23.7.2010 | 15:36
Lexía - réttlæting fyrir trú
Eitt af því sem mér þykir mjög vænt um í Aðvent kirkjunni er lexían. Þetta er tími þar sem meðlimir tala saman um eitthvað ákveðið efni þó að það sé ekkert heilagt og umræðurnar fara oft um víðan völl. Það er nokkuð magnað að hugsa til þess að sirka 16 miljón manns sem tilheyra Aðvent kirkjunni gætu fræðilega verið að lesa sömu lexíuna á sama tíma.
Ég verð með lexíuna í Reykjavík á morgun ( 24. júlí - Ingólfsstræti 19 klukkan ellefu) og allir velkomnir.
Lexían að þessu sinni fjallar um réttlætingu fyrir trú. Minnisversið er að finna í Rómverjabréfinu 3:28 "Vér ályktum því, að maðurinn réttlætist af trú án lögmálsverka."
Þessi tenging milli náðar, verka og lögmáls hefur verið eitthvað sem kristnir hafa glímt við í mörg hundruð ár. Í Rómverjabréfinu er Páll að glíma við þetta mál og þá sérstaklega við þá hugmynd margra gyðinga að þeir gætu réttlætt sjálfan sig með því að halda lögmálið.
Þægileg útskýring á þessu gæti verið á þessa leið: þú ert að keyra milli Keflavíkur og Reykjavíkur og ert að flýta þér og þú keyrir hraðar en leyfilegt er. Lögreglan mælir þig á 120 km og stöðvar þig. Þegar þú ert inn í bílnum og búinn að skrúfa niður rúðuna og löggan ásakar þig um að hafa keyrt á 120 km; er þá rökrétt að benda á umferðaskiltið sem segir 90 km og biðja það um hjálp? Eina sem umferðaskiltið gerir er að segja þér hvað þú hefðir átt að gera en það getur ekkert gert í því að þú braust lögin. Það er svipað með lögmál Guðs, það réttlætir okkur ekki heldur sakfellir; bendir á það sem við hefðum átt að gera en gerðum ekki.
Út frá þessu þá segir Páll að við getum orðið saklaus frammi fyrir Guði í gegnum trú. Að vegna þess sem Jesú gerði á krossinum þá er búið að borga gjaldið fyrir þín afbrot og réttlæti Krists verða þitt. Það mun vera eins og þú hafir aldrei gert neitt rangt og getur þannig öðlast eilíft líf. Það má segja að þetta eru góðu fréttirnar sem Guð hefur beðið kristna menn að boða um allan heim; að það er búið að sigra dauðann.
En síðan flækjast málin og hvíldardagurinn er gott dæmi um það. Margir kristnir sem eru ekki aðventistar saka aðventista um að reyna að réttlæta sjálfan sig með því að halda hvíldardaginn. Þetta er samt frekar öfugsnúin lógík. Það er ekki eins og að aðrir kristnir reyni að réttlæta sig með því að leggja nafn Guðs ekki við hégóma eða að drýgja ekki hór og þannig öðlast réttlæti Guðs. Að brjóta lög Guðs eftir að hafa fengið fyrirgefningu er að traðka á blóði náðarinnar ( Hebreabréfið 10 ).
Páll glímir við þetta á margvígslegan hátt í Rómberjabréfinu, eitt gott dæmi er þetta hérna:
Rómverjabréfið 6
1Hvað eigum vér þá að segja? Eigum vér að halda áfram í syndinni til þess að náðin aukist?
2Fjarri fer því. Vér sem dóum syndinni, hvernig ættum vér framar að lifa í henni?
Það er margt hérna til að skoða og kafa dýpra í. Sérstaklega það sem Biblían segir um helgun. Að Guð vill umbreyta þeim sem koma til Hans. Hann vill endurgera samvisku viðkomandi út frá orði Guðs. Hérna falla margir, þeir vilja tilheyra Guði en vilja ekki lúta valdi Guðs. Vilja fara sínar eigin leiðir og ekki hlýða því sem orð Guðs biður þá um að gera. Þetta er löng ganga og alltaf virðist vera eitthvað nýtt sem Guð bendir manni á sem þarf að fara betur og þá þarf hugarfarið að vera í lagi og alltaf að vera tilbúinn að segja "allt í lagi, Guð þú ræður".
Hérna er hægt að sjá fyrirlesara að nafni Doug Bachelor fara yfir lexíuna: http://www.amazingfacts.org/Television/CentralStudyHour/tabid/76/Default.aspx
Síðan sjálf lexían á ensku, sjá: http://www.ssnet.org/qrtrly/eng/10c/less04.html
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitt sinn kenndi ég vini mínum lexíu, en hvorki guð né ésú komu að því :)
Brjánn Guðjónsson, 23.7.2010 kl. 17:28
Miðað við að mannkyn teljist 6.000.000.000 í dag eru þetta aðeins um 0,27% sem álpast til þess að lesa þessa lexíu.
Finnst þér það magnaður fjöldi, Mofi?
Mér finnst hins vegar dapurlegt að þarna geti verið um 5 milljónir barna og unglinga undir 18 ára aldri sem lepja þessa lífslygi í sig.
Hver er réttur barna til að sleppa við eina trúarinnrætingu umfram aðra hjá Aðventistum, Mofi?
Sigurður Rósant, 23.7.2010 kl. 18:18
Brjánn, Guð kemur að öllu Brjánn :)
Rósant, sú trúainnræting sem ég er mest á móti er guðleysis trúin. Þetta er síðan aðeins fólk að útskýra fyrir öðrum hvernig það sér heiminn fyrir sér, það sem það telur vera satt. Ef það er rétt þá von í þessum heimi og fólk eins og þú að leiða fólk til eilífrar glötunnar.
Ertu virkilega svona sannfærður Rósant?
Mofi, 23.7.2010 kl. 18:49
Ég er sammála þér í því, Mofi, að "guðleysis trú" á ekki að halda að börnum né ungmennum.
Það á einfaldlega að sleppa börnum og ungmennum við innrætingu af hvaða tagi sem er ef það snertir eitthvað sem varðar trú, stjórnmálaafstöðu, þjóðernisást, kynþáttahatur eða -isma af hvaða tagi sem er.
Ég hef kosið að beita mér ekki gegn sannfæringu barna eða ungmenna, en fullorðið fólk sem ber á borð fyrir mig lífslygi af fyrrnefndu tagi, reyni ég að tæla til falls frá sinni sannfæringu.
Svo sannfærður er ég um ósannindi þín sem annarra, Mofi minn.
Sigurður Rósant, 23.7.2010 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.