24.7.2010 | 10:04
Geta guðleysingjar farið í heilagt stríð?
Þar sem aðal trúarbrögð Norður Kóreu eru búddismi og Konfúsíusismi þá virkar frekar skrítið að ætla að fara í heilagt stríð. Þessi trúarbrögð trúa ekki á tilvist Guðs svo þá kemur spurningin, geta guðleysingjar farið í heilagt stríð?
Ég hef alltaf tengt heilagleika við Guð en kannski er það misskilningur hjá mér.
Að vísu samkvæmt wikipedia þá kenna skólar í Norður Kóreu að Kim Jong og pabbi hans komu frá himnum ofan og eru nokkurs konar guðir; að minnsta kosti er Kim Jong ýkt góður í gólfi, sjá: Kim Jong-il: Best Golfer in the World
Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvað gerist þarna milli Norður og Suður Kóreu og bara vona að þetta endi vel og vonandi losnar almenningur Norður Kóreu undan þessu einræðisherra fyrirkomulagi.
N-Kórea hótar heilögu stríði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Trúmál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafa kristnir menn einkrétt á því að eitthvað sé þeim heilagt?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.7.2010 kl. 12:32
Axel, ekki svo ég viti.
Mofi, 24.7.2010 kl. 13:19
sæll Mofi
ég lít þannig á að ekki fæst friður með ofbeldi og heilagt stríð er það stríð sem Guð heyjir sjálfur gegn óréttlætinu og gegnum bænir okkar.
við eigum að launa illt með góðu. annað er á Guðs valdi og í Guðs hendi, það segir hann sjálfur í Orði sínu.
Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 13:22
Ef kristnir, muslimir, Búddistar, Hindúar eða aðrir stórir trúsöfnuði segja okkur trúleysingjum stríð á hendur, þá erum við að sjálfsögðu lentir í "heilögu stríði", er það ekki, kæri Mofi?
Sigurður Rósant, 25.7.2010 kl. 14:13
Helga, já, mikið rétt. Spurning hvort þú ert að vísa til þess sem Páll segir en það eru með mínum uppáhalds versum, vers sem fara á móti mínu eðli en ég veit að eru rétt og til þess að sækjast eftir.
Mofi, 25.7.2010 kl. 14:44
Rósant, já, lentir í en gætu guðleysingjar efnt til heilags stríðs á móti múslimum að fyrra bragði?
Mofi, 25.7.2010 kl. 14:45
Sigurður Rósant, 25.7.2010 kl. 14:57
Ef við heimtum að illgresiseitrinu Casoron sé miskunnarlaust beitt gegn arfa og illgresi í kringum rósir, þá deyja rósirnar líka.
Þannig er því líka farið með okkur trú-/guðleysingja. Þess vegna höfum við enga ástæðu til að segja trúuðum stríð á hendur. Þeir berjast innbyrðis en þora ekki að ráðast á okkur rósirnar vegna hinna oddhvössu þyrna sem við höfum.
Sigurður Rósant, 25.7.2010 kl. 15:12
Þetta meikaði ekkert sens :)
Mofi, 25.7.2010 kl. 15:28
Nú, hvar eru trú-/guðleysingjar í þessari veröld staðsettir sem eitt sameinað afl með stríðsmaskínu á bak við sig, tilbúnir að ráðast gegn stríðsmaskínum kristinna, búddískra,múslimskra eða hindúískra ríkja, að fyrra bragði eins og þú vilt meina?
Eru grillurnar í hausnum á þér, Mofi, eitthvað að stíga þér til höfuðs?
Sigurður Rósant, 25.7.2010 kl. 17:25
Ég er hræddur um að fátt "meiki sens" í henni Norður-Kóreu.
Það er ekki beint hægt að kalla það sem fólki er kennt þar annað en trúarbrögð. Þetta land er í rauninni bara risa stór sértrúarsöfnuður sem trúir á Kim Jong Il og Kim Il Sung. Þeir eru "heilagir" á einhvern hátt og til dæmis er faðirinn enn forseti. Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist þegar Kim Jong il er dauður, sem gerist fjótlega, og sjá hvoer þeir fái þrenningu.
Það er í sjálfu sér mótsögn að lýsa yfir heilögu stríði ef þú ert guðlaus. En ef þú sjálfur ert guð hlítur það að vera heilagt ef þú fyrirskipar það. Það er ótrúleg þvælan sem vellur upp úr stjórnvöldum þarna.
Styrmir Reynisson, 25.7.2010 kl. 18:21
Finnst þér ekki eitthvað bogið við svona yfirlýsingu, Mofi? Geta trúarbrögð trúað einhverju? Á lesandinn bara að vita hvað þú ert að meina?
En Búddistar og Konfúsíistar hafa bara aðeins öðru vísi guðshugmynd en kristnir, Gyðingar og múslimir. Engu að síður eins konar 'alheimsorku' eða 'alheimsafl' sem stjórna allri tilverunni og geta jafnvel ráðið örlögum einstaklinga eins og þið eingyðistrúarmenn gera.
Þar af leiðandi er það villandi að tala um að Búddistar og Konfúsíistar séu 'guðleysingjar' eða 'trúleysingjar'.
Sigurður Rósant, 25.7.2010 kl. 19:28
Rósant, ennþá minna sens, hvert ertu að fara með þessu?
Styrmir, þetta er magnað dæmi. Ég býst við að fyrst þeir eru hálfgerðir guðir þá geti þeir lýst yfir heilögu stríði. Ég var aðalega að velta fyrir mér hvað þarf til að fara í heilagt stríð; mín tilfinning er að það hljóti að vera einhvers konar guðdómur á bakvið slíkt en ég hef ekki meira en einhverja tilfinningu til að styðja það.
Kannski illa orðið; hefði frekar átt að segja "aðhyllast"...
Ég veit ekki betur en þetta er eitt af þeirra trúar atriðum, þ.e.a.s. að alheimurinn var ekki skapaður af neinum guði, sjá: http://www.religionfacts.com/buddhism/beliefs/basic_points.htm
Mofi, 25.7.2010 kl. 21:18
Skv. þessum yfirlýsingum mætti halda að þú hafir rétt fyrir þér. En ég hef kynnst nokkrum Búddistum og þeir tala alltaf um eins konar 'alheimsorku' eða 'samsara' eins og það er kallað. Ef þú lest yfir þá skilgreiningu sem Wikipedia gefur, þá sérðu kannski það sama og ég. Þarna er verið að tala um eins konar 'Heilagan Anda' eða 'Guð'. Ég sé engan mun á skilgreiningu kristinna á því hvað er 'Heilagur Andi' og þessari skilgreiningu á 'samsara'.
Fyrir mér er þetta sami grautur í sömu skál.
Sigurður Rósant, 26.7.2010 kl. 18:02
Rósant, þú sérð muninn á persónu og síðan bara einhverju afli eins og vatnsafli eða rafmagni er það ekki?
Mofi, 26.7.2010 kl. 20:22
Að sjálfsögðu sé ég mun á persónu og einhverju afli eins og þú nefnir.
En ef þú talar við trúaða, t.d. múslimi, getur þú fengið það svar að það viti enginn hvað 'guð' er, og þess vegna er rangt að reyna að gera myndir af 'guði', eða skilgreina hann á einhvern máta.
Þá ertu kominn skref í átt til hugsunarháttar Búddista, Confúsísta o.s.frv.
Hvernig skilgreinir þú t.d. 'Heilagan Anda'? Og svo fullyrðinguna um að allar syndir verði þér fyrirgefnar, en lastmæli gegn Heilögum Anda verði þér ekki fyrirgefnar?
Vangaveltur um þessar spurningar leiða mig t.d. að því sem ég hef sagt áður. "Sami grautur í sömu skál".
Meikar þetta 'sens' fyrir þér?
Sigurður Rósant, 26.7.2010 kl. 20:48
Ég myndi segja að það er nauðsynlegt að skilgreina hvað átt er við Guð. Gamla Testamentið gefur nafn Guðs Jahóva og síðan lýsir hvernig Hann er og hvað Hann vill og svo framvegis. Lýsing á persónu. Heilagur Andi er líka persóna og Guð eins og Jesú og Jahóva. Ekki beint fyrir menn að skilja Guð til hlýtar. Lastmæli gegn Heilögum Anda skil ég þannig að Heilagur Andi talar til allra manna og þegar þeir loka á Hann þá er það það sem kallað er lastmæli gegn Heilögum Anda. Já, ég viðurkenni að ég hérna er um túlkun að ræða sem gæti hæglega verið röng.
Fyrir utan að komandi horfir úr fjarlægð þá líta margir einstalingar eins út; þarft að nálgast viðkomandi og kynnast honum til að sjá muninn á einni persónu frá annari.
Mofi, 26.7.2010 kl. 20:59
Vaknaðu upp, Mofi. Rósant kemur með rósa yfirlysing:
"Við guðleysingjar/trúleysingjar erum sem fagurlitaðar rósir með þyrnum innan um arfann og illgresið. Njótum bara góðs af nærveru ykkar trúaðra sem haldið jarðveginum rökum og komið í veg fyrir uppblástur."
Hér viðurkennir hann að trú þinn er nauðsýnleg (fyrir hann). Þú haldir "jarðveginum rökum og komið í veg fyrir uppblástur." Fallegt, ekki satt? Ég helt samt að Rósant var búinn drekkja of mikið þegar hann skrifaði það. Hann áttir sig kannski ekki á því að rósin blómstrar stutt og kannski kemur annan fræ sem nota goðs af jarðvegi þínum. Hó, hó.
Jakob Andreas Andersen, 27.7.2010 kl. 23:55
Jakob, lol, vá, hvernig gat ég misst af þessu :)
Mofi, 28.7.2010 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.