15.7.2010 | 14:42
Heili flugunnar hraðari en hvaða tölva sem er
Þegar fólk kremur óvelkomnar flugur þá hugsar það sjaldnast að það sé að kremja eitthvað merkilegt. Nokkrir vísindamenn hjá Max Planck stofnuninni hafa rannsakað augu flugunnar og heila og þeir sögðu t.d. þetta: "the minute brains of these aeronautic acrobats process visual movements in only fractions of a second.".
Samkvæmt greininni þá ef að knattspyrnu maður hefði sömu sjóngetu og fluga þá væri það eins og hann gæti spilað fótbolta í "slow motion".
Ímyndaðu þér heila flugunnar og hve smár hann er og bættu við þessari staðreynd: "one sixth of a cubic millimetre of brain matter contains more than 100,000 nerve cells each of which has multiple connections to its neighbouring cells."
Á einum stað í greininni þá segja þeir að heili flugunnar er hraðari en hvaða tölva sem er. Alls ekki slæmt, sérstaklega miðað við hve örsmár heili flugunnar er. Til að útskýra þessa fullyrðingu sína þá sögðu þeir þetta: "albeit the number of nerve cells in the fly is comparatively small, they are highly specialized and process the image flow with great precision while the fly is in flight. Flies can therefore process a vast amount of information about proper motion and movement in their environment in real time a feat that no computer, and certainly none the size of a flys brain, can hope to match".
Þessi hópur vísindamanna við Max Planck stofnunina töluðu um heila flugunnar með því að nota orð sem við almennt notum um tölvur. Að heili flugunnar breytir gögnum, reiknar út hreyfingar og kemur þeim upplýsingum áfram til flugstjórnunnar kerfisins og svo framvegis.
Það er alveg stórkostlegt að jafnvel í svona smáu dýri þá getur maður hið ótrúlega handverk Guðs.
Hérna er greinin sem fjallaði um þetta í PhysOrg
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Trúmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áhugavert
Styrmir Reynisson, 15.7.2010 kl. 15:23
Eigum við að koma í leik Mofi... þú finnur dæmi um stórkostleika meintrar hönnunar guðs og ég finn dæmi um afspyrnu slæma hönnun?
Kamui (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 19:44
Ahmm, nei Mofi. Heili flugunnar er ekki hraðari en hvaða tölva sem er. Það sem þeir segja og er rétt er að heili flugunnar er fljótari að bregðast rétt við hreifiupplýsingum en nokkur tölva/hugbúnaður sem er í notkun í dag, enda sérhæft tauganet þarna á ferð.
Þess má til gamans geta að taugafrumur lífvera eru frekar hægvirk fyrirbæri, sérstaklega borið saman við rafrænar tölvur. Málið er að taugafrumur eru eins og aðrar frumur mestmegnis fullar af vökva (vatni) og frumuveggirnir þurfa því að vera færir um að taka til sín vökva og næringarefni. Þetta gerir það að verkum að þær leiða rafstraum frekar illa, þ.e.a.s. hann bæði glatast hratt og ferðast hægt. Þú gætir hugsanlega litið á þetta sem hönnunargalla, en miðað við þróunarfræðilegar forsendur þá meikar þetta perfect sense.
(Til glöggvunar var ég að lesa þessa hérna fyrir stuttu, get flett upp smáatriðunum ef menn vilja:
http://ukcatalogue.oup.com/nav/i/category/academic/series/general/vsi/9780192853929/R/browse+within+this+series/medicine+%26+health/n/4294921796.do?sortby=bookTitleAscend mæli með þessari seríu.)
Einar Þór, 15.7.2010 kl. 19:55
Egill Óskarsson, 15.7.2010 kl. 20:17
Ekki málið. Ekki gleyma að slæm hönnun þarf líka hönnuð.
Ekki kenna mér um; þetta eru orð þeirra sem rannsökuðu getu flugunnar. Spurning hvort maður sleppir ekki ofur tölvunum sem eru samansettar úr aragrúa af örgjöfum.
Þarf ekkert að sanna, hönnunin er augljós nema fyrir þá sem rembast við að afsaka hana í burtu.
Auðvitað þá þegar þú ert með tvær tilgátur að þá eru rök á móti einni, rök sem gera þá hina líklegri.
Mofi, 16.7.2010 kl. 10:11
"Auðvitað þá þegar þú ert með tvær tilgátur að þá eru rök á móti einni, rök sem gera þá hina líklegri."
Þetta er rétt þá og því aðeins ef sýnt hafi verið fram á að einungis þær tvær tilgátur séu mögulegar og engar aðrar tilgátur geti verið réttar.
Þetta er alls ekki staðan í umræðunni um uppruna tegundanna, og eins og einn viðmælenda þinn eyddi miklu púðri í að útskýra fyrir þér fyrir nokkru, þá er slíkt algerlega ómögulegt ef þú leyfir yfirnáttúrulegar skýringar á náttúrulegum fyrirbærum því að þá ertu með óendanlegan fjölda "mögulegra" skýringa.
Einar Þór, 16.7.2010 kl. 10:50
Einar Þór, aðal deilan er um hvort það þarf vitsmuni til að hanna svona eða hvort það þarf ekki. Hvort að ferlar sem hafa enga vitsmuni geti hannað svona eða hvort það þarf eitthvað sem hefur vilja og vitsmuni. Ef einhver kemst að þeirri niðurstöðu að það þurfti vitsmuni þá er hægt að halda áfram út frá þeim punkti ef áhugi er fyrir hendi. Þá er hægt að pæla í hvort að vitsmuna veran er yfirnáttúruleg eða hvað annað sem menn velta fyrir sér.
Mofi, 16.7.2010 kl. 11:19
Var þetta flókin spurning? Settu fram RÖK fyrir því að hönnunin sé til staðar. Ef hún er svona augljós þá ætti þetta ekki að vera neitt mál.
Þetta svar sýnir annars hversu ótrúlega illa að þér þú ert um ekki bara það hvernig vísindi yfirhöfuð virka heldur líka rökfræði og í raun rökræður.
Líklegri já kannski. En þau eru aldrei sönnun fyrir henni nema að þú byrjir á því að sýna fram á að bara þessar tvær tilgátur séu þær einu mögulegu. Þann lúxus hefur þú hins vegar ekki í þessu tilfelli.
Því fyrr sem þú og kollegar þínir í sköpunartrúnni áttið ykkur á því að afsönnun á Þróunarkenningunni er ekki sönnun á a) hönnun og b) því að guð hafi gert þetta þeim mun betra.
Egill Óskarsson, 16.7.2010 kl. 17:28
Ekki er Mofi enn fastur í þeirri alvarlegu rökvillu sinni að ef þróunarkenningin sé röng þá hljóti sköpun að vera rétt?
Ef hundurinn minn er ekki blár, hlytur hann þá að vera hvítur?
Kamui (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 18:03
Af alveg ótrúlegri tilviljun þá rakst ég á tilvitnun í Christopher Hitchens sem á einstaklega vel við þessa fullyrðingu þína að það þurfi ekki að 'sanna' hönnun:
Egill Óskarsson, 16.7.2010 kl. 23:07
Mofi, 19.7.2010 kl. 11:23
Kamui, þróunarsinnar hafa verið duglegir að segja að sköpun geti ekki verið sönn af því að Guð myndi ekki hanna hitt eða þetta, þegar þetta er levelið sem er verið að rökræða á þá er hætt við því að maður dragist á sama level.
Mofi, 19.7.2010 kl. 11:25
Þetta síðasta svar þitt meikar nákvæmlega akkúrat ekkert sense Mofi
Heldur einhver þróunarsinni því fram að þróun hljóti að vera rétt vegna þess að sköpun biblíunnar sé svo ólíkleg?
Kamui (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 12:24
Nei, að þetta sé yfirhöfuð hönnun. Svo máttu endilega hætta þessum útúrsnúningum.
Þetta virkar ekki svona Mofi. Þú heldur því fram að þetta sé augljóst dæmi um hönnun. Það er eina fullyrðingin sem hefur komið fram. Það er ekki mitt hlutverk að sýna fram á einhverja aðra kenningu heldur þitt að sýna fram á að þín fullyrðing sé rétt.
Það að þú neitir að færa rök fyrir máli þínu og ákveðir þess í stað að snúa út úr segir ansi margt.
Egill Óskarsson, 19.7.2010 kl. 12:31
Kamui, rökin að Guð myndi ekki hafa hannað eitthvað svona eða hinsvegin hafa verið rök ótal þróunarsinna síðustu 150 ár og eru enn notuð af Dawkins í dag. Ef þú ert ekki vel að þér í þessari umræðu þá mæli ég með því að þú notir annan tón, ekki þennan sem lætur þig virka eins og þú ert á tíu metra háum hesti.
Egill, að vera með tölvu sem reiknar hina ótrúlegustu hluti út, hraðar en tölvur geta í dag... hvað áttu við með að þú sérð ekki hönnun??? Þetta er eins og að rökræða hvort að sólin er heit eða köld svo fáránlegt er þetta.
Mofi, 19.7.2010 kl. 13:34
Ég skil ekki af hverju þú ert svona hissa Mofi, ég meina þú hefur heyrt af Þróunarkenningunni er það ekki? Þú veist að þú ert að predika gegn viðurkenndum vísindakenningum er það ekki? Þú lætur eins og algjör kjáni í þessari umræðu.
Færðu nú einhver rök fyrir þessu sem er svo ofboðslega augljóst eða viðurkenndu að svona finnist þér að hlutirnir hljóti að vera, sem er allt annar hlutur.
Þú sjálfur virkar ekki mjög vel að þér í þessari umræðu Mofi minn þegar þú lætur eins og það komi þér á óvart að fólk efist um þessi augljósu merki þín um hönnun. Og reyndar bara þetta sem þú segir að séu 'rök' þróunarsinna og Dawkins bendir ekki til þess að mikill skilningur sé til staðar hjá þér á umræðunni.
Egill Óskarsson, 19.7.2010 kl. 14:36
Þess utan þá er engin tölva í flugum. Þær eru hins vegar með taugakerfi.
Egill Óskarsson, 19.7.2010 kl. 14:37
Kamui, rökin að Guð myndi ekki hafa hannað eitthvað svona eða hinsvegin hafa verið rök ótal þróunarsinna síðustu 150 ár og eru enn notuð af Dawkins í dag. Ef þú ert ekki vel að þér í þessari umræðu þá mæli ég með því að þú notir annan tón, ekki þennan sem lætur þig virka eins og þú ert á tíu metra háum hesti.
Hefur verið birt svo þú vitir til einhver niðurstaða rannsóknar þróunarfræðings eða líffræðings þar sem það hvað guð hefur líklega eða ekki gert er einhver hluti röksemdarfærslunnar?
Svo skil ég ekki alveg þessa hestalíkingu þína, maður sitjandi á 10 metra háum hesti hefði ekki bara mikla og góða yfirsýn heldur kæmist hann mjög hratt yfir :)
Kamui (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 14:50
Egill, ég er hissa að láta eins og þú sjáir ekki hönnun. Sá sem aðhyllist þróunarkenninguna er ekki að láta eins og fábjáni og þykist ekki sjá hönnun, hann heldur að það er hægt að útskýra hönnina án hönnuðar.
Það sem greinin sem ég vísaði í útskýrði var að þarna er "vél" sem sér um að reikna, sér um að taka merki og vinna úr þeim upplýsingar ásamt útreikningum á þessum upplýsingum. Þetta er það sem tölvur gera og þarna er virkni eins og virkni tölva.
Kamui, hérna er fjallað um rök Dawkins um að Guð hefði ekki hannað augu mannsins eins og þau eru, sjá: http://creation.com/dawkins-eye-revisited
Mikið rétt :) en, ef hann dettur af þá er það ekki þægilegt.
Mofi, 19.7.2010 kl. 16:20
Dæmi? Og helst ekki eitthvað sem þú finnur tekið úr samhengi á AIG eða álíka. Bentu mér á einhverja sem halda þessu í alvöru fram.
Nei. Greinin er um taugakerfi. Það er ekki vél.
Egill Óskarsson, 19.7.2010 kl. 17:07
Kamui, hérna er fjallað um rök Dawkins um að Guð hefði ekki hannað augu mannsins eins og þau eru, sjá: http://creation.com/dawkins-eye-revisited
Svaraðu bara spurningunni, hefur í einhverri fræðilegri grein um þróun og tengt efni verið stuðst við einhver rök þar sem minnst er á guð og hvað hann getur eða getur ekki gert?
Kamui (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 19:52
Hverjar af bókum Dawkins hefurðu annars lesið sjálfur Mofi?
Egill Óskarsson, 19.7.2010 kl. 20:52
"Og Drottinn var með Júda, svo að þeir náðu undir sig fjalllendinu, en þá, sem bjuggu á sléttlendinu, fengu þeir eigi rekið burt, því að þeir höfðu járnvagna. "
Tækni: betri en að hafa Guð með þér í liði
Einnar línu speki, 19.7.2010 kl. 23:57
Dawkins sagði t.d. í bókinni "The Blind Watchmaker" þetta "Biology is the study of complicated things that give the appearance of having been designed for a purpose"
Aðal afrek Darwins var að útskýra hönnun án hönnuðar, að náttúran liti út fyrir að vera hönnuð hefur aldrei verið umdeilt, aldrei nokkur tíman í mannkynssögunni. Ef þú vilt vera sá fyrsti þá... vá, gangi þér vel.
Það virkar eins og vél, sama hvaða nafni þú gefur það.
Blind watchmaker og "The greatest show on earth"
Mofi, 20.7.2010 kl. 01:16
Mofi, 20.7.2010 kl. 01:18
Þú ætlar semsagt að draga til baka fyrri fullyrðingu þína um að rök fyrir þróun innihéldi oft rök sem fælust í því hvað guð gæti og gæti ekki gert?
Kamui (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 11:20
Ætla skýra þetta nánar, því mig grunar að þú annaðhvort skiljir ekki ekki hvað ég er að segja eða snúir út úr því....
Semsagt - baraátta þín og annarra sköpunarsinna snýst að mestu leyti um það að ráðast á þróunarkenninguna, í þeirri firringu ykkar að halda það að ef ykkur tekst að búa til efa um þróun séuð þið á einhvern hátt að sanna sköpun - eins og þetta séu einu kostirnir sem séu í boði - ef annar er rangur þá sé hinn réttur....
Þróunarfræðingar og þeir sem starfa að rannsóknum á þróun er hinsvegar alveg nákvæmlega sama um sköpunatrú þína og annarra og hún kemur þeirra rannsóknum ekkert við, og það er aldrei minnst á hana
Kamui (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 11:30
Nei, auðvitað ekki! Ég er búinn að sýna fram á þetta án nokkurs vafa.
Þannig er staðan, ef einhver er með aðra valkosti þá að minnsta kosti er enginn sem ég veit um sem aðhyllist þann valkost.
Þessi grein sem ég benti á er gott dæmi þar sem sköpunarverkið er rannsakað og lítið sem ekkert minnst á þróunarkenninguna því að hún er eins og graftarkýli þegar menn stunda alvöru vísindi; þegar þeir rannsaka sköpunarverkið. Það eru fáir sem vilja reyna að útskýra hvernig tilviljanir geta búið til svona tæki sem allir vísindamenn heims geta ekki búið til.
Þú alveg ýtrekað sýnir fram á að þú hefur ekkert lesið í þessari umræðu, hvorki bækur eftir þróunarsinna eða sköpunarsinna. Þessi fáfræði þín er aðeins of augljós og það er sárt að horfa upp á hana af því að þú nálgast þessa umræðu eins og hrokagikkur sem veit allt.
Mofi, 20.7.2010 kl. 12:10
Mofi.... ég er búinn að lesa hvert einasta orð sem þú hefur sett hér inn síðustu 4 árin eða svo
Nei, auðvitað ekki! Ég er búinn að sýna fram á þetta án nokkurs vafa.
Viltu þá gjöra svo vel að benda mér á fræðigrein um þróun, birta í einhverju vísindariti þar sem minnst er á sköpun biblíunnar í röksemdarfærslu?
Þannig er staðan, ef einhver er með aðra valkosti þá að minnsta kosti er enginn sem ég veit um sem aðhyllist þann valkost.
Þú gerir þér grein fyrir því að það eru til fleiri trúarbrögð en þín eigin er það ekki? Svo vogar þú þér að kalla aðra hrokagikki - margur heldur mig sig Mofi
Og þú getur ekkert sagt að þannig sé staðan, ert þú svo einfaldur að halda það að það sé bara hægt að slá því föstu að þekking manna í dag sé svo bulletproof að við séum bara með það á hreinu nákvæmlega hvaða möguleika er um að ræða... talandi um hroka aftur mofi - þú virðist eiga nóg af honum
Þessi grein sem ég benti á er gott dæmi þar sem sköpunarverkið er rannsakað og lítið sem ekkert minnst á þróunarkenninguna því að hún er eins og graftarkýli þegar menn stunda alvöru vísindi; þegar þeir rannsaka sköpunarverkið. Það eru fáir sem vilja reyna að útskýra hvernig tilviljanir geta búið til svona tæki sem allir vísindamenn heims geta ekki búið til.
WHAT??? Skildir þú ekki orð af því sem ég sagði.... þetta svar er algjörlega út úr kú Mofi.... ég var að reyna benda þér á að þegar þróunarfræðingar og líffræðingar eru að stúdera sín fræði, þá minnast þeir ekki einu orði á sköpunarsöguna þína, þar sem hún kemur þeim ekki við..
Það er stundum eins og þú áttir þig ekki á því Halldór að vísindamönnum er flestum alveg nákvæmlega sama um þessa baráttu þína og skoðanabræðra þinna fyrir sköpun... hún kemur þeim ekkert við
Kamui (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 14:45
Ég er ekki alveg að skilja þessi svör þín hérna Mofi.. lestu ekki það sem ég er að skrifa - þú ert hreinlega að svara einhverju allt öðru en því sem ég set hérna inn
Kamui (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 14:48
Takk fyrir að taka akkúrat tilvitnun sem Dawkins sjálfur hefur bent á að sé ítrekað tekin úr samhengi til þess að reyna að láta líta út fyrir það að hann segi að lífverur séu hannaðar. Hann eyðir svo næstum síðum eftir það sem þú vitnar í í að útskýra af hverju þetta er ekki hannað.
Þetta er óheiðarlegt Mofi.
Kjaftæði. Aðalafrek Darwins ásamt öðru samtímamönnum hans og óteljandi vísindamönnum síðan var að sýna fram á með endanlegum hætti að lífverur eru ekki hannaðar eða skapaðar heldur þróast á gríðarlöngum tíma.
Sama hvaða nafni ég gef því? Mofi, þetta ER taugakerfi í lífveru. Það ER nafnið. Ekkert annað er rétt nafnið yfir þetta. Ef þú átt svona erfitt með að aðskilja líkingar frá raunveruleikanum þá mæli ég með því að þú sleppir því í framtíðinni að nota þær.
Ef þú hefur lesið The Blind Watchmaker af hverju vitnarðu þá svona vitlaus í hana? Lastu bara setningar á stangli?
Egill Óskarsson, 20.7.2010 kl. 15:05
Þannig að þú telur þekkingu dagsins í dag endanlega? Útilokarðu að nokkuð nýtt geti komið fram?
Annars skiptir þetta ekki máli Mofi. Í vísindum getur afsönnun á einni kenningu aldrei sannað aðra. Þannig VIRKA EKKI VÍSINDI. Það að þú áttir þig ekki á þessu er augljóst dæmi um hversu illa að þér þú ert í þessari umræðu.
Egill Óskarsson, 20.7.2010 kl. 15:07
Smá áframhald/ítarefni:
En það er ekki það sem þú ert að halda fram. Þú ert ekki að halda því fram að Dawkins og fleiri viðurkenni að náttúran líti út fyrir að vera hönnuð. Þú ert að halda því fram að þeir viðurkenni og að Þróunarkenningin snúist um að sýna fram á að jörðin sé hönnuð en án hönnuðar.
Þetta er allt annar hlutur. Ég get alveg tekið undir það að ákveðnir hlutir geti litið út fyrir að vera hannaðir. Þar með er ég samt ekki að viðurkenna að þeir séu hannaðir. Ég vona að þú áttir þig á muninum.
Svo er ég ennþá hissa á þessari tilvitnun þinni í Dawkins, ég veit að þér hefur áður verið bent á að hún er slitin úr samhengi og að hann er alls ekki að halda því fram að jörðin sé hönnuð.
Egill Óskarsson, 20.7.2010 kl. 18:42
Egill, það er einfaldlega lákúrulegt að svara þér. Að láta sem svo að ég hafi verið að segja að Dawkins segi að náttúran er hönnuð er svo yfirgengilega móðgandi að bara að svara þér virkar eins og að skríða ofan í skítinn.
Kamui,ég held að allir sem lesa þetta sjái vitleysuna í því sem þú ert að halda fram svo ég sleppi því að svara þangað til þú gefur mér eitthvað sem er svaravert.
Mofi, 22.7.2010 kl. 09:12
Málefnalegt Halldór.. mjög málefnalegt
Þú svarar hér einhverju allt öðru en ég er að segja, og þegar þér er bent á það að og þú krafinn svara þá er þetta svarið
Kamui (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 11:43
Tilvitnun þín í Dawkins var til þess að renna stoðum undir þessi orð þín: Sá sem aðhyllist þróunarkenninguna er ekki að láta eins og fábjáni og þykist ekki sjá hönnun, hann heldur að það er hægt að útskýra hönnina án hönnuðar.
Egill Óskarsson, 22.7.2010 kl. 13:44
Egill, já og þau gera það. Dawkins sér ummerki hönnunar en heldur að það er hægt að útskýra það án hönnuðar.
Mofi, 22.7.2010 kl. 17:37
Nei Mofi, þú skilur einfaldlega ekki hvað Dawkins er að segja. Hann segir að við fyrstu sín gæti þetta litið út fyrir að vera hannað en þegar nánar er athuga þá er svo ekki.
Þetta er í alvörunni ekki svona flókið.
Annars nenni ég þessu ekki lengur. Þú ert kominn út í horn og eins og venjulega bregstu við með því að verða reiður og tapar öllu samhengi í umræðunni.
Egill Óskarsson, 22.7.2010 kl. 20:49
Egill, þú ert bara að endurtaka það sem ég er að segja; þessi fáránleiki er því miður ekki fyndinn. Þessi leikur þinn er bara pirrandi, ætti að loka á þig fyrst þú lætur svona og geri það ef svona þvæla endurtekur sig.
Mofi, 23.7.2010 kl. 00:11
Viltu ekki bara loka á okkur báða Mofi... þá er enginn eftir sem nennir að tala við þig
Hefur þú ekki annars tekið eftir því hversu steindauð síðan þín er orðin
Er markmiðinu þínu þá ekki endanlega náð - orðinn hinn nýji Jón Valur
Kamui (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 14:31
Kamui, það er lítill munur á því að tala við engann eða tala við einhverja sem segja í rauninni ekkert. Frekar að hafa þögn en heimskulegar þrætur.
Mofi, 23.7.2010 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.