Vestmanneyjaferð

Eyjar 2Jæja, þá er mín Vestmanneyjaferð á enda og var alveg meiriháttar.  Það var vægast sagt brösótt að komast hingað.  Fartölvan bilaði sem ég ætlaði að taka með mér, kvöldið fyrir brottför og sömuleiðis farsíminn.  Þar sem að farsíminn minn er mín vekjaraklukka þá þurfti ég að ná í eitthvað forrit til að vekja mig. Það sannarlega vakti mig því það var forritað þannig að það hringdi með þvílíkum hávaða á hálftíma fresti!  Ég var ný sofnaður þegar forritið gerði mér þennan grikk.  Síðan þegar kom að því að ná í félagana þá bilaði skottið á bílnum, aldrei gerst áður svo allir sátu grafnir undir farangri alla ferðina og allt leit út fyrir að ég yrði að fara til Eyja farangurslaus. En þetta reddaðist á bílaplaninu hjá Landeyjahöfn. Gaman að vita hvort ég fái þúsund kallinn til baka sem ég borgaði fyrir að fá að leggja bílnum mínum þarna.

Áætlunin var að vera með samkomu í Eyjum og ég átti að predika og síðan vera með smá boðun í Vestmanneyjum á hvíldardaginn. Ræðan gekk ágætlega vona ég, ég talaði um hátíðir Guðs í Gamla Testamentinu og hvernig þær rættust í dauða og upprisu Krists.   Síðan fórum við út í bæinn með bæklinga og DVD diska og ætluðum að bjóða þeim sem höfðu áhuga. Tveir í hópnum voru með spurningar sem þeir lögðu fyrir gangandi vegfarendur en þær voru:

  • Hve margar bjórtegundir kanntu
  • Hve mörg af boðorðunum tíu kanntu
  • Trúir þú á Guð
  • Heldur þú að þú færir til himna. 

Allir tóku þessu mjög vel og höfðu gaman af. Fyrst hafði fólk ekki mikinn áhuga en þegar við buðum þeim miljón dollara fyrir að taka þátt þá byrjaði boltinn að rúlla.  Hérna má sjá seðilinn, sjá: Million dallar bill.  Þetta er að vísu ekki alveg seðillinn og við vorum með en mjög líkur honum.

Með þessu þá áttum við skemmtilegt spjall við marga og allir voru vingjarnlegir og virtust bara hafa gaman af.  Gaman af þeim sem sagði að eitt af boðorðunum var að virða eigin konu náunga þíns. Kærastan var ekki alveg á því að þetta væri eitt af boðorðunum tíu.  Töluðum við einn lögreglumann sem leist ekkert á himnaríki því að þá yrði hann atvinnulaus. Ég benti honum á að hann hlyti að finna eitthvað að gera en hann bara brosti og fór.

Náttúran er alveg frábær í Vestmanneyjum og við gengum á þó nokkur fjöll.  Vestmanneyjar mega eiga það að nýja sundlaugin þeirra er líklegast sú besta á landinu. Rennibrautirnar algjör snilld og toppa allt sem er í Reykjavík; nokkrir af hópnum urðu að litlum börnum og gátu ekki hætt!  Ég sýndi aðeins meiri stillingu en þetta var bara of gaman.

Eitt af því sem stendur upp úr ferðinni er flugeldasýningin. Ég og tveir aðrir vinir mínir klifruðu upp fjall fyrir ofan dalinn og horfðum á sýninguna þaðan. Þetta var eitt mesta sjónarspil sem ég hef séð á ævinni!  Hvernig fjöllin nötruðu við sprengingarnar og hvernig flugeldarnir lýstu upp reykinn sem fyllti dalinn lét mér líða eins og ég væri staddur í miðri Opinberunarbókinni. 

Jæja, báturinn fer eftir klukku tíma svo best að taka saman og drífa sig.


mbl.is Metfjöldi gesta í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Gíslason

núna lýst mér á þig. Þetta er náttúrulega fallegasti staður á landinu   ég vill meina að Vestmannaeyjar séu meginlandið og "norðurey" sé bara stærsta eyjan í Vestmannaeyja klasanum Ég var örugglega að fylgjast með þér í gær, var einmitt að spá hverjir væru uppi a fjalli

Jónatan Gíslason, 1.8.2010 kl. 16:30

2 Smámynd: Mofi

Jónatan, ég hef aldrei búið í Eyjum en mamma og pabbi eru þaðan; mjög fallegur staður. Heyrði í nokkrum krökkum í sundi tala um hvað væri gaman að vera í útlöndum :)  

Mofi, 1.8.2010 kl. 19:36

3 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - Þetta var eitt mesta sjónarspil sem ég hef séð á ævinni!  Hvernig fjöllin nötruðu við sprengingarnar og hvernig flugeldarnir lýstu upp reykinn sem fyllti dalinn lét mér líða eins og ég væri staddur í miðri Opinberunarbókinni. 

Svei mér þá, ef þessi yfirlýsing er ekki sú besta sem ég hef lesið um upplifun guðsmanns er kemur af fjöllum. Nema hvað ég hefði haldið að þér hefði trúlega liðið eins og Móse er hann kom niður af fjallinu forðum daga og sá mannskapinn skemmta sér eins og lesa má í 2. Mós. 32. 19-20.

19En er Móse nálgaðist herbúðirnar og sá kálfinn og dansinn, upptendraðist reiði hans, svo að hann þeytti töflunum af hendi og braut þær í sundur fyrir neðan fjallið.

    20Síðan tók hann kálfinn, sem þeir höfðu gjört, brenndi hann í eldi og muldi hann í duft og dreifði því á vatnið og lét Ísraelsmenn drekka.

Fannstu ekkert fyrir reiði svipaðri og lýst er hér að ofan, Mofi?

Sigurður Rósant, 1.8.2010 kl. 20:18

4 Smámynd: Mofi

Rósant, ég hefði reiðst ef þetta hefði verið hópur að aðventistum að drekkja og djúsa en þar sem um er að ræða fólk sem er ekki aðventistar þá fann ég aðeins fyrir löngun að deila með þeim minni trú.

Mofi, 1.8.2010 kl. 20:29

5 Smámynd: Sigurður Rósant

Það eru alltaf nokkrir fullorðnir og sjálfstæðir Aðventisar þarna inn á milli á hörku fylleríi og svo nokkrir krakkar Aðventista sem fara á svona hátíðir og innbyrða það sama og flestir aðrir. Sleppa kannski skinkuáti.

Láttu mig þekkja þetta, Mofi minn.

Sigurður Rósant, 1.8.2010 kl. 20:56

6 Smámynd: Mofi

Jú jú, mikið rétt. Einn vinur minn var þarna og er þarna og er skírður aðventisti. Mín viðbrögð eru samt frekar að óska þess að hann finndi annan veg í lífinu en fylleríið en frekar það en einhver reiði.

Mofi, 1.8.2010 kl. 21:08

7 Smámynd: Sigurður Rósant

Auðvitað. Hún er alveg óskiljanleg þessi reiði sem aumingja Móse þjáðist af. Samt var hann nú eins konar flóttamaður vegna manndráps er hann framdi í mikilli reiði.

Sigurður Rósant, 1.8.2010 kl. 21:23

8 Smámynd: Styrmir Reynisson

Skemmtilegur pistill hjá þér. Ég hló nú að óförum þínum í illsku minni og datt í hug að athuga hvort þú héldir ekki bara að þetta væri guð vinur þinn að reyna að spara þér ferðina.

Annars líst mér vel á þetta framtak. Það er alltaf gott að hrista upp í hugsun fólks.

Ég er hræddur um að ég þekki svona 100 sinnum fleiri bjóra en boðorð en ég þekki megin boðskap þeirra.

Styrmir Reynisson, 1.8.2010 kl. 22:38

9 Smámynd: Mofi

Rósant, ég skil Móse mjög vel.

Styrmir,  takk :)    það sannarlega hvarlaði að mér að Guð væri að gefa mér hint um að þetta væri slæm hugmynd.  Metið í að þekkja marga bjóra var 26 minnir mig svo þú þyrftir aðeins að kunna 0,27 boðorð til að eiga metið :)

Mofi, 1.8.2010 kl. 23:54

10 Smámynd: Jónatan Gíslason

ég er fæddur og uppalinn! bý reyndar ekki þar núna en öll fjölskyldan er hér og ég get alveg samþykkt að það er gaman í "útlöndum"

Jónatan Gíslason, 2.8.2010 kl. 02:07

11 Smámynd: Mofi

Mofi, 2.8.2010 kl. 09:21

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta er með þeim skemmtilegri hrakfallabálka greinum sem ég hef lesið Dóri minn! En ég vona að þetta hrakfallatrúboð þitt hafi farið vel á endanum!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.8.2010 kl. 13:14

13 Smámynd: Mofi

Takk Haukur :)    Þetta var frábær ferð og ég bara vona að ég get endurtekið þetta með jafn miklum látum með jafn góðum vinum aftur!

Mofi, 4.8.2010 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband