjáðu foreldri líka ef það mætti ekki lengur deila nikótíni í reykfylltri íbúð eða einkabíl lengur.
Ekki tíðkast það í okkar samfélögum t.d. að foreldri deili stjórnmálaskoðun með barni sínu og venji það í ofanálag að sitja þingflokksfundi. Þó eru einhverjar undantekningar til eins og gengur.
Ég held að þetta verði smám saman látið taka gildi eins og bann við reykingum á almannafæri. Þetta tekur allt tíma og krefst varkárni stjórnvalda hverju sinni.
Vísindakirkjan yrði að lúta sömu lögum eins og önnur trúfélög. En nú tíðkast það hugarfar að ekki megi blanda of mikið saman trúarsannfæringu og stjórnmálum. Þó er langt í land að það sé virt til fulls en kemur í áföngum eins og annað sem gott og sjálfsagt þykir.
Aðgreiningarstefnan er líka hættulegt fyrirbrigði. Þau samfélög sem hafa búið við aðgreiningarstefnu í margar aldir eiga í sífelldu stríði við alls konar öfgaöfl sem finnst á sér troðið. Sem dæmi má nefna Indland.
Ef fólk vill hafa einhverja trú, getur það haft hana fyrir sjálft sig eða í einhverjum lokuðum húsakynnum líkt og þekkist hjá Frímúrurum.
Sigurður Rósant, 6.8.2010 kl. 17:23
Þú bara veist að þetta er óheiðarlegt og fáránlegt hjá þér.
Jú, auðvitað tíðkast það og ekkert óeðlilegt við það.
Þetta er ógeðslegur boðskapur hjá þér Rósant. Ég vil ekki sjá svona á blogginu hjá mér, ef þessu linnir ekki þá verð ég að kveðja þig.
Mofi, 6.8.2010 kl. 17:45
Nú þykir mér þú orðinn viðkvæmur, Mofi. Eru einhverjar af mýkra kyninu að rugla í þér?
En ég get ekki séð framtíðina þróast í meiri aðgreiningu eins og margir trúaðir vilja. Það er einfaldlega of dýrt fyrir samfélög að reka skóla og stofnanir fyrir mismunandi trúarhópa. Það er skref afturábak, líkt og að skilja að hvíta og svart á ný í USA. Ekki viljum við það, Mofi?
Mér finnst boðskapur um enn meiri aðgreiningu fremur ógeðfelldur. Hvað finnst þér?
Sigurður Rósant, 6.8.2010 kl. 20:18
Nú þann 11. ágúst er að hefjast Ramadan föstumánuður múslíma um alla veröld. Foreldrar fasta frá sólaruppkomu til sólarlags alveg til 9. september.
Undanþágu fá þeir sem eru í erfiðisvinnu eða finna fyrir máttleysi, svima eða einbeitingu við sín störf. Ófrískar konur eða konur með börn á brjósti sömuleiðis. Börn þurfa heldur ekki að fasta.
En reyndin er þó sú að mörg börn vilja líkjast foreldrum sínum í hegðun og taka upp á því að fasta eins og foreldrarnir. Það bitnar á einbeitingu þeirra við skólanám einmitt í 4 fyrstu vikur skólabarna í grunnskólum.
Foreldrarnir vilja ekki banna börnum sínum að fasta, því þau ráða þessu sjálf.
Árið 2016 byrjar Ramadan um 6. júní og stendur til 5. júlí. Sólaruppkoma í löndum á norðurhveli jarðar getur verið um kl. 03:00 og sólsetur um kl. 24:00. Börnin sem betur fer ekki í skóla þennan tíma, en getur þú ímyndað þér Mofi að það sé leggjandi á nokkurn mann að svelta sig í 20 tíma á sólarhring í 4 vikur og kannski líka börn sem vilja endilega þóknast guði foreldra sinna?
Finnst þér ekki traðkað á rétti barnsins til að vera laus undan trúarinnrætingu af þessu tagi, Mofi?
Sigurður Rósant, 7.8.2010 kl. 21:03
Rósant, þú ert að boða hérna baráttu gegn trúfrelsi og mér býður við því. Og það í nafni trúleysis, þvílíkur brandari. Ef það er einhver trú sem ég vildi helst koma í veg fyrir að börn smitist af þá er það trú sem segir að lífið er tilgangslaust og innihaldi enga von um fram þetta líf; að gefa barni slíka trú er virkilega eitthvað sem ég lít á sem andlega misþyrmingu. En, ég samt virði rétt foreldris að ala barnið sitt eins og það vill.
Mofi, 8.8.2010 kl. 12:19
Ég held að trúleysingjar og trúfrjálsir haldi þessari sannfæringu fyrir sig en eru ekki að innræta sínum börnum þetta viðhorf.
Eins og ég hef sagt áður - Sannur trúleysingi boðar ekki sína trú.
Í þessu tilviki gildir reglan. Oft má satt kyrrt liggja.
En með síðustu yfirlýsingu þinni ertu sem sé að meina að þér sé alveg sama þó múslimir misþyrmi börnum sínum með því að kenna þeim með sínu fordæmi að svelta sig frá sólaruppkomu til sólarlags í heilar 4 vikur.
Sigurður Rósant, 8.8.2010 kl. 12:47
Rósant, ég held að það sé kolrangt enda sjáum við núna koma upp kynslóð af mjög hörðum guðleysingjum sem hafa lítið sem ekkert umburðarlindi gagnvart þeim sem hafa aðrar skoðanir en þeir. Hitti bara nokkra í Eyjum um daginn.
Ég tel að samfélagið verður að ákveða hvernig á að glíma við svona. Í sumum tilfellum er verið að tala um einstaklinga sem fara illa með börnin sín og þá getur ríkið haft þá opinberu stefnu að grípa inn í svo að fólk veit að hverju það gengur þegar það ákveður að búa í viðkomandi landi.
Annað dæmi er þegar um er að ræða stóra trúarhópa. Ef að t.d. Ísland ákveður að við erum ekki sátt við ákveðna hegðun múslima þá vita þeir það bara fyrirfram og geta þá ákveðið út frá því hvort þeir vilja búa hérna eða ekki. Ef þeir vilja búa hérna þá mega þeir ekki láta börnin sín fasta í 20 tíma, annars verða börnin tekin af þeim. Samfélagið verður einfaldlega að taka svona ákvarðanir og ef það tæki þá ákvörðun að ég mætti ekki kenna mínu barni ( á ekki börn en ef... :) mína trú þá yrði ég einfaldlega að flytja úr landi.
Mofi, 8.8.2010 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.