Morgurmatur Mofa

cereal.jpgÉg er búinn að vera í gegnum árin að reyna að bæta morgunmatinn minn. Reyna að byrja daginn eins hollan og ég get. Svo, hérna er hann:

  • Lýsi, nóg af omega 3 fitusýrum.
  • D vítamín pillur, við fáum svo lítið af því í gegnum sólarljós hérna á Íslandi að það er full þörf á að fá smá auka d vítamín.
  • Kreatín... ef þú ert að æfa þá er þetta mjög gott.
  • Vatn, blandað sítrónu safa ( tvær matskeiðar ) og rauður pipar. Á að vera...hreinsandi.
  • Hörfræ, ég mala í kaffikvörn góðan slatta af hörfræjum og set í vatn og renn því niður. Meiri trefjar hjálpa manni að grennast en það er margt fleira gott við hörfræ.
  • Súrmjólk með slatta af hveitikím í. Hveitikím er fullt af próteinum og næringu, þetta er meira en nóg til þess að ég verð ekki svangur fyrr en í hádegismatnum.  Ég bæti vanalega smá púðursykri til að bragðbæta og þegar ég vil vera góður við sjálfan mig þá bæti ég bláberjum við.

Virkar kannski flókið en ég held að það sé vel þess virði fyrir að byrja daginn vel. Það sem vantar þarna er að borða einn ávöxt á morgnanna, þarf endilega að bæta því við.

Væri gaman að heyra hvað ykkur finnst og sömuleiðis ykkar hugmyndir af hollum morgunmati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Rósant

Þetta er óþarfa fjölbreytni hjá þér Mofi.

Ég læt mér nægja 2 glös af vatni á fastandi maga að morgni. Það eykur brennslu um 50%.

Svo set ég haframjöl og vatn í pott, læt suðuna koma upp, bæti smá salti í, hræri og grauturinn er tilbúinn eftir ca. 2 - 3 mín.

Slengi honum með sleif eða ausu í djúpan disk, helli mjólk þannig að hann flýtur upp og losnar frá diskinum. Slafra honum í mig á 1 - 2 mínútum með rúgbrauðssneið, létta-smjörlíki,13% osti, gúrkum, iceberg salatblöðum og skinkusneið ofan á.

Hita mér svo kolsvart kaffi á eftir og fæ mér kókoshringi með súkkulaði. Les gratis-blöð ef þau eru fyrir hendi og hlusta á morguútvarp. 

Þegar meltingu er að mestu lokið eftir ca. 1 klst. fer ég í 1 klst göngu og skokk með sársaukafullum teygjum á lærvöðvum, framan og aftan.

Þá er ég tilbúinn að mæta í vinnu kl. 04:30

Sigurður Rósant, 19.7.2010 kl. 22:52

2 Smámynd: Mofi

Klukkan 4:30 ???

mér líst svona... well, lala á þessar morgunvenjur. Helst set ég út á kókoshringi og kolsvart kaffi. Það bara getur ekki verið gott fyrir mann.

Ég fæ mér oft haframjög en aldrei hafragraut en það er aðalega af því að ég er að flýta mér á morgnanna.

Mofi, 20.7.2010 kl. 01:10

3 Smámynd: Sigurður Rósant

Sko þig. Þú getur alveg lesið með gagnrýnu hugarfari. Þegar maður mætir í vinnu kl 04:30 er að sjálfsögðu enginn tími fyrir morgunmat, einungis 2 glös af vatni sem eykur brennslu um 50%. En svona skrifa margir höfundar rita í Biblíunni þó ekki sé það jafn augljóst og ofangreint dæmi.

Morgunmatur er fólginn í nestispakkanum sem útbúinn er daginn áður. Samloka úr rúgbrauðssneið og heilhveitibrauðssneið smurt með Létta, 13% ostasneið, gúrkusneiðum, Icebergsalatblöðum og skinku- kalkún, eða kjúklingasneið. Kyngt niður með vatni, Weinerkaffi eða heitum kakódrykk. Ljósgrænt epli Val Venosta í eftirrétt. Sötra svo vatn á meðan hitinn er milli 26°C og 34°C til að koma í veg fyrir vökvatap líkamans.

Svarta kaffið og kókoshringirnir koma svo eftir vinnu, sem verðlaun fyrir vel heppnaðan vinnudag.

Sigurður Rósant, 20.7.2010 kl. 08:30

4 Smámynd: Mofi

Rósant, hehe, góður. Já, svona skrifa oft höfundar Biblíunnar, maður þarf aðeins að rýna í textann og þekkja til aðstæðna og samhengis til að skilja hvað er um að vera. Vil samt taka fram að ég er enga stund að borða minn morgunmat; leikandi innan við tíu mínútur að útbúa og borða.

Ég er með svipaðan eftirrétt og þú og held að það sé mjög góð hefð, þ.e.a.s. ljósgrænt epli; mitt er að vísu oftast rautt.

Mofi, 20.7.2010 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband